Þjóðviljinn - 22.07.1967, Page 5

Þjóðviljinn - 22.07.1967, Page 5
Langardagur 22. júlí 1967 — ÞJÓÐVrLJINN — SlE)A C Börnin una sér hið bezta á leikvellinum. Einhverjir hafa oröið sér úti um hesta. góð, þó að auðvitað finnist und- antekningar þar frá. En þœr eru sjaldgaefar sem betur fer. Hér kemur nokkumveginn jafnt af yngra fólki sem eldra en kynslóðunum er það sameigin- legt, að una sér afskaplega ve!. Fyrstu dagana hvílir það sig gjarna og er ekki mikið á ferð- irjni, en þegar á líður vikuna, er gengið á fjöll, skroppið í ferðalög á bílum Dg síðast en ekki sízt, farið í sundlaugina í Hveragerði, sem er ákaflega vinsæl væ-^ast. sagt. — Hvað er svo næst á dag- s'krá í byggipgarmáhinum? Ekki á þó að láta hér staðar numið? Framtíðaráætlanir — Nei. I sumar, eða haust verður hafizt handa um að byggja 17 bústaði til viðbótar. Landrými er hér nóg, eða tólf hektarar og allt girt. Þá á í framtíðinni að koma upp eins- konar þjónustumiðstöð, þar sem verður athvarf fyrir einstak- linga, sem eru fjölmennir í verkalýðsfélögunum. — Einnig verður þar venjuleg greiðasala og funda- eða samkomusalir. Þá er eklti fullráðið enn, hvort Listasafn ASÍ verður flutt hingað austur. en það er ýmis- legt sem mælir bæði með því og móli. En ef til kemur verð- ur safnið sambyggt þjónustu- miðstöðinni. Ég veit ekki betur en gefandi safnsins, Ragnar Jónsson, sé hugmyndinni fylgj- andi- — Verður þessi miðstöð rek- in sem einskonar hótel? — Ekki beinlínis. Hún verður fyrst og fremst fyrir meðlimi verkalýðsf élaganna. funii'/riií . . . ~ i Sundlaugin í Hveragerði er vinsæl og vcl sótt, \ — %Svo að váð vQcjuim aftur að hiisunum. Hvér rseður raun- veruleiga yfir þeim, ASl, eða verkalyðsfélögin ? — Hvert féiag ræður sínu húsi og, tekur við leigu eftir það. Éftj er hinsvegar ráðinn hingað úf ASl, sem umsjónar- maður með staðnum. Ánægðir gestir Næst lig|?ur svo leiðin í hús nr. þrjú, þksr sem Böðvar Ás- geirssön trésmiður dvelur á- samt konu stnni Grétu Sigurð- ardóttur og rjk>rum bömum. Það sem vekur fjrrst athygli innan dyna er hve töllu er snyrtilega og haganlega fyrir komið. Gréta stendurtvið að hella upp á könnuna, en \húsbóndinn hef- ur það hufiguleftf á meðan hann bíður eftir sopamum. Erlendur Guðmundsson umsjónarmaður og Anna kona hans. — Hvemig lfkar ykkur vist- in? — Alveg skínamdi, segja þau bæði í einu. Viðierum hér nú 1 fyrsta skipti qg bjuggumst alls ekki við svona göðu. — Trésmiðafélagið á þá auð- vitað húsið? — Já, það á þetta hús og næsta við, nr. 4, segir Böðvar. en Gréta tekur við: — Upphaflega ætíuðum við ekki að vera nema tvo daga, en nú getum við helzt ekki slit- ið okkur héðan. Auðvitað má finna eitthvað að öllum hlutum, en hér er ekkert siíkt sem mætti kalla afgerandi. Herberg- in eru ákaflega heppileg, nema að því leyti að minnka mætli litlu barnaherbergin, en stækka hjónaherbergið. Það er fulllítið- Mat verður maður að hafa með sér til fyrsta dagsins, en strax á mánudagsmorgnum kemur hér kjörbúðarbíll frá Selfossi og síð- an á hverjum degi. I honum fá- um við allar nauðsynjar. Hér er svt> leikvöllur fyrir börnin, handsturta í baðher- herginu, heitt og kalt vatn, bókahilla með bókum í húsinu og bókasafn í skálanum, lítill ísskápur í eldhúskróknum og svo má alls ekki gleyrna sund- lauginni í Hveragerði, sem er ákaflega mikið notuð af gest- um hér. Nú, kalda vatnið er ekki alveg kalt, þegar það kem- ur úr knananum, en heita vatn- ið bærilega heitt. Til að hafa svalandi kalt vatn við höndina, verður að láta það standa í könnu í ísskápnum- Svo er ákaflega mikill kost- ur að engin bilaumferð skuli vera um svæðið sjálft. Við get- um látið börnin ganga sjálfala utandyra, án þess að vera með lífið í lúkunum eins og í Reykjavík. Það þarf ekki einu sinni að líta eftir yngstu börn- unum. — Hvað eru bömin mörg? — Þau eru fjögur á aldrin- um frá eins árs og upp í sex ára og heita Þóra, Ásgeir, Þór- unn Sif og Sigurður. Líka fyrir norðan Nú er komið að Böðvari. — Húsin eru ákaflega vönd- uð án alls íburðar, enda teikn- uð af Sigvalda heitnum Thord- arson. Hjá okkur er fyrirkomu- lagið þannig, að auglýst er eftir umsóknum um dvöl í húsunum. Við sóttum um í apríl, en feng- um að ráða hvenær sumarsins við yrðum hér. Við völdum miðjan júlímánuð- Næsta ár ganga þeir svo fyrir, sem ekki hafa verið hér áður og síðan verður það svona koll af kolli, að reynt verður að láta alla sitja við sama borð hvað dvöl- inni hér fyrir austan viðvíkur. Við vorum ákaflega heppin moð valið á tímanum, því að hér hefur verið einstök blíða allan tímann. — Hvar búið þið svo í Reykjavík? — Eins og er búum við á Leifsgötu 6, en annars erum við húsnæðislaus eins og fleira barnafólk og hér er víst ekki hægt að fá keypt. Annars eru ölfusborgir meira og minna í notkun allt árið. T. d- er mikið um það, að fólk sé hér yfir stórhátíðir, nema kannski helzt á jólunum, sem eru frekar bundin við heimilið. Og að lök- um vildi ég taka fram fyrir hönd okkar beggja, að betur hefði varla tekizt til um valið á umsjónarmanni. Erlendur er alveg einstakur. Nú kveðjum við þessi lukku- legu hjón og samhryggjumst þeim innilega yfir að þurfa að fara á laugardaginn og um leið og við kveðjum Eriend, sem alltaf er að slá með dráttarvél- inni, en á milli húsanna sem eru byggð nokkum veginn í kring, er iðjágrænn völlur og allt hið snyrtilegasta, segir hann okkur að hugmyndin ura Ölfusborgir sé þegar farin að smita frá sér. Norðlendingar ætli t.d. að byggja tíu hús í svipuðum stíl norður í Fnjóska- dal, en ætlunin er að sumar- dvalarbúðir sem þessar rísi í hverjum landsfjórðungi- áður en lýkur og kannski í hverju kjördæmi. Hver veit? Faðir minn BERGSVEINN SVEINSSON frá Aratungu (21/9 1876 — 18/7 1967) Aldinn er hniginn til ættjarðar sinnar. Þetta er kveðja til móður minnar. Þú þurftir víst oft að standa í stríðu. Hann þusaði um flest, en þráði blíðu. Oftast var hjalað um auð og heiður. Ekki um hver var hinn sterki meiður. Margur er hvorki heill né hálfur. Hann hafði þrótt að vera — sjálfur Einn af þeim, sem ekki kvarta. Góð var hans kímni og göfugt hans hjarta. Heimsgæði eru sem áfengt vín. Þú varst hans eina — móðir mín. En kannski er það allra vömin: Það sem gátum við ekki, það gera bömin. Berlín, 17. júlf 1967, ort sama dag, sem ég fréttt lCt SVEINN BERGSVEINSSON.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.