Þjóðviljinn - 22.07.1967, Síða 3

Þjóðviljinn - 22.07.1967, Síða 3
Laugardagur 22. júlí 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÖA 3 Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 — Símar 3T055 og 30688* Tshombe verður framseldur Indverskur kommúnísti Luthuli er látinn DURBAN 21/7 — Friö'arverð'lauiiahafinn Albert Luthuli einn helzti forystumaður blökku- manna í Suö'ur-Afríku og leiðtogi í baráttunni gegn kynþáttastefnu stjórnarvaldanna lézt í dag skömmu eftir að hann hafði orðið fyrir jámbrautarlest um 48 km. frá Durban. Luthuli varð 69 ára. Árið 1959 var Albert Luthuli bannað að fara út fyrir tak- markað svæði umhverfis stað- inn sem hann bið á. Fyrir- skipunin var rökstudd með því, að Luthuli hefði unnið að framgangi kommúnismans í Suður-Afríku. Jafnframt var honum strang- lega bannað að taka þátt í op- inberum fundum eða tala á þeim, og bannað að gefa nokkurn hlut út eftir sig. Þrátt fyrir þessar ráðstaf- anir hélt hann óumdeilanlega stöðu sinni sem andlegur leið- togi blökkumanna í Suður- Afríku. Árið 1961 var Luthuli veitt friðarverðlaun Nobels og leyfðu yfirvöldin honum þá að fara til Osló og taka sjálfur við verðlaununum. Við hátíðahöldin er honum voru veitt verðlaunin sagðist hann líta á þau sem viður- kenningu á þeim fórnum sem þeldökkt fólk af öllum kyn- stofnum hefur orðið að færa í Suður-Afríku, viðurkenningu fyrir þrautir þess og þjáning- ar og þolgæði um mörg ár. Hann var kjörinn leiðtogi Abasemakbolweni ins árið 1936 og barðisit alla tíð fyrir frelsi og mannrétt- indum blöklcumanna í Suður- Afrfku. Árið 1952 varð hann for- maður afríska þjóðarflokksi ns, sem yfirvöldin bönnuðu 1960. 1959 lýsti dómsmálaráðherra landsins þvi yfir, að Lutbuli hefði sannanlega tekið þátt f starfsemi með það fyrir aug- um að efla frgmgang komm- únismans í landinu. 1962 var hann dæmdur f 100 punda sekt fyrir að brenna vegabréf sitt í mótmælaskyni við lög- gjöf sem skerrti ferðafrelsi blökkumanna f landinu veru- lega. Jafnframt var hann dæmdur í sex mánaða fang- elsi, en dómnum var ekki fullnægt. 1962 var hann tilnefndur rektor við háskólann í Glas- gow, en fékk ekki leyfi til að fara úr landi. Sama ár var bók hans „Let my people go“ gefin út, en hún var bönnuð f Suður- Afrfku nokkrum mánuðum Kynþáttaóeirðir b/ossa upp æ víðar í Bandaríkjunum MINNEAPOLIS 21/7 — Hundr. uS slökkviliðsmanna börðust við elda á 30 stöðum í Minneapolis I dag eftir að kynþáttaóeirðir hafa geisað í borginni tvær und- anfarnar nætur í bórgarhverfum blökkumanna í norðurhluta borgarinnar. Tveir blökkumenn voru flutt- ir á sjukrahús með skotsár og rúmlega 25 manns, flestir þel- dökkir, sitja í fangelsi. Hver einasti slökkviliðsmaður í borginni hefur verið kvaddur til starfa við að slökkva þrjá stórbruna og 30 minniháttar bruna í vörugeymslum, bílavið- gerðarstöðvum, veitingahúsum og verzlunum. Vbpnað lögreglulið kom aftur á röð og reglu í hverfinu. Tals- maður þeldökkra íbúa hverfis- ins segir að óeirðirnar hafi brot- izt út eftir að bareigandi nokk- ur hafði skotið blökkumann til bana. Þeldökkir ibúar Minneapolis bera fram sömu kvartanir og blökkumenn í öðrum borgum Bandaríkjanna: slæmt húsnæði, atvinnuleysi og litlir möguleikar á menntun. í Durbam í Californinu fóru Framhald á 7. síðu. 1 öllum borgum Bandaríkjanna eru kröfur blökkumanna hinar sömu: húsnæði, atvinnu og menntun. Yfirleitt er þeim svarað með ruddalegum árásum. JLLSÍR 21/7 — Hæstiréttur í Alsír varð í dag við þeirri kröíu að íramselja yfirvöldunum í Kongo fyrrum forseta landsins, Moise Tshombe. Hæsti- réttur tók til greina að ásakanir yfirvaldanna í Kongo um glæpsamlegt athæfi Tshombe hefðu við rök að styðjast og var vitnað til fjöldamorðanna í IVile í Katanga, fjöldamorða á flóttamönnum í sér- stökum flóttamannabúðum sem SÞ höfðu skipulagt og ráðningar málaliða til að fremja fjöldamorð á borgurum landsins. í msurzmán. þessa árs var Tshombe dæmdur í fjarveru sinni til dauða fyrir dómstóli í heima- landi sínu og hefur hann ekki stigið þar fæti síðan dómurinn var kveðinn upp. Nú er það Houari Boumedipnne forsæt- isráðherra í Alsír sem hefur endanleg- an úrskurð um fram- sal Tshombe í sínum höndum, en Tshombe var ekki alls fyrir löngu rænt f flugvél og hann fluttur til Alsír. Nokkrum mínútum áður en dómurinn var kveðinn upp fékk Tshombe orðið í réttinum og fór þá fram á það að hann yrði ekki framseldur stjómmálaandstæð- ingum sínum í Kon- go. í dómsorðinu voru að verulegu leyti hraktar þær rök- semdir sem settar hafa verið fram gegn þivi að Tshombe , verði , framseldur. Moise Tshombe fæddist til auðs og valda fyrir 48 árum. Hann vari sonur eins áhrifamesta leiðtoga Lundakynstofnsins og giftist I fjölmennasti kynflokkur í Afr- seinna ■ dóttur höfðingja kyn- íku. Tshombe átti tíu börn með stofnsins, en hann er einhver I konu sinni. Samsærismenn i Suður-Kóreu Hann varð miljónamæringur er faðir hans lézt og hefur æv- inlega -verið dugmikill kaup- sýslumaður og grætt á tá og fingri. □ Stjómmálaferill hans hófst 1951 er hann varð meðlimur héraðsstjórnarinnar í Katanga, sem þá var hluti af Belgíska Kongo. Hann varð skjótt áhrifamest- ur stjórnmálamaður í Katanga og 11. júlí 1960 lýsti hann yfir sjálfstæði Katanga-héraðs og fyrir rétti DJAKARTA 21/7 — Helzti Ieið- togi kommúnista í Indónesíu Su3- isman, sem stendur þessa daga fyrir rétti í Djakarta sakaður um tilraun til aó hrifsa völdin af löglegum yfirvöldum landsins, fór þess á leit í dag við réttinn að sett yrði á fót nefnd frá komm- únistaríkjum til að rannsaka fullyrðingar hans um það, að hægrisinnaðir herforingjar hefðu myrt þúsundir manna á fyrstu vikunum eftir hið misheppnaða valdarán 1965. Sudisman sem er 47 ára gam- all á dauðadóm vofandi yfir sér, ef rétturinn sem er sérlegur her- réttur, telur að hann hafi tekið þátt í uppreisninni. Þrátt fyrir þetta , virðist hann ekki óttast neitt og hann sagði í vamarræðu sinni, að núverandi stjórn Suhartos hershöfðingja væri skósveinar heimsvaldasinna og beygðu sig eftir skipunum þeirra. Hann neitar því afdráttarlaust að það hafi verið kommúnistar sem hófu uppreisnina 1965, en viðurkennir að flokkurinn hafi stutt uppreisnina þegar hún var hafin. Hann krafðist þess að hægri- sinnaðir hershöfðingjamir vérði leiddir fyrir réttinn og látnir svara til saka. SEOUL 20/7 — 66 manns voru handteknir í Seoul nýlega grun- aðir um að eiga hllut í fyririhug- uðu valdaráni kommúnista. Kim hershöfðingi forstjóri leynilþjónustunnar í Suður-Kóreu skýrði frá þessu i morgun og við- urkenndi um leið að það hefði verið að undirlagi opinberra aðila 1 Suður-Kóreu að 16 námsmönn- um var rænt frá Vestur-Þýzká- Þessi mynd er frá velmektardögum Tshombe er hann réði ríkjum í Kongo í skjóli auðhringsins Union Mincre, og Liibke forseti V-Þýzkalands var meðal annarra seni veittu honum fulla viðurkcnningu. gerði sjálfan sig að þjóðhöfð- ingja hins nýja ríkis, sem er einkar málmauðugt land. Ríkið Katanga stóð þó ekki nema í 30 mánuði en á þessum tíma varð Tshombe heimsþekktur. Hann réði hvíta málaliða í stórum stíl til að berja niður uppreisn í Katanga. Hann skipu- lagði mikinn her með belgísk- um liðsforingjum og greiddi all- an kostnað við ríkið með tekj- um af belgíska auðhringnum Union Miniere. . □ Tshombe er talinn hafa átt mieginsök á morði Lumumba fyrsta forsætisráðherra Kongo eftir að það hlaut sjálfstæði. landi og þeim stefnt fyrir rétt í Seoul. Þá voru hundruð manns tekn- ir til nákvæmnrar rannsóknar. Meðal hinna handteknu er þrí- tug kona, sem starfaði í lögreglu- stöð þeirri, sem stendur í sam- bandi við skrifstofur forsgtans. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa legið undir grun og er einn þeirra í haldi og tveir hafa verið rannsakaðir. Skilyrði de Guulle fyrir aðild Breta HAMBÖRG 18/7 — Vesturþýzka tímaritið „Der Spiegel" kann að skýna frá þeim mótbárum gegn aðild Breta að EBE sem de Gaulle forseti kom með i við- ræðum sínum við Kiesinger kanzlara í Bonn fyrir skemmstu. „Der Spiegel" hefur þetta eftir de Gaulle: — Bretar geta fengið aðild þeg- ar þeir eru orðnir evrópsk þjóð eins og þær sem eru í bandalag- inu fyrir. Verði Bretar Evrópu- menn, en það vonum við, breyti lífsháttum sinum, mataræði sínu, peningakerfi sínu, útflutningi og innflutningi sínum á fjármagni sfnu og skuldbindingum sínum víðs vegar um heiminn — Aden, Singapore, Hongkong — og skipti um afstöðu til Bandaríkjanna, til samveldisins og þá sérstak- lega Nýja Sjálands — ef þeir verða raunsafinir Eviópumenn, þá er engin ástæða til að halda þeim utan garðs. *r z Tilboð óskast í að byggja hluta Æíinga- skóla Kennaraskóla Islands, 1. áfanga, sem tekur til jarðvinnu, lagna í lóð og grunni, undirstaðna og botnplötu hússins. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vora frá og með mánudeginum 24. júlí 1967 gegn kr. 1.000,00 skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sama stað fimmtu- . daginn 3. ágúst 1967 kl- 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.