Þjóðviljinn - 17.08.1967, Blaðsíða 8
g SlÐA — ÞJÖÐVXLJINW — Fimmtudagur 17. ágúst 1967.
Forskóli
fyrir prentnám
Verklegt forskólanám í prentiðnum hefst í Iðn-
sikólanum í Reykjavík 1. september n.k.
Forskóli þessi er ætlaður fyrir nemendur, er hafa
hugsað sér að hefja prentnám á næstunni, og
einnig þeim nemendum, sem eru komnir að í
prentsmiðjum, en hafa ekki hafið skólanám.
Viljum vér benda á auglýsingu frá Iðnskólanum í
Reykjavík um innritun, og verður skráð í þennan
forskóla í skrifstofu skólans á áður auglýstum
tírna.
Félag ísl. prentsmiðjueigenda.
AÐVÖRUN
um stöðvun atvinnurekstrar
vegna vanskila á söluskatti
Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavik og heim-
ild í lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnu-
rekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem
enn skulda söluskatt II. ársfjórðungs 1967, svo og
söluskatt eldri ára, stöðvaður, þar til þau hafa gert
full skil á hinum vangreiddu gjöldum, ásamt á-
föllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir, sem
vilja komast hjá stöðvun verða að gera full skil
nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar, Amarhvoli.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 16. ágúst 1967.
Signrjón Sigurðsson.
Blaðburður
Blaðburðarfólk vantar í e'ftirtalin hverfi:
Framnesveg — Höfðatún.
ÞJÓÐVILJINN
Sími 17 500.
Cinangrunarg/er
Húseigenduz — Byggingameistarar.
Útvegum tvöfalt einangrunargler með mjög stutt-
um fyrirvara.
Sjáum um ísetningu og allskonar breytingar á
gluggum. Útvegum tvöfalt gler í lausafög og sjá-
um um máltöku.
Gerum við sprungur í steyptum veggjum með
þaulreyndu gúmmíefni.
Gerið svo vel og leitið tilboða.
SÍMI 5 11 39.
RADIcgJNLTTL
tækin eru byggð I + f
fyrir hin erfíðustu
skiiyrði m *' £
ÁRS ÁBYRGÐ
Radionette-verzlunin
Aðalstræti18 sími 16995 \
Aðalumboð:
Einar Farestveit & Co. hf. ||B||BWPBBhÍ I
Vesturgötu 2.
Bátabylgjur
• Hjúskapur
• Þeir kenna okknr að Jesú
hafi veriö hvítur og að engl-
amir séu hvftir. Miss Universe
er hvít. Mjallhvít er hvít. Jafn-
vel Tarzan, konungur afrísika
frumskóga, er hvítur, Ijóshærð-
ur og bláeygur. Johnson for-
scti býr i Hvfta húsinu. Allt
neiikvætt er hinsvegar svart.
Kettir, sem færa mönnum ó-
gæfu eru svartir. Menn taia
um svarta lista, um svarta
sauði, um svartamarkað og
blaokmail ... Blökkumenn hafa
verið blekktir. Þarrn dag sem
sannleikurinn rennur uipp fyr-
ir jxrim munu beir áivinna sér
írelsi.
Cassius Clav.
• Gletta
• Þjónn! hvernig dettnr yður
í hug að ég fari að éta þenn-
an óþverra? KaStid á yfirþjór
inn.
— Það þýðir ekkert. Hanr
étur það ékki heldur.
• Þann 5. ágúst voru gefin
saman í hjónaband í Neskirkju
af séra Jóni Thorarensen ung-
frú Guðlaug Eyþórsd., K rpla-
skjólsveg 51 og ivar Magnús-
son, teiknari, Vallargerði 10,
Kópavogi. (Stúdíó Guðmundar,
Garðastræti 8, Reykjavík, sími
20900).
• Nýlega voru gefin saman í
hjónaband af séra Tómasi
Guðmundssyni á Patreksfirði
ungfrú Sigrún B. Gunnarsdóttir
og Þorsteinn Pálsson. Heimili
þeirra er að Sigtúni 37. —
(Stúdíó Guðmundar, sími 20900).
• Þann 29. júlí voru gefin
saman í hjónabánd í Dórrikirkj-
unni af séra Jóni Auðuns ung-
frú Hildigunnur Hlíðar t>g
Birgir Dagfinnsson. (Stúdíó
Guðmundar, sírni 20900).
• Ólæsi er eitt alvarlegasta
vandamálið í Bandaríkjunum.
Það er hægt að kenna tyrkn-
eskum bónda að lesa, en hvað
er hægt að gera við mann sem
allt sitt Mf hefur ekki lesið
annað en Reader's Digest og
Life Magazine?
Bandaríski rithöfundurlnn
Jamcs Baldwin.
• Þann 1. júlí voru gefin sam-
an í hjónaband í Háteigskirkju
af séra Sigurði Hauki Guðjóns-
syni ungfrú Guðlaug Ilelga
Eggertsdóttir, Laufásv. 4A og
Völundur Þorgilsson, Eskihlíð
22. (Stúdíó Guðmxmdar, sími
20900).
útvarplð
Fimmtudagur 17. ágúst.
13.00 Kristín Sveinbjörnsdóttir
stjómar óskalagaþætti sjó-
manna.
14.40 Atli Ólafsson les fram-
haldssöguna „Allt í lagi
Reykjavík" eftir Ólaf við
Faxafen (8).
15.00 Miðdegisútvarp.
E. Garner leikur syrpur úr
Oklahoma o.fl. lög. Hljóm-
sveit Sven Ingvars, kvartett
Dave Brubeck og A1 Caiola
og hljómsveit leika. Ray
Charles og franskir vísna-
söngvarar syngja. Að lokum
leika þýzkar og spænskar
hljómsveitir lagasyrpu frá
Madrid-
16.30 Síðdegisútvarp.
Sfefán Islandi syngur. H. D.
Koppel leikur Svítu fyrir
píanó op. 45 eftir Carl Niel-
sen. Kór útvarpsins í Kraká
og hljómsveit pólska útvarps-
ins flytja þrjú lög eftir Lut-
oslavski undir stjóm höfund-
ar. I. Oistrakh leikur með
Hljómsveit Tónlistarfélagsins
í Leipzig Fiðlukonsert nr. 2
pp. 22 eftir H. Wieniawski;
F. Konwitschny stjómar.
17.45 Atriði úr Tosca eftir Puc-
cini. L. Price, G. di Stefano,
G. Taddei, Filharmoníuhljóm-
sveit Vínarborgar og kór Vín-
aróperunnar flytja, Karajan
stjómar.
19.30 Daglegt mál-
19.35 Efst á baugi. ,
20.05 Jón Þór Hannesson og
Sigfús Guðmundsson kynna
bjóðlög í ýmiskonar búningi.
20.30 Utvarpssagan: „Sendibréf
frá Sandströnd".
21.30 Heyrt og séð.
Jónas Jónasson lýkur försinni
om Suður-Þingeyjarsýslu.
22.10 J. Björling syngur ópem-
aríur með hljómsveit undir
stjórn N- Grevillus.
22.35 Djassbáttur.
Ólafur Stephensen kynnir.
23.05 Fréttir í stuttu máli.
Dagskrárlok.
heyrt
STANDARD8 - SUPER8
Tilkynning til eigenda 8mm sýningarvéla fyrir,
segultón: Límum segulrönd á filmur, sem gerir
yður kleift að breyta bögulli mynd í talmynd með
eigin tali og tónum.
Fullkomin tæki. Vönduð vinna.
Filmumóttaka og afgreiðsla í Fótóhúsinu, Garða-
stræti 6.
/ðnaðar- eða skrifstofu-
og geymsluhúsnæði
til leigu við Auðbrekku, Kópavogi. Stærð 280 fer-
metrar — Góð aðkeyrsla og bílastæði. Sanngjöm
leiga.
Upplýsingar í síma 40159.
LÖGTÖK
Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjald-
heimtunnar í Reykjavík og samkvæmt
fógetaúrskurði, uppkveðnum 16. þ.m. verða
lögtök látin fram fara fyrir vangreiddum
opinberum gjöldum, skv. gjaldheimtuseðli
1967, ákveðnum og álögðum í ’júlímánuði
síðast liðnum.
Gjöldin féllu í eindaga þ. 15. þ.m. og eru
þessi:
Tekjuskattur, eignarska'ttur, námsbóka-
gjald, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald, slysa-
og lífeyristryggingagjald atvinnurekenda,.
skv 40. og 28. grein alm.tryggingalaga,
sjúkrasamlagsgjald, atvinnuleysistrygg-
ingagjald, alm.tryggingasjóðsgjald, tekju-
útsvar, eignarútsvar, aðstöðugjald, iðn-
lánasjóðsgjald, launaskattur og iðnaðar-
gjald.
Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, á-
samt dráttarvöxtum og kostnaði, verða lát-
in fram fara að 8 dögum liðnum frá birt-
ingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi
að fullu greidd innan þess tíma.
Yfirborgarfógetinn í Reykjavík,
16. ág. 1967.
KR. KRISTJÁNSSON.
KÓPA VOGUR
Vantar útburðarfólk í
Austurbæ.
Þjóðviljinn
Sími 40753.
4
t
4
4
Í
4