Þjóðviljinn - 25.06.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.06.1967, Blaðsíða 4
SljÐA — ÞJtÖÐViUTNlN — Sunnudagur 25. júní 1967. Otgeían3i: Sameíningarfloklcur alþýðu — Sósíalietaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivai H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson- Auglýsingastj.: Sigurðux T. Sigurðsson. Framkvstj.; Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðust 19. • Sími 17500 (5 linur) — Askriftarverð kr. 105,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00- , Ágóíinn úr landi pramkvæmdir á vegum svissneska alúmínhrings- ins eru. nú hafnar í Straumi. Samningar okkar við auðhringinn eru sam kunnugt er í því fólgnir að við láturn honum í té raforku á lægsta verði sem um getur í Evrópu (verði sem naumast stendur undir tilkostnaði okkar), en hringurinn margfald- ar verðmæti orkunnar rneð alúmínframleiðslu og flytur ágóðann úr landi. Fróðlegt er að bygginga- framkvæmdimar í Straumi eru sama eðlis, verk- takarnir eru yfirleitt erlendir, tveir vesturþýzkir auðhringar, einn sænskur, einn hollenzkur og einn kanadískur, og hefur auðhringurinn áður haf t sér- stök tengsl við flesta þessa verktaka. Vélar þess- ara erlendu verktaka eru fluttar hingað til lands þeim að kostnaðarlausu, og af þeim þarf enga tolla að greiða. Af þessum ástæðum njóta innlend verk- takafyrirtæki, sem að sjálfsögðu hafa orðið að greiða fulla tolla af tækjum sínum, engan veginn jafnréttis við erlenda aðila, og hlutdeild þeirra í framkvæmdum í Straumi er yfirleitt sú að erlendu yerktakamir ráða þá innlendu til sín. Af þessum ástæðum verður ágóði verktakanna af störfunum hér að langmestu leyti fluttur úr landi ásamt vél- unum þegar framkvæmdum er lokið. Við leggj- um fyrst og freimst til eitthvert ódýrasta vinnuafl sem nú er fáanlegt í norðanverðri Vestur-Evrópu. Þetta eru einkenni á þjóðfélagi sem ekki hefur náð raunverulegu efnahagslegu fullveldi. /þágu útlendinga jyjorgunblaðið ræðir í gær um atvinnuskortinn og kveður hann sönnun þess að rétt hafi verið að semja við alúmínhringinn; hvernig væri ástatt ef þær framkvæmdir væm ekki heldur, spyr blað- ið. Hér er raunverulegu samhengi snúið al- gerlega við. Atvinnuskorturinn er ekkert óvið- ráðanlegt og óvænt fyrirbæri, heldur afleiðing af stefnu. Auðvitað hefur það sín áhrif á atvinnu þegar togurum fækkar um 30 og enginn nýr bætist við. Hliðstæðar afleiðingar hljótast af því þegár vemlegur samdráttur verður á þeim hluta bátaflot- ans sem aflað hefur hráefnis handa fiskvinnslu- stöðvunum. Verðbólgan og stefna ríkisstjórnarinn- ar í viðskiptamálum valda því að f jölmörg iðnfyrir- tæk'i hafa gefizt gersamléga upp og önnur hafa takmarkað athafnir sínar mjög, allt frá fataiðnaði til málmiðnaðar. Á því er enginn vafi að þessi stefna hefur m.a. verið framkvæmd í því sk^mi að tryggja útlendingum nægilegt vinnuafl, bæði við alúmínframkvæmdir í Straumi og hernáms- framkvæmdir í Hvalfirði, enda sögðu forráðamenn „íslenzka álfélagsins“ á blaðamannafundi 1 fyrra- dag að þeim byðist nú mun meira vinnuafl en þeir þyrftu á að halda. Atvinnuskorturinn stafar af því að ríkisstjómin metur þjónustustörf í þágu útlend- inga meira en innlenda atvinnuvegi. — m. Frá afmælismótínu / Moskvu Nýlega er lokið í Moskvu mjög sterku skákmóti í tilefni af 50 ára afmæli byltingarinn- ar. í mótinu tóku einungis þátt stórmeistarar, 9 Rússar og 9 útlendingar. Sigurvegari varð núverandi skákmeistari Sovét- ríkjanna, Stein, hlaut 11 \inn- inga í 17 skákum. Sigur hans undirstríkar enn frekar glæsi- legan árangur í skákmótum síð- ustu ára, t.d. varð hann skák- meistari Sovétríkjanna árin 1964 1966 og 1967. 2.-5. Tal, Gipslis, Smyslov, Bobozov (Búlgaría), 10 v. 6.—8. Portisch (Ungverjal), Bronstein, Spassky, 9% v. 9.—12. Petrosjan, Geller, Najdorf (Argentina), Keres, 8V2 v. 13. Gheorghiu (Rúmenía), 8 v. 14. Gligoric (Júgósl.),7% v. 15.—18. Filip (Tékkósl.), Pach- mann (Tékkósl), Uhlmann (A- Þýzkal.), Bilek (Ungverjal.), 6 vinninga. Frammistaða Gipslis og Bobozov er mjög athyglis- verð, en heimsmeistarinn Petr- osjan má muna sinn fífil fegri. Við skulum nú líta á tvær skákir frá mótinu. 20. fxg6 hxg6 21. h4 Hal 22.,h5 Bf6 23. hxg6 fxg6 24. Dg4 Kg7 25. Be4 De8 Sennilega hefði verið betra iyr- ir svartan að leika 25. — Re5, 26. Bh6f Kxh6, 27. Dh3t Kg7, 28. Hxai Rf3t, 30. Dg4 o.s.frv. 29. Bxf3 Bxal, 26. Bbl! Re5 27. De4 Hh8 28. Bb2 Ha8 29. Bxe5! Bxe5 30. Hcl Hal Bezt var 30. — Bf6 o.s.frv. - Hh5, 3* Hc7 31. Hc7 Bf6 32. Hf3 Hh6 Eftir 32. — Hh5!, 33. Hxe7t Bxe7, 34. Dd4t hefur hvítur yf- irburðastöðu. 33. Hxf6! Hxblt 34. Dxbl — Ekki 34. Kg2 vegna 34. — Hh2t, 35. Kxh2 Dh8t 36. Dh4 Dxh4t, 37. gxh4 Kxf6 og svartur æþti að 'vinna. 34. — Kf6 35. De4 Df7 Ekki dugar 35. — Hh7, 36. De6f Kg5, 37. f4f Kh6, 38. g4 Hg7, 39. Hc8 Df7, 40. g5t ásamt 41. Dh3 mát. 36. Dd4t og svartur gafst upp, því hann er vamarlaus eftir 36. — Kg5, 37. Hxe7! (37. — Dxe7, 38. Df4f Kh5, 39. Dh4 mát). (Stuðzt hefur verið við skýr- ingar J. Averbaeh.) Hvítt: Tal Svart: Keres Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. o—d Rxe4 6. d4 b5 7. Bbíj d5 8. dxe5 Be6 9. De2 Be7 10. c3 0—0 11. Bc2 Dd7 12. Hdl f5 13. Rbd2 Kb8 14. Rb3 Bf7 15. Rbd4 Bh5t 16. Rxf5!7 DxfS -s Petrosjan 17. Hxd5 Bg6! 18. De3 Had8 19. Hxd8 Hxd8 20. Rd4 Rxd4 21. cxd4 c5 22. d5 Dxe5 23. f3 Bg5 24. f4 Dxd5 25. Bxe4 Bxe4 26. fxg5 Ddl 27. Kf2 Dc2 28. De2 Hf8 29. Kel Da4 30. b3? Dd4 Gefið. Bragi Kristjánsson. Hvítt: Stein 1. g3 2. Bg2 3. Rf3 4. 0—0 5. d3 6. c4 7 R03 8. Hbl 9. a3 10. b4 11. axb4 12. cxb5 13. d4 Svart: Filip g6 Bg7 Rf6 0—0 d6 c5 Rc6 Hb8 a6 cxb4 b5 axb5 Bf5 Enskur leikur. Nú dugði ekki að herma eftir lengur, því eftir 13. — d5, 14. Re5 er svarta staðan óþægileg. 14. Hb,3 Re4 15. Rxe4 Bxe4 16. d5 Bxf3 17. exf3 Re5 18. f4 Rc4 19. f5! Ha8 Verða reknir fyrir „ranga" hugsun AÞENU 22/6 — • Herforingja- stjómin í Grikklandi hefur tekið sér vald til að reka úr embætt- um um stundarsakir alla þá próf- essora við æðri menntastofnanir, sem taldar eru hafa hugmyndir sem ekki koma heim við ,,hina þjóðlegu hugsjón“ hersins. Stjóm- in áskilur sér og rétt til að framlengja bmttvísunartímann. Heklubuxur Heklupeysur Heklusokkar I SVEITINA rnerkid tryggir vandada vöru á hagstædu verdi NYTIZKU KJÖRBÚÐ Kynnizt vörum, verði og þjónustu. Góð bílastæði. KRON Stakkahlíð 17 Hampplötur — Húsgagnaspónn HÖFUM NÚ FYRIRLIGGJANDI: Hampplötur, 8, 12, 16, 22, 26, 30, ‘36 mm þykkar. Húsgagnaspónn, eik, teak, palisander og margar fleiri tegundir. TRYSIL — vegg- og loftklæðning Einangrunarplast, Skagápíast.' VIROPAN þiljukrossviður í þrem gerð- um, stærð plötu 122x244 cm, kostar full- lakkerað aðeins kr. 469.00 til 490.00 platan. Harðviður: Teak Beyki Birki Eik Yang Olíusoðið harðtex ÁSBJÖRN ÓLAFSSON h/f VÖRUAFGREIÐSLA: SKEIFUNNI 8 BÓKAMARKAÐURINN KLAPPARSTÍG 11 Mikið úrval góðra bóka með gamla verðinu. Notið þetta einstæða tækifæri og kaupið ódýra og góða bók. Verð frá kr. 10.00 til kr. 100,00 bókin. — koimið og skoðið meðan úrvalið er sem mest. * BÓKAMARKAÐURINN, Klapparstíg 11. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.