Þjóðviljinn - 20.08.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.08.1967, Blaðsíða 1
Bílinn gjörónýttist, ökumaður slasuðist í fyradag ók maður á Volvo Amazon bifreið út af þjóðvegin- um á móts við Grasmjölsverk- smiðju SÍS nær Hvolsvelli og bendir allt til þess að bifreiðin hafi verið á mikilli ferð. Á kafla á veginum þarna er þvottabretti, sagði Pálmi Eyj- ólfsson, fulltrúi sýslumannsins á Hvolsvelli og er hugsanlegt, að i<6l---------------------------------- það hafi valdið útafakstrinum. Bifreiðin gjörónýttist. Er þetta ársgamall bíll. Bifreiðarstjórinn var einn í bílnum og hlaut tvö slæm sár á höfði og var þegar fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi. Var hann svo illa haldinn í fyrradag, að við treystum okkur ekki til þess að taka af honum skýrslu, sagði Pálmi. Við höfðum samband í gær- morgun við yfirlækninn á sjúkrahúsinu á Selfossi, og var þá líðan hins slasaða orðin sæmileg eftir atvikum. Er hann illa farinn af tognun, en beinbrot hafa ekki ennþá komið í ljós, sagði yfirlæknirinn. VATNS- BERINN Á SÍNUM STAÐ - SJÁ BAKSÍÐU 40-50 þúsund tunnur af síld væru komnar í salt á Siglufirii í sumar !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ \ | \lvarEskeland\ Iforstjóri Nor \ Irœna hússinsi EtEYKJAVÍK 19/8 — Stjórn Morræna hússins I Reykjavík ákvað í dag að skipa cand. philol, Ivar Eskeland for- stjóra Norræna hússins. Hann tekur við stöðunni 1. jan. n.k. Eskeland er ráðunautur út- gáfufélagsins Tiden í Osló. Hann hefur áður starfað við Fonna-foriagið og verið ráðu- nautur Norska leikhússins og síðan 1963 formaður útvarps- ráðsins norska. Um stöðuna sóttu 22 menn, þar af sjö Norðmenn. ef ríkisstjórnin hefði ekki svikið gefin fyrirheit ■ Siglufjörður er önnur hæsta löndunarhöfn á síldarvertíðinni nú í sumar. Þetta mega Siglfirð- ingar fyrst og fremst.þakka því, að fyrir forgöngu verkalýðsfélaganna var ráðizt í kaup á skipi til flutninga bræðslusíldar, og hefur verið nær stanz- laus bræðsla þar í sumar. ■ Fyrir forgöngu verkalýðsfélaganna var stofnað hlutafélag um kaup á skipi til að flytja söltunar síld til Siglufjarðar. Ríkisstjórnin hefur hins veg ar svikið gefin fyrirheit um ríkisábyrgð vegna þessara skipakaupa, og þess vegna ekkert orðið úr kaupunum. Af þessum sökum hefur engin síld komið til söltunar þangað í sumar og Siglfirðing- ar orðið af miklum verðmætum og raunar þjóðar- búið allt. haft mjög mikla þýðingu fyrir atvinnulíf bæjarins og verða vart ofmetnir. Flutningaskip sem flytur síid til söltunar í ís eða pækli hefur hins vegar ekki fengizt til Siglufjarðar, og verður það að teljast algert ábyrgðarleysi íslenzkra stjórnvalda að svo skuli vera. Siglfirðingar stofnuðu á sl. vori hlutafélag til kaupa á nýju og fullkomnu skipi til að ann- Framhald á 9. síðu. SIGLUFIRÐI í gær — í síldar- leysinu hér undanfarna áratugi haía Siglfirðingar gert sér grein fyrir þýðingu þess, að síld verði flutt til hvers konar vinnslu af fjariægum miðum. Árið 1964 boðuðu verkalýðsfélögin á Siglu- firði til ráðstefnu úm atvinnu-' mál þar sem mættir voru, auk fulltrúa frá ýmsum félagssam- tökum í bænum, fulltrúar frá ríkisstjórninni, alþingismenn kjördæmisins og fleiri aðilar. Stanzlaus bræðsla Á þessari ráðstefnu settu verkalýðsfélögin fram rökstudd- ar kröfur um að til bæjarins fengjust flutningaskip, bæði til flutninga á síld til bræðslu og söltunar. Fram til þessa dags hafa verkalýðsfélögin haft alla forgöngu í baráttunni fyrir framgangi þessa máls. Á sl. ári eignuðust Síldarverksmiðjur rík- isins síldarflutningaskipið Haf- örninn, og hefur skipið flutt síld til SR á Siglufirði nú í sumar. Alls hefur skipið flutt 238,890 tunnur til bræðslu nú í sumar. og er Siglufjörður nú önnur hæsta síldarlöndunarhöfnin á landinu næst á eftir Seyðisfirði. SR 46 hefur brætt með smá- uppihöldum á milli farma nær stanzlaust siðan flutningar hóf- ust í júní sl. Síldarflutningar þessir hafa Svartifoss hjá ' Skaftafelli. (Ljósm. J.G.) Brúin á Jökulsá opnuÖ um mánaSamót Engar ráðstafanir gerðar til friöunar að Skaftafelli ■ Á síðasta ári keypti ríkið jörðina Skaftafell í Öræfasveit fyrir tilmæli náttúruverndarráðs, og er þar nú friðlýst svæði. Þar er sem kunnugt er nátt- úrufegurð mikil og er land Skaftafells raunar sér- stætt náttúrufyrirbæri, skógur vex þar uppundir jökulrætur og veðursæld meiri en annars staðar á íslandi —• og þar er Svartifoss. og hafði Þjóðviljinn því tal af Ragnari Stefánssyni, bónda í Skaftafelli, og spurði hann hvað gert hefði verið þar á staðnum til undirbúnings því að mæta fólksstraumnum, sem áreiðan- lega flæðir þar yfir, er brúin verður opnuð um næstu mán- aðamót. — Náttúruverndarráð sótti Framhald - á 9. síðu. Xil þessa hefur tæpast ver- ið öðrum fært í Öræfasveit en fuglinum fljúgandi þar sem eru jökulsár á báða vegu. Að undanförnu hefur verið unnið að brúargerð á Jök- ulsá á Breiðamerkursandi austan Öræfasveitar. Er því víst að mikil mannaferð verð- ur um Öræfasveit innan tíð- ar, og er því fagnaðarefni að uáttúruverndarráð virðist hafa forsjá á að friða land Skaftafells fyrir ágangi og skemmdum. Nú hefur verið frá þvi skýrt að brúin yfir Jökulsá verði opn- uð til umferðar eftir tvær vikur, ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Kaupa 5. RR-400 vélina itr Loftleiðir hafa nú sótt um nauðsynleg leyfi ís- lenzkra stjórnarvalda til kaupa á fimmtu flugvél- inni af gerðinni Rolls Royce 400. Hefur félagið augastað á vél, sem nú er í eigu Flying Tiger félags- ins; verður sú vél ekki lengd ef til kaupanna kem- ur og getur því „aðeins" flutt 160 farþega. ★ Mikill flutningur Loft- leiða undanfarna mánuði og góðar horfur um far- þegaflutninga á næstunni valda því að forráðamenn félagsins telja nauðsynlegt að auka vélakostinn. Kaup- verð hinnar nýju flugvélar mun vera um 10<0 milj. ísl. króna. Ekki munu Loftleið- ir leita eftir ríkisábyrgð vegna flugvélarkaupanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.