Þjóðviljinn - 13.09.1967, Blaðsíða 2
*
2 SÍÐA — ÞJÓÐVIUINN — Miðvikudagur 13. september 1967.
FRÁ KASSAGERÐ
REYKJA VÍKUR
Höfum til sölu hvítar vaxbomar mataröskjur af
ýmsum -stærðum.
Ösk'jumar eru sérstaklega hentugar til geymslu
á hvers konar matvælum, sem geymast eiga í
frosti. Sími 38383.
Kassagerð Reykjavíkur
Kleppsvegi 33.
Einbýlishús til sölu
Til sölu er 120 ferm einbýlishús í Kópavogi. Lóð
frágengin. Vönduð innrétting. Hagstætt verð ef
samið er strax. Allar nánari upplýsingar gefur
Þorvaldur Þórarinsson hrl.
Þórsgötu 1. — Sími 16345.
Auglýsing
um styrki til framhaldsnáms
að loknu háskólaprófi
Auglýstir eru til umsóknar styrkir til framhalds-
náms að loknu háskólaprófi samkvæmt 9. gr. laga
nr. 7 31. marz 1967, um námslán og námsstyrki.
Stjóm lánasjóðs íslenzkra námsmanna mun veita
styrki til þeirra, sem lokið hafa háskólaprófi og
hyggja á framhaldsnám erlendis við háskóla eða
viðurkennda visindastofnun. eftir því sem fé er
veitt til á fjárlögum.
Hver styrkur verður eigi lægri en kr. 50.000,00.
Umsóknareyðublöð eru afhent í menntamálaráðu-
neytinu. Umsóknir skulu hafa borizt fyrir 1.
okt. n.k.
Stjóm lánasjóðs ísl. námsmanna.
Ritari óskast
í landspítalanum er laus staða læknaritara. Góð
vélritunarkunnátta nauðsynleg. Laun samkvæmt
lirskurði Kjaradóms. Umsóknir með upplýsingum
um aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu
ríkisspítalanna, Klapparstíg 29 fyrir 23. septem-
ber n.k.
Reykjavík 11. september 1967.
Skrifstofa ríkisspítalanna-
TOYOTA CROWNSTATION
Toyota Crown Station
Traustur og ódýr
Stationbíll.
TRYGGIÐ YÐUR TOYOTA
Japanska bifreiðasalan hf.
Ármúla 7 — Sími 34470.
Vitnað
í Viðreisn
„Ein meginástæðan fyrir
verðbólguþróuninni hér á
landi er sú, að um langt skeið
voru * knúnar fram meiri
kauphækkanir en þjóðarbúið
gat staðið undir“, segir Morg-
unblaðið í gær og heldur á-
fram: „Þær hækkanir Sem
urðu umfram það sem eðli-
legt var hlutu óhjákvæmilega
að koma fram í hærra vöru-
verði. „Höfundur þessara
setninga ætti að lesa stefnu-
skrá ríkisstjórnarinpar sem
nefndist „Viðreisn" og kom út
á kostnað almennings árið
1960. Þar segir svo á bls. 23:
„Útflytjendur verða 'framveg-
is að sæta ríkjandi gengi og
geta ekki fengift aukinn launa-
kostnað endurgreiddan í
hækkuðum útflutningsbótum.
Þá er það einnig ætlun ríkis-
stjómarinnar að leyfa engar
verðhækkanir á innlendum
vörum og þjónustu vegna
launahækkana. Með þessu
móti getur því aðeins skap-
azt grundvöllur fyrir launa-
hækkunum, að um sé að ræða
aukningu framleiðslutekna,
sem launþeginn njóti góðs af
fyrir sitt leyti í hækkuðu
kaupi. Það er líka aðeins með
þessu móti. sem launahækk-
anir geta orðið launþegum til
raunverulegra hagsbóta“. (
Orð
og efndir
Það var semsé stefna ríkis-
stjómarinnar að atvinnurek-
endur yrðu sjálfir að standa
við þá kjaraskerðingu sem
þeir gerðu og fengju ekki að
velta kauphækkunum út í
verðlagið; ef atvinnurekend-
ur semdu um hærra kaup en
þeir væru menn til að greiða
yrðu þeir sjálfir að taka af-
leiðingunum. En þetta fyrir-
heit var svikið gersamlega,
eins og svo fjölmargt annað
í hinni upphaflegu stefnuskrá
viðreisnarflokkanna. Raunin
varð í staðinn sú að undir-
skriftir voru naumast þom-
aðar á kjarasamningum þeg-
ar atvinnurekendur tóku að
velta af sér skuldbindingum
sínum með því að hækka
verðlag eins og kauphækkun-
inni nam og oft raunar snöggt-
um meira. Þessi stöðugu
samningsrof hefur ríkisstjóm-
in heimilað, og þegar um var
að ræða atvinnurekendur sem
framleiddu fyrir erlendan
markað og gátu ekki hækkað
framleiðsluvörur sínar að
eigin geðþótta, fengu þeir í
staðinn þær hækkuðu út-
flutningsbætur um } Viðreisn-
arbókin lýsti í bann. Nú er
svo komið eins og alkunnugt
er, að hinar margvíslegu
greiðslur ríkissjóðs af þessum
ástæðum nema nær tveimur
miljörðum króna á ári.
Staðfesting
atvinnurekenda
Ástæðan hefur samt engan
veginn verið sú að launafólk
hafi fengið meiri kauphækk-
anir en þjóðarbúið gat staðið
undir. eins og Morgunblaðið
orðar það. Það hafa atvinnu-
rekendur sjálfir staðfest með
öllu atferli sínu. Á sama tima
og þeir hafa haldið því fram
að smávægilegar hækkanir á
dagvinnukaupi væru að sliga
atvinnureksturinn, hafa þeir
keppzt við að bjóða óum-
samdar yfirborganir sem urðu
mjög algengar um skeið. Þeir
víluðu ekki heldur fyrir sér
að láta starfsfólk sitt vinna
eftirvinnu, næturvinnu og
helgidagavinnu gegn allt að
því tvöfaldri þeirrj greiðslu
sem átti að riða atvinnu-
rekstrinum á slig. Af þessum
ástæðum hefur mikill fjöldi
launafólks fengið sv,o sem
helming árstekna sinna fyrir
yfirgreiðslur og störf utan
eðlilegs dagvinnutima. Þann-
ig eru fengnar þær „ráðstöf-
unartekjur" sem stjórnarvödd
tala hvað mest um, en kaup-
máttur tímakaupsins í dag-
vinnu hefur ekkj breytzt í
neinu samræmi við stór-
hækkaðar þjóðartekjur, enda
er venjulegt og samnings-
bundið tímakaup hér mun
lægra én í löndum sem talin
eru hafa svipaðar þjóðartekj-
ur á mann.
. ó-
hjákvæmilegt
Morgunblaðið telur það
mikið ábyrgðarleysi að höf-
undur þessara pistla skuli
tala um nauðsyn kauphækk-
ana á þessum erfiðu timum;
með því sé hann að „stuðla
að óraunhæfum kaupkröfum
á sama tíma og heildartekjur
þjóðarinnar hafa stórlækk-
að“. En „ráðstöfunartekjur"
þær sem stjórnarblöðin hafa
rætt hvað mest um síðustu
árin eru þegar teknar að
lækka til mikilla muna og
horfur eru ískyggilegar. Þegar
atvinna dregst saman hverfa
þær yfirborganir sem hvergi
eru skráðar í samningum,
sömuleiðis sú stórfellda auka-
vinna sem flestir hafa hag-
nýtt til að drýgja „ráðstöf-
unartekjur“ sínar; tekjur fjöl-
-margra launamanna, til að
mynda sjómanna, eru í bein-
um tengslum við aflamagn og
verðlag á erlendum mörkuð-
um, en tekjur flestra ann-
arra í óbeinum tengslum. Það
er óþarfi fyrir stjórnarblöð-
iíi að boða kjaraskerðingu
vegna erfiðleika í atvinnu-
rekstrinum; sú kjaraskerðing
er hafin fyrir löngu og verð-
ur sífellt þungbærari. Leiði
samdrátturinn í útvinnulifinu
,til þess að menn eigi að lifa
af umsömdum atvinnutekjum
einum saman munu ráðstöf-
unartekjur margrahafa lækk-
að um helming, og jafnvel
Morgunblaðsmenn _ hljóta að
telja það næsta harkalega
kjaraskerðingu á sama tíma
og *ráðherrar tala um það að
þjóðartekjur kunni að minnka
um 4%. Sú stefna að launa-
menn eigi að geta lifað af
dagvinnutekjum sínum einum
saman kemst nú óhjákvæmi-
lega á dagskrá á nýjan hátt,
ekki sem almenn sannindi
heldur sem knýjandi lífsnauð-
syn. Því marki eigum við að
geta náð ekki síður en ýmsar
grannþjóðir okkar — jafnvel
þótt þjóðartekjumar minnki
um 4% eitt ár eftir 40%
hækkun á síðustu árum.
— Austri.
ALLT Á SAMA STAÐ
Sjúkraliðar óskast
Sjúkraliða vantar í Landspítalann. Upplýsingar
yeitir fbrs.töðukonan í síma 24160 og á staðnum.
Reykjavík 11. september 1967.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
HILLMAN HUNTER
SINGER VOUGUE
KR. 218.0,00
kr. 231.000,00
Komið, skoðið og tryggið yður góðan
fjölskyldubíl.
Egill Vilhjálmsson hf.
Laugavegi 118, sími 22240.
Hjúkrunarkonur óskast
Hjúkrunarkonur vantar i Barnaspítala Hringsins
og á aðrar deildir Landspítalans. Barnagæzla fyrir
hendi. Nánari upplýsingar gefur forstöðukona
Landspítalans í síma 24160 og á staðnum.
Reykjavík 11. september 1967.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
SKÓLALÆKNIR
Skólalækni vantar til starfa við bama- og gagn-
fræðaskóla í Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur
forstöðukona Heilsuyerndajstöðvar Reykjavíkur í
síma 22400.
Umsóknir sfendist stjóm Heilsuvemdarstöðvarinn-
ar fyrir 1. okt. n.k.
Reykjavík 12. sept 1967.
Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur.
Skipulagning vinnustöðva
Dagana 4.—5. okt. n.k. boðar Iðnaðarmálastofnun fs-
lands f samvinnu við Industrikonsulent A/S til
kynningar á skipulagningu vinnustöðva fyrir for-
stöðumenn fyrirtækja og nánustu samstarfsmenn
þeirra. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að
snúa sér til Iðnaðarmálastofnunar fslands, Skip-
holti 37, Reykjavík feírhar 8-15-33/34), sem lætur í
té nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð. Um-
sóknarfrestur er til 23 sept.
Iðnaðarmálastofnun íslands
Indusfrikonsulent A/S.
Er það rétt
að fullorðið fólk geti lært erlend tungumál?
Já, það er rétt.
Fullorðinn maður er ÁHUGASAMUR — hann
veit HVERS VEGNA hann er að lsera, hann kann
að meta GÓÐA KENNSLU — og honum finnst
námíð SKEMMTILEGT.
Fullorðinn maður er góður nemandi.
Við vitum það. — Við höfum reynsluna.
Málaskólinn MÍMIR
Brautarholti 4.- og Hafnarstræti 15 —r
sími 1 000 4 og 216 55 (kl. 1-7).