Þjóðviljinn - 03.08.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.08.1967, Blaðsíða 3
»£3■“ , t b Fimnítudagur 3. ágúst 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 „ ........ ■ — — ■■■ — — r .. .....................—-----------------------------■ ■ ■»--------------------------------------------------------------------- Þverrandi vinsœldir, auknir erfíðleikar blasa við LBJ WASHINGTON 1/8 — Það hallar undan fæti fyrir Johnson forseta. AFP-fréttastofan segir að hann eigi nú i meiri pó'litískum erfið- leikum en nokkru sinni fyrr. Vin^ældir hans hafa farið þverr- andi í meira en heilt ár. Síðasta skoðanakönnun sýndi að 52 af hundraði Bandaríkjamanna eru ó- ánægðir með gang VíetnamstríðsJ ins, og sérstaklega er bað eftir- tektarvert, segir fréttastofan, að nú óska aðeins 40 af hundraði að Bandaríkin herði stríðið, en 49 af hundraði eru bví andvígir. Tveir af hverjum fimm telja að Bandaríkjamenn hafi <gert mikla skyssu þegar heir sendu fyrst herlið til Vietnams. . Við þessa óánægju manna með Vietnamtríðið bætast þeir örðug- leikar sem Johnson á við að stríða vegna kynþáttaóeirðanna heimafyrir. Leiðtogar Repúblik- ana hafa fært sér vandræðaá- standið í nyt og sakað Johnson um að bera ábyrgð á þvi hvern- ig farið hefúr. þar sem hann hafi ekki beitt nægri hörku til að bæla óeirðirnar niður. Það þjóðfélag sem sendir hermenn mcð alvæpni gegn börnum fær ekki staðizt til lengdar — Myndin er frá Detroit. % Fréttaritari frönsku fréttastofunnar AFP í New York: Kynþáttaóeirðirnar mikiu hættulegri Bandaríkjunum en ósigur í Vietnam Oeirðirnar að undanförnu eru ekkert stundarfyrirbæri, heídur munu þær halda áfram að magnast í borgum Bandaríkjanna árum saman □ Fréttaritari frönsk'U fréttastofunnar AFP í New 'York, William Gardner Smitih, segir í grein um kynþáttaóeirð- irnar í Bandaríkjumim að undanförnu, að þegar til lengd- ar lætur muni þær reynast Bandaríkjunum miklu hættu- legri en ósigur sem þau kynnu að bíða í stríðinu í Vietnam. Hann segir alla bandaríska blökkumenn vera þessarar skoð- unar, hver svo sem staða þeirra í þjóðfélaginu sé. Uppreisnin sem nú hefur orðið í hverfum blökkumanna í banda- rískum borgum er ekkert stund- arfyrirbæri, segir hann, heldur markar hún þvert á móti alger tímamót í baráttu blökkumanna fyrir jafnrétti og uppreisnin hlýtur að leiða til þess að breyt- ing verði með einhverju móti á þjóðfélagsháttum í Bandaríkj- unum. Árum saman Blökkumenn telja að óeirðirnar muni halda áfram í borgum Bandaríkjanna mánuðum og ár- um saman. Þær munu annað- hvort leiða til þess að hálffasist- ísk afturhaldsöfl fái völdin í hendur og byggi þau á hatri í garð blökkumanna eða til gagn- gerðrar breytingar á bandarísku þjóðfélagi, ' á efndhagsskipan Bandaríkjanna og stjórnarfari þeirra. Hér er með öðrurrl orðum um byltingu að ræða, segir Smith, sem að lokum mun leiða til jafnréttis fyrir blökkufólk, sennilega með þeim hætti að það fái sjálfstjórn í eigin málum. Segja sig úr lögum Eitt það athyglisverðasta við uppreisn blökkumanna er að þeir telja sig ekki lengur Bandaríkja- menn. Það þýðir ekki að þeir líti ekki lengur á Bandaríkin sem sitt eigið land, land sem þeir eigi jafnmikinn rétt til og hinir hvitu. Það merkir aðeins að blökkumenn telja að þeir séu ekki lengur tengdir hinum hvítu ibúum Bandaríkjanna neinum böndum, að þeir séu á engan hátt bundnir af þeim lögum sem þing eða ríkisstjóm hins hvita meirihíluta setja. Þær miklu vonir sem menn gerðu sér um að takast maetti að láta kynþættina lifa saman í sátt og samlyndi hafa brugðizt- Menn gera sér heldur ekki lengur nein- ar vonir um að takast megi að vinna jafnréttið með bænar- skrám, mótmælagöngum, ,,sit- down“aðgerðum, lagasetningu sambandsþingsins eða velvild forsetaembættisins. Þeir sem hafa forystu fyrir að- gerðum blökkumanna koma úr hópi hinna snauðustu og smáð- ustu meðal þeirra — úr fátækra- hverfum stórborganna. Þeir hafa gengið í lið með þeldökkum menntamönnum sem leggja á ráðin um hvemig baráttunni skuli hagað. Þeir telja að allt þeldökkt fólk, hvar í heiminum sem það býr, eigi samleið, allt hafi það verið arðrænt og kúgað af hvítum mönnum. Þjóðfrelsis- barátta allra hinna kúguðu þjóða er ein og óskipt og sú barátta hlýtur að leiða af sér að valdi sé beitt. Það eru að vísu ekki aliir bandarískir blökkumenn sem eru þessarar skoðunar. Hin svarta borgarastétt — þeir blökkumenn sem njóta nokkurrar velmegunar eru enn óttaslegnari við uppreisn frænda sinna en hinir hvítu, því að þeir óttast að gagnaðgerðimar muni bitna á þeim fyrst og fremst. En flestir blökkumenn i Bandaríkjunum em þeirrar skoð- unar að það þjóðskipulag sem nú rikir muni ekki megna að leysa vandamálin. Ráðstefnan í Havana Carmkhael boðaði skæruhernað / USA HAVANA 2/8 — Stokeiy Carmichaei, einn heizti forystu- maður hinna róttæku blökkumannasamtaka í Bandaríkj- unum, sagði á byltingarráðstefnunni i Havana í dag að bandarískir blökkumenn væru reiðubúnir að grafa undan heimsvaldastefnu Bandaríkjanna mpð skæruhemaði í Bandarík'junum siálfum. Carmichael sem er heiðurs- fulltrúi á ráðstefnu byltingar- hreyfinganna í rómönsku Amer- íku sagði - að samræma yrði mannréttindabaráttu bandarískra biökkumanna og frelsisbaráttu þjóða rómönsku Ameríku. — •Næsta Víetnamstríð verður háð i þessari heimsálfu, sagði. hann, kannski í Boliviu, * Guatemala, Brasilíu eða Dóminíska lýðveld- inu. Við verðum að ganga í Iið með öllum þeim sem vilja vopn- aða baráttu um allan heim. Þeir sem styðja friðsamlega sambúð vilja að ástandið haldist óbreytt. Hin bandariska heimsvalda- stefna hefur verið of lengi við lýði. Við erum reiðubúnir til að eyðileggja hana innanfrá og við vonum að þið séuð reiðubúnir til að eyðileggia hana utanfrá, sagði Carmichael. — Jafnframt því sem við þrosk- um með okkur byltingarvitund- ína, verðum við að hefjast handa um skæruhernað. Við erum reiðu- búnir að ráðast gegn villi- mennsku hinnar hvítu Ameríku með vopn í hönd, bætti hann við. Kúba er okkur öllum í vesturálfu lýsandi fordæmi. Barátta okkar er ekki einskorðuð ^við Bandarík- in ein. Við viljum raunveruleg bandaríki Ameríku allt frá Eld- landinu til Alaska, sagði hann að lokum og var ákaft fagnað. Fyrr í dag hafði Carmichael hyllt „Che“ Guevara i kveðju sem lesin var upp í Havanaút- varpið. Hann væri dáður af blökkumönnum í Bandaríkjunum, sem leituðu sér leiðsagnar í rit- um hans. Bók Guevara um' 6kæruhernað er talin undirstöðu- rit.. r 11 t> „Che“ Guevara LEIPZIG Næstu sýningar: 3—10.9. 1967 Neyzluvörur 3—12.3 1968 Iðnaðar- og Neyzluvörur Eins og aðrir kaui>sýslumenn og iðnrekendur, gerið þér yður far um að fylgjast með markaðsþróun í yðar vörugreih. — í þeirri viðleitni yðar veitir ferð á Kaupstefnuna í Leipzig yður ómetanlega aðstoð. — Vegna fjölskrúðugs vöruframboðs er Kaupstefn- an mjög yfirgripsmikil, en með nákvæmri skiptingu í fjölda vöruflokka, er hún jafn- framt sérsýning. Og vegna hinnar miklu alþjóðlegu þátttöku, er Kaupstefnan í Leipzig einkar eftirsóknarverð. — Sérhver vörusýning í Leipzig býður eitthvað nýtt, og hin viðurkennda góða þjónusta, svo sem útlendingamiðstöð, innkaupamiðstöð, blaðamiðstöð ■ og fleira, auðveldar sýningargestum starfið. — í Leipzig eru til sýnis yfir miljón sýningarmunir frá 70 löndum og er þeim skipt í 60 vöruflokka. — Leipzig er um leið miðstöð nýtízku iðnaðarlands, Þýzka Alþýðulýðveldisins. Leipzig er miðstöð heimsviðskipta, — þar býðst tækifæri til þess að afla nýrra við- skiptasambanda og ganga frá viðskiptasamningum. Upplýsingar um ferðir til Leipzig og sýningarskírteini fást hjá umboðsmönnum hér: KAUPSTEFNAN-REYKJAVÍK, Pósthússtræti 13, S. 10509 og 24397. LEIPZIGER MESSE — Deutsche Demokratische Republik FERÐATÖSKUR FERÐATÖSKUR Tókum upp í gær nýja sendingu af vestur-þýzkum ferjSatöskum. 4 ’ é Litlar töskur — Stórar töskur Ódýrar töskur — Dýrar töskur. Falleg ferðataska eykur ánægju ferðalagsins. BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.