Þjóðviljinn - 29.08.1967, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — í>JÖÖVILJINN — Þriðjudagur 29. ágúst 1967.
Hjálmar R. Bárðarson, skipaskoðunarstjóri:
Furubátar og íslenzkar aðstæður
HSKIMÁL
effir Jóhann
J. E. Kúld
f Þjóðviljanum 22. ágúst sl.,
er grein eftir hr. Jóhann J. E.
Kúld, þar sem spurt er: „Eru
furubátar ekki nothæfir við
islenzkar aðstæður?“
Fyrirspurn þessari er beint
til Skipaskoðunar ríkisins, og
tilefnið það, að greinarhöfundi
hafi skilizt á Húsvíkingum, að
Skipaskoðun ríkisins hafi
synjað þeim um heimild til að
láta smíða ca. 30 rúmlesta
furubát í Norður-Noregi.
Til eru tvennar íslenzkar
reglur um smíði tréskipa, en
það eru „Reglur um smíði
skarsúðaðra tréskipa frá 1960“
og „Reglur um smíði tréskipa
frá 1947“.
Reglurnar um smíði skarsúð-
aðra skipa má nota ef stærð
skipsins er ekki meiri en svo,
að lengd x breidd x dýpt
skípsins deilt með 5 verði
minni en 10. Hámarksstærð
þessi er nálægt Ið—12 brúttó-
rúmléstir.
Reglurnar frá 1947 gilda u/n
stærri skip. og þau éru með
slétta súð (byrðingj. Báðar
þessar reglur gera ráð fyrir
i smíði skipa úr eik, beyki 'og..
furu, eftir því um hvaða skips-
hluta er að ræða. Þó að skip
sé nefnt eikarskip, þá eru ýms-
ir hlutar þessara skipa úr furu,
en allir helztu máttarviðir eru
úr eik.
Samkvæmt „Reglum um
smíði tréskipa frá 1947“, þá
er heimilt að víkja frá reglun-
um í einstökum atriðum, „enda
séu kröfurnar ekki vægari í
beildaratriðum en þær, sem
gerðar eru í þessum reglum",
eins og segir orðrétt í reglun-
um. i
Það hefur komið fyrir ':ð
leyfð hafa verið einstök skip
smíðuð á annan hátt en ís-
lenzkar reglur gera ráð fyrir,
og þá oftast til tilrauna. f því
sambandi má nefna rússnesk-
smíðaðan furubát, sem fluttur
var inn til reynslu fyrir nokkr-
um árum. Har.n var reyndar
styrktur hér samkvæmt kröf-
um Skxpaskoðunar ríkisins áð-
ur en hann var tekinn í notk-
un, enda greinilega ekkj smíð-
aður til úthafsveiða.
Þegar Húsvíkingar fóru
fram á að láta smíða ca. 30
brl. furubát í Norður-Noregi,
þá fór Skipaskoðunin fram á
að fá af honum teikningar til
að geta metið efnisstyrkleika,
seymingu og boltun og borið
saman við íslenzkar reglur.
Skipasmiðastöðin sendi þá lýs-
ingu og riss af megin-máttar-
viðum skipsins.
Hugmynd skipasmíðastöðvar-
linnar var að smíða bátinn
þannig. að hver bandahelming-
ur var úr samlímdri furu. en
gengju ekki þvert yfir kjöl,
Þessir bandahelmingar voru
hugsaðir boltaðir saman með
stálbotnsstokkum við kjölinn
og kjalbak báðum megin. Þessa
tengingu bandanna við kjöl var
Skipaskoðun rikisins ekki fylli-
lega ánægð með, því vitað cr
að boltun gegnum furu er ekki
haldgóð, og í botni tréfiski-
skips er ekki æskilegt að þurfa
að treysta á stáltengingu eina
' saman. Reynslan hér hefur ein-
mitt sýnt það, að tenging
banda yfir kjöl, er mjög mik-
ilvæg. Sé þessi tenging ekki
nógu góð, hefur botn skipsins
hreinlega opnazt við kjöl. Um
þetta atriði og fleiri fóru bréf
milli skipasmiðastöðvarinnar
og skipaskoðunarstjóra. §ömu-
leiðis var þetta mál rætt við
forstjóra flokkunarfélagsins
Det Norske Veritas í Osló. Eins
og kunnugt er hefur Skipa-
skoðuri ríkisins gert ýmsar
auknar styrkleikakröfur á
flokkuðum stálskipum, vegna
sérstakra aðstæðna hér, og er
ekkert óeðlilegt þótt kröfur um
styrkleika tréskipa geti þurft
að vera aðrar líka að fenginni
• reynslu.
Það má vel rétt vera, að
sjóspkn að vetri við Noregs-
strendur sé álíka og hér, en
einn meginmunur er þó á því
í notkun skipanna. Hér eru
varnar gpgn bráðafúa tréskipa
er alger þurrkun alls efnis í
skipin og þrýstifúavörn með
virkum fúavarnarefnum, enn-
fremur loftræsting í skipinu
sjálfu.
Um þetta atriði samdi skipa-
skoðunarstjóri tillögu um við-
bótar-reglur við „Reglur um
smíði tréskipa". Voru þær
sendar ráðuneytinu til athug-
unar og er von til þess að þær
verði staðfestar innan skamms
af ráðherra.
Hvergi hef ég séð því hald-
ið fram af neinum viðarsér-
fræðingi. að fura sé betri en
eik almennt til skipasmíða. í
því sambandi má t.d. nefna, að
gæðamat viðar til skipasmíða
samkvæmt Det Norske Veritas.
er þannig að fremst er talið
tekk, þá eik, síðan fura og lé-
legast grenið.
ræddir eru þeir möguleikar,
sem þessi tækni veitir. Enn er
þetta þó í þróun og aluminium
efni og glertrefjagerviefni
koma meira og meira við sögu
sem efni í minni fiskiskip,
einkanlega ef smiðuð eru mörg
skip eins. Skipaskoðun ríkisins
fylgist af áhuga með þessari
þróun í smíði minni skipa.
Reglugerðarbreytingin um
þurrkun og fúavörn alls efnis
í íslenzk tréskip er fyrsta spor-
ið, og vera má að íslenzkar
reglur um samlímd tréskip,
miðuð við íslenzkar aðstæður
birtist, þegar meiri reynsla hef-
ur fengizt á þessum smíðum
en nú er fyrir hendi.
Stærri skip verða að sjálf-
sögðu smíðuð úr stáli og eng-
in vandkvæði eru á að smíða
30 brl. bát úr stáli. Þó mun
sú> stærð vera í lágmarki,
Bátur í slipp — frá skipasmíðastöð Njarðvíkur.
hafnir oft litlar og óvarðar
fyrir opnu hafi, en í Noregi
er Víða skerjagarður úti fyr-
ir. íslenzk fiskiskip þurfa því
einkanlega aukastyrkleika
vegna barnings við bryggjur
og við önnur skip í höfnum og
víða óblíða viðkomu á kjöl
og hæl við siglingu inn í
grunnar hafnir. Það segir sína
sögu, að hér á landi mun meir
en helmingur þeirra sjótjóna,
sem íslenzk tryggingafélög
verða að baita á fiskiskipum,
vera tjón. sem verða í höfnum
inni, en í Noregi mun þetta
vera svo til óþekkt. Þar kem-
ur einmitt fram - ein af ástæð-
unum fyrir því, að eikarbyrð-
ingur hefur reynzt hér betur
en furubyrðingur. Þótt fura
geti haft þann styrkleika sem
til þarf við sjósókn, þá er eik-
in ólíkt sterkari gegn sliti af
núningi við bryggjur.
Varðandi heimsókn hr. Reid-
ar Otto Ulleválseter frá Land-
búnaðarháskóla' Noregs hirig-
að til lands, þá var ferð hans
hér gerð á, grundvelli ágætrar
samvinnu milli Skipaskoðunar
riéisins og Samábyrgðar fs-
lands á fiskiskipum, um ráð-
stafanir vegna bráðafúa. Á-
stæðan til að leitað var til
hr. Ulleválseter var einmitt sú,
að vegna stórkostlegs bráðafúa
vandamáls norskra skipaeig-
enda furubáta var hafizt handa
um rannsóknir þessar þar í
landi, og sama vanda áttum
við í hér með eikar-furuskip
okkar. Það er því alger mis-
skilningur að norsk fura, ó-
varin fúavarnarefnum sé betra
efni en eik. Hér á landí hefur
bráðafúinn í fiskiskipum oft
verið mikill, einmitt í furu-
innsúð skipanna.
Eina raunhæfa leiðin, til.
En auðvitað er fura innbyrð-
is misjöfn, alveg eins og eik-
in. Hvíteik er þétt, og tekur
því siður við fúavamarefnum
en t.d. rauðeikin eða furan, en
styrkleikinn er meiri, og með
þurrkun má fúaverja allan
skipavið, þó mismunandi auð-
velt sé, einkum ef hann er sag-
aður í þynnur og þá límdur
saman á eftir.
Að sjálfsögðu er eðlilegt að
Norðmenn leggi áherzlu á að
nýta furuna. sem þeir eiga í
landinu í ríkulegra mæli en
eikina.
Hér eru sjónarmiðin önnur,
því allt tré er hér innflutt efni.
Því kæmi ekkert síður tíl
greina að smíða hér tréskip
úr haifðari Afríku-viði, sem
fæst sem stórviði og mætti
þurrka og þrýsti-fúaverja.
Samlíming tréskipa hefúr
þróazt töluvert á undanförnum
árum, og ég hefi tekið þátt
í nokkrum ráðstefnum þar sem
vegna þess að þyngd lítilla
stálskipa verður tiltölulega
meiri en stórra, ef gert er ráð
fyrir að lágmarksplötuþykkt
verði að vera um 6 mm vegna
tæringar.
Svo ég víki aftur að furu-
bát Húsvíkinganna, þá varð
aldrei úr því, að frekar yrði
rætt um gaumgæfilega athug-^
un einstakra atriða í smíði á
samlímdu tilraunaskipi úr
furu. Það hlaut að taka nokk-
urn tíma að undirbúa slíka
smíði ef vanda ætti undirbún-
i-ng, en þeir töldu brýna nauð-
syn að fá skip hið bráðasta.
Þess vegna kusu þeir heldur
að smíða skip eftir núgildandi
íslenzkum reglum. Hinsvegar
hefur Skipaskoðun ríkisins lagt
á það áherzlu, að allt efni verði
þurrkað og íúavarið í sam-
ræmi við fyrrgreindar reglur
ef úr smíði þessari verður.
Skipaskoðunarstjórinn.
Hjálmar R. Bárðarson.
heimsstyrjöld og smíðaðir eft-
ir þágildandi norskum regl-
um þá er það óhögguð stað-
reynd að ending þessara báta
varð hér mjög góð, þrátt fyr-
ir að hafnir voru þá víða að
miklum mun lélegri heldur en
þær eru nú.' Ég tel vel senni-
legt að hina góðu endingu
þessara báta megi að einhverju
leyti rekja til þess, að bátarn-
ir hafi verið byggðir úr valdri,
vel þurrkaðri furu, og það hafi
dugað þeim bezt, þrátt fyrir
misjafna meðferð hér.
Skipaskoðunarstjóri upplýsir
að reglur um smiði tréskipa
sem í gildi eru hér, þegar und-
an eru teknir súðbyrðingar,
séu frá árinu 1947. Sem sé
þessar reglur eru orðnar tutt-
ugu ára gamlar. Ég efast ekk-
ert um að skipaskoðunarstjóri
sé samvizkusamur embættis-
maður sem allra minnst vilji
víkja frá settum gildandi regl-
um; þó ég sé enginn fagmaður
í skipasmíði þá hef ég þó grun
um, að margt það hafi skeð
á sviði tréskipasmíða s.l. tutt-
ugu ár í hinum ýmsu löndum,
sem læra mætti af, ef endur-
skoðaðar væni gildandi smíða-
reglur hér. Ég get ekkert full-
yrt um þetta, en tel annað
vera andstætt þeirri þróun
sem átt hefur sér stað á nær
öllum sviðum á þessu tímabili.
Ég tel alveg sjálfsagt að
skipaskoðunin sem stofnun
standi vel á verði gegn því að
slakað sé á nokkrum þeim
kröfum sem gera verður til ís-
lenzkra fiskibáta hvað öryggi
áhrærir. En ég vil ekki trúa
öðru en að þetta geti farið
saman við nýjungar á sviði
tréskipasmíði, svo sem sund-
urflettingu viðsins og samanlím-
ingu eins og nú er farið að
nota við smíði furubáta og
ýmsir fagmenn tengja miklar
vonir við hvað endingu á-
hrærir. Af þessum sökum tel
ég nauðsynlegt að smíðaður
væri, þó ekki sé nema einn
furubátur eftir hinni nýju að-
ferð svo við ættum síðar kost
á samanburði við íslenzkar að-
stæður. Ég treysti íslenzkri
skipaskoðun vel til þess, að
geta tryggt svo öryggi við
slíka smíði, að ekki sé ástæða
til að útiloka sig frá henni af
þeim sökum.
Þá vil ég taka undir það með
skipaskoðunarstjóra þegar
hann minnist á harðvið frá
Afríku til skipasmíða hér. Ég
hef áður í þáttum mínum bent
á þann möguleika að flytja
hingað harðvið frá Vestur-
Afríku, t.d. Nígeríu sem við
höfum mikil viðskipti við,
þurrka viðinn hér við hita-
veitu og nota bæði í húsgögn
og báta. Þessi möguleiki er
fullkomlega fyrir hendi.
Ég fagna því að nú skuli
vera von á viðbótarreglum við
„Reglur um smíði tréskipa“ frá
hendi skipaskoðunarstjóra, þar
sem þær munu byggjast á
þeim rannsóknum sem gerð-
ar hafa verið á þessu sviði hin
síðari ár, og snerta sérstak-
lega þurrafúa í viði og varn-
ir gegn honum. Ég get fullviss-
að skipaskoðunarstjóra um, að
fátt hefur glatt mig meira
heldur en þegar ég vissi um
hina ágætu samvinnu Skipa-
skoðunar ríkisins og Sam-
ábyrgðar íslands á fiskiskip-
um, sem leiddi til þess að hing-
að kom hinn norski viðarsér--
fræðingur hr. Reidar Otto
Ulleválseter frá rannsóknar-
stofnuninní við Landbúnaðar-
háskólann í Ási. Ummæli sem
ég hafði eftir honum í síðasta
þætti eru rétt eftir höfð, en
þau voru á þá leið að norska*
furan væri gott smíðaefni í
fiskibáta og auðveld í viðhaldi,
og tók hann þá sérstaklega
fram hve auðvelt væri að
þurrka hana. Og eins og ég tók
fram þá taldi hanri rauðeik
lélegt efni í fiskibáta nema hún
hefði ' áður verið gegnvætt í
fúavarnarefnum en þá gæti
hún orðið gott efni. Það var
þetta sem hann sagði ásamt
því að hvíteik væri betra
smíðaefni heldur en rapðeik-
in.
Annan samanburð gerði hann
ekki, og ég hef heldur ekki
annað eftir honum haft. Þetta
mun ég standa við og það hygg
ég að hann muni gera líka.
Ég sagði í uþphafi máls míns
að ég væri tþakklátur skipa-
skoðunarstjóra fyrir greinar-
gerð hans. Ég vil endurtaka
það að umræður um þessi mál
eru mikil nauðsyn, séu þær
framsettar á þann hátt að
leitazt sé við að upplýsa eftir
því sem efni standa til. Þann-
ig þykist ég eiga minn þátt í
því, að þessum málum hefur
þokað fram á við í seinni tíð.
Greinar mínar hér í 'þættinum
um þurrafúarannsóknir í Nor-
egi og Skotlandi vöktu athygli
þegar þær birtust og leiddu til
þess að forstjóri Sþjnábyrgðaf-
innar hringdi t>4 mín til að
vita hvaðan éj( hefði þessar
fréttir. Ég ráðlagði honum þá
að snúa sér til háskólans í
Ási.
Ég er mjög ánægður með
framvindu þessa máls, hvernig
það hefur þróazt. Og þegar hin
nýj a viðbótarreglugerð kemur
þá vænti ég að þar megi finna
árangur af starfi margra
manna, innlendra og erlendra,
sem allir voru að leita að hinu
sama, ráðum^ sem að gagni
mættu verða til að gera tré-
skipin endingarbetri og ör-
uggari.
Kvittað fyrir greinargerð
skipaskoðunarstjóra
Ritstjóri Þjóðviljans hefur
leyft mér að lesa yfir grein
Hjálmars R. Bárðarsonar skipa-
skoðunarstjóra „Furubátar og
íslenzkar aðstæður", sem er
svar við fyrirspúm minni í
síðasta þætti Fiskimála hér í
blaðinu.
Ég vil byrja á því að þakka
skipaskoðunarstjóra svar hans,
þvi ég tel á því mikla nauðsyn
að allt sem snertir okkar sjó-
sókrx og að sjálfsögðu báta-
smíði líka, sé rætt sem mest
fyrir opnum tjöldum.
Ég get gengið inn á þau rök
skipaskoðunarstjóra að' eikar-
byrðingur báta þoli meira en
furubyrðingur, ef bátar liggja
óvarðir við bryggju eða hver
utan á öðrum í höfnum þar
sem báru leggur inn. Og því
miður er þetta alltof algengt
hér hjá okkur að slíka með-
ferð hljóti fiskibátar, þó að
sjálfsögðu felist í því lítil sjó-
mennska.
En svo ég víki aftur að furu-
bátunum sem keyptir voru
hingað til lands eftir fyrri
Frá barnaskólum
Hafnarfjarðar
Skólamir hefjast 1. september.
Nemendur mæti sem hér segir:
Böm, fædd 1957, kl. 10 árdegis
Börn, fædd 1958, kl. 10,30 árdegis.
, Börn, fædd 1959, kl. 11 árdegis.
• Böm, fædd 1960, kl. 2 síðdegis.
Kennarafundur verður í skólunum kl. 9 ár-
degis. — Nemendur fæddir 1954, ’55 og ’56
eiga að koma í skóla 20. sept n.k.
SKÓLASTJÓRAR.
rr
Utsala næstu daga
MIKILL AFSLATTUR.
Ó. L. Traðarkotssundi 3
(móti Þjóðleikhúsinu), Sími 23169.