Þjóðviljinn - 03.08.1967, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.08.1967, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 3. ágúst 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA g Frá Reykjahlíðarhvcrfi við Mývatn, en einmitt þama á hinn nýi vegur að liggja, miUi vatnsins og kirkjunnar. Vegarstæðið nýja við Mývatn: Skipulagsstjórn ríkisins lýsir sjónarmiðum sínum Skipulagsstjórn ríkisins ihefur sent frá sér eftirfarandi grein- argerð vegna skipulagningar við ReykjaMíð við Mývatn: 1 lok s.l. viku lét náttúru- vemdarráð birta í blöðum og útvarpi langa greinargerð um fyrirhugað vegarstœði milli Reykjahlíðar og Grímsstaða við Mývatn. I greinargerð þessari er sagt á mjög viMandi háttfrá málum og jafnvel beinlínis rangt, að því er snertir afskipti Skipulagsstjórnar ríkisins. Skipulagsstjórnin lýsti þegar x stað yfir, að hún mundi birta greinargerð um afskipti sín af málinu, þar sem leiðrétt yrðu ranghermi náttúruverndarráðs eftir því sem efni standa til. Upphaf þessa máls er það, að árið 1964 var ákveðin bygging þéttbýlishverfis nálægt Reykja- hlíð vegna fyrirhugaðs verk- smiðjurekstrar á þeim sdóðum. Þótti rétt að Skútustaðahreppur yrði allur gerður skipudags- skyldur, og í samráði við hreppsnefndina var það ákveð- ið, sbr. lög nr: 19/1964. Jafn- framt var ákyeðið, að skipu- lagning skyidi að svo stöddu aðeins taka til áðurgreinds svæðis við Reykjaihlið. Skipulagsstarfið hefur síðan farið fram í fullri samvinnu við hreppsnefndina, þótt nótt- úruvorndarnáð gefi annað til kynna í greinargerð sinni. Til- iaga að skipulagi hefur síðan hlotið að öllu leyti þá meðferð, sem áskilin er í skipu 1 agsílögunV og siðast staðfestingu ráðherra, mánudaginn 31. júlí s.l. Þegar á fyrsta fundi með hreppsnefnd Skútustaðahrepps, þar sem allir meðlimir skipu- lagsstjórnar voru viðstaddir, kom fram sameiginlegur áhugi allra viðstaddra á því, að reynt yrði við skipulagningu að varð- veita sem allra bczt hinn sér- stæða og fagra svip Mývatns- sveitar, landslag og fuglalíf. Utíör Jónasar lækn- is Sveinssonar í dag í dag verður gerð frá Dóm- kirkjunni útför Jónasar Sveins- sónar læknis, sem lézt að morgni s.l. föstudags, 28. fyrra mánaðar, 72 ára að aldri. Jónas Sveinsson var fæddur að Ríp í Hegranesi 7. júlí 1895 og voru foreldrar hans séra Sveinn Guðmundsson og Ingi- björg Jónasdóttir kona hans, Sveinn var um skeið prcstur að Ríp í Hegranesi en síðar í Árnesi og bjó þó í Efri-Múla. Jónas var næstelztur átta systkina og gekik menntaveg- inn. Tók hann stúdentspróf frá Menntaskólanum í Rvík liðloga tvítugur og lagði síðan stund á nám í læknisfræði við Ilá- skóla Islands og lauk kandi- datsprófi 1923. Hann stundaöi framhaldsnám erlendis, í Vín- arborg í AusturrJki, um sex ára skeið og hlaut viðurkenn- ingu sem sérfrasðingur í hand- lækningum 1932. í nokkur ár var hann héraðsflækir á Hvammstanga og síðar á Blönduósi, en 1934 fluttist hann til Reykjavíkur og stundaði hér lækningar slðan og var yfir- laéknir á sjúkrahúsinu Sólheim- um. Jónas Sveinsson lét ekki við læknanámið hér heima eitt sitja né heldur framhaldsnám- ið í Vín, heldur fylgdist alla tíð með helztu nýjungum á svifS læknisfræðanna og í sérgrein sinni; sótti hann ár- Icga1 læknanámskeið og íundi víðsvegar um hcim. Hann var í hópi kunnustu lækna á ís- landi, vinsæll og vinmargur. Jónas Sveinsson var kvænt- ur Ragnheiði Hafstein, sem lif- ir mann sinn ásamt uppkomn- um börnum. Skipulagsstjórn telur, að frá upphafi hafi þetta verið eitt meginssjónarmiðið í sambandi við gerð skipulagstitlilagna. Meðal þess, sem einkum þurfti að athuga, var staðsetning veg- ar frá hinu nýja þéttbýlishverfi og verksmiðju til Húsavikur. Við gerð tililögu um það voru höfð eftirfarandi meginsjópar- mið: 1. að vegurinn lægi ekiki gegnum þá byggð, sem nú er í Reyikjahlíð og þá, sem fyrir- huguð er. Er hér um að ræða meginatriði við skipulagningu að umferð sé beint framhjá bæjum og þorpum íromur en gegnum þau, bæði til að sporna við slyisum og ónæði svo og að tryggja greiða um- ferð. 2. að vegarlagning væri tæknilega séð framkvæmanleg og fjórhagslega séð ekki óhæfi- lega kostnaðai-söm og þannig hagað að vegur væri fær til umferðar allt árið. 3. að með vegarlagningu væri ekiki spiilllt túnum eða mannvirkjum eða búrekstur truflaður umfram það, sem ó- hjákvæmilegt vœri. 4. að reynt væri, eins og áð- ur segir, að varðveita sembezt liina ósnortnu náttúru ogfugla- líf. Mál þetta heíur að sjálfsögðu verið rætt mar.gsinnis á fund- um skipulagsstjórnor og við fjöida aðila, sem hlut eiga að máli, m.a. við fulltrúa náttúm- vemdarráðs. Er það því mjög villandi, hvernif? greinargerð náttúruverndarráðs hefst, en það er á þessa leið: „Náttúruvernd- arráð fckk um þnð vitneskju á sl. vori o.s.frv.“ Er með jxessu geíið til kynna, að nátt- úruverndarráð hafi frótt um mál- ið á skotspónum, en það hafði þá haft: aðstöðu til að fýlgjast mcð málinu hátt á annaö ár. Eftir ýtarilegar athuganir voru færðir á uppdrátt fjórir möguleikar á vegarstæði, en síðan auikið við fleiri mögu- ieikum að ósk skipulagsstjórn- ar. Skipulagsstjórn hallaðist helzt að möguleika, sem auðkcnndur var 1B og leitaði ur ignar lircppsncfndnr um hann. Varð síðar að samkomuiagi að færa hann lítillega frá vatninu og er það vegarstæði sem nefnt ?r leið II í grcinargerð náttúru- verndarráðs. Var skipulagsstjórn einhuga um það, að sá möguHeiki fuli- nægði bezt þcim sjónarmiðum, sem áður eru nefnd, en þau eru engan vegin takmörkuð við svo- kölluð ,,hagsýnissjónarmið“ eins og eitt dagblaðanna komst að orði. Af hálfu náttúruverndarráðs kom lengi vel það eitt sjónar- míð fram, að vegariagning, skv. leilð II truflaði fugJalíf. Nú mranu flestir ef ekki allir þeirr- ar skoðunar, að þessi leið, sem yrði hvergi nær vatninu en 120 metra, hefði engin teljandi á- hrif á fuglalíf, sem er raunar ekki mikið á þessum kafla. Þegar þetta var orðin ríkjandi skoðun, tóku fulltrúar náttúru- vemdarráðs að benda á, aðveg- urinn yrði tifl spjaWa á hraun- inu. Lagði nóttúruverndarráð til, að valin yrði leið nr. IV, en Iworki hreppsnefnd né skipu- iagsstjórn hafa getað á það fallizt, enda telja þær báðar að einmitt af henni yrðu „hin mestu náttúruspjöll" svo að oröalag náttúmverndarráðs sé ha-ft. Telur skipulagsstjórn að með vali þeirrar leiðar væri bi-otið í bág að meira eða minna leyti við öll þau fjögur meginsjónar- mið, sem hún telur að hata beri í huga. Sú ieið mundi kljúfa sund- ur Reykjahlíðarbyggðina og með því skapaðist bæði sfiysa- hætta fyrir íbúana og veruiegt ónæði, svo og erfiðleikar fyrir umferð. Tæknilega séð væri Ieiðin erfið vegna snjóþyngsla, og yrði því að hafa veginn mjög upphækkaðan. Hlyti só vegur af þeim sökum að fara illa í lands- lagi og ekki síöur að valda spjöllum á hrauninu næst byggð" inni, en leið II. Leið IV veld- ur miklu meiri spjöllum á rækt- uðu landi en ieið nr. II og skapar auk þess marghóttaða erfiðleika við búskap, þar sem vegurinn mundi skilja sundur annarsvegar tún og bæjarhús, en hinsvegar beitiland. Skipulagsstjóm telur, að leið nr. II sé einsogáðursegirbezt í samræmi við viðurkennd skipulagssjónarmið, hér verði um að racða snjóléttan veg, sem lagður verði með aðfluttu efni um hraunið, þannig að hann fari vel í landslagi, enda ekki um neina röskun að ræða utan sjálfs vegar-stæðisins. Auk þcss valdi hann livorki búend- um né íbúum hins fyrirhugaöa Ix>rps (Tlxcgindum, sem heitið gctur, miðað við leið nr. IV. Skipulagsstjórnin leggur á það mikla álierzlu að með leið nr. II skapaðist friðað belti hvergi minna en 120 metrar á breidd frá vatni mælt að hin- um nýja vegi. I greinargerð náttúruverndarráðs er reynt að gera lítið úr þessu: í greinar- gerðinni segirT „Vandséð er, hvaða aöili getur ábyrgzt, að oigi rísi byggingar vatnsmegin við veg eftir leið nr. II“. Þar sem hreppurinn er skij ulags- skyldur eins og áður segir, hef- ur hreppsnofnd eftirlit með bvf, skv. 5. gr. laga nr. 19/1964. Hefur skipulagsstjóm enga á- stæðu til að vantreysta hi’epps- nefndinni til sliks eftirlits. Náttúruyerndarráð vitnar mikið í umsögn náttúruvernd- arnefndar Suður-Þi ngcyjarsýslU’ og fær skipulagsstjórn ekki séð, að umsögn hennar raski ncinu, sem skipulagsstjórn heldur fram, þegar málið er metið i heild. Rétt þykir að benda á það, að ráðið hafði ekkert sam- band við náttúruverndarnefnd- ina, fyrr en skijjulagsstjórn benti á nauðsyn þess. Framhald á 6. síðu. Gætið varúðar! Samtökin Varúð á vegum vilja minna vegfar- endur á þá miklu umferðarhelgi, sem framundan er og gétur haft í för með sér alvarleg óhöpp, ef allir sem á ferð eru, gsfeta ekki ítrustu aðgsezlu og fyrirhyggju Skipuleggið ferð ykkar og hafið áfangana ekki of langa. Hafið hugfast, að þreyttur ökumaður stofnar ekki einungis sjálfum sér í hættu, held- ur einnig samferðamönnum sínum í umferðinni. Fullvissið ykkur um, áður en lagt er af stað, aö ökutækiö sé í fullkomlega traustu ástandi. Akið með fyrirhyggju, þannig að ekkert geti komið ykkur á óvart. Þegar útsýnið fram á veg- inn takmarkast, af einhverjum orsökum, t.d. hæð- arbrún, þá sýnið þá fyrirhyggju áð hægja ferð- ina, svo að þið hafið betri aðstæöur til að mæta þeim erfiðleikum, sem gætu veriö til staðar á þeim hluta vegarins sem hulinn er. Tefjið ekki aðra vegfarendur. Ef þiö verðið vör við ökutæki. sem vilja komast framhjá, hægið þá strax ferð og víkið vel út á vinstri vegarbrún. Horfið ávallt á veginn framundan, en þó jafn- framt í baksýnisspegilinn öðru hverju. Sjáið þið hindrun framundan, dragið þá úr hraða og verið viðbúin að stöðva, ef nauðsyn krefur. Þótt þiö kunniö umferðarreglurnar og viljið hlýða þeim, hafiö þá ávallt í huga, að engin vissa er fyrir því, að aðrir vegfarendur kunni þær — eða kæri sig um að hlyða þeim. Verið því ávallt á verði gagnvart ólíklegustu viðbrögðum annarra vegfarenda, hvort sem þeir eru gangandi, hljól- andi, akandi eða ríðandi. Sýnið ávallt þeim, er verri aðstöðu hefur, til- hliðrunarsemi, t.d. ef bifreið kemur á móti ykkur upp brekku eða ef þið mætið bifreið á mjóum vegi eða við brú. Veitið öðrum vegfarendum aðstoð, ef þeir þarfnast hennar. Það er góðverk og skapar sam- stöðu.. Hafið ekki áfengi um hönd á ferðum ykkar, þaö er ekki heppilegur förunautur. Ferðizt heil — Komið heil heim. Varúð á vegum samtök um umferðarslysavarnir. Kjartan Ólafsson kennari í Hafnarfirði, fimmtugur Kjartan Ólafsson kennari við Lækjai-sikóla í Hafnarfirði er fimmtugur í dag, fæddur 3. ágúst 1917 að Torfastöðum í Fljótshlíð. F'oreldrar hans voru Ólafur Sigurðsson bóndi að Torfastöðum og kona hans, Að- alllheiður Jónsdóttir. Kjartan ólst upp í foreldna- húsum í hinni fögru og sögu- frægu sveit, Fljótshlíðinni, en fluttist síðar til Vestmanna- eyja, þar sem hann m.a. stund- aði nám í gagnfræðaskóla. Sið- ar stundaði hann nám í Kenn- araskóla Islands og lauk það- an kennaraprófi vorið 1944. Eftir það varð hann kennarí, fyrst við Barnaskóla Vest- mannaeyja, og síðar 1956, við Barnaskóla Hafnarfjarðar, þar sem hann hefur starfað óslit- ið siðan við góðan orðstír. Kjartan hefur einnig látið banikamáil til sín taika. Var hann bókari við Sjsarisjóð Vestmannaeyja um tíu ára skeið og hefur einnig starfað í Búnaðarbankanum í Reykja- vik. Kjartan hefur haft mikinn á- huga á félagsmálum og valizt til ýmLssa trúnaðarstarfa á þvi sviði. Hefur hann starfað sem endui’skoðandi við kaupfélög um árabil og jafnan þóttsjálf- kjörinn til forustu í stéttarfé- lögum kennara, bææði í Vest- mannaeyjum, Hafnarfirði og Reykjanesumdæmi, ýmist sern förmaður eða gjaldkeri. Einnig var Kjartan í nokkur ár flor- maður Byggingarfélags al- þýðu í Hafnarfirði. Kjartan er einkar vel til for- ystu fallinn á sviði félagsmála og rækir störf sín á því sviði af sérstakri samvizkusemi, sem og önnur störf, er hann gegnir. Kvæntur er Kjartan ágætri konu, Sigriði E. Bjarnadóttur frá Hafnarfirði, og hafa þau eignazt þrjár dætur, sem nú eru að mestu upp komnar. Ég sendi Kjartani Ólafesyni kennara hugheilar ámaðarósk- ir í tilefni fimmtugsafmælis- ins, og munu aðrir samstarfs- menn hans áreiðanlega taka undir þær óskir. Megi hann og fjölskylda hans njóta gæfu og gengis á ókomnum æviárum. Ólafur S. Magnússon. í j i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.