Þjóðviljinn - 29.07.1967, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 29.07.1967, Qupperneq 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVIUINN — Laugardagur 29. júli 1967. Otgefanil: Sameiningarflokkur alþýöt — Sóstalietaflokk - urinn. Ritstjórar: Ivai H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. FTiðþjófsson- Auglýslngastj.: Siguröui I. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðust 19. Sími 17500 (5 Ifnur) — Askriftarverð kr. 105.00 ó tnánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00- Sílt/in ekki einhlít se gjómenn spyrja nú hvort „síldaræ£intýrinu“ lokið. Víst er um það að síldarvertíðin fram að þessu hefur verið fáu lík ef miðað er við upp- gripaaflann sem fengizt hefur frá því tekið var að beita hinni nýju veiðitækni. Allmörg skip eru við veiðar óralangt norðaustur í íshafi, við Jan Mayen og meira aó segja langtum lengra frá heimalandánu, önnur hafa reynt að veiða við Hjalt- land eða í Norðursjó. Síldinni er að miklu leyti landað í flutningaskip vegna þess hve langt er heim frá miðunum, og verður þá enn verðminni sjómönnunum sem afla hennar. Skipin sem leit- að hafa suður hafa landað í Færeyjum og Þýzka- landi. Þó nokkur skip skurka á Suðurlandssíld en hafa víða átt örðugt um vik og sum orðið fyrir til- finnanlegu veiðarfæratjóni með nætumar ótryggð- ar. Síldaraflinn er ekki nama helmingur þess sem var um sama leyti í fyrra, en þá verður að hafa í huga veiðibann ríkisstjórnarinnar í maí, sem seink- aði síldveiðunum um mánuð. Sjómenn hafa borið lítið úr býtum, þeir fengu framan í sig síldarverðs- lækkun í vor sem jafngilti um 30% kauplækkun. Þessa dagana eru þeir að fá í hendur álagningar- seðla yfirvaldanna, og er að sjálfsögðu ætlað að greiða skattana af góðum tekjum ársins 1966 með hinum rýru tekjum 1967. Ekki er byrjað a'ð salta síld, þó komið sé að mánaðamótum júlí-ágús't. gjálfsagt verður flestum Ijóst eins og nú er ástatt hversu fyrirhyggjulaust og einhliða hefur verið treyst á „síldaræfintýrið“, hversu léleg stjóm það er eða stjómleysi í þjóðarbúskapnum að togara- floti íslendinga skuli hafa verið látinn ganga úr sér svo að togurunum íslenzku skuli hafa fækkað um þrjátíu skip og nú séu einungis ein sextán skip í fullum rekstri. Þá hefur lítið verið sinnt þeim hluta bátaflotans sem stundað hefur bolfiskveið- ar, bátanna sem orðnir eru of litlir til að stunda síldveiðarnar með nútímaaðferðum og sókn á út- hafsmið. Afleiðingin hefur orðið sú að fiskvinnslu- iðnaðinn hefur vantað tilfinnanlega hráefni að vinna úr. Einblínt hefur verið að heita má á gaml- ar og að miklu leyti úreltar vinnsluaðferðir, ekk- ert stórátak gert til að gera hinn dýrmæta sjávar- feng íslendinga að miklu verðmætari vöru; ár eftir ár er eitt bezta matvælahráefni í heimi, Js- landssíldin, gerð að síldarmjöli og lýsi eða hrúg- að í tunnur handa grannþjóðum okkar til að vinna úr margfalt verðmætari vöm en hráefnið sem ís- lendingar selja. Lítið er hirt um að auka fjöl- breytni í afla, svo sem að sækja á hin arðsömu lúðumið að dæmi Norðmanna og fleiri þjóða. Fyr- ir fiskveiðiþjóð eins og íslendinga er brýn þörf á vökulli og hugkvæmri forystu í sjávarútvegsmál- um, forystu sem væri samboðin íslenzku sjómönn- unum, heimsmethöfum á sviði sjósóknar og afla- bragða. í stað þess að einblína á einn þátt sjávar- útvegsins hljóta stjórnarvöld landsins og útvegs- menn að leita af kappi nýrra leiða og efla alla þætti sjósóknar, veiðiaðferða og vinnslu sem fært gætu þjóðinni ný verðmæti. — s. Fréttabréf frá HM stúdenta f skák: Vinningar og tðp í undankeppninni Harrachov 19/7 ‘67 Hei ms meistaramót stúdenta í skák 1967 er nú haldið í tékk- neska smábænum Harrachov, sem liggur í norðvesturhiuta landsins, ekki fjam pólsku landamærunum. Mun bær þessi vera í hérðanu Galisíu, sem kom í hlut Austurríkis við fyrstu skiptingu Póllands árið 1772. í Harrachov munu vera bú- settar u.þ.b. 200 sálir, en ekki er okkur þó kunnugt um hvaða atvinnuvegi fólk þetta stundar, því ef þjónustufólk hótels þess en eftir að Garcia haföi lang- hrókað hóf Trausti sókn á drottningarvæng, fórnaði tveim- ur peðum og náði heiftarfegri kóngssókn, en lenti síðan í Ihat- rammlegu tímaihráki og þegar þvi lauk hafði Kúbumanninum tekizt að skapa sér gagnfæri og sættust keppendur á jafntefii um það bil er skákin skyldi fara í bið- Guðmundur hafði hvítt og lék kóngspeði gegn Bondy, sem beitti Sikileyjarvöm. Keppend- ur hrókuðu snemma sinn á hvorum væng og hófst síðan mikið kapphlaup um það, hvor og þrátt fyrir góðar horfur tókst Braga ekki að knýja fram 'vinn- ing og var jafnteflli samið eftir 40 leiki. 3. umferð ísland — U.S.A. l‘A-2%, Rú- menía — Kúba 2%-lV?. Trausti — Zuckenmann Vs-%, Guð- mundur — Gilden 0-1, Bragi — Kanfman 1-0, Jón H. — Solt- is 0-1. . I þriðju og síðustu umferð undanrásanna áttum við f höggi við Bandaríkjamenn. Var þegar fyrir umferðina ljósrt að við yrðum að vinna stórt, ef ■VV’\*VV'”.\Ví'fWV,"WW\W.WVVV”«’^'^^—VVV er hann lék skyndilega af sér og tapaði. Bragi hafði swart gegn Kauf- mann og beitö Sikileyjarvöm. Hugðist Bandarikjamaðurirm gieypa Braga með húð og hári þegar f byrjnn og tefldi fuM glannalega. Náði Bnagi hættu- legri gagnsókn og er Bragi hafði fóriiað drottningunni gafst Kauf- mann upp, enda mát f einum leik þá óverjandi. Jón Hálfdanarson teflldi nú sína fyrstu skák f mótinu gegn Soltis, sem beitti kóngsind- verskri vöm. Upphófst snemma f jörugar sviptingar, en á örlaga- riku augnabilki urðu Jóni á slæm mistök og varð hann að gefast upp skömmu síðar. Bftirfarandi bjóðir komust f A-flokk: . (Þjóðimar eru ekki í tötluröð). : Sovétríkin, Bandar. Tékkó- sílóvalkía, Júgoslavía, Rúmenía, Búlgaria, Danmörk, A-Þýzka- land, England. Elftirfarandi þjóðir lentu.f B- flokki: Ungverjaland, Austurríki, Skotland, Belgía, Irland, Kúba, Finnland, Island, Holland. Hér eru svo að lokum brjár af skákum Islendinga: 1. UMFERÐ: Hvftt: Guðm. Sigurjónsson Svart: Bondy (Kúba). Islcnzka sveitin, sem keppir á stúdentamótinu i Harrachov. Frá vinstri: Jón Hálfdanarson, Guð- mundur Sigirrjónsson, Trausti Björnsson, Jón Þ. Þór og Bragi Kristjánsson. 1. e4 2. Rf3 3. d4 4. Rxd4 5. Rc3 6. Be3 7. Bc4 8. Bb3 9. f3 10. h4 11. h5 12. g4 c5 Rc6 cxd4 g6 Bg7 Rf6 0—0 d6 Bd7 Da5 Rxh5 Rf6 sem við búum á er undanskilið höfum við ekki séð nokkum mann vinna æriegt handtak enn sem korrtið ér. Okkúr er þó tjáð að staður þessi sé miðstöð vetr- aríþrótta, auk þess sem ferða- mannastraumurinn hingað hef- ur aukizt með ári hverju- Máli sínu til sönnunar benda heima- menn á snarbrattar hlíðarnar sem umlykja þorpið, flestar eru þær þó vaxnar skógi og myndu undirritaðir hafa heldur tak- markaðan áhuga á skíðaferðum þar. Islenzka sveitin lagði upp frá Reykjavík að áliðnum degi ■ hinn 14. júlí. Urðum við vel reiðfara og kbmum til Harra- chov 28 klukkustundum síðar, eftir að hafa þó haft viðdvöl f þrem höfuðborgum. Um kvöldið-þann 15 júlí var dregið í riðla og kom þá í ljós að við höfðum lent í riðli með Rúmenum, Bandaríkjamönnum og Kúbumönnum. Má segja að veik von okkar um að komast í A-úrslit hafi orðið að litlu er við sáum hverja við höfðum fengið sem mótstöðumenn. 1. umfcrð - Island — Kúba 3-1, US.A, — Rúmenía 2-2, Trausti-Garcia Ví • Vi, Guðmundur — Bondy 1-0, Jón Þór — Gomez 1-0, Bragi. — Truúillo 4/s Urs-lit þessarar umferðar gáfu tilefni til ofurlítillar bjartsýni. Trausti hafði svart og beitti Pirc's vöm gegn kóngspeði and- stæðingsins. Fékk Trausti snemma þrönga og erfiða stöðu, ----------------------------:—a> Leiðrétting Sl. laugardag, 22. júlí, birti | Þjóðviljinn ljóð til minningar 5 um Bergsvein Sveinsson frá : Aratungu. Villa slæddist inn í ■ þriðja erindi minningarljóðs- j ins. Rétt er erindið þannig: : Oftast er hjaíað um auð og heiður. Ekki um hver var hinn sterki meiður. ■ ■ «■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ yrði á undan með kóngssóknina. Kúbumaðurinn fómaði skipta- mun, en Guðmundur þvingaði þá fram enn meiri uppskipti og vann síðan endataflið örugg- lega. Jón Þór hafði svart og beitti hinu svtmefnda opna afbrigði af spánska leiknuín gegn Com- ez. Valdi Kúbumaðurinn mjög rólega leið og tókst Jóni þá snemma að jafna tafllið. Stuttu síðar missti Kúbumaðurinn svo af beztu leiðirini, og vann Jón síðan örugglega. , Bragi beitti spánska leiknum gegn Trujillo og náði snemma undirtökunum. En er kom fram í miðtaflið missti hann af 4> beztu leiðinni og jafnaði þá taflið. Var jafntefli samið stuttu siðar. 2. umferð Island — Rúmenía !A-3%, U.S.A. — Kúba 3V2-%, Trausti — Gheorghiu 0-1, Guðmundur — Segal 0-1, Jón Þ. — Pantazi 0-1, Bragi — Mozes Vs-%. 1 2. umferð tefldum við við Rúmena og seig þá heldur á 6- gæfuhliðina, því að uppskeran varð aðeins vinningur. Trausti hafði hvítt gegn stór- meistaranum Gheorghiu og kom upp kóngsindversk vöm. Var taflið lengi vel jafnt, en svo fór, að reynsla stórmeistarans sagði til sín og mátti Trausti gefast upp í endatafli með jafn marga menn. Guðmundur hafði svart gegn Segal og beitti kóngsindverskri vörn. Rúmeninn valdi fjögurra peða árás og kom upp afbrigði sem Guðmundur þekkti ekki nógu vel, og þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir tókst ekki að bjarga taflinu eftir það. Jón Þór hafði hvítt gegn Pantazi, sem beitti Sikileyjar- yörn og kom upp afbrigði, sem mjög er í tízku. Eftir drottn- ingakaup teygði Jón sig óf langt og fékk hann ekki við neitt ráðið eftir bað- Bragi hafði svart gegn Mozes Dg beitti Sikileyjar-vörn. Tefldi Rúmeninn mjög sjaldgæft af- brigði og náði Bragi betra tafli. Urðu snemma drottningakaup við ættum að hafa nokkra möguleika á því að komast á- fram í A-úrslit. Trausti-hafði’ 'sVart ■ gegrr' hin-' um þekkta meistara B. Zucker- mann og beitti Pirc-vöm. Fékk Triausti snemma mjög erfiða stöðu, en stuttu fyrir bið tókst honum að loka stöðunni og var þá samið jafntefli. Guðmundur hafði hvítt igegn Gilden sem beitti Sikileyjar- vörn. Teflldi Guðmundur byrj- unina ekki sem nákvæmast og fékk heldur óhagstasðari stöðu. Smám saman tókst honum þó að bæta stöðu sína og var kominn með hartnær unnið tafl 13. Dd2 Hfc8 , 14. O—O—O Re5 15. Rh6 Hxc3 16. Bxg7 Hxc2f \ 17. Kxc2 " Hc8t" 18. Kbl Dxd2 19. Hxd2 Kxg7 20. Hcl Hc5 21. Bdl Rc4 22. Hd3 Re5 23. Hdc3 Hxc3 24. Hxc3 Rc6 25. Rxc6 Bxc6 26. Ha3 a6 27. Ba4 Bxa4 28. Hxa4 Rd7 29. Hb4 b6 30. Kc2 Kf6 Fraimli@M á 7. síðu. LATJSAR STÖÐUR VIÐ ÁLVERIÐ í STRAUMSVÍK íslenzka Álfélagið h.f. óskar að ráða til sín fólk í eftirfarandi stöður: 1. Ungan mann til bókhalds- og skrifstofustarfa. 2. Skrifstofumann vanan innflutnings- og tollaf- greiðslumálum. 3. Vélritunarstúlku til að annast enskar og íslenzk- ar bréfaskriftir. 4. Stúlku til almennra skrifstofustarfa. Vélritunar- kunnátta nauðsynleg. 5. Ungan mann til að annast útréttingar og sendi- störf. Þarf að hafa minna ökumannspróf. 6. Ungan aðstoðarmann á skrifstofu til að annást ljósiprentun á teikningum. 7. Lagermann til að annast móttöku. eftirlit og afgreiðslu á vörum í pakkhúsi. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist í pósthólf 244, Hafnarfirði. fyrir 8. ágúst n.k. Umsóknareyðublöð fást á skrif- stofu vorri, Strandeötu 8—10. Hafnarfirði. sfmi 52365. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.