Þjóðviljinn - 17.09.1967, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.09.1967, Blaðsíða 6
0 SÍDA — ÞJÓÐVTXJINJí — Surmudagur 17. september 1987. 1' - ■ ■■ :• Óskar Sigurjónsson leiðangursstjóri (til hægri) og Ólafur ögmunds son frá Vík við „Gula kafbátinn“. Fyrsta bílferð á þessum árstíma og fyrsta ferð yfír hina nýju brú á Jökulsá að vestanverðu f örstuttu viðtali við Þjóð- viljann segist Óskar Sigur- jónsson vera mjög ánægður með ferðalagið. — Þetta er sjöunda eða áttunda ferðin mín í Öræf- in og önnur í Homafjörðinn. En þetta er fyrsta ferðin á þessum árstíma og reyndar fyrsta ferð yfir þessa nýju brú vestan frá. Þetta hefur gengið ágæt- lega og hafðist m.a. með að- stoð Ólafs Ögmundssonar frá Vík, sem var á trukknum, en hann er þaulvanur að fást við þessi vötn. — Hvemig leið þér þegar» byrjaði að grafa undan bfln- um í Súlu? — Eigum við nokkuð að vera að minnast á það?! — Hvað er erfiðast við svona ferðir? — Sandbleytumar eru var- hugaverðastar. Ferðir yfir sandinn em venjulega fam- ar síðari hluta vetrar eða á vorin og undanfarin þrjú ár hef ég farið 2 til 3 slíkar ferðir á þeim árstima. Á öðr- um árstímum hef ég orðið að láta mér nægja að horfa aust- uryfir þar til nú, en ég er með fastar áætlunarferðir að Kirkjubæj arklaustri. Það er bezt að gefa engar ráðleggingar, en eftir þessa reynslu má segja að þetta sé hægt á stórum bílum, en varla mundi ég telja það jeppafært nema á vorin, svo ekki sé minnzt á aðra smærri bíla. — Hefurðu trú á að þessi vötn verði brúuð? — Áreiðanlega, það er eng- um vandkvæðum bundið ef fjármagn er fyrir hendi. En það kostar mikið. YFIR SKEIÐARARSAND * Fyrir hálfum mán- uði, laugardaginn 2. september, fór 25 manna flokkur Rangæ- inga austur í Homa- f jörð. Ekkert er svo sam merkilegt við það í sjálfu sér, en þessi hópur fór leið sem yfir- leitt er ekki talin fær á þessum árstíma, nefnilega stytztu leið- i ina, austur yfir sanda. * Sennilega er þetta í fyrsta sinn seon þessi leið er farin hjálpar- laust á þessum tíma árs og rekur þá hvert högg- ið annað: fyrr í sumar var leiðin farin í fyrsta sinn að sumarlagi, en þá var með í ferðum svokallaður vatnadreki, flutti fólkið og dró bíl- ana yfir vötnin. * Leiðangursstjóri í ferð Rangæinganna og raun- ar upphafsmaður henn- ar var Óskar Sigurjóns- son bílstjóri, sem ann- ars sinnir þeim daglega starfa að flytja fólk milli Reykjavíkur og Rangárvalla með sér- leyfisbílum Austurleið- aj: sem hann starfræk- ir ásamt bræðrum sín- um á Hvolsvelli. Það var eiginlega einn af sonum Ósikars sem fékk hann til að fara þéssa ferð. Hann hefur" í sumar unnið með Jón- asi brúarsmið Gíslasyni og stakk upp á því við föðursinn, að það gæti verið nógu gaman fyrir hann og fleiri að koma til vígslu brúarinnar yfir Jök- ulsá á Breiðamerkursandi og verða þar með fyrstur til að koma yfir þá brú á austurleið. Óskar var strax til f þetta og ákvað að gefa sveitungum sinum kost á að fara með og fyllti bflinn af kátum Rangæ- ingum á aldrinum 12 ára fram- undir áttrætt. Ekki þótti þó fært að fara slíkar svaðilfarir einbíla og slóst því með í för- ina Ólafur Ögmundsson frá Ví>k á trukk sínum miklum, gulum að lit, sem hlaut nafnið „Guli kafbáturinn“ áður en lauk. Fór enda svo að hvor V Hanncs Jónsson bóndi á Núpsstað sýndi okkur bænhúsið farna- ■■■■■■ :: yyý'-íM i'mm AJdursforsetarnir f ferðinni: Sigurður Finnbogason á Stöðlahóll í Fljótshlfð (til vinstri) og Helgi Pálsson, Ey, Landeyjum. bfUinin þurfti að draga hinn upp úr einu sinni f ferðalag- inu. Þrjá tíma yfir Skeiðará Tíu tima tók ferðin frá Kirkjubæj arklaustri austur að Jökulsá. þar af fóru þrír tím- ar í Skeiðará, sem var mjög vatnsmikil. Þar festist trukkur- inn í einni ,kvíslinni og þurfti að draga hann upp. Ekki voru ferðalangar þó þreyttari en svo að þeir fóru beint á brúarball- ið er austur kom, en það stóð fram á nótt. Daginn eftir var haldið til Hornafjariðar og yfir Almannaskarð austur að Stafa- felii. Fæstir höfðu komið á þessar sjóðir áður, þó var með í ferðinni einn borinn og barn- fæddur A-Skaftfellingur, Helgi Pálsson, bóndi á Ey í Land- eyjum, og hafði hann or-ð áað allt hefði barna breytzt ssðaa hann var bam, bæði dautt og lifandi. Þótti engum mikið þótt hið Jifandi hefðd tekið einhvarj- um stakkaskipt.um, en þarna eru .nú horfnar heilar jökul- breiður og komin í ljós fiöH og fell sem áður voru hulin jökli auk jökulaldanna á sönd- unum og fljótanna sem sífellt Myndir og texti: vh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.