Þjóðviljinn - 15.08.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.08.1967, Blaðsíða 10
— ÞJÓÐVILJINN — Þriðjwdaewr Í5. ágpat KkSZ, : *■• CmiSTOPHER LANDON: Handan við gröf og dauða Jé, skiljið þér, hann hefur haft munninn fyrir neðan nefið- Ég hann var svo heppinn að hafa svo mikið samband við yngsta son hans tignar — bann sem féll f stríðinu, og okkur fannst við mega til að reyna að veita honum skikkanlega mennt- un. Pabbi sagði alltaf, að dreng- lmir myndu verða hrokafullir og líta niður á pilt eins og Colin. En þér voruð ekki af því sauða- húsinu. Þér settuð það ekki fyr- ír yður hvaðan hann var. Enn einn tebolli, enn einu einni þaut gamli maðurinn fram, þegar búðarbjallan hringdi- Eng- inn Colin ennþá, og enn talaði gamla konan. Þetta var eins og draumur, eins konar martröð, þar sem allt gerist án þess að maður geti við neitt ráðið. — Já, við höfðum alltaf gert okkur vonir um að hann gæti farið í háskólann, skiljið þér. Við höfð- um lagt nóg, fyrir til þess, en svo komu þessi ósköp fyrir í ekólanum, þessi skelfilegi kven- maður. , , — Hvaða kvenmaður, frú Headly? Hönd var íögð á arm mér. — Það vitið þér, Sir Harryi 'Það hljótið þér að vita. Mikið er vin- samlegt af yður að láta sem þér vitið ekki neitt. En hvemig gat hún sagt allan þennan ósóma um hann í réttinum? Það getur vel Hárgreiðslan Hárgreíflslu- og snyrtistola Steinu og Dódó Laugav 18. III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16 PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968. verið að hann hafi verið slæm- ur piltur, en þetta var ekki hans bam, eins og hún sór upp á hann. Hann varð að borga með því. Hann — við — borgum enriþá- Ég var búinn að fá nóg. Ég lauk úr bollanum og reis á fæt- ur. — Nú verð ég bókstaflega að fara. Frú Headly hafði risið á fætur um leið. Hún leit til mín hálf hræðslulegu augnaráði, sem var um leið sárbænandi: — Viljið þér ómögulega bíða eftir Colin? — Ég get ekki beðið lengur- Kærar þakkir fyrir teið. Ég þaut út, tautaði einhvers konar af- sökunarorð við gamla manninn frammi í búðinni og hljóp beint í fiasið á Colin úti á gangstétt- inni. Hann var að stíga af hjólinu, sem nú var tómt; síði, hvíti sloppurinn sem hann var í, var honum ekki mátulegur, en jafn- vel í þeim búningi var hann glæsilegur. En andlitið á honum — þegar hann sá mig og fleygði frá sér hjólinu — var ekki þægi- legt. Munnurinn var mjótt strik, augun ‘ sktrtu gneistum: tveir rauðir dílar mynduðust á ná- fölum kinnunum. Hann stanzaði skreflengd frá mér og sem snöggvast hélt ég að hann ætilaði að berja mig. — Hvem fjandann ert þú að gera hér? Hvað gat ég sagt? Aðeins: — Ég átti leið framhjá, Colin. Ég mundi eftir heimilisfanginu. Mig langaði bara til að vita hvernig þér liði. Hann hafði alltaf virzt hærri en ég,, en nú var eins og hann gnæfði yfir ’mig þegar hann þreif í jakka boðanga mína. — Bölvaður, skítugi snuðrarinn þinn. Þú hefur bara ætlað að reka nefið í það sem þér kom ekki við. Og þú vogar þér ekki að láta sjá þig hér framar skil- urðu? Aldrei nokkum tíma ... og ef þú gerir það, þá skal ég drepá þig. Hann sleppti mér og æddiinn í búðina. Ég tók hjólið mitt og reisti það upp við gangstéttar- brúnina. Það kom ekki til mála að ég færi aftur inn í búðina. Svo margar ævintýrahallir höfðu brunnið til grunna þennan sum- ardag. Og það var mér að kenna. Nú leið langur túni allt til ársins 1939, ég hafði æ meira að gera að prófinu loknu; ég hafði fengið önnur áhugamál og ný verkefni að fást við. Mér gafst aðeins lítill timi til að Ærogsa wn Cbffin og að öögðu fBr ég atdneí í búðma afb- 8*r. Paðiir miroi Ihafði dregiO-sig ii híé feá störfum ,og ég hafði 'þgengið inn í fyrirteeffcrð, þarsem ég starfa erm. Ég bafði mfna eigin íbúð, ég var tuftugu og sex ára, hvorki gifb»r né trú- kxfaður. Það var ekki vegna þess að ég væri mótfallinn kverv fólki; ég átti margar vinkiönur. En ég var seinn til, hafði til- einkað mér ýmsar grónar pip- arsveinavenjur og var ef til vill lika latur og eigingjarn. Mig langaði ekki bernlínis til að breyta um lífsháttu. Og lífið gekk sinn lólega gang með golf- leik, vinnu og ökuferðum. Mér þótti dálítið vænt um stúlku sem hét Diedre, en hún hafði meiri áhuga á öðrum manni og kemur eikki þessari sögu vlð. ’ Og þetta síðasta sumar þok- aðist áfram; hið hlýja, sólríka sumar, þegar við höfðum öll rekið höfuðin niður í sandinnog létum sem við vissum ekkert um atburði á borð við árásina á Tékkóslóvakíu. Og eitt kvöld- ið hringdi Colin til mín. Hann var eðlilegur og blátt áfram eins og við hefðum talað saman daginn áður, en ég vissi að hann hefði þurft að brjóta odd af oflæti sínu til að fram- kvæma þessa símahringingu. — Ég fann númerið þitt í síma- skránni, Sleði, og fór að velta’ fyrir mér hvort þú hefðir nokk- uð á móti því að ég Iiti inn og spjallaði við þig. Það voru fimm ár síðan við höfðum sézt, en það var ekkert hatur í rödd hans eins og þá hafði verið. Og auðvitað féll ég fyrir þokka hans eins og asvinlega. Hann hafði elzt meira en um bessi fimm ár; hann kom um kvöldið með gamla, lúða ferða- tözku cem hann setti frá sér á gólfið í dagstofunni minni. — Hér býrðu notalega, gamlí vinur, sagði hann og gekk um herbergið og litaðist um. Þegar é(» kom nær honum gat ég séð bnrklkumar í andliti hans og baugana undir augunum, sem váfu till kynna oHslarksamt líf- nrni. Ég tók eftir þvi að fötin hans voru gljáslitin á olnbogum og setu, og annar vasinn var rifinn ogskyrtulfningamar trosn- aðar. Harm sagði: — Nú gæti ég svo sannarlega þegið drykk, og begar ég hafðí blandað handa honum stertkan whiskýsjúss, slokaði hann honum í sig í ein- um teyg. — Þetta var betra. Enn einu sinni gekk hann um herbergið og virti fyrir sér koparstung- Urnar mfnar. — Jú, hér er reglulega notalegt, Sleði. Get- urðu leyft mér að vera í nótt? — Auðvitað, i Colin. Eitthvað af gömlu hlýjunni var komið aftur, og ég hélt dauðahaldi í hana. — En hvað um foreldra þína sagði ég svo. — Eiga þau ekki von á þér? Hann leit ekki á mig. — Þau eru bæöi dáin, Harry. Og ég er einmitt að skipta um atvinnu, svo ég hef.engan samastaðþessa tundina. Ég sagðí afturi — Auðvitað, og ég gat þess lika að ég ætti mat í ísskápnum og gæti meira oð segja státað af filösku af bowpgqgoewínS, orv hsmn vadi kaawisfei feefetur fiana- wt að borða? — Nei, það er notalegt feérna hjá þér. Þá gotum víð spjalfeað sanm Ég skal ekíki angra þig. Þetta verður eklfci nema í riótt. Við sátum og þorðuðum og drukkum allt guðslangt kvöldið meðan mynkrið lagðíst að, og nú voru skýringar hans býsna óljiósar aldrei þessu vant. Mér skildist á honum, að foreeldrar hans hefðu dáið með, nokkurra vikna milliþili, hann hefði selt verzlunina og snúið sér að „bliaðamennsku“. En það var erf- itt að fá uppúr honum hvað hann skrifaði og Iwenær, en eft- ir þriðja boungogneglasið fór hann að Ifkjast sjálfum sér í gamla daga og fór að státa af samtölum sem hann hafði átt við ýmsa merka menn í blaða- mannastétt og öllu því hnittna sem hann hafði sagt og viður- kenningarsvör þeirra'. Þetta gekk svona langt til fram á kvöld, og þegar hann gekk loks til náða, stóð hann stundarkorn í dymjnum að gestaherberginu mínu og um varir hans lékeilt af gömlu brosunum, sem minntu mig á gamla daga, þegar ég. hafði verið svo einmana og við háðir hvor öðru.m. — Ég skal ekki vera þér til óþæginda, Sleði. Þetta verður ekki riema í nótt. Hann var í mánuð. Ég hafði ekkert á móti því, enda þótt áfengisrei'kningurinn minn þrefaldaðist og flösku- birgðirnar í skápnum mínum minnkuðu í öfugu hlutfalli við það. Ég hafði eikikert á móti því, ekki einu sinni þegar ég fór að sakna ýmissa smáhluta: gull- ermahnappa og fallegar Kipl- ingútgáfu, sem amma mín hafði gefið mér. Ég var mikið að heiman og vissi ekiki hvað hann hafðist að; feann sagðist vera að vinna, en ég fékk aldrei að vita hvar eða við hvað. Ástæðan ttl bess að ég skildi hvernig í öllu lá, var sumpart sú hve lengi hann dvaldist í íbúðinni hjá mér og sumpart hvernig hann drakk. Það var snemma í ágúst; kyrrlátan, hlýjan morgun þessa síðustu sólskinsdaga árið 1939. Ég hafði komið út úr svefn- henberginu mínu snemma morg- unp og farið fram í anddyrið til að athuga hvort blöðin væru komin og hvort fyrirsagnirnar væru orðnar óheillavænlegri en daginn áður. Það var ekki sér- lega gaman að vera á íherskyldu- aldri um þessar mundir, ogeiga á hverri stundu von á' þvi að síminn hringdi til að boða mann í virka herþjónustu. Ég fór mér hægt og berir fætur mínir gerðu ekki minnsta hávaða á þykka rennmgnum í ganginum. Og þegar ég gekk framhjá dag- stofudyrunum, sem voru ekki alveg lokaðar, heyrði ég lágt hljóð að irinan. Tappi var dreg- inn úr flösku. Ég opnaði í skyndi og hann stóð við skápinn með whiský- flöskustút við varirnar. Hann hafði drukkið úr flöskunni, þvi niður hökuna á honúm láku nokkrir dropar, sem farið höfðu utanJhjá þegar hann þreif flösk- una frá munninum. Hann var í SKOTTA ^ 4977 — Næsta morgun fer Wallaee snemma á faetur. Hann getur varfla beðið eftir þvi að komast í fjársjóði Lascars. Enn deilir hann við Renée Furet — með sama árangri: hánn er með skammþyssu í vasanum og hún veit það . . . Maður yðar og dóttir koma með mér... og ef þér vogið yður að yfirgefa skip- ið!...I Við förum þangað, að rústunum, að björgunium ... Slys þar þættu ekki ótrúleg, svo ef þér... — Enn heldur báturinn af stað og lendir á staðnum sem gefinn er upp í minnisbókinni. Þvoið hárið nr LOXENE-Shampoo — og flasan ler Víst get ég Iært á meðan ég horfi á sjónvarpið! BÍLUNN Bílaþjónusta Höfðatúni 8. — Sími 17184. Gerið við bíla ykkar sjólf Við sköpum aðstöðuna. — BÍLALEIGA. bílaþjönustan Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145. Láfið stilla bílinn Önnumst hjóla-. ljósa og mótorstillingu. Skiptum um kerti, platínur, ljósasamlokur Örugg bjónusta. BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32, sími 13100. Hemlaviðgerðir Rennum bremsuskálar. Slípum bremsudælur. Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 — Sími 30135. Bifreiðaeigendur f>voið, bónið og sprautið bílana yfckar sjálfir Við sköpum aðstöðura. Þvoum og bónum ef óskað er Meðalbraut 18, Kópavogi. Sími 4-19-24. Terylene buxur og gallabuxur 1 öllum stærðum. — Póstsendum Athugið okkar lága verð. * O.L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhús’nu) - Smu 23169 /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.