Þjóðviljinn - 23.06.1967, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.06.1967, Blaðsíða 5
Föstudagur 23. júní 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA g Nína Tryggvadóttir á sýningurini. — (Ljósm. A.K.). Og síðan kemst allt á hreyfingu aftur... Nína Trv'Sgva d ótti r kom hing- ■ að"fýrir skömnrn og opnaðl sýningu í fyrri viku — þegar við hittumst til að eiga stutt spjall saman var fyrst spurt að því, hvernig sýningin hefði gengið. Og sýningin hafði geng- ið ágætlega og margt gott fólk gefið sér tíma til að koma þótt veðrið hafi verið heldur leiðin- legt. __ Við byrjum á því að minnast á bókina sem Francoise Gilot skrifaði um sambúð sina við Picasso — þar eru á einum stað höfð eftir honum ummæli á þá leið að með kúbisma og ab- straktmálverki hafi komið svo mikið frellsi yfir menn að þeir hefðu verið í nokkrum vand- ræðum með það; það varengu líkara en meistarinn minntist þeirra tima með nokkrum sökn- uði þegar listræn hefð setti mönnum strangari takmarkanir. — Já, það er gaman að velta þessu fyrir sér, sagði Nfna. Það er nú einu sinni svo, að þegar menn hafa fengið þetta mikla frelsi, algjört frelsi, þá hafa menn ekki eins skýra mögu- leika á því og áður að sýna hvað þeir geta í naun og veru. Sú tækni, sem var hluti þeirr- ar hefðar sem áðúr var í gildi, er á hverfanda hveli, sú tækni sem áður gat hjálpað venjuleg- um áhugamanni til að greina á milli þess sem vel var gert eða illa, gat orðið ieiðarvísir tii skilnings að nokkru leyti. En nú er allt leyft og það er von að menn eigi erfitt með að átta sig, ég skil það vel. Menn 218 nemendur / Tón- skóla Sigursveins Sl. vetur stunduðu alls 218 nemendur nám í Tónskóla Sig- ursveins D. Krístinssonar, en skólanum var slitið fyrir nokkru. Þetta var þriðja heila starfs- ár sksólans. Auk skólastjórá, störfuðu við skólann þessir stu n daken n a ra r: Ágústa Hauksdóttir, Áskell Snorrason, Daníel Jónasson, Gísli Magnússon, Guðmundur R. Einarsson, Gunnar H. Jónsson, Gunnar P. Snorrason, Hall- grimur Jakobsson, Hörður Frið- þjófsson, Jakob Hallgrímsson, Jónas Ingimundarson, Jónatan Ólafsson, Jón Sigurðsson, Njáll Sigurðsson, Ólafur L. Kristjáns- son og Pétur Þorvaldsson. Alls stunduðu nám í skólan- um 218 nemendur. sem fyrr var sagt og skiptust þeir milli náms- greina þannig: Píanó 51 nem., harmonika 15, fiðla 13, lágfiðla 1, hnéfiðla 4, gítar 48, balateika 1, mandolín Sigursvcinn D. K'rislinsson 1, banjo 1, harmoníka 1, tromp- et 7, básúna 1, tromma 4, mel- odika 5, hljómfræði 1, blókk- flauta og nótnalestur í hóp- kennslu 64 nemendur. Tónfræði Framhald á 7. síðu. væri það óþarfi því hér er mik- ið af hæfileikafólki. □ Það er talað stundum um það, að ungt fólk sé óþolinmótt, vilji ekki bíða eftir því aðljúka námi, vilji helzt strax rjúka til að halda máHiveiikasýningar. Auðvitað er þetta hættulegt. En þetta mál hefur þó tvær hliðar eins og flest önnur. Það getur lika verið gott að vera ekki hræddur við að cpna sig, gefa höggstað á sér. Ég veit dæmi af tónlistarmönnum og málurum sem vilja ekki koma fram opin- berlega fyrir sakir sjálfsgagn- rýni — en svo getur farið að þeir bíði of lengi, sjálfsgagn- rýnin vex, og svo getur farið oð þeir sýni aldrei, komi aldrei fram. Þess vegna er það ef til vill ekki svo slæmt að ungir menn séu djarfir og sýni, að- eins að þeir hafi ekki það hug- arfar að þeim séu'afllir vegir færir. Það skiptir mestu að þeir séu ekki aftaníossar annarra, hafi fundið eitthvað sjálfir — því ekki að koma fram með það þótt það sé ekki fullþfosk- að? — alltaf fyrirgcfa menn ungum rithöfundi ávirðingar fyrstu bókar □ — TJvað væri hægt að segja H í fréttum? andi áhorfendaihóþ, sem byggir á traustum og þroskuðum lista- smekk. 1 New York er hins- vegar meira um hreina forvitni, stundum skringilegheit — ég veit meira að segja dæmi til þess að ríkir menn kaupi lista- verk fyrir kokkteilpartí til að hafa umræöuefni eða skemmti- atriði. Poplistin stcndur enn, þetta áframhald af dadaismanum frá þriðja tug aldarinnar: þá var að vísu meira tilefni til að brjóta niður hefð en nú, þegar allt er leyft. Mér finnst popið einskonar kæti yfir öfllu þessu fjölbreytilega dóti, sem mætir manni í kramvörufoúðum nútím- ans: þessu hræra menn saman, brjóta og Iíma upp. En þeir sem nú eiu sannarlega frels- aðir menn, það er kínetístar, hreyfilistarmenn. Þeir hafa gaman að því að láta verk sín snúast fyrir maskeneríi, varpa á þau síkviku ljósi, láta kvikna og slökkna á mislitum raf- magnsperum; sumir taka'tón- list eða hávaða í sína þágu. Er þetta ekki einhver kátína yfir vélum og tækni? Þetta getur verið skemmtilegt, stundum fal- flegt, stundum þreytandi, að því mér ' finnst, mér finnst listin eiga að vera þögul og hreyfing- arlaus eins og hin stóra nátt- úra. menn kæmu með fjölskylduna til að lyfta sér Upp og sjá hvað hefur gerzt í listum í þessu landi að undanförnu — það er áreiðanlega gott að venja börn á að horfa á myndir. Þeir leggja lika sniðugar freisting- ar fyrir auðmenn í Ameríku, gefa þeim kost á að draga fé undan skatti og gera nafn sitt þægilega frægt um leið, með því til dæmis að gefa listaverk tifl safns. Þannig hafa banda- risk listasöfn orðið stór og auð- ug — væri þetta ekki gott for- dæmi islenzkum ríkismönnum? Það færist í aukana þar vestra að menn kaupi myndir — þó ekki í þeim mæli sem hér, hér kaupir almenningur myndir, launafólk, og þetta segir sína sögu af því, að við erum ek'ki sem verst á vegi staddir. Ég held að Islending- ar hafi tilfinningu fyrir gæðum, vilji hlutinn sjálfan, ekki eft- irlíkingu af honum. □ Við vorum að tala um það áðan að heimurinn væri orðinn lítill. Að myndlistinni berast áhrif úr ölflum áttum með miklum hraða, oft frá menningarsvæðum sem byggja á langri og gróinni hefð, ogþað eru gerðar tilraunir af miklu hafa misst svo mörg hjálpar- gögn til skilnings á myndlist sem þeir höfðu: hefðbundna tækni sem ég nefndi áðan. tengslin við útlit hlutanna. Það bætir heldur ekki úr skák að það eru ákatflega fáir sem geta skrifað um nútímaflist, mjög fátt af því sem er skrifað er ein- hvers virði. i □ Við getum sagt sem svo, að það sé hlutverk abstrakt- listar að túlka” tilfinningar okk- ar aldar, samkennd hennar — en þar með er e.t.v. ekkí mik- ið sagt. Það er alltaf erfitt að gera sér grein fyrir því sem er að gerast í samtímanum í raun og veru og ekki að undra þótt margir séu ruglaðir í rim- inu. Ég hef verið að hugsa um að það væri gaman að skrifa nið- ur það sem fólk segir sem kem- ur á sýninguna mína. Það var tifl að mynda eimhver ágætur maður sem sagði: þetta er svo- sem ágæt sýning, en þetta er enginn vandi ef maður er kom- inn upp á lagið. Þetta er skemmtilegt — það minnir mig á að Halldór Laxness lét ein- hvemtíma orð falla á þá leið að kjami alflrar sannrar listar væri sá einfaldleiki sem teldi mönnum trú um að hver sem er gæti gert þetta. Auðvitað er sannleikskorn í þessum ummæl- um sýningargestsins — það er reyndar enginn vandi að gera eins og aðrir. Það er enginn vandi að stæla stíl einhvers ab- straktmálara, það er ekki meiri vandi en að yrkja í Passíu- sálmastíl, það geta allir Islend- ingar. Sæmilega greindur mað- ur og vel agaður getur meira að segja lært að stæla Rembr- andt með sæmilegum árangri. Vandinn er hinsvegar að stæfla okki, að koma fram með eitt- hvað það sem er sannarlega af nianni sjálfum og aðrir eiga ekki. Það er mikið um stælingarog eftirlfkingar um allan heim og sannarlega leiðinlegt ef fetað væri í þau spor hér. Reyndar Enginn vandi cf maður bara kemst upp á lagið . . . — Heimurinn er orðinn svo lítill, okkar kynslóð geturferð- azt meira en allar aðrar, og listamenn eru engin undantekn- ing. Það er þvf kannski ekki eins mikil ástæða og oft áður til þess að tala um höfuðborgir í listum. London til dæmis — þar hafa menn betri skúlptúr en annarsstaðar. Það er á'kaf- lega mikiðum tilraunastarfsemi í New York, tilraunir með efni, upplímingar. En París á sér alltaf, finnst mér, framúrskar- Ja. Það er fjörlegt listalíf i Bandarfkjunum. Sýningar- staðir hverfa og aðrir nýir skjóta upp kofllinum, þeir hafa verið að byggja mikið við Museum of Modern Art og Whitneysafn- ið, en þar er amerísk list. Og söfnin eru mikið sótt, bið- raðir af fólki þar á sunnudög- um. Þar er um leið þægilegt að koma, kaffeteríur þar sem menn geta setið með böm sín. Það væri mikið gott að eiga eitthvert slfbt hús hér, þarsem kappi. Allt þetta gengur inn í nútimalist og nær sér fótíestu þar. En ég held satt að segja að það fari senn að draga úr svo kappsfullri tilraunastarf- semi. úr þessum hraða, að í hönd fari tímafoil festu og i- hugunar. Við höfum ef til vill farið of geyst af undanförau. Það gæti komið til einhverskon- ar stöðnunar — en þá mun eins og endranær ekki líða á löngu áður en allt verður komið á hreyfingu aftur. — AB. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.