Þjóðviljinn - 20.08.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.08.1967, Blaðsíða 7
r Sunnudagur 20. ágúst 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA ^ Hluti af landslacriuí Enn er sérkennilegra fegurð að finna í Straumsvík. Garðurinn í forgrunni er handaverk kynslóðanna. Álhatturinn í baksýn. Myndir og texti: Grétar Oddsson Kvikmyndahátíðin í Moskvu Engin áberandi bezt, margar góðar Brezki leikarinn Poul Scofield, sem fékk verðlaun fyrir beztan lcik í mynd- inni A Man for all Seasons. ■ Þó að það hafi verið fullt af langdregnum og leiðinlegum sýningum á kvikmyndahátíð- inni í ár virðast kvikmyndimar í heild hafa verið heldur betri en venjulega, segir Nina Hibbin, fréttaritari Lundúnablaðsins The Moming Star á kvikmyndahátíðinni sem haldin var ekki alls fyrir löngu í Moskvu. til að fá góðan rómantískan endi- Deilur Kvikmyndin, sem mest var detlt um á kvikmyndahátíðinni var „The Savage Eye“, eftir fyrrverandi aðstoðarmann Jac- opettis, Paolo Cavara. Söguhet.ian er býsna líkur söguhct.ium Jacopettis og fer hann til Vietnam til að gera æsilega kvikmynd og falsa f hana marga ógnvænlega at- burði. Áhorfendur í Moskvu tóku þessari kvikmynd forkunnarvel. en flestir gagnrýnendur af vesturlöndum boldu hana ekki. Þessar mismunandi skoðanir voru raunverulega milli beirra sem þckkja 0g þekkja ekki kvikmyndir Jacbpettis. Þeir sem þekkia þær sáu að þetta var smásamleg endur- tekning á atriðum sem Jac- opetti hefur gert og myndin var vægast sagt skuggaleg — bóttist vera að fletta ofan af aðferðum Jacopetti en í raun og veru voru þær notaðar til hins ítrasta. Framlag Kúbumanna „Ævin- týri Juan Quin“ er m.iög skríti- leg gamanmynd um flakkara, sem fei’ðast þorp úr þorpi. stundum í f jölleikaflokkum, stundum sem nautabani, stund- um hanaslagsmeistari. Fyrstu atriðin eru bráð- skemmtileg, en þegar Don Quin gengur í lið með skæru- liðum dregur úr skemmtaninni og smáatriði í sambandi við orustur útrýma gríninu. Góð mynd Tékkneska kvikmyndin „Róm- ans fyrir Cornet“ var mjög ánægjuleg. Þetta er ljóðræn sveitarómantík sem Otakar Vav- ra hefur stjórnað af glæsibrag og er myndin byggð á alþýðu- kvasði um tvo menn 6em eru ástfangnir í sígaunastúlku í fjöllei'kaflokki. Kvikmyndahátíðinni lauk á 50 ára afmælishátíð sovézkra kvikmynda og tóku margir gamlir kvikmyndamenn bátt 1 henni ásamt með ungu fólki svo sem Innokenti Smoktunovski, Alexei Batalov og Tatyana Samoilova (sem var að ljúka við að leika önnu Kareninu). Síðasta kvikmyndin var þriðji og síðasti hluti stór- myndarinnar Stríð og friður „Orustan við Borodino". Það er ógnarmikil sýning — og fara miklar orustur fram eftir endi- löngu breiðtjaldinu. En það er jafnvel meiri galli á þessum hluta en hinum fyrri tveim hve allt er alhæft. Það er skýrleiki atburðanna og persónuleiki herforingjanna sem gerir orustulýsingarnar hjá Tolstoy svo áhrifamiklar. En ekki eru aliir gagnrýn- endur sammála þessu. til eru þeir, sem telja myndina stór- kostlegustu orustumynd sem nokkru sinni hafi verið gerð. Með svona myndum getur lögreglan auðveldlega sannað að bi reiðarstjóri hafi brotið lagaákvæði um hámarkshraða. Klukkan er hin sama, en sýnir mismunandi tíma. Volvobifreiðin á mynd- inni (sjá örina) er einnig hin sama — hægt er að sjá hve Iangt bíllinn hefur farið á vissum tíma. Ný og örugg dönsk uðferð til uð mælu hroðu bifreiðu Þetta var að nokkru leyti því að þakka að fleiri myndir bár- ust en áður frá ríkjum sem eru að hefja kvikmyndagerð, sem lofar góðu. (Perú fékk verðlaun í þessum flokki og hafði unnið til þeirra) og að nokkru leyti vegna vaxandi ferskleika í meðferð kvikmynd- aefnis í myndum frá sósíal- ískum ríkjum. En það var engin kvikmynd sem bæri greinilega af öðrum og á síðustu dögum kvikmynd- ahátíðarinnar voru miklarvang- aveltur um það hver ætti verð- launin skilin og komu helzt til álita ,,Faðirinn“, frá Ung- verjalandi, „Blaðamaðurinn", frá Sovétríkjunum og brezka myndin sem á ensku nefnist „A Man for all seasons". Það var svo mikill ágrein- ingur um sovézku og brezku kvikmyndina að verðlaunaveit- ingin, þar sem spyrtir voru saman Faðirinn og Blaðamað- urinn í 1- verðlaun og veitti Poul Scofield í brezku mynd- inni viðurkenningu fyrir bezta leik, var allshcrjar málamiðl- un. En það er enginn vafi að ungverzka myndin „Faðirinn“ var sú mynd sem leiddi í ljós mesta hæfileika á kvikmvnda- hátíðinni. Samkeppni En hún átti sér drjúgan keppinaut þó langdregin væri, þar sem var sovézka kvikmynd- in eftir hinn þaulreynda sovézka leikstjóra Sergei Gera- simov. „Blaðamaðurinn“ er mjög löng kvikmynd — hún er 3 bg háfan tíma f sýningu — og er í raun tvær kvikmyndir í einni. Fyrri helmingurinn er um ungan blaðamann (Jurí Vasí- blév) sem er sendur til smá- bæjar í Úral til að rartnsaka klögumál sem lesandi blaðsins hefur sent. Lesandinn reynist vera hálf- galin, illgjörn kerling. En í sárabætur kynnist ungi maður- inn mjög aðlaðandi stúlku þarna í þorpinu (Galina Pol- skikh) og verður að sjálfsögðu ástfanginn af henni. Sagan er sögð á þægilegan máta og það er mikið af per- sónulýsingum og dálítið um háðskar athuganir á smábæjar- lífi. I seinni hlutanum, þar sem blaðamaðurinn er sendur til Genfar og síðan til Parísar, breytist efnismeðferð algjörlega. Myndin verður nokkurs konar ferðamálamynd og sýnir þekkta menn (þarna koma fram per- sónulega Annie Girandaux og Gerasimov sjálfur). Það eru ákaflega miklar um- ræður um vinsamleg samskipti Sovétríkjanna við Bandaríkin og Frakkland sem eru sett fram með hátíðlegum uppgerðarsvip, þannig að áhorfendum léttír stórlega þegar sögunni víkur aftur að strák pg stelpu í Úral Verkfræðingur einn í Kaup- mannahöfn hefur fundið upp myndavél, sem að líkindum getur leyst þann vanda sem mætir lögreglumönnum sem þurfa á nákvæmum mælingum á hraða ökutækja að halda. Uppfinningin er Ijósmynda- vél með innbyggðu úri og fastri fjarlægðarstillingu. — Teknar eru tvær myndir með einnar sekúndu millibili 0g eftir framköllun sýnir mynd- in hve langt ákveðin bifreið hefur farið á vissum tíma. Framhald á 9. síðu. í 4 4 4 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.