Þjóðviljinn - 07.07.1967, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.07.1967, Blaðsíða 5
Pöstudagur 7. júli 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA g Fáein kveSjuorS Albert Guðmundsson kaupfélagsst'ióri 1 dag verður gerð útför Al- berts Guðmundssonar, kaupfé- lagsstjóra á Sveinseyri, en hann lézt í Tromsö í Noregi 24. júní s. 1. Hafði Albert dvalið um vikutíma í Harstad til að fylgjast með smíði tveggja fiskiskipa og var hann á heim- leið, er hann varð bráðkvaddur í Tinmsö- Það var á margan hátt tákn- rænt fyrir líf og starf Alberts Guðmundssonar að fráfall hans skyldi bera að með bessum haetti. Hann var mikill fram- taksmaður og dugnaðarforkur, og helgaði krafta sína ævina alla heimabyggð sinni og hafði bar forustu um mikla gjör- byltingu síðustu tvo áratugina. Síðasta ferðin var farin í beim sama tilgangi. Albert fæddist að Sveinseyri í Tálknafirði 5. nóv. 1909- For- eldrar hans voru sæmdarhjón- in Guðmundur S. Jónsson, bóndi og kaupfélagsstjóri og Guðríður Guðmundsdóttir frá Skeiði f Selárdal. Bjuggu bau hjón lengi á Sveinseyri og jafn- framt stjómaði Guðmundur kaupfélagi sveitunga sinna af dugnaði og reglusemi. Albert lauk prófi frá Samvinnuskól- anum 1931 og hóf bá störf við Kaupfélag Tálknafjarðar en varð kaupfélagsstjóri 193B. Þegar frá eru skilin veikindi síðasta áratuginn og mjög tæp heilsa síðustu árin verður ekki annað sagt en Albert Guð- mundsson hafi verið mikill hamingjumaður í lífi sínu og starfi. Hann átti ágæta for- eldra og ólst upp á myndar- heimili sem hafði á sér mikinn menningarbrag. Fo^eldrar hans voru mannkosta- og dugnaðar- manneskjur. Faðir hans, Guð- mundur á Sveinseyri, var ó- óumdeildur héraðshöfðingi Tálknfirðinga, félagshyggju- maður og ágætur samvinnu- frömuður. Móðir hans var merk og dugmikil húsmóðir og voru bau hjón samhent í rausn og starfi. Sveinseyri var sjálf- kjörin miðstöð héraðsins, enda bannig í sveit sett. Þar var kaupfélagið, skóli og sundlaug. Mikið var bví um gestakomur og dvalir á Sveinseyri og býl- unum í næsta nágrenni við bessa miðstöð héraðsins. Aðstæður allar og áhrif upp- eldisins hlutu að gera Albert Guðmundsspn að framsæknum félagshyggjumanni, enda varð bað svo. Hann hneigðist ungur að sósíalisma og verkalýðs- hreyfingu- Meðfædd réttlætis- kennd og sterk brá til b.ióð- félagsumbóta hlaut að beina huga hans og athöfnum á bessar brautir. Ungi kaupfé- lagsstjórinn á Sveinseyri varð boðberi og brautryðjandi sósíal- iskra skoðana i heimabyggö sinni og jafnframt stoð og stytta ungs og lítt reynds verkalýðs- félags, sem var að stíga fyrstu skrefin á braut samningsréttar og kjarabaráttu, Albert var oft í kjöri til Albingis fyrir Sósíalistaflokk- inn í Barðastrandarsýslu mcð- an sýslan var sérstakt kjör- dæmi. Varð honum vel ágengt um fylgi miðað við aðstæður og jók bað við hverjar kosn- ingar. Munu svcitungar hans ekki sízt hafa veitt honum öflugt brautargengi enda bekktu beir bezt hæfileika hans og mannkosti. Heima fyrir gegndi hann margvíslegum trúnaðar- störfum, sat t. d. lengi í hrepps- nefnd og sýslunefnd og odd- viti Tálknafjarðarhrepps var hann frá 1953. öllum trúnaðar- störfum gegndi Albert af lip- urð og trúmennsku og ávann sér í beim almenna viðurkenn- ingu, jafnt samherja sem beirra er á öðru máli voru. Á uppvaxtarárum Albérts Guðmundssonar var Tálkna- fjörður tiltölulega rólegt byggð- arlag og ekki með miklum um- svifum í atvinnulegu tilliti- Bændurnir bjuggu á jörðum sínum báðum megin fjarðar, sumir með þokkaleg bú og aðrir minni. Útgerðarstöðin á Suðureyri var bá löngu úr sög- unni og arður búanna var nær eina lífsframfæri hreppsbúa. Þ<5 hafði betta vestfirzka byggðar- lag jafnan á sér brag eftirtekt- arverðrar snyrtimennsku og menningarviðleitni. Þar var snemma byggt skólahús og myndarleg sundlaug. Ekki að- eins böm Tálknfirðinga sjálfra heldur pg börn úr nálægum sveitarfélögum nutu góðs af framtaki og menningarvið- leitni Táiknfirðinga í bessu efni. Sjálfur stýrði Albert sundnám- skeiðunum um árabil. Þegar alda brottflutninganna úr sveitum landsins til sjávar- síðunnar reis sem hæst urðu margar sveitir fyrir bungum búsifjum. Albert Guðmundsson kom fljótt auga á hvað bessi jyungi straumur ' vddi fyrir bað byggðarlag sem hafði fóstrað hann og h^nn hafði ákveðið að helga lífsstarf sitt og krafta. Hann sá fyrir sér eydda byggð og ískyggilegt fámenni, yrði ekki að gert. Þessa bróun gat Albert ekki hugsað sér án bess að snúast til varnar til bjargar hyggðinni og framtíð hennar. Hann vildi ekki sjá Tálknafjörð eyddan og mannlausan eða svo mannfáan að sveitarfélagíð væri vanmegnugt og lámað. Albert brást hér við af dugnaði og karlmennsku og skildi vel að sóknin var bezta vörnin. Munu athafnir hans og forusta í atvinnumálum Tálknfirðinga síðustu tuttugu árin lengi halda nafni hans á lofti og byggðin bar lengi að beirri forgöngu búa. Viðbrögð Alberts á bessum viðsjárverðu tímum urðu bau að hafa forgöngu um að byggja upp atvinnulíf í Tálknafirði og tryggja bannig fólkinu vinnu og öryggi árið um kring. Hann gerðist aðalforgöngumaður að stofnun Hraðfrystihúss Tálkna- fjarðar 1945. Byggði bað mynd- arlegt frystihús og í kjölfarið fylgdu kaup á nýtízku fiski- skipum til hráefnisöflunar. Einnig var ráðizt í bryggju- gerð í sambandi við hraðfrysti- húsið og útgerðina. Var Albert framkvæmdastjóri hraðfrysti- hússins og útgerðarinnar frá upphafi og til dauðadags. Þessar aðgerðir Alberts Guð- mundssonar gjörbreyttu öllum viðhorfum í Tálknafirði. I kringum hraðfrystihúsið og út- gerðina tók fljótt að rísa bétt- býli, svokallað Tunguþorp- Tunguborp hefur risið með jafnri bróun á bessum tuttugu árum og bar hefur ekki ein- ungis ungt fóllc úr Tálkna- firði staðnæmzt og tekið sér bólfestu heldur Dg úr öðrum byggðarlögum. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Tálknafjörður hefur verið einn mesti uppgangsstaður á Vest- fjörðum og bótt víðar væri til jafnað á bessu tímabili. Afkoma fólks hefur bar verið með bví bezta sem gerist. Kjark- ur og dugnaður Alberts Guð- mundssonar hefur ekki aðein* bjargað byggðinni. Honum tókst að snúa erfiðri vöm í sókn, sem hefur fært fólkinu bætt lífskjör og öryggi og trú á sína heimabyggð og mögu- leika hennar. Atvinnutækin á Sveinséyri og hið myndarlega þorp í Tungu er öruggasti vitn- isburðurinn um hve forusta og framsýni Alberts Guðmunds- sonar gafst Tálknfirðingum vel. Engum sem til bekkir, og bá sízt Tálknfirðingum, barf að segja hvílíku áfalli bað byggðarlag verður fyrir við frá- fall Alberts Guðmundssonar á ágætum starfsaldri. Sú von hlýtur þó að vaka að maður komi manns í stað og að merki hans verði haldið uppi. Albert Albert Guðmundsson hefur með lífi sínu og starfi lagt grundvöll sem auðveldara er fyrir sveitunga hans og aðra samstarfsmenn að byggja á í framtíðinni. Honum tókst að vinna verk sem mörgum heíðu sýnzt óvinnandi. Og þó var enginn asi á honum eða fýrir- gangur. Eitt helzta einkenni hans var hógværð og prúð- mennska, sem aldrei brást þótt við örðug verkefni væri að fást og ekki alltaf og allstaðar skiln- ingi að mæta. En hann átti sterka og óbifanlegatrúámögu- leika heimabyggðar sinnar til þess að færa fólkinu þar öryggi og hamingju í lífi og starfi og hann var sjálfur bjarg sem aldrei bifaðist þótt á móti blési. Albert Guðmundsson var kvæntur Steinunni Finnboga- dóttur Dg eiga þau einn son og fósturdóttur. Heimili þeirra var að Eyrarhúsum, rétt innan við Sveinseyri, og í landi þeirrar jarðar- Ég læt þessum fátæk- legu kveðjuorðum lokið með því að votta þeim og öðrum vanda- mönnum Alberts Guðmunds- sonar innilega samúð. Missir þeirra er mikill en huggun er það harmi gegn að minning góðs drengs og mikilhæfs for- ustumanns lifir í hugum ást- vina og samferðamanna og í þeim verkum sem honum auðn- aðist að vinna meðan dagur entist. Guftmundur VÍKfússon. ★ í dag er til mdldar borinnað Stóra-Laugardalskirkju, Albert Guðmundsson frá Eyrarhúsum i Tálknafirði. Hann var sonur merkishjónanna Guðmundar Jónssonar bónda og kaupfólags- stjóra að Sveinseyri, sem lézt 1954 og Guðríðar Guðmunds- dóttur frá Selárdal í Arnarfirði, sem iézt háöldi*uð í sjúkradeild Hrafnistu 4. þ.m. og fylgjast þau að til hinztu hvíldar. Al- bert var eitt af sjö börnum þeirra hjóna, fæddur 5.11.1909 á Sveinseyri. Með honum er Mlinn frá stórvirfcur og fram- sýnn athafnamaður. Árið 1938 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Steinunni Finnbogadótt- ur, Finnboga Guðmundssonar frá Krossadal cg Helgu Guð- mundsdóttur konu hans. Þau eiga fósturdóttur, Ölöfu Ester Karlsdóttur, sem er gift Braga Friðrikssyni, rafvirkja í Rvík, og Vilhjálm Auðun, sem er i foreld rahúsu m. Árið 1929 fór Albert í Samvinnusktóilann. Eft- ir að námi iauk, starfaði hann við Kaupfélag Tálknafjarðar hjá föður sínum, ásamt öðrum störfum, og árið 1938 tók hann við stjóm þess og var kaupfé- iagsstjóri til æviloika. Er heimsstyrjöldin geisaði 'og lífsskilyrði fóru að breytast hér á landi með breyttum atvinnuháttum varð Al.bert það fljótlega ljóst, að atvinnuskilyrði í Tálkna- íirði yrðu að breytast, ef fólkið ætti ekki að þurfa að flytjast burtu þaðan. Gckkst hann þá fyrir því, ásamt fleirum, að efnt var til stofnunar hlutafé- lags, sem nefnt var Hraðfrysti- hús Tálknafjarðar. 1 Tálkna- firði var ekki annað fyrir en vinnufúsar hendur, allt varð að reisa frá grunni. Var fyrst haí- izt handa um byggingu hrað- frystihúss ásamt bryggju og keyptur var einn bátur, 28 brúttólesta. Þegar komin voru skilyrði til afsetningar á fisk- inum, keyptu nokkrir fram- takssamir menn annan bát af svipaðri stærð. Var þetta iátið duga fyrst í stað, en þegar byrjað var á uppbyggingu báta- flotans, stóð efcki á Albert að fylgjast með. Árið 1956 kom nýr 66 brúttólesta bátur, 1957 75 lesta bátur, 1960 100 lesta bát- ur og 1962 150 1. bátur. Árið 1957 varð það óhapp, að Hraðfrysti- húsið brann. Var þá annað byggt mikilu stærra og fullkomn- ara. Á þessum árum var bryggjan stækkuð svo, að öll flutningaskip geta nú lagzt að henni. Alls konar byggingar- framkvæmdir voru gerðar sem við kom svona rekstri, ásamt í- búðarhúsabyggingum, svo að nú er lagður að því grundvöllur að þarna rísi upp myndarlegt þorp. Aliar þessar framkvæmdir hvílldu að segja má éirigöngu á herðum Aiberts og má nærri geta, að til hafi þurft þrauiseigju og festu ásamt framsýni, þar sem í hlut átti, í það minnsta íyrst í stað fátækt sveitarfélag, en Alibert tókst með sínum traust- vekjandi eiginleikum, að afla sér góðra stuðningsmanna. Árið 1960 veiktist hann af mjög slæmum sjúkdómi. svo að sáð- an gekk hann aldrei heill til skógar og hefur nú dregið að því sem verða vildi. öll hans star&orka, allt fram á síðustu stund hefur farið í að vinna að framgangi Tálknafjarðar. Nú síðast var staðið í ekiki hvað minnstu átaki þar. Samið hefur verið um smíði tveggja nýrra fiskiskipa af fullkomnustu gerð og nú er yfir lauk var Albert staddur úti í Harstad í Noregi að ganga frá síðustu atriðum þeirra samninga. Auk þess sem hér er drepið á, hefur hann ávallt gegnt alls konar störfum fyrir hreppsfélag sitt og sýsluna. Tálknfirðingar missa mikið, því svo annt lót hann sér um hag Tálknafjarð- ar, að vart mun ofsagt að með Albert hafi þeir misst sinn Jón Sigurðsson. En engum mun missirinn sárari né þungbærari en eiginkonunni, börnunum, systkinunum og nánustu ætt- ingjum. Þeim öllum til handa bið ég Guð um styrk og bið þau og aðra, sem mikið hafa misst að muna að sliíkur maður sem Albert mun lifa í verku sín- um. Þig, mágur, kveð ég með söknuði og bið þér og móður þinni góðrar ferðar til sólar- landsins. Bllessuð sé minning ykkar. Andrcs Finnbogason. Margan setti hljóðan við þá harmafregn frá Noregi. Albert dáinn. Hann hafði að vísu átt við vanheilsu að stríða síðasta ára- tuginn, en kannski af því að hann kunni ekki að hlífa sér og var alltaf jafn lifandi og á- hugasamur í starfi sínu, kom þetta á óvart, — kom eins og reiðarslag. Kynni mín af Albert Guð- mundssyni hófust þegar ég, þá fimm ára gömul, var send í sveit til hans á Sveinseyri í fyrsta sinn. Ekkert þekkti ég fólkið sem ég var að fara til, en ég hændist mjög fljótt að þeim Steinu og Alberti og vildi helzt ekki fara aftur heim til Reykjavíkur um haustið. Eftir ]>etta var ég hjá þeim hvert sumar fram að íermingu og gat aldrei komizt nógu snemma vestur á vorin, að mér fannst, né dvalizt nógu lengi frameft- ir á haustin. Albert var einstaklega barn- góður maður, enda hændust öll börn að honum, — og aldrei man ég styggðaryrði af hans munni. Það hefur áreiðanlega verið þeim hjónum mikill harmur að þeim skyldi ekki auðnast að eignast börn, en þau tóku kjörson nýfæddan, Vilhjálm Auðun, og ólu upp fósturdóttur Ólöfu Ester, sem þau gengu i foreldrastað. Auk þess höfðu þau löngum börn í sumardvöl og mun þeim flest- um hafa farið sem mér, að þau vildu fara þangað aftur og aft- ur. En það varu fleiri en börnin sem hændust að Albert. Ég veitti því fljótt athygli hve öllum í sveitinni, ungum rem gömlum, virtist þykja vænt um hann. Sennilega hefur fylgi það sem hann vann íyrir Sósíalista- flokkinn þegar hann var í íramboði í Barðastrandarsýslu meira verið að- þakka mann- kostum hans, vinsældum og ljúfmennsku, en pólitiskri sannfæringu þeirra sem kusu. Sjálfur var Albert mjög á- kveðinn sósíalisti og á hans heimili kynntist ég fyrst Þjóð- viljanum og þar komst ég, sem kom frá borgaralegu heimili í Reykjavík, einnig fyrst í kynni við hinar róttækari bókmennt- ir þjóðarinnar, kynntist rit- höfundum eins og Halldóri K. Laxness og Þórbergi Þórðar- syni, en bækur þessara manna voru allt að því bannlýstar í því umhverfi sem ég annars átti að venjast. Aldrei man ég eftir að Al- bert reyndi að koma inn hjá mér nokkurri pólitískri skoð- un, en kynnin af slíkum manni hlutu að verða til þess a.m.k. að opna augu bams fyrir því, að þeir væru áreiðanlega ekki vondir menn, þessir svokölluðu kommúnistar, eins og svo margir vildu vera láta. Meðan ég dvaldist hjá Al- bert var hann kaupfélagsstjóri og síðar framkvæmdastjóri hraðfrystihúss og útgerðar. Vegur og framfarir sveitar hans var ævinlega hans mesta á- hugamál og lagði hann sig all- an fram til að skapa þar ör- ugga afkomu og koma í veg fyrir flóttann úr sveitinni með þeim árangri að Tálknafjörður hefur ' á undanfömum tveim áratugum tekið gjörbreyting- um, þar er nú atvinna næg og frekar að fólki fjölgi en fækki í þyí byggðarlagi. Ætla ég að sveitungum hans verði það þungt áfall að sjá nú á bak þeim manni er mestan þátt hefur átt í og mest hefur hvatt til þeirra miklu framkvæmda er þar hafa orðið og munu þeir minnast hans með þakklæti. Albert Guðmundsson lézt fjarri elskuðum heimkynnum sínum, í Tromsö í Noregi, en þar var hann ásamt mági sín- um að líta eftir smíði nýrra báta fyrir útgerðina. í sama mund og bátur sá er flutti hann heim lagðist að bryggju lézt háöldruð móðir hans, Guð- ríður Guðmundsdóttir, eftir langa legu að Hrafnistu og verða þau mæðginin jörðuð saman í dag að Stóra Laugar- dal í Tálknafirði. Vildi ég mega nota þetta tækifæri til að votta aðstand- endum þeirra Alberts og Guð- ríðar öllum, og þó sérstaklega ykkur, Lóló og Villi, og þér, Steina mín, einlæga samúð mína. Sumarpabbi minn. Það er svo margt frá liðnum árum sem ég hefði viljað þakka þér, en héðan af verður ekki gert annað en kvatt hinztu kveðju, En ég er þakklát fýrir' að hafa fengið að kynnast þér og fyrir að hafa fengið að eyða með ykkur Steinu þeim tíma ævinnar sem lengst verður minnzt- Vilborg Harftardóttir. Byggingaverkfræðingut Reykjavíkurhöfn óskar eftir að ráða bygg- ingaverkfræðing. Umsóknir sendist undirrituðum, sem gefur nánari upplýsingar um starfið, fyrir 22. júlí n.k.. Reykjavík, 5. júlí 1967 Hafnarstjórinn í Reykjavík. Volkswagen tí/ sölu Tilboð óskast í Volkswagen-1200 fólksbif- reið, smíðaár 1962, sem verður til sýnis við skrifstofu vora frá kl. 1 til 3 í dag. Tilboð verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 4 í dag. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR VONARSTRÆTI 8 - SÍMl 18800 Látið stilla bílinn Önnumst hjóla-, ljósa og mótorstillingu. Skiptum um kerti, platínur, l’jósasamlokur. Örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32, sími 13100. 1 t i I 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.