Þjóðviljinn - 23.06.1967, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 23.06.1967, Qupperneq 1
Willy Brandt kem- ur til íslands í dag ................... ...................*/'\ Willy Brandt utanríkisráðhcrra 1 dag kemur hingað í heim- sókn til íslands utanríkisráðherra og varakanzlari Vestur-Þýzka- Iands WiIIy Brandt. Er flugvél ráðherrans væntanleg til Kefla- víkurflugvallar kl. 17.10, en hing- að kemur hann frá Stokkhólmi. Wil'ly Brandt er faeddur í Lii- beck 18. desember 1918. Hann er kvæntur norskri konu, Rut, f. Hartsen, og eiga þau þrjá syni og eina dóttur. Árið 1933 fluttist Brandt til Norðurlanda og lagði Stund á sögu og heimspeki við Oslóarháskóla, en á stríðsárunum tók hann þátt í andspyrnuhreyf- ingunni gegn nazistum og vann wMarz“ tekinn í landhelgi Togarinn Marz RE var tekinn í gærmorgun að meintum ólög- legum togveiðum í landhelgi austur af Hvalsnesi. Var togar- inn um 1,8 mílu innan við leyfða fiskveiðitakmörkun á þessum sióðum, sem eru 6 míiur. Varðskipið Óðinn tók togar- ann í landhelgi. Skipherra Þór- arinn Björnsson. Fariö var með togarann til Neskaupstaðar, þar sem mál skipstjórans verður tek- ið fyrir. Skipin komu til Nes- kawpstaðar síðdegis í gær. sem blaðamaður, fyrst i Noregi og síðan í Svíþjóð fram til 1945. Eftir strið fluttist Willy Brandt aftur til Þýzkalands, hélt áfram blaðamennsku og var um tíma ritstjóri Berliner Stadtblatt. Ár- in 1949—1957 var hann þingmað- ur og gegndi ýmsum ábyrgðar- störfum fyrir sósíaldemókrata, en frá 1957 var Willily Brandt borg- arstjóri Vestur-Berlínar og þvi starfi gegndi hann þar' tii í des. 1966 að hann varð utanríkisráð- herra og varakanzlari. Hér verður Willy Brandt fram á sunnudaigsmorgun og eru í för með honum eiginkona hans, ráðu- neytisstjóri vestur-þýzka utanrík- isróðuneytisins, vestur-þýzkir fréttamenn og fleiri. 1 kvöld mun Willy Brandt sitja Framhald á 7. síðu. Karlakór Reykjavíkur farinn til Montreal Síðdegis í gaer Iagði Karlakór Reykjavíkur af stað til Montreal í Kanada með þotu Pan American flugfélagsins og mun kórinn syngja tvivegis á heimssýningunpi og e.t.v. einu sinni að auki en ferðin mun standa í viku. I hópnum eru alls 40 manns. Söngstjóri er Páll Pampichler Pálsson en <finsöngv- arar verða Svala Nielsen, Sigurður Björnsson og Friðbjörn Jónsson. Undirlcikari er Guðrún Kristins- dóttir. Formaður Karlakórs Reykjavíkur er Jón Hallsson sparisjóðsstjóri. Myndin er tekin við Hótel Loftleiðir í gær er kórinn var að leggja upp I ferð irta. — (Ljósm.Þjóðv- A. K.). Samdráttur i atvinnulifinu Þúsundir vinnuiausra unglinga □ Nær átta þúsund skólanemendur úr skólum í Reykjavík og Kópavogi eru nú komnir á vinnu- markaðinn og er fróðlegt að huga að vinnumögu- leikum fyrir þetta unga fólk þessa dagana og hvemig því hefur reitt af síðan það kom úr skól- unum. □ Hér er um að ræða skólafólk á aldrinum frá sextán til tvítugs, en fjórtán og fimmtán ára ald- urinn kemur yfirleitt ekki til greina. Við höfðum 'samband í gær- dag við Þorlák Jónsson Vinnu- miðiun Rvíkurborgar og kvað hann langan biðlista hjá þeim með skóBafólki og ekki væri viðlit að koma öllu þessu fólki í vinnu. Byggingarvinna hefur verið í lægðinni að undanfömu og tek- ur aðetns við takmörkuðum fjölda af vinnufúsum höndum. Þá er fyrir löngu orðið yfirfullt hjá bæjarfllokkunum og þannig Skemmtun G-listans er í Sigtúni í kvöld Magnús Kjartausson ■ í kvöld kl. 9 efnir kosn- ingastjóm Alþýðubandalags- ins í ReykSjavík til kvöld- skemmtunar í Sigtúni fyrir starfsfólk G-listans við al- bingiskosninigamar 11. júní sl. Dagskrá: Magnús Kjartansson flytur stutta ræðu. Karl Einarsson flytur skemmtiþátt. Dansað til kl. 2 e.m. mætti greiTía frá um vinnu hér í boriginni. alla úti- Langir Mðlistar. Þá náðum við líka sambandl Við frú Jórunni ísleifsdóttur, en hún svaraði fyrir svonefnda kvennadeild hjé stofnunirmi og varð Ihenni einikum tíðræitt um skólastúlkur á aldrinum 14 til 15 ára og kvað langan biðlista vera hjá stofnuninni yfir þær. Þá hefur verið meira framlboð á húsmæðrum en hingað tii. er b jóðast til þess að vinna að heim- ilisaðstoð á öðrum heimilum. Þá hefur Þjóðviljinn kannað á- standið hjá ýmsum fyrirtækjum hér í borginni og allstaðar er sama sagan, — langir biðttistar af skóiaunglingum, — er bíða eftir því að líomast í vinnu hjá við- komandi fýrirtækjum. Þannig er hjá fyrirtækjum eins og Loft- orku og Oki og hjá Sveini Skapta- syni í Kópavogi. Þannig er einnig hjá Lands- símanum, Rafmagnsveitu rikis- ins og Rafmagnsveitu borgar- innar og mörgum verktökum. Hjá Mjólkurstöðihni voru áttatíu og fimm skólastúlfcur á biðlista til þess að komast í brauð- og mjólk- urbúðirnar hér í bænum. Lengstu biðlistarnir eru þólík- lega hjá Búrfellsvirkjun og Ailú- mínverksmiðjunni við Straums vik, gætti þess nokkuð á dögun- um, að útlendir piltar væru komnir banpað í vinnu, — svo- nefndir vagabonds eða vegabónd- ar, — hefur Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði láitið þetta til sín taka og farið fram á stöðvun á þessari útlendingavinnu. Þá segir Pétur Kristjánsson hjá Bæjarútgerð Hafnarf jarðar, að svona mikið framboð af skóla- stúlkum og skólapiltum hafi ekki verið í mörg ár og vitnar þartil biölistanna, — sömu sögu er- að segja úr frystihúsunum hér í R- vfk. Margt af þessu skólafóllki hef- ur mænt vonaraugum austur og norður til sfldarstaðanna, — efcki tekur þar betra við, — langir biðlistar hjé síldarverksmiðjunum og sennilega verður ekki söltuð síild fyrr en i ágúst ef að Iífcum lætur og veld-ur það mörgum bú- sifjum. Margir nemendur í Tæfcniskól- anum og Véllskólanum ganga nú um atvinnulausir, — eru það yf- irleitt útlærðir sveinar í jám- sma'ði eða nemar enda er flest- um kunnur verkefnaskorturinn hjá smiðjunum hér. Ekki er fjarri lagi. að .annar hver skólaunglingur gangi œnat- vinnuiaus hér í borginni þessa dagana, og er það mikið efna- hagslegt áfall fyrir mörg reyfcvisk heimili, — enginn vafi er á því, að slíkt ástand til langframa tak- markar menntunarmöguleika unga fólksins. í sumar verður hafizt handa um einhverjar mestu vegaframkvæmdir sem ráð- izt hef-ur verið í hér á landi, en það er lagning nýs Hafn- arfjarðarvegar í gegnum Kópavog. Hefur Verkfræði- skrifstofa Stefáns Ólafssonar unnið að undirbúningi verks- ins nú í um það bil ár og hefur hún lofað að skila í bessum mánuði útboðslýs- ingu af fyrsta hluta verksins sem byrjað verður á að vínna í sumar. Þessar upplýsingar fékk Þjóð- viljinn í gær hjá Hjá'lmari Óttafs- syni bæjarstjóra Kópavogs, en Kópavogskaupstaður sér um framkvæmd verksins samkvæmt samningi við rikið og hefur bæj- arstjómin nýverið kosið sérstaka framfcvæmdanefnd til að annast það og er hún skipuð eftirtöld- um bæjarfulltrúum: Sigurði Grétari Guðmundssyni, sem er formaður, Bimi Einarssyni, Sig- urði Helgasyni og Ásgeiri Jó- hannessyni. Samningar rikisins og Kópa- vogskaupstaðar um framkvæmd verksins var gerður í fyrravor og var þá Verkfræðiskrifstofu Stef- áns Ölafssonar falið að annast undirbúning að útboði verksins. Hefur sá undirbúningur staðið lengur yfir en í upphafi var ætl- að enda íslenzikir verfcfræðingar óvanir að glíma við sivo umfangs- mikið verkefni. Er áætlun var gerð um kostn- að við þessa framkvæmd fyrir um það bii tveim árum var tal- ið að verkið ailt myndi kosta úm 70 miljónir króna. Af hállfu Kópavogskaupstaðar verður varið til verksins öllum hluta kaup- staðarins af bénzínskatti fram til ársins 1970 og nökkrum hluta árin 1970-1973. Ríkið leggur hins veg- ar til verksins 3/4 hluta af svo- nefndum 10*Vo sjóði (þ.e. þeim Muta benzínskattsins sem sam- göngumálaráðherra hefur til ráð- stöfunar) fram til ársins 1970 en eftir það ^engur allur 10% sjóð- urinn til greiðslu á lánum til verksins sem rikið hefur lofað að útvega, þvtf ætlunin er að ljúka Framhald á 7. síðu. Þrír Suður-Vietnambúar í heimsókn hér: Kynna sjónarmiB Þjóðfrelsishreyfíngar- innar á opinberum fundi á þriðjudaginn Laugardaginn 24. þ.m. munu koma hingað til lands frá Kaupmannahöfn þrír Suður- Vietnamar, tveir karlmenn og ein kona. Fólk þetta er frá Þ jóðf relsishreyf i ngu nn i (FLN) Vietnam og er á ferð um Norðuriönd til fyrirlestrar- halds. Alþjóðasamband lýðræðis- sinnaðrar æsku (World Federa- tion of Democratic Youth) hefur skipulagt þessa Norður- landaferð í samráði við að- ildarfélög sín og Vietnam- nefndirnar á Norðurlöndum. Aðildarfélag ailþjóðasambands- ins hér á landi, Æskulýðs- fylkingin, fékk boð um að þessir þrír fulltrúar frá Þjóð- frelsishreyfingunni gætu haft viðdvöil á íslandi ef óskað væri. Æskulýðsfylkingin fram- vtfsaði boði þessu tiil stjómar „Hinnar íslenzku Vietnam- nefndar" er samþykkti að veita sendinefndinni viðtöku og stkipuleggja dvöl hennar hér á landi. Nefndin hefur m.a. áformað að bjóða fréttamönnum blaða og útvarps að ræða við Suð- ur-Vietnamana fljótlega eftir hingaðkomu þeirra og fyrir- hugað er að efna til opinbers fundar í einhverju samkomu- húsanna í Reyfcjavík n. k. þriðjudagskvöld, þar sem al- menningi mun gefast kostur á því að • kynna sér sjón- armið Þjóðfrelsishreyfingar- innar varðandi styrjöldina í Vietnam. Allur kostnaður, sem dvöl Suður-Vietnamanna á íslandi hefur í för með sér, verður greiddur af „Hinni íslenzku V ietnamnefnd“. Nefndin villl leggja áherzlu á, að heimsókn þessara þriggja fulltrúa Þjóðfrelsishreyfingar- innar hingað til lands á veg- um nefndarinnar er einn þétt- ur þess upplýsinga- og kynn- ingarstarfs um Vietnammálið er ,,Hin fslenzka Vietnam- nefnd“ hyggst beiita sér fyrir. Sjónarmið þau og skoðanir sem fram I oma á fundum og í fréttaviðtölum við sendinefnd þessa kynna afstöðu Þjóð- frelsisfyikingarinnar til átak- anna í Vietnam en lýsa ekki sameiginlegu áliti og mati þeirra félaga og einstakiinga sem að „Hinni fslenzku Viet- namnefnd" standa. Nefndin mun í framtíðmni kappkosta að kynna Vietnam- máilið frá sem flestum hlfðum og miðast starfsemi nefndar- innar við það að vekja al- mennar umræður á Islandi um mál þetta sem kyrmu að leiða til þe&j að íslenzka þjóðin óskaði og gæti lagt sitt af mörkum á alþjóðlegum vett- vangl til þess að tryggja í- búum þessa styrjaldarhrjáða lands frið og frelsi. (Frá Hlnni ísl. Vietnamnefnd). Föstudagur 23. júní 1967 — 32. árgangur1— 137. tölublað. Lagning HafnarfjarSarvegar um Kópavog: Einhver mesta vegafram- kvæmd sem um getur hér

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.