Þjóðviljinn - 03.08.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.08.1967, Blaðsíða 4
4 slÐA — Þ.TÓÐVILJHSTN — Fimmtudagur 3. ágúst 1967 Otgefandi: • Saimeiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. N Ritstjórar: Iviai H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansoon, Siguröui Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Frámkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjórn. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólarvörðuat 10. Sími 17500 (5 linur) — Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00- Á að neita að semja? JJve lengi ætlar Vinnuveitendasambandið svo- nefnda að þrjózkast - við að semja við Verka- mannafélagið Hlíf um kaup og kjör verkamanna í Straumsvík? Ætlar samband þetta, sem er á- hlaupalið afturhaldsins í landinu í baráttu gegn verkalýðshreyfingunni og eins konar deild í Sjálf- stæðisflokknum, að viðhafa þá bardagaaðferð að neita að ganga til heiðarlegra samninga við verka- lýðsfélag sem boðar verkfall og lætur það skella á, og svo sé ríkisstjórn íhaldsins og Alþýðuflokksins kvödd til og látin gefa út bráðabirgðalög som manna verkfallið og skammta verkamönnum kaup og kjör eða kveða á um þvingunargerðardóm? Margt bendir til að þetta vaki fyrir Vinnuveitenda- sambandinu. í samspili við hina erlendu verktaka, en þegar er sýnt að hrokafull framkoma og skiln- ingsleysi á íslenzkar aðstæður muni ekki auðvelda framkvæmd verksins sem þeim hefur verið falið. Það er og athyglisvert, að hinir erlendu verktakar hafa flutt inn fólk sem látið er vinna verk iðn- lærðra manna en hefur þegar að er gáð engin iðn- réttindi. í saimbandi við stórframkvæmdir eins og bygging Straumsvíkurhafnar og alúmínverk- smiðju, þar sem útlendir verktakar og eigendur koma til, er auðsætt að hlutaðeigandi verkalýðs- félög íslenzk þurfa að vera vel á verði gegn sam- vizkuleysi og óprúttni erlendra hrokagikkja, sem telja sér flest leyfilegt við „hina innfæddu“. gitt blaða ríkisstjómarinnar, Vísir, sagði í fyrra- dag í forystugrein að verkfallið í Straumsvík sé „ljótur blettur á viðkomandi verkalýðsfélögum“. Það er rödd Vinnuveitendasambandsins sem þann- ig talar, rödd blaða Sjálfstæðisflokksins, sem tal- ið hafa flest eða öll verkföll „ljótan blett“ á verka- lýðsfélögunum og hafa lagt sig fram 'til að berjast á móti kröfum alþýðusamtakanna. um kjarabætur og aukinn rétt alþýðu. Vinnuveitendasambandið og íhaldsblöðin töldu verkföllin miklu 1955 til stórkostlegrar skammar, en þá knúðu verkamenn m.a. fram löggjöfina um atvinnuleysistrygginga- sjóðinn. Og síðan hefur verkalýðshreyfingin knú- ið fram með afli sínu ekki einungis kauphækkanir heldur líka löggjöf um húsnæðislán, um smíði 1250 íbúða fyrir láglaunafólk í verkalýðsfélögun- um, um aukið orlof og bættar almannatryggingar, svo nokkuð sé nefnt. Verkalýðshreyfingin mun hér eftir sem hingað til láta sem vind um eyrun þjóta þó hvíni í afturhaldsblöðum að það sé „ljót- ur blettur“ að þau gegni ætlunarverki sínu, sem sóknarsveit og vöm íslenzkrar alþýðu. yið boðun og framkvæmd verkf^llsins 1 Straums- vík hefur Verkamannafélagið Hlíf í einu og öllú farið að samkvæmt gildandi lögum. Ætlí Vinnuveitendasambandið að svara fyrir sig og hina erlendu verktaka með því að misbeita valdi rík- isstjórnar til að bæla niður kjarabaráttu íslenzkra verkamanna og gera samningsrétt þeirra að mark- leysu, hlýtur verkalýðshreyfingin að svara þeirri bardagaaðferð á viðeigandi hátt. — s. íslenzkir sundmenn búa sig undir þátttöku í Norðurlandamóti: Unga sundfólkið lofar góðu, ágæt met sett í fyrrakvöld □ Á sundmóti, sem sundmenn gengust fyrir í nýju sundlauginni í Laugardal á þriðjudagskvöld til undirbúnings fyrir sundfólkið sem fer á Norð- urlatidamótið í sundi eftir nokkra daga, náðist góður árangur í ýmsum greinum, og þar voru sett tvö mjög góð met í kvennasundum. Voru það þær stöllurnar Guðmunda Guðmundsdóttir frá Sel- fossi og Sigrún Siggeirsdóttir sem ettu met í 400 m skriðsundi og 200 m baksundi. Guðmundur Gíslason var ekki langt frá meti í þeim einstak- lingsgreinum sem hann tók þátt í. Mesta athygli á móti þessu vakti hin smávaxna og geð- þekka 13 ára sundkona frá Selfossi, og fékk hún verðskuld- að klapp áhorfenda er hún kom að marki eftir að hafa baett fyrra met sitt í 400 m. skrið- sundi um 5 sek., en tíminn var 5:17,3. Þessi unga stúlka hafði mjög gott sundlag og vargreini- lega vel undir þetta sund búin. Hin ágæta sundkona, Hrafn- hildur Krist.iánsdóttir, fékk ekkert við hraða Guðmundu ráðið, og náði aðeins að halda í við hana fyrstu 50 metrana. Til gamans má geta þess að þegar Guðmunda setti fyrra met sitt bætti hún það einnig um 5 sek. Þetta var í annað sinn sem Guðm-jnda keppti í þessu sundi í 50 m. laug. í annan stað yakti Sigrún Siggeirsdóftir athygli fyrir á- gætt baksund sem endaði með ný.ju íslenzku meti, bætti hún það um meira en 7 sek., og er það glæsilegt afrek. Sigrún er mjög glæsileg stúlka á velli —-<?> mm Alfried Krupp með syni sinum og einkaerfingja, Arndf Alfried Krupp látinu, 59 ára Alfried Krupp, eigandi hins mikla þýzka auðhrings, sem lézt í fyrradag, tæplega sextugur, var einn af auðugustu mönnum heims' þótt hann yrði fyrr á þessu ári að afsala sér óskor- uðum yfirráðum yfir hinu mikla fyri-rtæki vegna fjár- þröngar sem það var komið í. Hann hafði verið dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir strlðsglæpi, en var látinn laus eftir þrjú ár, enda átti hann marga hauka í homi í bandarískri yfirstétt. Hann fékk einnig allar eignir sínar aftup. þótt samkomulag hefði verið gert um það að þeim yrði skipt til ao koma í veg fyrir að hergögn frá Krupp yrðu enn eiriu sinni uppistaðan í nýju þýzku herveldi. Á siðari árum höfðu hin ýmsu fyrirtæki Krupp- hringsins þó lagt megináherzlu á framleiðslu véia og tækja til friðsamlegra þarfa. ' og hefur að því er virðist flest það sem góða sundkonu þarf að prýða, og þá ekki sízt hressilegt keppnisskap. Sigrún hefur synt frá einu meti til annarrs að undanfömu og sannarlega á hún eftir að koma við sögu sundsins, ef hún heldur áfram á þessari braut. Þá er vert að geta hinnar 12 ára gömlu Helgu Gunnars- dóttur úr Ægi sem varð önnur í 200 m. bringusundi kvenna. Sund hennar var mjög gott og tími góður miðað við aldur og sannarlega hefur hún ekki sagt sitt síðasta orð. Matthildur Guð-. mundsdóttir hinn nýbakaði Is- landsmeistari sigraði. Tími Leiknis Jónssonar f 200 m. bringusundi var sá bezti sem náðst hefur í 50 m- laug, en hann var 2,48,4 mín., og á hann vafalaust eftir að bæta þann tíma með meiri æfingu í laug- inni. Selfyssingar eru stöðugt að þrengja sér meir og meir inní fremstu raðir sundmanna, því að Ingunn Guðmundsdóttir sigr- aði f 100 m. skriðsundi stúlkna á ágætum tíma eða 1,07,8 mín. Guðmundu hefur áður vérið getið, og f 4x100 m. skriðsundi kvenna sigruðu Selfbssstúlk- umar sveit úr Ármanni og Ægi. Þá virðist sem Ægir sé að eignast marga unga og efnilega sundmenn, sem kom ekki að- eins fram í hinum ýmsu sund- um heldur einnig í boðsundi drengjasveitarinnar, og bó munu nokkrir góðir hafa verið fjar- Sigrún Siggeirsdóttir. verandi. Svipað er um Ár- mannsdrengina að segja. Það vakti athygli að KR átti engan sundmann á mótinu, held- ur ekki ÍR. Hafnfirðingar voru heldur ekki með, en sundlaug- in þar hefur verið lokuð um skeið. Þá má geta þess að árangur- inn í 4x50 metra boðsundi karla mun verða viðurkenndur sem nýtt ísl- met í 50 m. laug, en þar er um að ræða sveit Ármanns og drengjasveit Ægis. Áhorfendur vt>ru alltof fáir í þessu fagra veðri og fallega útsýni úr stúkunni. Árangur í einstökum grein- um: 400 m. skriðsund kvenna- 1. Guðmunda Guðmundsdóttir UMF-Selfossi 5.17,3 2- Hrafnh Kristjánsd. Á. 5.29,1 200 m. skriðsund karla- 1. Guðmundur Gíslas. Á. 2.14,1 2. Guðm. Þ. Harðars- Æ. 2.21,0 3. Eiríkur Baldurss. Æ. 2.21,9 200 m. bringusund kvenna. 1. Matth. Guðmundsd. Á. 3.11,7 2. Helga Gunnarsd. Æ. 3.24,4 3- Inigibj. Einarsd. Æ. 3.47,8 20Q m. bringusund karla. 1. Leiknir Jónsson Á. 2-48,4 2. Ólafur Einarsson Æ. 2.59,0 3. Þórður Gunnarsson UMF- Selfossi 3.15,1 100 m. skriðsund stúlkna. 1- Ingunn Guðmundsdóttir UMF-Selfossi 1.07,8 2. Halla Baldursd- Æ. 1.27,9 3. Þórdfs Guðmundsd. Æ. 1.32,1 100 m. baksund drengja. 1. Sigmundur Stefánsson UMF-Selfossi 1.22,0 2. Ólafur Einarsson Æ- 1.23,5 3 Halldór Ástvaldsson Á. 1.28,0 200 m. baksund kvenna. 1. Sigrún Siggeirsd. Á. 2.47,3 2. Hrafnh. Kristjánsd. Á- 3.09.4 200 m. fjórsimd karla. 1. Guðm. Gíslasbn Á. 2.25,3 2. Guðm. Þ. Harðars. Æ. 2-41,0 3. Gunnar Kristjánss. SH. 2.45,6 4x100 m. skriðs. kvenna. ,1- Sveit UMF-Selfossi 4.59.8 2- Sveit Ármanns / Ægis 5.32,4 I sveit UMF-Selfoss voru: Guðmunda Guðmundsdóttir, Sólveig Guðmundsd. (systir Guðmundu), Ásrún Jónsdóttir og Irigunn Guðmundsdóttir. 4x100 m. skriðs. karla- 1. Sveit Ármanns 4.41,1 2. Drengjasveit Ægis 4.50,0 1 sveit Armanns voru: Guð- mundur Gíslason, Halldór Ást- valdsson, Gunnar Guðmunds- son og Gísli Þorstefnsson. Þess má að lokum geta að næsti stórviðburður sundmanna hér heima verður á Isafirði fyrstu helgina f september, en þá fer þar fram Unglinga- meistaramót Islands. Er gert ráð fyrir mikiMi þátttöku, og allt bendir til þess að þar ná- ist góður árangur í mörgum gremum. Frfmann. •líIMHDVIS" niðursuðuYörur eru be«tar i fcrðalagíö 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.