Þjóðviljinn - 17.09.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.09.1967, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVILJIOT7 — Sunmudagur 17. september 1967. Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- Magnús Kjartansson, urinn. < Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustíg 10. Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr- 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7.00. Landsprófíð jþað hefur að vonum vakið athygli) að Morgun- blaðið tók upp á því í síðustu viku að skrifa um skólamál í gagnrýnistón t.d. á miðvikudaginn. En þar er þó kafli, sem fæstir skólamenn geta tek- ið undir. Niðurstaða greinarhöfundar er sem sé sú, að landsprófið sé hemillinn á menntun æsku- fólks, og það verði skilyrðislaust að hverfa. Það ber að hafa í huga að þessi ályktun birtist í nokk- urs konar pólitískri forystugrein stjómarflokks. JJJiklu minni hluti hvers árgangs íslenzks æsku- fólks lýkur stúdentsprófi en gerist í grann- löndum okkar, og er það vissulega alvarleg stað- reynd. Ein ástæðan til þess er vitanlega sú að óeðlilega mikið hefur verið útilokað frá stúdents- prófi í gegnum fallgildrur landsprófsins og menn'ta- skólanna. En þó fáir ljúki stúdentsprófi eru enn færri sem ljúka síðan háskólanámi, en stúdents- prófið sem slíkt gefur mjög takmörkuð réttindi. Ástæðan 1 þessu tilviki er vitanlega sljóleiki yf- irvalda gagnvart fjárhagsafkomu stúdenta. J^andsprófið í sinni núverandi mynd er mjög gall- að. Þar mun að verulegu leyti lögð áhérzla á minnisatriði; ályktunarhæfni eða kunnátta við að fletta upp í handbókum er í engu þjálfuð. Auk þess má segja að óeðlilega stór hópur falli á lands- prófinu og ráða því oft annarleg sjónarmið að svo er. Hins vegar er engu að síður nauðsynlegt að hafa slíkt landspróf inn í menntaskólana, það er samræmt próf yfir allt landið. Þannig er auð- veldara en ella að tryggja að allir þeir unglingar, sem hafa hug á námi í menntaskóla eða hliðstæð- uim stofnunum fái jafnan rétt til að þreyta próf inn í þá skóla. Landsprófið verður að laga, eins og reyndar flest önnur þrep skólakerfisins, en afnám þess leysir engan vanda, heldur er þvert á móti hætt við að það auki á misréttið, nema fræðslu- kerfinu verði gjörbreytt frá því sem nú er. Ungir fístamenn gíðustu vikur hafa verið haldnar nokkrar mynd- listarsýningar á vegum ungra listamanna, bæði sýningar á málverkum og „skúlptúr“. Þessar sýn- ingar eru ánægjulegur vottur um nýja krafta í menningarlífi þjóðarinnar. Unga fólkið, sem að þessum sýningum stendur, hefur oft mætt fordóm- um og jafnvel hneykslun góðborgarans. En full ástæða er til að hlynna að hvers kyns íistsköpun og eiga hinir ungu listamenn ekki síður skilið að þeim sé réttur stuðningur en þeir sem eldri eru. Fordómar leysa engin vandamál. — sv. & Jóhann Páll Árnason: Nýkapítalismi og verka- lýðshreyfing á Ítalíu Meðal Vestur-Evrópulanda hafa pólitísk áhrif verkalýðs- hreyfingarinnar öll eftirstríðs- árin verið einna sterkust á ftalíu. Þó má á síðari árum segja um ítalíu hið sama og önnur kapítalísk lönd: að verkalýðshreyfingin hefur ekki verið fær um verulega pólitíska sókn, heldur þegar bezt lét haldið í horfinu, og næstu framtíðarhorfur hennar eru nokkuð óljósar. ftalski kommúnistaflokkur- inn hefur síðaStliðna tvo ára- tugi verið þungamiðjan í verkalýðshreyfingu landsins. Fyrst eftir stríðið var vand- séð, hvor af hinum tveim verkalýðsflokkum myndi verða ofan á í samkeppninni um þessa aðstöðu, en . árin 1946 og 1947 höfðu kommúnistar smátt og smátt betur og nutu þar betra skipulags og fast- mótaðri stefnu. Síðan hefur styrkleiki flokksins ekki tekið verulegum breytingum (félög- um hefur ’ að vísu fækkað nokkuð síðan 1953, er þeir voru flestir,- en atkvæðum fjölgað hlutfallslega.) Á hinn bóginn hafa heildaráhrif flokksins í þjóðfélaginu minnkað eftir að samstarfinu við sósíalista sleit, enda þótt tengslin milli flokks- ins og hins þjóðfélagslega um- hverfis hafi ætíð verið nánari og áhrifin meiri á báðar hliðar en sagt verður um þann flokk t.d., sem helzt er sambærileg- ur að styrkleika til, franska kommúnistaflokkinn. Kommúnistar voru hraktir úr ríkisstjóm ítalíu árið 1947, eins og í Frakklandi, en það hafði þó ekki sömu þýðingu í báðum löndunum. f Frakklandi var þetta upphafið að póli- tískri einangrun kommúnista- flokksins, sem stóð í nærri tvo áratugi; á Ítalíu fóru sósíalist- ar úr stjóm ásamt kommúnist- um og bandalag flokkanna hélzt enn í níu ár. Það var ekki stjómarbreytingin 1947, heldur kosningamar ári síðar,. sem réðu úrslitum í ítölskum stjómmálum. í þessum kosn- ingum mynduðu kommúnistar og sósíalistar alþýðufylkirigu og buðu sameiginlega fram. i, ...... i . FYRRI HLUTi Bjartsýnustu fylgismenn þeirra töldu hugsanlegt að þeir fengju hreinan meirihluta at- kvæða. Aðrir töldu, að þeir gætu gert sig ánægða með 40i%. Úrslitin urðu þeim mikil vonbrigði: Alþýðufylkingin fékk tæpan þriðjung atkvæða, en kaþólski flokkurinn nærri helming og hreinan meirihluta á þingi. Höfuðuppistaðan í kosninga- áróðri kaþólskra hafði verið sú fullyrðing. að á f talíu mundi gerast nákvæmlega hið sama og gerzt hafði þá skömmu áð- ur í Austur-Evrópulöndunum, ef alþýðufylkingin _ færi með sigur af hólmi. Úrslit þing- kosninganna sýndu, að þessi áróður hafði sín áhrif langt inn í raðir þeirra. kjósenda sem studdu verkalýðsflokkana í bæja- og sveitastjórnakosn- ingum og sneru aftur til þeirra í síðari þingkosningum. Komm- únistar áttu erfitt með að verjast honum vegna þess í fyrsta lagi, að þeir studdu þá enn gagnrýnislaust allar at- hafnir stjórnarvaldanna í Aust- ur-Evrópu og í öðru lagi vegna þess, að þeir voru enn ekki farnir að hugleiða nauðsyn sér- stakrar ítalskrar leiðar til sósí- alismans. Kosningastefnuskrá alþýðufylkingarinnar lagði ekki til neinar nærtækar ráð- stafanir, er fært gætu þjóðfé- lagið í átt til sósíalisma; hún var of almenn og slagorða- kennd til að hAi gæti leitt verkalýðshreyfiqguna til sigurs. Á hinn bóginn lögðu þessar kosningar grundvöll að póli- tískri, einokun kaþólska flokks- ins, sem síðan hefur varla breytzt nema að nafninu til. Sannkaþólskir menn voru að sjálfsögðu í minnihluta meðal kjósenda hans; hinir studdu hann á þeim forsendum, að hann væri eina aflið, er stemmt gæti stigu við hættunni frá vinstri. Hinn öflugi efnalegi og siðferðilegi bakhjarl, sem hann átti í kaþólsku kirkjunni, gerði hann sjálfkjörinn til þessa hlut- verks og dæmdi þar með alla hina hægri flokkana (og sér í lagi frjálslynda flokkinn, fyrr- um aðalflokk borgarastéttar- innar á ítalíu) til áhrifalausr- ar skuggatilveru. Forystumenn kaþólska flokksins töldu þó að stuttu tímabili undanskildu hyggilegra að stjóma ekki,ein- ir sér, heldur í samstarfi við nokkra smáflokka (frjálslynda, repúblikana og oftast nær sósíaldemókrata.) Þetta breikk- aði grundvöll stjórnarinnar og kostaði þá engar verulegar til- slakanir; flokkurinn réð ætíð því, sem hann vildi ráða í stjómarsamstarfinu. Næstu þingkosningar, árið 1953, ætlaði kaþólski flokkur- inn að nota til að tryggja erin betur völd sín og skerða mjög verulega lýðræðislega stjómar- hætti. Þingið samþykkti frum- varp um breytingu á kosninga- lögunum, þess efnis, að ef ein- hver flokkur eða flokkabanda- lag fengi hreinan meirihluta atkvæða, skyldu koma i hans hlut tveir þriðju hlutar þing- sæta. Ef þessi breyting hefði náð fram að ganga, hefði hún breytt ítölskum stjómmálum mjög í afturhaldsátt; hún hefði styrkt þann arm kaþólska flokksins (Scelba o.fl.), sem harðast barðist fyrir aftur- hvarfi til hálffasískra stjórnar- hátta, í líkingu við þá, sem tíðkuðust í Grikklandi. Kosn- ingarnar leiddu þins vegar í ljós, að verulegur hluti af kjós- endum kaþólska flokksins vildi ekki fylgja honum á þessari braut. Kosningabandálag stjórn- arflokkanna fjögurra náði ekki hreinum meirihluta atkvæða, og þar með var lagabreytingin dauð og ómerk. Kosningarnar 1948 og 1953 höfðu þannig. markað hið póli- tíska þrátefli verkalýðs og borgarastéttar, sem einkfenndi ítölsk stjórnmál um áratug eftir það. Annars vegar hafði það reynzt verkalýðshreyfingunni um megn að knýja fram nokkr- ar róttækar breytingar á þjóð- félaginu; á hinn bóginn gat hún hindrað borgarastéttina í að

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.