Þjóðviljinn - 29.08.1967, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 29. ágúst 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
«
Ég er fæddur að Vilborgar-
stöðum í Vestmannaeyjum og
hétu foreldrar mínir Pálín
Eioarsdóttir og Ingimundur
Árnason. Móðir mín var ættuð
úr Holtunum undir Eyjafjöll-
um. Hún var ætíð ströng um
nafn sitt. Það vildu margir
nefna hana Pálínu. Pálín heiti
ég og er Einarsdóttir, sagði
hún.
Faðir minn var skráður
Ámason. Ingimundur heiti ég
og er Árnason, sagði hann.
Slíkt var skráð í kirkjubækur
og aldrei heyrði ég annað í
föðurgarði. Við heyrum ekki
annað í minni fjölskyldu.
En til eru menn, er unna
þjóðlegum fróðleik og dunda
við að rekja ættir manna og
óskeikul nákvæmni þeirra
angrar marga.
Þessir fræðimenn lúra held-
ur ekki á upplýsingum sínum
og eru eiginlega friðlausir, ef
þeir þykjast uppgötva ein-
hverja skekkju.
Það er lítið sem kattartung-
an finnur ekki. Einn þeirra
rakst á gulnað blað í skjala-
safni Vestmannaeyja og þá varð
fjandinn laus.
Einstaka sinnum hef ég hitt
þennan fræðimann. Hann tek-
ur upp silfurdósir sínar og ber
þær ótt og títt og einhver
sjálfsánægjuglampi skín út úr
þeim.
Von Kohlen er föðurafi þinn,
segir hann. Hver andskotinn er
ný það, segi ég. Hann var af
þýzkum aðalsættum, segir
hann. Þessu ljúgið þér, segi
ég. Þá býður hann mér alltaf
í nefið.
Hann er víst búinn að skrifa
heila bók út á þessar rann-
sóknir. Minna mátti nú ekki
gagn gera til þess að ræna mig
föðurafa mínum.
★
Þessi von Kohlen var sýslu-
maður í Vestmannaeyjum um
árabil upp úr miðri síðustu
öld. Var settur í þetta embætti
af Dönum og kom beint frá
Kaupmannahöfn, en ekki vildi
konan fylgja á eftir honum.
Von Kohlen hélt þrjár ráðs-
konur á embættisferli sínum
og telur tilnefndur íræðimaður
föður minn vera ávöxt sýslu-
mannsins og síðustu ráðskon-
unnar í röðinni, en hún hét
Vilborg Steinmóðsdóttir. Það
telur hann fullsannað. Það tel
ég hinsvegar ekki. Amma mín
var syndlaus kona.
Hvað gerir fraéðimaðurinn
þá? Hann leggur á sig ferð til
Kaupmannahafnar og grefur
upp skrifstofustjóra í danska
hermálaráðuneýtinu og skoðar
hann í krók og kring. Hann
heitir von Kohlen og er víst
höfuð ættarinnar í Danmörku.
Einnig skoðaði hann fleiri ná-
in skyldmenni i fjölskyldunni
þama úti. Hann þekkti skrif-
stofustjórann strax af mér.
Er nú hægt að haga sér
svona, þó að maður unni svo-
kölluðum þjóðlegum fróðleik?
Ég tel ekkert fullsannað ennþá.
Ekki er fræðimanninum þetta
nóg. Hann telur, að sýslumað-
ur hafj átt börn með báðum
hinum ráðskonunum, — hins-
vegar stendur í honum að
sanna það. En íslenzkir ætt-
fræðingar eru þrjózkir. Hann
verður búinn að sanna það áð-
ur en yfir lýkur. Hann fær
styrk úr Vísindasjóði til þess.
Þessi von Kohlen var allt-
af kallaður kapteinn Kohl i
Eyjum. Hann stofnsetti Her-
fylkinguna í Evjum á áratugn-
um 1850 til 1860.
Hún samanstóð af tveim
herdeildum með fullorðnum
mönnum og einni unglinga-
deild. Tyrkjahræðsla var mik-
il í Eyjum þá eins og raunar
alla öldina og kröf.tugasta
blótsyrði í Eyjum á unglings-
árum mínum var: Hvorskonar
bölvaður Tvrki ert bú. Það
var hámarkið í ósvifninni og
þoldi enginn þessa samlikingu
í Eyjujn um mína daga.
Ég man eftir gömlum mönn-
um í Eyjum á unglingsárum
mínum eins og Hannesi lóðs,
Viðtal við ENOK INGIMUNDARSON sextugan í dag
Ólafi Magnússyni í Nýjabæ
og Sigurði Vigfússyni.
Þessir menn höfðu sérstakt
göngulag og báru sig menni-
legar til en aðrir Eyjamenn
enda voru þessir menn háðir
stöðugu íþróttauppeldi í hern-
um og kapteinn Kohl hafði æft
herlið í Slésvík á sínurn tíma
og kunni vel til verka að þjálfa
upp herlið. Hundrað menn
gengu .1 liðið við stofnun.
Fræðimaðurinn tclur að þeir
sem voru skrifaðir fyrir börn-
um sýslumanns á embættis-
ferli hans í Eyjum hafi íengið
inngöngu í Herfylkinguna og
náð þar nokkurri upphcfð.
Kapteinn Kohl dó í Eyjum
bg er grafinn þar. Hafði þá
nýlega verið skipaður íógeti í
héraði heima í Danmörku. For-
feður hans áttu eignir í Prúss-
landi og áttu þar lönd. Þau til-
heyra nú Tékkóslóvakiu. Þá
áttu vón Kohlenar líka eign-
ir í Svíþjóð og grein af ætt-
inni varð embættismenn í
Danaveldi og er svo enn.
★
Þegar móðir mín gekk með
mig kom Ásgeir Ólafsson,
skipasmiður einu sinni i heim-
sókn að Vilborgarstöðum. Það
var föðurafi Ása í Bæ.
Enginn fræðimaður hefur
reynt að taka íöðurafann frá
Ása í Bæ. Ásgeir var heldur
daufur í dálkinn og hafði ]iá
nýlega misst forláta íleytu.
Hafði hún slitnað upp af ból-
færum sínum í hvassviðri og
sokkið.
Þegar Ásgeir Ólafsson hafði
þegið góðgerðir á Vilborgar-
stöðum og gekk til dyra, kvaddi
hann móður mína svofelldlega:
Pálín mín. Þú lætur nú
barnið heita eftir Enök mínum
og var klckkvi í röddinni.
Þannig hlaut ég nafn mitt.
Fleyta fram af fleytu hefur
heitið þessu nafni í Vest-
mannaeyjum allt frá áraskip-
um til mótorbáta og aldrei hef-
ur mannslíf tapazt á þessum
bátum.
Ekki vissi ég, hvað Ásgeir
Ólaísson smíðaði marga En-
oká um sína daga. Biblíufróð-
ur maður tjáði mér einu sinni,
að þctta væri biblíunafn og
hefði sá vcrið upphafsmaður
píramídanna.
En þctta hefur verið eitt
traustasta bátsnafnið í Eyjum.
Þegar ég var íjögurra ára
gaf skipasmiðurinn mér nafn-
festi. Það var þriggja manna
far. Þá fór ég þegar að damla
undir forsjá.
Þegar ég var sjö ára hóf ég
róðra á fjeytunni og réri lengi
með Ingvari júnkara og reynd-
ist fiskinn. Síðan hef ég tíðum
verið á sjónum þangað til ég
fór í land árið 1952. Ég var
lengi á togurum, — kyndari og
háseti til skiptis. Þá var ég
um skeið á varðskipunum og
hjá Ríkisskip og fór þaðan
aftur á togara.
•
★
Ég var sextán ára, þegar ég
fór frá Eyjum og hélt þá suð-
ur til Reykjavikur og tókst að
fá pláss á Snorra goða sem há-
seti.
Þá voru engin vökulög kom-
in á togarana. Varð þetta erf-
ið prófraun fyrir sextán ára
grey og ekki náði maður máli
beljakanna á þeim árum. Ég
réði mig sem þrælvanur á
dekk.
Sumir stóðu á fjórða sólar-
hring á dekki og íéllu menn þá
niður í miðri aðgerð mcð hár-
beitta hnífana í höndunum og
stungust sumir á hol. Þarna
féllu menn í djúpt meðvitund-
arleysi og voru skrokkarnir
hirtir upp af dekkinu áður en
þeim skolaði úlbyrðis og þeim
draslað niður í lúkar. Það þótti
skipstjórum um borð. Þeim var
öllum úthlutað plássum um
borð, hver á sínum stað og
festust síðan þessar stöður við
skipstjórana og þótti þeim mik-
il svívirðing gerð með slíkum
nafngiftum. Þannig var einn
skipstjórinn hjá Kárafélaginu
aldrei kallaður annað en Jón
Björn, kyndari. Þá var sú tíð
að kalla hlutina^réttum nöfn-
um og stéttaskipting var mik-
il.
Margir togaraskipstjóranna
voru miklar persónur og var
borin djúp virðing fyrir þess-
um mönnum. Ég hef nýlega
igrundað þessa hluti. Þeir voru
skapharðir og sendu ekki frá
sér neitt Ijóðrænt þrugl úr
brúnni á þeim árum og þetta
skildist sæmilega. Þeir uxu af
verkum sínum og náðu mikilli
stærð sem * persónur. Svona
stærðir eru ekki lengur til á
neinu þjóðfélagssviði hér í dag.
Þetta cr horfnar stæi ðir úr
vitund manna. Það er lítið um
höfðingja á ísíandi í dag.
Togarar mokfiskuðu á þess-
um árum og lentu í hverri
bankahrotunni á fætur ann-
arri. Þá var veitt í saltíisk og
hann seldur á Spán og Italíu
með dágóðum hagnaði.
Kveldúlfstogari á fjórða tug aldarinnar á siglingu.
góður túr, þar sem ekki urðu
nema tvö til þrjú vinnuslys
um borð.
Ég tók þátt í vökulagastrækn-
um á árunum 1925 til ’26 og
eítir hart og langt verkfall
máttu menn ekki standa leng-
ur en sextán tíma á dekki. Átta
tímana íengu menn svo til þess
að þrífa sig, nærast og sofa
allt í senn. Skipstjórar reyndu
verkfallsbrot með þvi að
manna togara með eintómum
Á haustin sigldu togararnir
fjóra til sex túra til Grimsby
eða Hull og beztu túrarnir voru
rauðspretta og lúða.
Það var tíguleg sjón að sjá
togaraskipst.ióra fara á búllu
í þá daga og gefa „on house“
eins og það var kallað þar.
Þarna stóðu jieir miklir á velli
við barborðið og gáfu dýrt
viskí yfir alla linuna.
Ríkti þá ætíð virðuleg þögn
á slíkum stundum og innfædd-
ir tóku ofan pottlokið eins og
á helgistund. Sumar búllum-
ar hétu lika i höfuðið á þeim
eins og Kolbeinsstaðir eftir
Kolbeini á Menjunni. Það var
kallað að fara á Kolla. Kol-
beinn skipstjóri fórst í ís-
klemmu á Halanum. Á þeim
tímum var ekki radar í skip-
unum og togarar lokuðust
stundum inni í is og bókstaf-
lega liðuðust í sundur af þrýst-
ingi ísspanganna og týndust
þar með manni og mús.
Það var kallað að lenda í
ísklemmu. Stundum sluppu tog-
arar úr ísklemmum og oft var
teflt á tæpasta vað í þeim efn-
um.
Sumir kaupmenn í Grimsby
og Hull helguðu sig alveg ís-
lendingum og töluðu reiprenn-
andi íslenzku. Ég man eftir
Gyðingi, er nefndist Wendel-
sohn og stóð ætíð á hafnar-
bakkanum til þénustu.
Peningar voru naumt skammt-
aðir í þá daga og lánaði Wend-
elsohn oft pund í þá daga.
Aldrei sagðist hann hafa tap-
að á þeim viðskiptum og feng-
ið sitt aftur. Hann kom á Al-
þingishátíðina árið 1980 og
sagðist þurfa þrjá mónuði til
þess að anna öllum boðum til
vina hér á landi.
★
Skipstjóri minn á Snorra
goða hét Sigurður Guöbrands-
son. Hann var mikill stórhöfð-
ingi og bölvaði öllu í sand r>g
ösku allan sólarhringinn mcð-
an blundur seig ekki á brá.
Hann var mikill ókafamaður
og hörkutól og sást stundum
ekki fyrir, en okkur þótti allt-
af vænt um karlinn, — hann
var heiðarlegur þrátt fyrir of-
stopann og drengur góður.
Við þekktum rokurnar hjá
karlinum út og inn, er eitthvað
fór úrskeiðis á dekki. Hver
skipstjóri hafði sinn rokustíl.
Þctta upphófst þannig, að
klossarnir tóku að plampa ótt
og títt í brúarvængnum og
hviða af höggum barst niður
á dekkið.
Lengi vel kom ekkert annað.
Karlinn mátti þá ekki mæla
fyrir ofstopa. Síðan heyrðist
strigabassinn djúpur og rámur
og óvarpsorðin til sinnar kæru
skipshafnar voru alltaf eins.
Þið eruð ekki þorsksvirði, hel-
vítin ykkar, — svo kom þetta
samtvinnað í bunu á sinn
kristilega hátt.
Einu sinni vorum við að toga
á einum bankanum fyrir vest-
an og trollið flaut upp að sið-
unni kjaftfullt að venju.
Sterturinn var eitthvað í ó-
lagi og stóð á hífingu á troll-
’ inu upp úr sjónum. Þá vissum
við ekki fyrr en karlinn var
kominn útbyrðis og stiklaði
þorakvöðuna upp í klof eins
og blátt strik sjö til átta metra
út í sjó, til þess að kippa þessu
í liðinn. Svona var ákafinn
mikill, og ekki sást hann fyrir
með sjálfan sig ó köfium.
1 annað skipti slitnaði rób-
inn og stökk karlinn á endann
og við sáum á eftir honum í
hafið, — okkur tókst að ná
festu á annarri löppinni áður
en hann hvarf í djúpið ogdróg-
um þannig karlinn öfugan um
borð aftur. Þegar hann var
dreginn upp úr sjóskörpunni
hélt hann í endann eftir sem
áður. Það átti ekki að sleppa
róbnum fyrr en f fulla hnef-
ana. Hann var harður í hom
að taka hann Sigurður Guð-
brandsson á þeim árum.
Hánn réði sig á togara f
Boston eins og margur úrvals-
sjómaðurinn hér áður fyrr. Þeir
fengu hærra kaup og voru
yfirboðnir.
Hann drukknaði skömmu eft-
ir hann kom vestur.
Lengst af minni sjómennsku
var ég kyndari á togurum og
var oft vt>lgt við fírinn. Þetta
var ein stroka alla vaktina.
Við gengum á sex tíma vakt-
ir og mokuðum þetta tíu til
tólf tonn á sólarhring. Ekki
þekklust lemparar þá. Hitinn
var ofboðslegur þarna niðri, —
til dæmis var ekki hægt að
snerta firplássveggina fyrir hitá
og beltissylgjur eða tölur urðu
svo brennandi heitar, að þær
máttu ekki snerta hörundið og
urðum við ævinlega að gæta
þess vandlega-
Þetta var einn linnulaus
mokstur alla sex tímana. Okk-
ur var líka gert að hreinsa frá
okkur og fór alltaf einn klukku-
tími af frívaktinni til þeirra
hluta- Það gafst ekki tími til
þess á hinni leiðinlegu vakt fyr-
ir hinum linnulausa mokstri.
Ég hitti stundum þessa fé-
laga mína á götu frá fyrri
árum, — er stóðu vaktir á móti
mér — og við erum orðnir
skakkir og snúnir.
Ég var kyndari á Esju gömlu
og hafði þá ráðið mig til Rík-
isskip um skeið. Þar voru þrfr
kyndarar á fjögurra tíma vökt-
um og fengum við átta tíma
hvíld.
Þegar Esja gamla var seld
úr landi hérna um árið, — var
það ekki til Chile? — þá þurfti
tólf kyndara á skipið og hrökk
lúkarsplássið ekki fyrir kynd-
arana þama vestur frá.
Eftir að ég var orðinn bolsé-
viki hérna á árunum kom pnest-
ur einu sinni f heimsókn til
mín. Ertu ekki hræddur við
helvíti? sagði hann og spenn'ci
greipar og hvítmataði augun
til guðs.
Nei, — það er ég ekki, sagði
ég. Ég skil ekki, að það sé
heitara á fírnum þama niðri,
heldur en um borð í togurun-
um og á Esju gömlu.
Hann fór með það.
★
Ég var einn af stofnendum
Kommúnistaflokksins héma um
árið. Sótti oft fundi í Bröttu-
götu og í Fjalakettinum. Þá
voru stúlkurnar með passíuhár
og alpahúfu og díxi var leikinn
á haustnóttum.
Ég var kallaður póstmeistar-
inn í hreyfingunni-
Á þeim ámm var ég kyndari
á Esju og við sleiktum hverja
krummaskuð á landinu. Ég
þótti sjálfskipaður f útbreiðslu-
starfsemina út um allt land og
þannig fékk ég nafngiftinapóst-
meistarinn.
Einu sinni fór ég með sjotíu
kfló af blaðapósti með mér í
eina hringferðina, Það held ég
hafi verið metið. Um skeið átt-
um við trúnaðarmenn á hverj-
um stað á landinu til þess að
meðtaka ritllnga eða blöð gefin
út á vegum Kommúnistaflokks-
ins.
Samkepphin var oft hörð við
hinn póstmeistarann. Hvað átt-
um við að gera? Atvinnuleysi
var mikið á þessum árum og
fé af skornum skammti.
Nú voru stundum haldin
íjórðungsþing á vegum flokks-
ins út um land og margur fann
sig knúðan í hjartanu til þess
að útdeila boðskapnum meðal
alþýðunnar á þessum árum.
,Menn fengu allt í einu hug-
ljómun eins og þeir stóðu til
þess að fara á svona þing, en
startkapítalið var ekkert þá
stundina.
Þannig hélt ég stundum
laumufarþega um borð f Esju
gömlu. Einu sinni var haldið
fjórðungsmót á Austurlandi og
hélt ég þá sem laumufarþega
vestur fyrir Stefán Bjámason,
bróður Brynjólfs Bjamasonar
og Helga nokkum Guðláugsson
— á sfðustu stundu bættust í
hópinn Jón Rafnsson og Andrés
Straumland að venju-
Það var þröngt frammf, en
allt blessaðist þetta til Akur-
eyrar. Þar fóm þeir frá borði
Stefán, Jón og Andrés. en Helgi
Guðlaugsson hélt áfram með
mér og ætlaði að stíga á land
á Norðfirði-
Við vorum á stími úti fýrír
Norðausturlandi, þegar stýri-
maður rakst frammi og heimt-
aði miða af Helga Guðlaugs-
syni. Hvað átti til bragðs að
taka? Ekki ferðu nú að heimta
farmiða af þessum skólapilti,
sagði ég við stýrimann. Hann
er nú að fara til Norðfjarðar
til þess að fylgja gamalli
ömmu sinni til grafar. Stýri-
maður viknaði við og Helgi
silapp á þessum brjótgæðum. Á
þessum árum var mikið í tízku
að nota ömmurnar. Þá vora
varðskip stundum kölluð ömm-
ur.
Einn daginn fékk ég upp-
sagnarbréf. Minnar þiónustu
Framhald á 7. síðu.
1
L
1