Þjóðviljinn - 13.09.1967, Síða 12

Þjóðviljinn - 13.09.1967, Síða 12
Héðinn ÞH 57 var keyptur hingað til lands í fyrrasumar og var þá fullkomnasta síldveiðiskip landsins og eina skipið sem sérstak- lega er útbóið til að flytja síld sjókælda langa leið. Héðinn er nú aflahæsta skipið á sildveiðunum í sumar. — Myndin er tekin er , skipið kom til landsins frá Noregi í júní í fyrra. Ný tilraun síldarútvegsnefndar: Skothríð hætt á landamærunum NÝJU DELHI 12/9 — Indverska viarnarmálaráðuneytið heldur því fram að Kínverjar hafi haldið áfram skothríð yfir landamæri Sikkims í nótt, en hafi hún ekki verið eins alvarleg og í gær er beitt var sprengjuvörpum og fallbyssum. Vopnaviðskiptum er nú lokið. \ Margar bækur væntanlegar frá Helgafelli á næstunni — þar á meðal eftir Þórberg, Ingimar Erlend og Guðberg Vs. Héoinn í reynsluflutningum mei sjókælda síld af f jarlægum miðum □ Héðinn frá Húsavík er nú á leið til Raufar- háfnar með síld af miðununn, en þar fer um borð efnaverkfræðingur frá Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins, og mun hann stjóma tilraunum sem gerðar verða með flutning síldar til söltunar frá fjarlægum miðum. Héðinn er sem kunnugt er sér- staklega útbúinn til slíkra flutninga á fersksíld og eru menn vongóðir um að þessi tilraun sem síldarútvegsnefnd s'tendur fyrir muni takast vel. í frétt frá Síldarútvegsnefnd segir: „Síldarútvegsnefnd á- kvað á fundj 22. f.m. að láta gera ýmsar tilraunir með flutning síldar til söltunai frá fjarlægum miðum. Samið hefur verið við eigendur m/s Héðins frá Húsavík um að eftirfarandi tilraunir verði gerðar samtimis um borð i skipinu: 1. — Að hausskera og slóg- draga og salta á ýenjulegan hátt vegna samanburðar 10 tunnur: a) 5 tunnur verði lagðar niður á venjulegan hátt, b) 5 tunnur verði skúfflaðar. 2. — að salta í 5 tunnur heila síld og skúffla v/samanburðar. 3. — að ísa í kassa heila síld: a) m/10 kg. ís á móti 100 kg. af síld (nægil. magn í 5 tnr. útfl. pakk:). b) m/20 kg. ís á móti 100 kg af síld (nægil. magn í 5 tnr. útfl. pakk.). c) m/30 kg. ís á móti 100 kg. af síld. (nægil. magn í 5 tnr. útfl. pakk.). 4. — að ísa í stíur skipsins á tilsvarandi hátt eftir því sem við verður komið. 5. — að setja sildina haus- skorna og slógdregna í fullsterk- an pækil í kör með mism. dýpt og/eða venjulegar síldartunnur. (Magn samsvarandi 5 útfl. pökk. tunnum). — Framhald á 9. síðu. Kínverjar og Indverjar kenna hvor öðrum um upptökin og segja túlkun andstæðingsins á atburðunum firrur einar. Kín- verjar hafa sent Indverjum við- vörun um að „rangmeta ekki að- stæður og endurtaka ekki yfir- sjónir ársins 1962“ en þá kom til harðra bardaga á landamær- um ríkjanna- Indverjar hafa lagt til að yfirmenn herliða á þessum slóðum komi saman til að ræða ástandið. Þá hefur indverska stjórnin lýst því yfir, að Kínverjar séu að reyna að stofna til átaka á lándamærasvæði sem aldrei hafi verið umdeilt og heldur því fram að Kína hafi aldrei dregið nú- verandi landamæri Kina og Sikk- ims í efa. Vamarmálaráðherra Indlands, Dasai, lýsti því yfir í dag, að Indland væri nú miklu betur búið undir átök við Kína en 1962, og dró í efa að atburðim- ir í Sikkim mundu leiða til al- varlegrar styrjaldar. í dag kom til minniháttar mótmælaðgérða við sendiráð Indlands í Peking, en bifreiðir, fullar með hermenn, voru á varðbergi til að skakka leikinn. . .. Erlingur Gíslason og Gunnar Eyjólfsson í hlutvcrkum sínum í Galdra-Eofti. Galdra-Loftur frumsýndur í Þjóðleikhúsinu 17. þ.m. □ Allmargar bækur eru væntanlegar á næstunni og fram eftir vetri frá bókaút- gáfunni Helgafelli. Þær bæk- ur sem búast má við fyrst- um á markaðinn. eða í næstu viku, eru nýjar útgáfur af Heimsljósi og Undir Helga- hnúk eftir Halldór Laxness og Ásverjdsaga, sagnfræðirit eftir Arnór Sigurjónsson. Af skáldsögum ungra höfunda, 6em nú era í prentun má nefna Ástir samlyndra hjóna, 12 laus- tengda þætti eftir Guðþerg Bergsson, lslandsvisu eftir Ingi- mar Erlend Sigurðsson, og Vetr- arbros eftir Þorstein Antonsson, ungan höfund frá Húnavatns- sýslu. Er þetta fyrsta þók Þor- steins. Nokkrar ljóðabækyr verða einnig gefnar út af Helgafelli í haust og vetur; heildarsafn á ljóðum Tómasar Guðmundssonar verður endurprentað en það kom út 1961 og nýjar ljóðabækur koma út eftir Jón ’ úr Vör, Jónas Svafár og Halldóru B. Bjöms- son, auk þess verður ef til vill gefin út aftur fyrsta ljóða- bók Hannesar Péturssonar- Magnús Á. Ámason hefur rit- að minningar um ýmsa þekkta menn og kemur sú bók út í vet- ur. Þá er væntanleg ævisaga Ein- ars Sigurðssonar ríka og ritar hana Þórbergur Þórðarson. Enn eru ótaldár nokkrar merk- ar bækur sem nú er verið að undirbúa útgáfu á svo sem skáld- sögur eftir Njörð P. Njarðvík, Odd Björnsson, Sigurð A. Magn- ússon og Svövu Jakobsdóttur. Og enn leiða þeir Jökull Jakobsson og Baltasar saman hesta sína, Jökull skrifar og Baltasar teikn- ar bók um Vestmannaeyjar. □ Fyrsta frumsýningin á þessu leikári í Þjóðleikhús- inu verður næstkomandi sunnudag og verður þá frum- sýnt hið gamalkunna leikrit Jóhanns Sigurjónssonar, — GALDRA-LOFTUR. — Með hlutverk Galdra-Lofts fer Gunnar Eyjólfsson og Krist- b'jörg Kjeld leikur hlutverk Steinunnar. — Leikstjóri er Benedikt Árnason. □ Að þessu sinní verður hljómlist Jóns Leifs flutt með leiknum í fyrsta skipti, en nú eru'liðin 50 ár síðán Jón Leifs samdi tónlist við Galdra-Loft. Verður Páll P. Pálsson hljómsveitarstjóri og hljómsveitina skipa meðlim- ir úr Sinfóníuhljómsveitinni. Þetta mun vera i fimmta skipti sem leikhús Reykjavíkur sýna Galdra Lof og fjórir kunnir og mikilhæfir leikarar hafa glímt við þetta erfiða og eftir- sótta hlutverk, sagði Guðlaugur Rósinkranz, Þjóðleikhússtjóri á fundi með blaðamönnum í gær, en þar var einnig staddur Jón Leifs, höfundur tónlistarinnar við Galdra-Loft, Páll P. Pálsson, hljómsveitarstjóri, Benedikt Áma son, leikstjóri og Gunnar Eyjólfs- son, sem leikur Galdra-Loft nú í þriðja skipti. Fyrst var Galdra-Loftur sýndur hjá Leikfélagi Reykjavíkur 26. desember, 1914 og þá lék Jens Waage titilhlutverkið en Stefania Guðmundsdóttir lék hlutverk Steinunnar. Leikurinn var sýnd- ur aftur nokkmm sinnum árið 1916, með sömu leikurum. Nsfest sýndi Leikfélag Reykjavíkur Galdra-Loft 1933, og þá lék Indriði Waage aðalhlutverkið og Soffía Guðlaugsdóttir lék Stein- unni. 1948 var leikritið sýnt hjá L.R. og lék Gunnar Eyjólfsson þá Galdra-Loft í fyrsta sinn. en Framhald á 9. síðu. Hvað geríst á fundi samgöngu- málaráðherra SAS-landa í dag? f dag muwu samgöngu- málaráðherrar SAS-landanna svonefndu, Danmerkur, Nor- egs og Svfþjóðar, koma sam- an til fundar í Kaupmanna- höfn og ræða sameiginlega afstöðu stjórnarvalda þessara þriggja landa í Loftleiðamál- inu, þ.e. máli þ-ví sem risið hefur vegna takmarkana á heimild hins islenpka flugfé- lags til Norðuriandaflugsins. Eins og Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá, hafa sænsku stjómarvöidin staðið fastast gegn því að lausn fengist á málinu sem viðunandi væri fyrir íslendinga og Loftleiðir. Dönsk) og þó einkum norsk stjórnarvöld em sögð vilja leysa málið,. en fram til þessa hafa' Svíarnir mótað sameig- inlega afstöðu SAS-landanna í málinu. Fái Oitof Palme, sænski samgöngumálaráðherrann enn eínu sinni kollega sfna í Dan- mörku og Noregi á sitt band í Loftleiðamálinu, má búast við að það verði torleyst í bráð. Og þá kæmust íslenzk stjómarvölld ekki hjá þvi að taka afdráttarlausari ákvarð- anir í sambandi við málið en hingað tiL

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.