Þjóðviljinn - 17.08.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.08.1967, Blaðsíða 1
Mannskæðir bardagar háðir i Nígeriu LAGOS 16/8 — Sambands- stjómin í Lagros segir að hersveitir hennar hafi hrund- ið tilraun hersveita upp- reisnarmanna frá Biafra í A- Nigeríu til að ráðast inn i vesturhéruð landsins. Hafi slegið í harða bardaga í dag í frumskógi við landamæri vesturhéraðanna og að lok- um verið barizt í návígi með hnífum. Lagosstjórn segir 190 manns fallna af upp- reisnarmönnum en getur ekki um eigið manntjón. Þetta er harðasta orrusta i borgarastríðinu i Nígeríu síðan Biafra sagði sig ór lög- um við sambandsstjórnina. Biaframenn hafa þegar tek- ið miðvesturhéruðin og eru uppi áform þar um að stofna sérstakt ríki. Krónprinsinn kveður á morgun 1 dag er næstsíðasti dagur hinnar opinberu heimsóknar Haralds ríkisarfa Noregs, og fær hann nú sjálfur að ráða tíma sínum fram til klukkan 4, að hann tekur á móti lönd- um sínum í norska sendiráð- inu, en í kvöld heldur hann kveðjuboð. 1 gær ferðaðist prinsinn um Suðurland, var við helgiathöfn undir stjóm Sigurðar Pálsson- ar vígslubiskups í Skálholti og skoðaði staðinn, snæddi há- degisverð í Aratungu og fór síðan að Gullfossi, Geysi og Þingvöllum. Á morgun snæðir hann há- degisverð í Nausti ásamt for- seta íslands, forsætisráðherra, sendihermm Noregs og Is- lands og fleimm, en þaðan fer hann síðan til Keflavíkur- flugvallar eftir að forseti hef- ur kvatt hann. Debray átti viðtal við Guevara „Che" fyrír skæruliðum í Bolivíu LA PAZ 16/8 — Regis De- bray, róttækur franskur blaðamaður, sem hefur verið sakaður um aðild að skæru- hernaði í suðausturhluta Bolivíu, heldur því fram að hann hafi verið þrjár vikur með kúbanska skæruliðafor- ingjanum Ernesto „Che“ Guevara á þessu svæði. Hópur blaðamanna fékk að hitta Debray, sem er í haldi í borginni Camira, sem er um 660 kílómetra fyrir suðaustan höfuð- borg landsins, La Paz. Debray, sem er aðeins 26 ára gamaU, sagði frá þvi, að „Che“ Guevara, sem óður var iðnaðarmálaráð- herra á Kúbu og hægri hönd Pideis Castro, hefði skipulagtog stjörnað skæmhernaði i suð- austunhluta Boliviu, sem nú hefur staðið í fimm mánuði. Debray kvaðst hafa átt viðtal við Guevara á Nunoahuasvæði skömmu eftir að skæruhernaður- inn hófst hinn 23. marz. Við- talið var aldrei birt, því De- bray var handtekinn skömmu eftjr að hann £ór fná swæðinu. AlþýSusamband íslands lýsir yfir um Straumsvikurdeiluna: Ohugsandi að samið verði um lakarí kjör verkamanna við hafnarvinnuna □ Fréttatilkynningin frá Alþýðusambandinu um sam- þykktina er þannig: Fulltráar Kaupmannahafnar norður í dag ★ 1 gær fóru Kaupmannahafnar- fulltrúamir, sem hingað eru komnir I boði borgarstjórnar Rcykjavíkur, í ferð til Þingvalla og kynntu sér jafnframt hita- veitu borgarinnar. Síðdegis voru þeir í boði danska ambassadors- ins hér en sátu í gærkvöld boð menntamálaráðherra. ★ 1 dag fara þeir til Akureyrar og Mývatns, en fara skoðunar- ferð um borgina og Heiðmörk á morgun. — Myndin var tckin sl. þriðjudagsmorgun, er dönsku gestirnir komu í fundarsal borgarstjórnar í Skúlatúni 2, og hlýddu á yfirlitserindi Geirs borgarstjóra um málefni Rvík- urborgar. ★ Borgarstjóri sést Iýsa hinu nýja skipulagi miðborgarinn- ar. — (Ljósm. K< M.). Miðstjórn Alþýðusambands íslands samþykkti eftirfar- andi yfirlýsingu á fundi sínum hinn 15. ágúst sl.: „Alþýðusamband íslands lýsir yfir fyllsta stuðningi sín- um við Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði í deilu þeirri, | sem félagið á nú í við fyrirtækið Hoehtief-Véltækni. ! Hlíf hefur áður gert samning við Strabag-Hochtief vegna jarðvinnslu í Straumsvík, og er krafa félagsins nú, að á- kvæði þess samnings verði nú einnig viðurkennd af Hoch- tief-Véltækni. Engar viðbótarkröfur eru gerðar. Alþýðusamibandið telur óhugsandi að gerður verði samn- ingur um lakari verkamannak-jör við hafnarvinnuna, en þegar hefur verið gerður um jarðvinnsluna. og sé því eng- in önnur lausn hugsanleg á deilu þessari, en að viðurkenn- ing fáist á fyrra samningi. Er þvi heitið á öll sambandsfélög að veita Hlíf allan nauðsynlegan stuðning í deilu þessari, þar til samningar haf a tekizt". f □ Miðstjórn Alþýðusambands Islands i gerði á fundi sínum í fyrradag samþykkt um | Straumsvíkurdeiluna, og segir í samþykkt- inni að Alþýðusambandið telji óhugsandi að gerður verði samningur um lakari verka- mannakjör við liafnargerðina í Straumsvík en þegar hefur verið gerður um jarðvinnsl- una þar. Sé því engin önnur lausn hugsanleg á deilu verktakanna við Verkamannafélagið Hlíf en að viðurkenning fáist á fyrra samn- ingi. Samþykkt Alþýðusambandsins Tilmælum náttúruverndarráðs um stöðvun vegalagningar ekki svarað Ætlar Gylfi Þ. að fresta ákvörðun þar til vegalagningunni er lokið? Q Menntamálaráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun uim þá ósk Náttúruvemdarráðs að fram- kvæmdir við hinn svonefnda kísilgúrveg hjá Mý- vatni verði stöðvaðar, þar sem hinn fyrirhugaði þjóðvegur myndi, að dómi ráðsins, valda veru- legum náttúruspjöllum. Náttúruverndarnáð sendi menntamálaráðuneytinu bréf hinn 3. ágúst sl. þess efnis &ð fyrrgreind vegarlagning veröi stöðvuð á grundveflli laga um náttúruvemd nr. 48 frá 1056. í lögum þessum segir m.a. ,,á- kvörðun náttúruverndarráðs um friðlýsingu kemur ekki til fram- kvæmda fyrr en menntamála- ráðuneytið hefur lagt samþykki sitt við hana“. Vegarlagningunni er þvi hald- ið áfram þar til Gylfi Þ. Gísla- son menntamaálráðherra hefur svarað hinum einróma tilmælum náttúruverndarráðs, og er furðu- | Tékkneskur höfundur svipfur ríkisfangi { I Grískur stjórnmálamaður í 5 ára fangelsi J | Sjá bls. 0 { legur sá dráttur sem orðið hef- ur á að taka áitovörðun í mál- inu. Nú eru liðnar tvær vikur síðan ráðuneytinu barst bréf náttúruvemdarráðs, og er hætt við að á þessum tíma verði unn- in náttúruspjöll við Mývatn, sera aldrei verða bætt. Þjóðviljinn leitaði í gær upp- flýsinga um hvað ylli hinum ó- hæfilega drætti á þessu máli 1 meðferð ráðuneytiins, og fékk þau svör hjá deildarstjóranum þar, að ráðherra hefði sjálfur meðferð ráðuneytisins, og féflck ekkert um það sagt annað en það væri í athugun hjá honum. Ekfld tókst að fá samtal við ráð- herra, en Þjóðviljinnhefurfregn- að, að ráðherra hafi vísað mál- inu til tveggja lögfræðinga ut- an ráðuneytisins tii umsagnar. Þýzk skólaskip til Reykjavíkur í fyrramálið Á morgun, 18. ágúst, koma tvö þýzk skólaskip til Reykja- víkur. Hingað koma skipin frá Kiel með viðkomu í Berg- en og halda frá Reykjavík þriðjudaginn 22. ágúst. Skólaskipin, sem heita Ruhr og Donau koma til Reykjavík- ur klukkan tíu í fyrramálið. Verða þau til sýnis fyrir þá sem vilja skoða þau laugar- daginn 19- ágúst og sunnu- daginn 20. ágúst klukkan 3.30- 5 e.h. Héðan halda skólaskip- in tvö til Beflfast klukkan tíu á þriðjudagsmorguninn og fara þaðan til Las Palmas, Lissabon og til heimaborgar- innar, Kiel. Áhöfnin á hvoru skipi fyrir sig telur 297 menn. Nafn slöpstjórans á Ruhr er Bahn og Oéhlke, skipstjóri á Donau hefur yfirstjóm leiðangurs skipanna beggja á höndum. i t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.