Þjóðviljinn - 25.06.1967, Blaðsíða 3
Sunmidagur 25 júní 1967 — ÞJÓÐVILJINN —- SfÐA J
Af mælisrit <
Verzlunarmanna-
fé!ags Rvíkur
Nýlega er komið út Félagsblað
V.R. í tilefni af 75 ára afmæli
félagsins 27. janúar 1966. Hér er
á ferðinni myndarlegt afmælisrit,
snyrtilegt að ytra frágangi og
myndum prýtt. Fremst í ritinu
eru ávörp frá Guðmundi H.
Garðarssyni, formanni V.R., Egg-
erti G. Þorsteinssyni, félagsmála-
ráðherra, Geir Hallgrímssyni,
borgarstjóra, Hannibal Valdi-
marssyni, forseta A.S.Í., Sverri
Hermannssyni, formanni L.I.V.,
Hagnúsi L. Sveinssyni, skrif-
stofustjóra V.R.
Þá eru greinar um Verzlunar-
skóla fslands, eftir dr. Jón Gísla-
son, skólastjóra og um Sam-
vinnuskólann, eftir Guðmund
Sveinsson, skólastjóra.
Fimmtán myndskreytt viðtöi
eru við starfandi verzlunarfólk.
— ennfremur viðtöl við Pétur
Sæmundssen, bankasti'' -a, og Ni-
eljóníus Ólafsson, verzlunar-
mann, — „Verzlunarmaður í
hálfa öld“.
Þá eru í ritinu merkileg starfs-
skrá, er ber heitið ,,Hvar vinna
félagsmenn V.R.“ og myndasíður
úr félagsstarfinu og afmælisveizl-
unni í Þjóðleikhúskjallaranum á
sínum tíma, — einnig fleiri
greinar er kynna félagið enn
frekar.
Kastmótið
um helgins
Að þessu sinni verður hið ár-
lega landsmóit í kastkeppni á
vegum Landssambands ísl.
stangveiðimanna háð nú um
helgina.
Mótið hófet kl. 2 e.h. í gær,
laugardag, við Rauðavatn og
verður (ef veður leyfir) keppt
I filugu-lendingarköstum með
einhendis og tvfhendis stöng,
kastgr. 3 og 4 og í nákvæmnis-
köstum með kasthjóli og spinn-
hjóli, kastgr. 5 og 6.
Seinni hluti keppninnar hefet
kl. 9 árdegis í dag, sunpu-
dag; keppt verður á túni við
Gunnarshólma (sunnan þjóðveg-
ar) í þrem lóða-lengdarköstum,
þ.e. með kasthjóli og 17,72 gr.
lóði, kastgr. 7, með spinnhjóli
og 10,5 gr. lóði, kastgr. 8 og loks
með spinnhjóli og 30 gr. lóði.
Flestir okkar beztu kast-
manna eru skráðir til lei'ks,
þeir hafa æft vel í vor og náð
góðum árangri í mörgum tilfell-
um. Má búast við skemmtilegri
keppni.
Keppt verður um marga
fagra verðlaunagripi og þá fyrst
og fremst um hina fögru verð-
launastyttu Landssambands ísl.
stangveiðimanna, sem veitt er
fyrir beztan samanlagðan ár-
angur í þeim greinum sem keppt
er í.
Yfirdómari verður Sigurbjörn
Eiriksson, en mótstjóri Hákon
Jóhannessön.
CRVALSRÉTTIR
á virkum dögum
oghátiöum
Á matseðli vikunnar:
STEIKT LIFUR
BÆJáRABJÚGU
.KINDAKJÖT
HACTASMÁSTEIK
LIFRARKÆFA
Á hverri dós er tittaga
um framreiðshi
. KJÖTIÐNAÐARSÍÖ9/