Þjóðviljinn - 29.07.1967, Qupperneq 5
Laugardagur 29. júlí 1967 — ÞJÓÐVELJiINN — SÍÐA 5
Sigurður Ágústsson:
í UMFERÐINNI
Þriðjungur aillra umferðar-
slysa hér á landi á sér stað
þegar ökutaeki mætast, þ.e.a.s.
þegar tveir ökumenn stefna svo,
að leiðir þeirra skerast-
Það er elcki einungis á vega-
mótum sem slíkt á sér stað.
Það á sér einnig stað undir
þeim kringumstæðum, að öku-
maður ætlar að taka beygju, t.
d. hægri beygju, og annað
ölojtæki nálgast frá vinstri.
Meginorsök þessara slysa er oft-
ast sú, að ökutækin eru á of
miklum hraða, eða að öku-
mennirnir fylgjast ekki nægi-
lega vel með umferðinni í kring
um sig.
önnur algeng orsök þessara
slysa er sú, að ökumenn virða
ekki regluna alkunnu „Varúð
til vinstri.
Skyldan að víkja
„Vinstriregla*“: Megininntak
þessarar reglu er það, að öku-
menn eru skyldugir til að víkja
fyrir umferð frá vinstri. Þessi
regla gefur þó engan veginn
þeim er frá vinstri koma rétt
til að aka áfram viðstöðulaust.
Það verðum við að hafa hug-
fast. Það er hægt að tala um
skylduna til að víkja, en þess
bera að minnast, að það gefur
þeim ökumönnum er frá vinstri
koma engan rétt:
Ökumaður sem kemur frá
IVAN WERNISCH:
Eldd bænheyrður
Móses,
þú frélsari skónna í ísrael,
kenndu mér að ganga,
milli veggja,
kenndu mér að mætá
stúlkum svo ókunnugum sem vasru þaer af öðrum kymþætti,
kénndu mér að ganga
yfirlætislaust, ef ekki annað,
finndu handa mér öngstræti
sem ég get gengið til enda án kinnroða,
leiddu mig eitthvert hinum msgin við hafið,
leiddu mig eitthvert hinum megin við hafið,
hinum megin við hafið.
Móses . . .
Aftur hefur þú engan tíma handa mér,
þú sem gerir mild kraftaverk,
þú dregur trefla fram úr ermunum,
tekur sígarettur bak við eyrað.
kúlur út úr þér.
Blóm Henri Rousseau
vinstri, er einnig skyldugur til
að sýna varkárni t>g honum
ber að hafa það í huga, að það
er engin vissa fyrir því, að sá
ökumaður er frá hægri kemur,
virði regluna um að víkja fyr-
ir umferð frá vinstri.
Það er óvarkárni og skeyt-
ingarleysi varðandi þessa reglu,
sem hefur orsakað fjölda um-
ferðarslysa á liðnum árum.
Allir ökumenn — sama hvort
þeir koma frá hægri eða vinstri,
eru skyldugir til að sýna var-
kámi.
Undir vissum kringumstæðum
er þörf á sérstaklega mikilli
gætni, t.d. þegar ekið er af
vegi, þar sem umferð er lítil,
og inn á mikla umferðargötu-
Þeir ökumenn, sem vilja aka
á öruggan hátt, gera sér það að
reglu, að nema staðar þegar
þeir koma að mikilli umferðar-
götu, líta vel í kring um sig og
aka ekki inn á götuna, fyrr en
nægileg eyða verður í umferð-
inni til að það sé framkvæman-
legt á öruggan hátt. Þetta skui-
um við hafa í huga, því að ein-
mitt slíkar aðstæður eru oft
til staðar hérlendis.
Undantekningar frá
„vinstrireglunni"
Á hinni svonefndu vinstri
reglu, eru tvser mikilvægar
Framhald á 7. síðu
Lávarður kanínanna og gulróta,
lávarður léttivagna,
lávarður frum9kógakonunga,
lávarður stjúpmóðurblóma með apaandlitin,
lávarður drottningarblóma,
ef ég væri garðyrkjumaður, færi ég og lyti þér.
Þú stendur þarna svartklæddur.
Hvaðan kom mér hugrekki til að ganga fram hjá þér.
Á grönnum herðum þínum finn ég höfn
og hestvagn sem ég klifra upp í.
Ég er hissa að finna að ég hreyfist.
I
Ég kem inn í lystigarð.
Þú stendur énn við vatnsjaðarinn.
Til einskis er að bíða eftir þér.
Mounsieur Henri,
þú ert dáinn, þú sem ég græt,
ég þurrka rykið af litla rauða borðinu
og lít eftir blómunum þínum
að þau fölni ekki.
ViIborg Dagbjartsdóttir þýddi.
Ivan Wernisch er fæddur í Prag 1942. Eftir
hann hafa komið út þrjár ljóðabækur.
Þessi ljóð birtust í 3. hefti Universum í
enskri þýðingu George Theiner.
S&íiÍíSS
Þorsteinn frá Hamri:
Galleria Borghese —
Elefante Africano
Ætla mætti af dæmum að
Itölum sé ýmislegt betur gefið
en snyrtimennska; í trjágarð-
inum Villa Borghese sem hefur
að geyma söfn og dýragarð er
jarðvegurinn þakinn rusli og
sinugróinn, og virðast menn
aldrei hafa borið við að slá
hann, ég hefði ekiki talið eftir
mér að taka þarna fyrir þá
nokikur Ijáför. Og þegar mað-
ur geingur í Casino Borghese.
sem Hollendíngurinn Vasanzio
byggði þarna í garöinum 1615
og hefur að innihaldi hið miklá
listasafn Galleria Borgihese,
mætir manni fúlt innibyrgt lóft
sem gæti verið aldagamalt, og
skyldi maður þó ætla að það
kostaði ekki mikið útslit að
opna gluggana andartak einu
sinni á dag. Máhga fágra hluti
gefur að líta á safninu en sú
er ljóður á að birta er slæm,
og verður eingin mynd skoðuð
svo að ekiki falli einhversstaðar
á hana truflandi skuggi.
A safni þessu er margt
mynda þeirra Coravaggios,
Botticellis, Rubcns og Rafaels,
en hæst ber höggmyndir Bern-
inis, sem er vailinn staður ú
miðju gólfi í sölum hússins, svo
sem Appolló og Dafne, Eneas
og Ankíscs, Plútó og Proser-
pina, og myndin af Davíð, sem
Bernini hjó 22 ára gamall og
fyrst vakti verulega athygli á
list hans. Gian Lorenzo Bern-
ini fæddist 1598 í Napóli; faðir
hans var myndhöggvari; hann
fluttist til Rómar 1606 og tók að
starfa þar í þágu Scipios Borg-
hese kardiínála. Mun karl
snemma hafa greitt stráknum
götu með því að koma honum I
mjúkinn hjá kai'dínálanum, og
margar síðari hópmynda • sinna
vann Bernini fyrir kardínála og
rómversku kirkjuna yfir höfuð.
Fræg er skipulagníng hans og
venk allt á torginu við Péturs-
kirkju. Bernini var starfsamur
og ern til hins síðasta, er hann
lézt í elli 1680. Verk hansv flest
er að finna í Róm: gosbrurma,
minnismerki, torg, svo og í
Vatikaninu og Galleria Borg-
hese. Enn eru þau í fleiri borg-
um Ítalíu og eitthvað mun vera
í London.
Stórum ánægjulegi'a væri að
skoða söfn sem þetta, ef efeki
væri flaumur amerískra túrista
að fylla salina, án þess að gera
svo mikið sem virða listaverkin
viðlits, hlustandi einúngis gap-
andi á leiðsögumennina til að
þykjast búa yfir þekkíngu þeg-
ar heim kemur; og verða þó
Ijósmyrldahaugarnir þeirra hið
eina sem vitnar um að þeir hafi
kannski rekið augun í verkin
um leið og þeir smelltu af, en
það eru þeir alltaf að gera hvar
sem þeir koma. 1 katakombum
St. CalUistos paufuðust þeir um
daiginn um kvalastaði og grafir
hinna frumkristnu, hlýddu í
upphafníngu á prestinn og
sögðu ’ að þetta væri really
wonderful og very nice. Týva
prestsins gaf litla birtu og var
því oftast skuggsýnt eða myrk-
ur á leiðinni gegnum þetta
sögulega völundarhús. Við vor-
um annað veifið að heyra smelli
í myrkrinu einsog þar væru
andar píslarvotta að skella í
góm; en ef að var gætt var
þetta annað jafn ómögulegt, og
mögulegt þó; auðvitað Amerí-
kanar að taka myndir.
1 dýragarðinum í Villa Borg-
hese fannst mér ég bera kennsl
■ á gamlan féllaga. Hann er ’ að
jafnaði smár samanborið við
flesta bræður sína í heiminum,
talinn þýður í brúkun, þraut-
seigur og gióðilyindur, og yndi
barna að rjála við flipann ú
honum og fá að koma á bak.
Frá alda öðli bar hann þúngar
klyfjar um byggðir og öræfi,
klyfíberafarángur, kviktré og
húsbónda sinn, man nkindina,
drukkna som ódrukkna, oft
meiddur og þjakaður, þótt
laungum væri hann virtur
sannmælis sem þarfasti þjónn-
inn. Sú var og tíðin að hann
var seldur í námuþrældóm er-
lendis og bar þar beinin. Þarna
í garðinum voru þeir reyndar
tveir saman; þeir komu að
girðíngunni og báru sig voná-
lega. Annar var jarpur og hinn
grár. Við litum á spjaldið,
vandlega fest á jámrimlana
sem að götunni vissu, til að vita
hvað hann væri kallaður í
ítölskum dýragarði. Hann hét
Elefante Africano.
Breytingar á alþjóðareglugerðum um mælingar á skipum
1 tilkynningu frá skipaskoð-
unarstjóra er vakin athygli á
því, að í samræmi við álykt-
un Alþjóðasiglingamálastofn-
unarinnar, IMCO, í London
hafi ýmsar þjóðir breytt reglu-
gerðum um skipamælingar
Breytingin er einkanlega fólg-
in í því, að ákvæðin um mæl-
ingarfrítt milliþilfarsrými svo-
kaHaða „opinna" milliiþilfars-
skipa breytast- Engin krafa er
þá lengur um mælingarlúgur
eða mælingarop án fullkominn-
ar lokunar. Skip þessi verða
með mælibréf, sem sýnir tvær
mismunandi stæ'rðir í rúmlcst-
um.
Á báðum hliðum skipanna er
þá mælimerki, eins og það sem
hér er sýnt, þríhyrningur með
odd niður að þverstriki. Ef
strikið undir oddi þríhyrnings-
ins er neðan við sjólínu (á kafi),
þá gildir hærri talan á skír-
teininu yfir rúmlestir skipsins-
Sé merki þetta ofan sjólínu
gildir lægri rúmlestatala mæli-
bréfsins fyrir stærð þess. Sama
skip getur þannig verið mis-
munandi stórt i rúmlestum eft-
ir því hversu mikið það er
hlaðið.
Auk þessara skírteina, þar
sem tvær stærðir eru ú sama
skírteini, verða samkvæmt nýju
reglunum einnig í gildi mæli-
bréf, þar sem aðeins ein stærð
' brúttórúmlestum er í gildi, og
verða sum þeirra skipa með
mælimerki á hliðum en önnur
ekki.
Mælingarreglur þessar hafa
nú verið viðurkenndar af fs-
lands hálfu og ber því að taka
gild þessi mælibréf erlendra
skipa í íslenzkum höfnum. Frá
1. maí 1967 hafa verið gefin út
mælibréf fyrir íslenzk skip
samkvæmt þessum regíum.