Þjóðviljinn - 20.08.1967, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.08.1967, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 20. ágúst 1967. □ Að vera spámaður í sínu föðurlandi hefur ævinlega talizt til ótryggari embætta og gott ef menn sleppa frá því með lífi. Sá, sem hefði sagt fyrir þá atburði, sem nú gerast í Straumsvík suður og að þar yrðí verkfall á árinu 1967, hefði mátt láta sér vaxa skegg og hár niður á herðar, en leggjast síðan ut f kofa. I þjóðfélaginu hefði honum ekki orðið vært vikunni lengur. ÍSLfirJZKA. ÁtFÉLAGiÐ H.F B Y G G {N GAFR A M K VÆ M D! R 5LY5AHÆTTA ^ ÓV1ÐK0MAN0I BANNAÐUR AÐ6ANGUR lVIfi# kveðju frá ÍSAL. Bærjnn að Straumi. Liðnar eru nú rúmlega fjórar aldir síðan saga gerðist fyrst í Straumsvík og síðan hefur ekki orðið þar tíðinda fyrr en nú. Bóndinn á Kirkjubóli í Leiru leyfði Norðlingum að taka sín hús á Kristjáni skrifara og sveinum hans, þar sem þeir voru allir drepnir til hefnda fyrir píslarvættisdauða herra Jóns Arasonar á Hólum. Og ekki nóg með það: Norðlingar létu sig hafa að höggva haus- inn af Kristjáni dauðum og snúa nefi hans „með leyfi að segja, til Saurbæjar", eins og annálaritai'nn orðar það. Meiri háðung var víst ekki hægt að sýna dauðum manni þá ogenn- fremur skyldi þessi ráðstöfun koma í veg fyrir að skúrkur- inn gengi aftur. Fyrir þátt sinn í þessum verknaði var Kirkjubólsfoóndi tekinn af embættismönnum kóngs ásamt húskarli sínum, sem á einhvern óljósan hátt var flæktur í málið. Ekki nenntu kóngsmenn að hafa ’pá félaga í taumi lengra en í Straumsvík. Þar voru þeir báð- ir höggnir niður og hausar þeirra settir á staura og ann- álsritarinn segir að þess sjáist enn merfci á hans tíð. En nú hefur sagan heim- sótt Straumsvík öðru sinni og má mikið vera, ef hún verð- ur lukkulepn þeirri fyrri. Þar verða að vísu ekki höggnir hausar af mönnum í bókstaf- legum skilningi, skyldi maður ætla, en hvort hausinn á fojóð- arilíkamanum ber uppi álhatt- inn skal ósagt látið að sinni, en sannast sagna eru foeirmenn til sem efast um það. Fyrir jólin í vetur átti ég tal við eina af fHigfreyjum Loftleiða. Hún hafði þá sögu að segja af útlendingum, sem færu frá Keflavíkurflugvelli t.il Reykjavíkur með bílum fé- lagsins, að þeir væru heldur daprir í bragði meirihlutann af leiðinni, eða þangað til komið var í Straumsvík. Þessa einu vin í auðnum Reykjaneskaganí héma megin. Enn hefur ekki mikið verið snert við sjálfri víkinni, en austan hennar er óskaplegtum- ír'AGfc'-ííí . -- : :: ■■•':: ■ m - iw™ 8&, Vöruflutningaskipið INVEREWE frá London með farm til Hochtief. rót. Búið er að sllétta og sleikja álitlega spildu af hrauninu og reisa talsverð mannvirki nú þegar. Það eru þó einkum vinnuskúrar, en reisnin er ekki meiri en svo, að óvíða er hægt að fá yfirsýn yfir herlegheitin. Það er rétt að sést ofan á þökin af veginum. Hinsvegar Var ekki mikið um að vera þegar ég var þarna á ferð- inni fyrir nokkrum dögum. Verkamannafélagið Hlíf í Hafn- firði á í ströngu verkfalli við þýzka verktakafélagið Hochtief og hið íslenzka félag Véltækni. Bærinn í Straumi stendur enn, en á víst ekki langt lif fyrir höndum úr þessu. Hvíti og græni sumarbústaðurinn við tjömina er enn á sínum stað. Það verður svo sannarlega sjónarsiviptir, þegar hann fer. Hann er löngu orðinn aðlands- lagi þar sem hann stendur. O.g niðri við víkina, álmegin, er faillegur bústaður enn óáreittur og bátur á kambi. Falleg rauð og hvítmáluð skekta. Við einn bústaðinn voru börn að leik og þegar ég hafði klöngrazt upp á einn hraunhólinn, til að reyna að fá útsýni vfir ál- plássið, liggur þá ekki sauð- kind í einni sprungunni og lambið hennar hjá henni. Þær, eða þau, jórtruðu makindalega og létu smávægilega truflun ekki á sig fá, enda að öllum líkindum orðin vön sprengju- gný og allskyns húMumihæi úr álinu. En ég kunni ekki við mig í Straumi þennan dag. Buddan hoppar ekki í brjóstinu á mér við þessi undur og stórmerki. Þarna eru skilti um allar triss- ur, sem banna þetta og banna hitt og maður býst við þvi ©ð á hverri stundu arki til manns Þjóðverji í úniformi, en óein- kennisklæddur Þjóðverji er ekki nema hálfur Þjóðverji og slæmur samt, með taktföstu gæsagöngulagi og öskri „Halt'." Þá er ekki um annað að gera en að öskra á móti og hærra en hann: „Haltu kjETAOIN en hann „HALTu kjafti!“ og eftir það verður vandræða- laust að eiga við hann, því að Þjóðverji hlýðir ævinlega þeim, sem getur öskrað hærra en hann sjálfur. Hitler öskraði hæst allra og varð yfirþjóð- verji fyrir bragðið. Ef maður ekur niður hlið- arveginn heim að straumi og áfram niður að sjónum, kem- ur maður að gömlu húsi, sem stendur þar niðri við malar- kambinn. Þar er enginn asi og þar eru engir Þjóðverjar með dýnamit. Þetta er rólyndislegt hús og þakplöturnar farnar að ryðga. Þarna bjó, eða býr gam- ittl maður og hann á að öllum líkindum kindurnar. Þarna get- ur maður setið og horft út á sjóinn og andað að sér áleitn- um keimi hans. En forðast skyldi maður að líta niður í fjöruna. Hún er hvít. Ekki af sjávarlöðri, eða froðu, held- ur af plastbrúsum undan öll- um mögulegum og ómögulegum vökvum. Við þessu er kannski ekkert að segja. Við lífum á plastöld, álöld — guUöld í vændum? Ekki fyrir mig og ekki fyrir þig lesandi góður. Gulllið kann ekki við sig íokk- ar vörzlu. Það sækir inn á harðviðarklæddar skrifstofur og 500 fermetra íbúðarhúsa- kríli í Arnarnesi. Álið eróska- draumur þeirra, sem eru bún- ir að selja allt nema frumburð- arréttinn og nú skal hann fi að fjúka fyrir álgull. Góða nótt Straumsvík. Kann- ski á það fyrir þér að liggja að semja upphafskafilann að ísllendingasögu hinni nýju, þar sem bjartar hallir burgeisanna gnæfa á hverju hæðardragi eins og kastalar ræningjaridd- ara á miðöldum, en við skat.t- þrælarnir verðum að sætta okkur við að kúldrast utan í hlíðunum og renna vökurauð- um augum í bjarmann. Og kannski, ef við verðum heppn- ir, tekst okkur að anda að okik- ur ögn af reyk hinna dýrilegu rétta. — G.O. rl . "/< I I i * | .•••:•.' •••• '-t................................. it&S&fö-iftíii&ifcjfyi Utlendingar þyrpast 4 vinnustað. * i i í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.