Þjóðviljinn - 15.06.1967, Page 8
▼
g SlÐA — ÞJÓÐVH«IINV — Fúaamtudagur lö. júm 1067.
tt—
Tilkynning um útboB
Útboðslýsing á spennistöðvum, ásamt bún-
aði, fyrir dreifikerfi Búrfellsvirkjunar í
Þjórsá verður afhent væntaíilegum bjóð-
endum að kostnaðarlausu á skrifstofu
Landsvirkjunar eftir 20. júní n.k.
Tilboða mun óskað í hönnun, framleiðslu
og afhendingu á búnaði fyrir 220kV spenni-
stöð vlð Búrfell; hönnun og framleiðslu á
búnaði ásamt byggingu á 132kV og 220kV
spennistöðvum við Geitháls ásamt viðbót
við 132kV spennistöð við írafoss. Innifalið
í útboðinu er ennfremur bygging spenni-
stöðvarhúss við Geitháls ásaimt allri jarð-
vmnu vegna stöðvanna. Tilboð í hluta af
verkinu koma ekki til greina.
Gert mun venða að skilyrði, að hver bjóð-
andi sendí með tilboði sínu fullnægjandi
upplýsingar um fjárhagslega og 'tæknilega
hæfni sína til að standa til fullnustu við
samninga.
Tekið verður við innsigluðum tilboðum í
skrifstofu Landsvirkjunar, Suðurlandsbraut
14, Reykjavík fram til kl. 14:00 þann 15.
ágúst 1967.
Reykjavík, 15. júní 1967.
Bifreiðaeigentlur
Þvoið, bónið og sprautið bílana ykkar sjálfir. Við
sköpum aðstöðuna. Þvoum og bónum ef óskað er.
Meðalbraut 18, Kópavogi.
Simi 4-19-24.
f
é
FLOGIÐ STRAX yy
FARGJALD %
GREITT SÍÐAR%
MANMORK OG
fA-ÞÝZKALANlT*!*,
r
5.-26. júli. 1967. Verð kr. 13.500,(X).
Fararstjóri: Magnús Magnússon, kennari.
Ferðaáætlun: 5. júlí. Flogið til Kaupmannahafnar
og dvalið þar til 8. júli. Farið með lest til Wame-
munde og dvalið á Eystrasaltsviku til 17. júlí.
L.agt aí stað í 9 daga ferð til Berlínar. Magdeburg,
Erfurt. Leipzig. Dresden og Wittenberg og farið 25.
júli með næturlest til Kaupmannahafnar og flogið
26. júlí til Reykjavíkur.
Innifalið fullt fæði nema morgur.matur 1 Kaup-
mannahöfn. flugfar. járnbrautir og langferðabílar.
ieiðsögumaður. hótel. aðgangur að söfnum, dar.s-
leikjum o.fl. Baðströrjd á Eystrasaltsvikunni. Ein
ódýrasta ferð sumarsins. Þátttaka takmörkuð og
þegar búið að panta í ferðina. Hafið samband við
skrifstofuna sem fyrst. Aðeins örfáir miðar eftir.
LAN DSy N 1
FERÐASKRIFSTOFA
Laugavegi 54.
SÍMl'22890 BOX 465 REYKJAVÍK
Jmwzímííícmíímmííí'.
1
13.00 Eydís Eyþórsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.40 Valdimar Lárusson leik-
ari les framhaldssöguna
Kapítólu.
15.00 Miðdegisútvarp. Rita
Hayworth, Frank Sinatra,
Kim Novak, E. Ros og hljóm-
sveit hans, Alexander, The
Finnish Letkiss All-Stars,
Brúðkaup
• Þann 20. maí voru gefin
saman í hjónaband í Neskirkju
af séra Frank M. Halldórssyni
ungfrú Anna Eyjólfsdóttir og
Símon Hallsson. Heimili þeirra
er að Rauðagerði 25. (Studio
Guðmundar, Garðastræti 8,
sími 20900). •
• Þann 29. apríl voru gcfin
saman í hjónaband í Kópavogs-
kirkju af séra Gunnari Árna-
syni ungfrú Hildigunnur Þórð-
ardóttir og Finnbogi Höskulds-
son. (Studio Guðmundar,
Garðastræti 8, sími 20900).
%
• Þann 29. apríl voru gefin
saman í hjónaband af séra
Óskari J. Þorlákssyni ungfrú
Jóhanna Sölfadóttir og Davíð
Valgeirsson. Heimili þeirra er
að Sólbergi, Eskifirði. (Studio
Guðmundar, Garðastræti 8,
sími 20900).
Little Riehard, R. Orbison,
Ferrante og Teicher Dg Pat
Boone syngja og leika-
16.30 Síðdegisútvarp. Stefán Is-
landi syngur. Danska út-
varpshljómsveitin leikur Hin-
ar 4 lyndiseinkunnir, sin-
fóníu nr- 2 op. 16 eftir Oarl
Nielsen; Th. Jensen stjórnar.
Elsa Sigfúss, A. Schiötz og
H. Nörgaard syngja Aperito
mihi justitiae, óratoríuþátt
eftir Buxtehude. Paul Tofte
Hansen og N. V. Bentzon
leika Sónötu fyrir enskt horn
og píanó op. 71 eftir Bentzon.
Frans Andersson, K. Schultz
o. fl- syngja lög eftir Weyse.
17.45 Trtdráttur úr óperunni I
Pagliacci eftir Leöncavallo.
C. Bergonzi, J- Carlyle o. fl.
syngja; H. von Karajan stj.
19.30 Daglegt mál. Á. Böðvars-
son flytur þáttinn.
19.35 Efst á baugi.
20.05 Söngvar og dansar fjalla-
bua í Þýzkalandi og Sviss-
Flytjendur: Fahrnberger-syst-
kinin, R. Bauer, M. Berger
o. fl. söngvarar ásamt Rudi
Knabi sítarleikara og hljóð-
færaflokkum ýmiskonar.
20-30 Útvarpssagan: Reimleik-
arnir : Heiðarbæ eftir Selmu
Lagerlöf.
21.30 Heyrt og séð. Stefán
Jónsson á ferð með hljóð-
nemann á Hvanneyri.
22.35 Djassþáttur. Ólafur Step-
hensen kynnir.
23.05 Fréttir í stuttu máli.
Dagskrárlok.
• Nýtt hefti af
„Veðrinu"*
• 1 nýjasta hefti af „Veðri iu“,
tímariti Fóla-gs íslenzkra veður-
íræðinga, er m.a. greinin „Not-
kun vetnissamsætna við grunn-
vatnsrannsóknir á lslandi“ eft-
ir Brag-a Ámason efnafræðing
hjá Raunvísindastofnun Há-
skólans. Þá skrifar Knútur
Kn-udsen veðurfræðingur, um
haustið og vdurinn 1966—1967
og Mnrkús A. Einarsson. Uin<j>
gaeði tveggja daga veðurspáa.
Lofthiti yfir Reykjanesskaga
nefnist grein eftir Jónas Jak-
obsson, svo er þátturinn Ur
ýmsum áttum og sitthvað fleira.
Ritstjóm „Veðursins" skipa
Jónas Jakobsson, Flosi H. Sig-
urðsson, Páll Bergþórsson og
Hlynur Sigtryggsson.
• Minningabók
• í tengslum við minnismerki
sjómanna á Akranesi, sem af-
hjúpað var á sjómannadaginn,
28. maí s.l., verður gerð bóic
er geymi nöfn allra þeirrasjó-
manna af Akrancsi og nágrenni,
sem drukiknað hafa fyrr ogsíð-
ar og vitað er um. Sikráð verða
í bókina æviatriði þeirra með
mynd af þeim, sem til eru og
unnt verður að fá. Verður bók-
in varðveitt á opinbenrm stað,
henni samboðnum, þar sem al-
menningi gofst kostur á aðskoða
hana. — Nefnd minnismerkis
sjómnnna á Akranesi, sem starf-
að hefur undanfarin ár, ákvað
á fundi fyrir nokkru, að halda
hópinn um sinn, meðan unnið
verður að þossari minningabók.
Ilefur nefndin leitað til Ara
Gíslasonar, fræðimanns á Akra-
nesi, um aðstoð við samantekt
bckarinnar, og mun hann vinna
verkið að miklum hluta..
Það eru vinsamleg tilmæli
ncfndarinnar tifl fólks, að það
Ijái þessu máilí stuðning, m.a.
mcð því að lána myndir til eft-
irtöku af þeim, som bókin er
helguð. Skráð verði nafn þess,
sem myndin er af, á bakhlið
hennar og upplýsingar, sem
. hægt er að komn þar fyrir.
Vinsaimlegast komið myndunum
tií Ara Gíslasonar, Vesturgötu
138 (sími: 1627), eða sóknar-
prestsins á Akranesi, séra Jóns
M. Guðjónssonar. — Þeir, sém
hafa í huga að gefa minningar-
gjafir um látna sjómenn, geta
snúið sér til sóknarprestsihs
með þær.
— Minnismerkisnefntl.
• Gjafir
• Á sjómannadaginn, 28,- mai,
bárust gjafir í t.ilefni afhjúp-
unar minnismerkis sjómanna á
Akranesi, kr. 10 þúsund og kr.
7 þúsund frá tvennum hjónum
á Akranesi til minningar u-m
sjómenn, er gistu vota gröf, kr.
1 þúsund frá Magnúsi Kristófers-
syni frá Götuhúsum á Akranesi.
Þá afhenti Helgi S. Eyjólfsson,
sem lengi hefur verið formað-
ur Átthagaféiags Akránesinga í
Reykjavík, mér sparisjóðsbórft
með um 20 þús. kr. frá félögum
áttihagafélagsins. — Átthagafé-
lag Akurnesinga í Reykjavík
hefur frá upphafi sýnt minn-
jsmerkismáliiTu mikinn skiln-
ing og stuðning og hefur átt
tvo fuilltrúa í minnismerkis-
nefndinni. Ræktarsemi félag-
anna í þessu máli, og öðrum,
er varða æskustöðvar þeirra
hér efra, ber að bakka af al-
hug. Vissulega hafa þeir verið
mörgum ti'l fyrimiyndar.
Þessu fé rmm verða varið til
að kosta samantekt og umbún-
að minningabókar um di-ukkn-
aða sjómenn af Akranesi og ná-
grenni. — Jón M. Guðjónsson.
• 20 ára afmæli
5. júní s.l. varð MarshaVI-að
stoðin svonefnda 20 ára en höf-
undur hennar var sem kunnugt
er George Marshall þáverandi
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna.
Hefur ísilenzka ríkisstjórnin á-
kveðið að minnast þessa afmæl-
is með því að beita sór fýrir að
50.000 dollarar verði gefnir f
sjóð þann sem kenndur er við
Thor heitinn Thors sendiherra.
Gjafaféð verði lagt fram af rík-
issjóði og stoCnunum som sér-
staklega nutu góðs af Marshall-
aðstoðinni. Sjóðurinn var sitofn-
aður 1965 að frumkvæði Ameri-
can-Scandinavian Foundation í
New York og hafa safnazt í
hann nálega 50.000 dollarar.
Með framangreindri gjöf verð-
ur náð því marki sefn sett hef-
ur verið til þess að sjóðurinn
geti hafið styrkveitingar.
(Úr frétt frá forsætisráðu-
neytinu).
• Prjónastofan
Sólin sýnd úti á
landi á næstunni
• N.k. sunnudag, þann 18. þ.m.
verður lagt upp í leikför áveg-
um Þjóðleikhússins með leikrit
Halldórs Laxness, Prjónastof-
una Sóllina. Sýnt verður á 10
stöðum á Norður- og Austur-
landi og verður fyrsta sýningin
í. Ásbyrgi í Miðfirði. Þá verður
sýnt á Blönduósi, Akureyri, Öl-
afsfirði og Skjólbrekiku í Mý-
vatnssveit. Þaðan verður haldið
til Austfjarða og sýnt í hinum
glæsilegu nýjai félagsheimihxm
þar.
Þetta verður alilfjöOmenn leik-
för, og þar sem leiksviðsútbún-
aður er allfyrirferðarmikill i
þessu leikriti verður farið í
tveimur bifreiðum og taka 21
leikari og tæknimenn á leik-
sviði þátt í þessari leikför Þjóð-
leikhússins.
Þetta er í fyrsta sinn, sein
Þjóðlei'khúsið sendir leikrit eft-
ir Halldór Laxness í lei'kferð
út á land og er nú orðið all-
langt síðan Þjóðleikhúsið hefur'
sent jafn fjöilmennan leikfjokjc
í leikför.
Hlutverkaskipan er óbreytt
frá því, sem var þegar Heikríl-
ið var sýnt í Þjóðleikhúsinu, að
öðru leyti en því að Guðbjörg
Þorbjamardóttir leikur nú hlut-
verk Sólborgar prjónakonu, í
stað Helgu Valtýsdóttur, sem
lék það, er leikurinn var sýnd-
ur í Þjóðleikhúsinu. Leikstjóri
er Baldvin Halldörsson, en far-
arstjóri verður Klemenz Jóns-
son. — Myndin er af höfundi.
ÚTBÖÐ
Tilboð óskast í að selja stálþil og tilheyr-
andi tengihluti til bryggjugérðar við Ár-
túnshöfða hér í borg. — Útboðsgögn eru
afhent í skrifstofu vorri.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800
Rakarastofur
borgarinnar
verða lokaðar frá kl. 1—4 vegna jarðarfarar
FRIÐÞJÓFS ÓSKARSSONAR
hárskerameistara.
Meistarafélag hárskera.
Terylene buxur
og gallabuxur 1 öllum stærðum. — Póstsendum
Athugiö okkar lága verð.
Ó.L. Traðarkotssundi 3
(móti Þjóðleikhúsinu) — Simi 23169.
i
i
i