Þjóðviljinn - 15.08.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.08.1967, Blaðsíða 4
Síldveiðarnar og lærdómar þeirra Síldveiðar okkar íslendinga, þær sem í venjulegu tali eru kenndar við Norður- og Aust- urland, haía gengið mjög erf- iðlega í sumar. Síldarmiðin hafa nú í sumar verið aðallega á Jan Mayen svæðinu og nú síðast norður undir Svalbarða. Þetta er löng sókn á síldar- mið og ekki fært að sækja þá leið. þó að sumri sé, nema á okkar stærstu síldveiðiskip- um. Þau skip sem nothæf hafa talizt til skemmri sóknar duga hér ekki. Þegar þessar. sérstaklega erf- iðu aðstæður okkar síldveiði- flota eru athugaðar, þá þarf engan að undra þann mismun sem er á aflamagni nú og á sama tíma í fyrrasumar. Hitt ' er meira undrunarefni, að við þessar sérstaklega erfiðu að- stæður skuli þó vera kominn sá afli til verksmiðjanna sem aflaskýrslur hafa greint frá. En það má öllum vera ljóst, að síldarútgerðin, sem af er sumri, héfur ékki verið ábatasöm. Og hollt i væri þeim sem miklað hafa fyrir sér tekjur sjómanna á undanförnum tveimur árum á þessum veiðum, að setja sig í spor þeirra nú. Og því slæ ég hiklaust föstu, að sókn ökkar skipa á hin fjarlægu síldarmið nú í sumSr var aðeins fær vegna þess að þjóðin hefur eignazt stóran flota haffærra skipa sem beitt er í þessari sókn af úrvals sjómönnum. Kemur síldin að Aust- urlandi í september? Þetta er spurning sem nú. brennur á allra vörum. Okkar færustu fiskifræðingar á sviði síldarrannsókna héldu því fram strax snemma í sumar að ekki mundi vera von á miklu síldarmagni á miðunum undan Austfjörðum fyrr en þá ef það yrði i septembermán- uði. Að sú verði raunin á og sild- in nálgist landið með haustinu, það er sú von sem menn vilja ekki gefa upp á bátinn að svo komnu máli. Að þessi von ræt- ist, við það 'er tengd afkoma síldveiðanna hjá okkur nú í ár, því að það má öllum vera ljóst, að hin langa sókn á mið- in nú veldur í mörgum til- fellum taprekstri við veiðarn- ar. í öðru lagi er slík spkn í haustveðrum með mikla hleðslu á skipi útilokuð, þó á góðum skipum sé. Það mun vera einsdæmi í okkar síldveiðisögu að engin síldarsöltun sé hafin þegar röskur þriðjungur er liðinn af ágústmánuðið, eins og nú er. Og síldarsöltunin í ár sýnilega stendur og fellur með því hvort síldin nálgast landið með haustinu. Norðménn hafa sent veiðiskip á svæði Íslandssíld- arinnar, sem ætlað er það hlut- verk að salta síld um borð, þar á meðal hafa þeir sent eitt hvalveiði-móðurskip sem þeir ■effSIr .d?« E, KsjScí hyggjast nota sem fljótandi söltunarstöð. Þá hefur eitt veiðiskip þeirra, búið stórum geymum, flutt síld í pækli til söltunar af þessum miðum til Norður-Noregs. Þetta er til- raun sem Norðmenn binda miklar vonir ^ við. Síldin var sögð mjög vel útlítandi þegar hún kom 'til hafnar. Þá er rétt að geta þess að tilraunir Norðmanna með ís- aða síld í kössum af miðunum í Norðursjó hafa gengið ágæt- lega og hafa þeir náð alveg ó- trúlegum hraða við slíka lest- un, þegar þeir lestuðu þannig á miðunum eitt af sínum stóru veiðiskipum á fjórum klukku- stundum. Áætlun Norðmannq í ár er sú að salta í það minn^ta 75 þús. tunnur af ís- lándssild nú í sumar; hvort þeim tekst þetta kemur svo i ljós síðar. Því ekki að vinna kolmunna í mjöl? Fyrir skömmu hringdi til mín verkstjóri við eina síldar- verksmiðjuna á Austfjörðum til að vita hvort ég gæti upp- lýst* hvaða verð Norðmenn greiddu fyrir kolmunna í bræðslu. Ég gat nú því miður ekki upplýst þetta, og síðan hef ég farið í gegnum afla- skýrslur frá Noregi en hvergi getað. fundið að þessi ágæti fiskur hafi verið veiddur af norskum skipum. Austfirðingurinn sagði að talsvért væri nú af kolmunna á síldarmiðunum undan Aust- fjörðum og gengur hann í torf- um eins og sild. Þrátt fyrir mikinn skort á síld, þá er hann ekki veiddur og ekkert verð til á þessari fisktegund til mjöl-' vinnslu. Ég tel alveg sjálfsagt að gera ráðstafanir til að slíkur fisk- ur sé veidur og hagnýttur í mjöl, sé það mikið magn af honum á miðunum að það sé gerlegt. Sú staðreynd að kol- munna er hvergi getið í norsk- um fiskiskýrslum er sjálfsagt vegna þess eins, að lítið er þar um hann, annars mundu Norð- menn óefað veiða þessa fisk- tegund ekki sáður en t.d. sand- síli. Á norskunni nefnist kol- munni, Kolmule eða Kol- mund. Betri hagnýting síldarinnár í erfiðum síldarárum eins og í ár hjá okkur, þá verður sú spurning áleitin hvort ekki sé meira en tímabært að gera hér alvarlega tilraun með betri hagnýtingu á stærri hluta af síldaraflanum heldur en gert hefur verið til þessa. Hér á ég við að vinna meira af okkar ágætu síld til manneldis, ekki aðeins með hinum ágætu hálfr- ar aldar gömlu aðferðum, held- ur líka með nýjum aðferðum þar sem vara er fullunnin fyr- ir neytendamarkað. Þetta verk- efni, svo girnilegt sem það er, hefur beðið alltof lengi eftir framkvæmdum hér hjá okkur. Þær . fréttir eru helztar af verði bræðslusíldar-afurðanna, að ekki er ennþá merkjanlegt að verðið fari hækkandi á mjöli eða lýsi á heimsmarkaði, enda bíða hræringar í þá átt venju- lega haustslns. Annars er því ekki að leyna að útlitið á þesSu sviði er alls ekki sem bezt í dag. Notkun síldarmjöls hefur farið vaxandi með hverju ári, en framleiðsla þessara afurða hefur þó vaxið örar; það er meinið. Nú eru Argentínumenn og Kanadamerm byTjaðir að veiða síld í bræðslu til viðbótar þeim þjóðum sem fyrir voru á þessu sviði, og gera Norð- menn ráð fyrir mikilli aukn- ingu af _ veiðum þessara þjóða á næstu árum. Að vísu setti að vera nokkuð mikill markaður í landinu sjálfu hjá Kanada- mönnum, sem hafa svo mikinn landbúnað eins og raun ber vitni, en síldarmjöl hefur ver- ið þar lítið notað tij þessa. Ef Sovétríkin fara inn á þá braut að fullnægja þörf síns land- búnaðar fyrir síldarmjöl, eins og núverandi landbúnaðarráð- herra þeirra telur þörfina vera, þá mundi þar koma aukinn markaður. Framleiðsla Sovét- manna á síldar- og fiskimjöli nú mun vera alls nálægt 450 þús. tonn á ári. En eftir þvi sem sjávarútvegsmálaráðherrá þessa rikjasambands upplýsti, þegar hann var hér á ferð, þá telur landbúnaðarnáðherrann þörfina vera sem næst 1 milj- ón tonna á ári. Er ekki skynsamlegra að dreifa áhættunni? Ég hef á undanfömum árum bent á það hér í þessum þátt- um, að nauðsyn væri fyrir okkur íslendinga að dreifa meira áhættunni sem alltaf hlýtur að vera fylginautur fisk- veiðiþjóðar, að skipuleggja okkar sjósókn og hagnýtingu aflans eftir því sem við verður komið. Þetta gera flestar fisk- veiðiþjóðir og eiga þó fæst- ar þeirra eihs mikið undir því að vel til takist á þessu sviði sem við. Það er komið fram á elleftu stundu að þessu verk- efni verði gerð einhver skii sem vit er í. Við vitum að bol- fiskafli á miðunum við Græn- land hefur verið sérstaklégá góður á þessu ári, en hlutur okkar í þessum afla er mjög rýr og í engu samræmi við þá þörf sem hér er fyrir hendi, þar sem fjölda fiskvinnslu- stöðva vantar beinlínis vinnslu- fisk svo -eitthvért vit geti örð- ið í rekstri þeirra. Hér eru mjög aðkallandi verkefni sem krefjast úrlausn- ar Alþingis, ríkisstjórnar og banka, ef þessir aðilar þekkja sinn vitjunartíma. Þessum mál- um verður ekki bjargað á þurrt land með skattheimtu og styrkjum einum saman heldur aðeins með skipulögðu átaki og trú á íslenzka möguleika til sjálfsbjargar á vettvangi okkar undirstöðuatvinnuvega. Markaðsbúskapur í samræmi við þessar þarfir, hlýtur að vera sú krafa sem illt verður að standa gegn um það lýkur. OLAtfýo % 4 SteA — I>JÖÐVIlJ INN — í>riðjjudagur 15. Zgjúsi 1967. Gera þarf alvarlega tilraun með betri hagnýtingu á stærri hluta af síldaraflanum helduir en gert hefur yerið til þessa. diodviuinn Otgefanii: Sameiningarflokkur alþýða. — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson- Auglýsingastj.: Sigurðux T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm, aígreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skótavörðust 19. Sími 17500 (5 linur) — Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. —■ Lausasöluverð kr. 7.00. t------------——--------------------------- Iha/dsætlun ! þörf virðist enn að minna á að ekki var ágrein- ingur milli stjómmálaflokka á Alþingi um laga- setninguna um nýja stórvirkjun í Þjórsá, en Morg- unblaðið er á sunnudaginn að reyna að læða því inn hjá lesendum sínum að sams konar ágrein- ingur hafi verið um Búrfellsvirkjunina og um alúmínsamningana. Fyrir því er enginn fótur, lög- in um stórvirkjun 1 Þjórsá voru samþykkt án þess að það mál væri þá tengt alúmínsaímningunum, enda full þörf fyrir íslendinga að ráðast 1 stór- virkjun fyrir sjálfa sig, og þessi nýja virkjun ekki meira stórvirki fyrir ísland nú á tímum en Sogs- virkjunin var á sínum tíma. Um hitt reis ágrein- ingur, hvort fara ætti þá leið, sem Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn vildu og farin var, að henda orku þessa mikla raforkuvers í er- lendan auðhring á laegra verði en hann borgar nokkurs staðar annars staðar, og veita honum öll þau fríðindi til 45 ára sem gert var síðar, með alúmínsamningunum. Það er því tilgangslaust að kalda áfram að gefa í skyn að Alþýðubandalagið og stjomarandstaðan yfirleitt hafi verið á onóti nýrri stórvirkjun í Þjórsá, enda þótt Alþýðubanda- ltfglS állt og mestallur Framsóknarflokkurinn ýrði á móti alúmínsamningunum alræmdu. Eftir kosningarnar hefur það orðið áberandi að á- byrgðarmenn alúmínsamninganna hafa fært sig upp á skaftið og skrifa um það berar en áður, einkum í Morgunblaðið, að halda verði áfram á sömu braut. Af því stafar mikil hætta fyrir ís- lenzkt atvinnulíf og efnahagslegt sjálfstæði, ef nú- yerandi stjómarflokkum tekst það ætlunarverk. Morgunblaðið hefur látið orð liggja að því að fleiri slík mál hafi verið u'ndirbúin, en ekki ráðlegt að hafa meira í takinu í einu vegna hinnar miklu andstöðu sgm reis gegn alúmínsamningunum. Nú virðast hins vegar þeir sem óðfúsastir em að hleypa erlendum auðhringum inn í íslenzkt at- vinnulíf álíta að þeir hafi fengið ný tækifæri vegna þess að stjórnarflokkarnir héldu þingmeiri- hluta. í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins á sunnu- daginn er enn ymprað á þessari íhaldsætlan. pVorysta Sjálfstæðisflokksins vantreystir íslenzk- um atvinnuvegum og íslenzku framtaki. Hún virðist telja þörf á því að ofurselja auðlindir ís- lands og íslenzkt vinnuafl erlendum auðhringum, og er svo að sjá sem íslenzkt auðvald eygi þá helzta gróðavon að verða leppar erlendra auð- félaga og hirða molana af borðum þeirra. Andstætt þessari stefnu Sjálfstæðisflokksins hefur Alþýðu- bandalagið jafnan lagt áherzlu á aleflingu ís- lenzkra atvinnuvega; atvinnufyrirtæki eigi að vera í eigu íslendinga sjálfra. Vegna þess stefnumunar varaði Alþýðubandalagið eindregið við alúmín- samningunum og greiddi atkvæði gegn þeim á Al- þingi. Og onuna ætti forysta Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn stórtapaði í kosningunum í aðalvígi sínu, Reykjavík; en það er m.a. ótvíræð bending til flokksins sem mest beitti sér fyrir alúmín- samningunum. — s. f *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.