Þjóðviljinn - 20.09.1967, Side 1
Miðvi’kudagiir 2>’0. septeiaber 19*67 — 32. árgangur — 210. tölublað.
Saga sjónvarpsmálsins í stérum dráttum
Eins og kunnugt er vannst sá
merki sigur í baráttunni gegn
dátasjónvarpinu á Keflavíkur-
flugvelli nú í haust, aö 15. þm.
voru geröar ráðstafanir til þess
að senddngar þess skyldu ekki
lengur sjást nema á flugvellin-
um og í næsta nágrenni hans.
Að vísu munu þær ráðstafanir
ekki hafa reynzt nægilega halld-
góðar þannig að enn sjást.send-
ingar Keflavfkursjónvarpsins
allvel, a.m.k. á sumum stöðum
hér í Reykjavík, en ekki er á-
stæða til að ætla annað en að
hernámsstjórinn á Keflavíkur-
flugvelli standi við þá yfirlýs-
ingu sem hann hefur gefið op-
inberlega, að séð verði til þess
að Keflavfkursjónvarpið sjáist
alls ekki á Reykjavfkursvæðinu.
Þessi sigur hefur ekki verið
unninn átakalaust og er saga
baráttunnar gegn dátasjónvarp-
inu og innrás þess í íslenzka
menningarhelgi orðin allllöng. Á
5. síðu Þjóðviljans í dag er birt-
ur fyrrihluti greinar þar sem
saga þessa máls er rakin í stór-
um dráttum og mun niðurlag
hennar birtast hér í blaðinu á
morgun.
i<s>
Ftntdurtnn um LofHeiðomálið stóð sleitulaust í 14 klukkustundir:
Tílboi SAS-landanna óhagstætt Loft-
leiðum, afstaða til þess tekin síðar
•••:•••••
Félagsfundur ve-rður haldinn í dag klukkan 201,30 að Hótel Sögu.
Ðagskrá fundarkis verður:
x ■ Kosning fulltruaráðs.
■ Haustannir: „Betri er ein haustbreiðs'la en tvær vwhreiðslur"
Guðmundur Ágústsson ræðir um starfið í haust.
■ Loftur Gutiormsson flytur ávarp: Áfanga náð.
■ Magnús Kjartansson flytur ræðu: Tímamót.
■ Frjálsar umræður.
Kaupmannahöfn 19/9 — Frá fréttamanni Þjóðviljans. — Ráðherrafundinum^
um Loftleiðamálið lauk ekki fyrr en um kl. 5 í morgun og hafði þá stað-
ið með stuttum hléum í 14 klukkustundir.
í fundarlok kom fram nýtt tilboð af hálfu fulltrúa SAS-landanna þar sem
gert er ráð fýrir að Loftleiðir fái að pota . Rolls Royce 400 vélar sínar til
Skandinavíuferða tvisvar til þrisvar í viku með takmörkuðum farþega-
fjölda og 10% lægri fargjöldum en nú gilda í Bandaríkjáflugi hjá IATA-
flugfélögunum.
íslenzku ráðherrarnir er fundinn sátu sögðust telja tilboð þetta eftir at-
vikum viðunandi en stjórnarmenn Loftleiða fóru ekki dult með vonbrigði
sín, tóku þó mistmunandi djúpt í árinni, en lögðu allir áherzlu á að ekki
yrði tekm afstaða til tilboðsins af félagsins hálfu fyrr en að loknum fundi
umboðsmanna Loftleiða á Norðurlöndum, er haldinn verður í Reykjavík
innan fárra daga. Afstaða Loftleiða mun að öllu forfallalausu liggja fyrir
þégaíH forsætisráðherrar Norðurlanda koma saman til fundar síns í byrjun
næsta mánaðar. , *
★ Þegar fundiuum lauk í
morgun var gefin út fréttatil-
kynning um viðræðurnar þar
sem skýrt er frá tilboði SAS-
landanna. í því er gert ráð
fyrir að Loftleiðir fái að
fljúga Rolls Royce 400 vélun-
um þrisvar í viku um sumar-
tímann eða sjö mánuði ársins
en tvisvar í viku vetrarmán-
uðina. í samningunum frá
1960 var flug Loftleiða tak-
markað við 5 vikulegar
Skandinavíuferðir yfir sum-
artímann en 3 að vetrarlagi.
★ Þá gerir tilboðið ráð fyrir
takmörkuðum farþegafjölda í
Skandinavíuferðum, þannig
að hámarksfarþegafjöldi í
hverri ferð yfir sumarið sé
160 «tt 114 í vetrarferðunum.
Miðað við ferðir DC6B vél-
anna gömlu er um nokkra
aukningu sætafjölda að ræða
í sumarferðunum samkvæmt
tilboðinu, þ.e. úr 425 sætum
í 480, hins vegar lækkar far-
þega„kvótinn“ í vetrarferð-
unum um 27 á viku sam-
kvæmt tilboðinu. í tilboðinu
er lika kveðið á um það, að
Loftleiðir geti ekki boðið
meira en 10% lægri fargjöld
á ferðum milli Bandaríkjanna
og Skandinavíu og er enginn
munur gerður á árstimum. í
dag er fargjaldamismunurinn
13% í sumarferðum en 15%
í vetrarferðum.
★ Tilboð það sem Iagt var
Jén Bþrnason látinn
Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason, fyrrverandi
fréttaritstjóri Þjóðviljans, lézt í
gærmorgun. Eins og getið héfur
verið um í fréttum var ekið á
Jón, þegar hann var að ganga
yfir merkta gángbraut á Hring-
brautinni, s. I. miðvikudag. og
mciddist hann mjög mikið. Hcf-
ur hann síðan legið á sjúkrahúsi
þungt haldinn.
Jón fæddist 5. marz 1909 að
Laugum í Hvammssveit. Hann
lauk kennaraprófi 1931 og stund-
aði síðan kennslu um skeið. Ár-
ið 1941 varð hann blaðamaður
við Nýtt dagblað, sem gefið var
út meðan Þjóðviljinn var bann-
aður, en gerðist síðan bHaðamað-
ur Þjóðviljans 1942. • Jón var
fréttaritstjóri Þjóðviljans um 18
ára skeið, frá 1946 — 1964, en
síðan var hann ritstjóri Sunnu-
dags þar til Þjóðviljinn varð að
leggja niður þá útgáfu vegná
fjárskorts. Jón var um margra
ára skeið ritari Blaðamannafé-
lags Islands, x>g formaður Blaða-
mannafélags íslands var hann
1951 óg 1957.
Jóns Bjamasonar verður áíð-
ar minnzt hór í ÞjóðwVjívnum.
fram af hálfu íslenzkra stjórn-
arvalda á utanrikisráðherra-
fundinum í apríl sl. bljóðaði
hins vegar upp á 10% far-
gjaldamun á sumarferðum en
13% á vetrarferðum. Loks er
þess að geta að tilboð þetta
af hálfu SAS-landanna stend-
ur Loftleiðum opið til 1. apríl
næsta vor.
Sem fyrr var sagt töldu ís-
lenzku ráðherrarnir, þeir Emil
Jónsson utanríkisráðherra og Ing-
ólfur Jónsson samgöngumálaráð-
herra, að una mætti við þetta
tilboð SAS-Iandanna; tekizthefði
að þoka málinu í rétta átt, bó
sanngjörnum kröfum íslendinga
hefðd ekki verið sinnt eins og,
skyildi.
Loftleiðamenn
óánægðir
Loftleiðamenn voru hins veg-
ar ekki eins ánægðir með úrslit
fundarins; Kristján Guðlaugsson
formaður Loftleiða, Sigurður
Helgason varaformaður, Kristinn
Ólsen meðstjórnandi, Gunnar
HeHgason fulltrúi og Sigurður
Magnússon blaðafulltrúi hörm-
uðu allir að ekki skyldi betur
takast að fá viðsemjendur okk-
ar til að fallast á augljós rök
'íslendinga í máiinu (Samanber
Þjóðviljann 7. þm.), en tóku
jafnframt fram, að félagsstjórn-
in hefði enga afstöðu tekið tiTtil-
boðsins og það yrði ekki gert
fyrr en að loknum fundi um-
boðsmanna Loftleiða á Norður-
löndum með stjórn félagsins, en
sá fundur verður haldinn í
Reykjavík í lok september.
Framhald á 7. síðu.
Athyglisverð tilraun með
flutning á ísvarinni síld
SIGLUFIRÐI 19-/9 — Sem ktunrtugt er hefur svo til engin
síldarsöltun átt sér stað á þessu sumri og eru ekki taldar
miklar líkur til að úr rætist. Gjaldeyrisverðmæti saltsíld-
ar sem framleidd var árið 1966 mun hafa verið um 500
mi'ljónir íslenzkra króna. Augljóst er að í þessu máli skap-
ast hreinlega vandræðaástand, ef ekki verður hið bráðasta
ráðizt í að flytja ísvarða síld til söltunar í stórum stál. Ber
þar margt til eins og Þjóðviljinn hefur áður bent á.
Hætt er við að erfitt reynist
að halda saltsíldarmörkuðum
okkar, ef við getum ekki flutt
út síld upp í fyrirframgerða
samninga. Eins og verðlag er nú
á flestum öðrum afurðum okk-
ar verður 500 miljón króna
gjaldeyristap erfiður baggi að
bera.
Vandræðaástand er nú þegar
í atvinnumálum norðanlands og
austan af þessum sökum. Sá
síldariðnaður (sildarniðurlagn-
ing) sem byggzt hefur upp norð-
Alþýðubandalagsskemmtunin á Suðurlundi
Alþýðubandalagið í Suðurlandskjördæmi efnir til skemmtunar í Leik-
skálum í Vík í Mýrdal næstkomandi laugardagskvöld, 23. september.
Dagskrá skemmt'unarinna.r ve-rður auglýst síðatr .
anlands undanfarin ár er ýmist
þegar stöðvaður eða að stöðv-
ast vegna hráefnisskorts.
Það er athyglisvert, að þrátt
fyrir þessar staðreyndir hafa
stjórnarvöldin enn ekki viljað
veita rikisábyrgð til kaupa á sér-
staklega byggðú skipi sem flytti
ísvarða sild af miðunum til sölt-
unar.
Hér á Siglufirði hefur tvíveg-
is undanfarna daga verið sölt-
uð ísvarin síld sem flutt var
þriggja til fjögurra daga leið til
hafnar. Hinn 16. þ.m. kom ns.
Anna SI með síld í annað skipt-
ið á sumrinu til söltunar >,f
miðunum, í þetta sinn með u.þ.b.
70o tunnur. Síldin var ísuð í
hillur í skipinu sjálfu án þess
að nokkur sérstakur útbúnaður
annar • væri notaður. Síldin
reyndist góð til söltunar og var
saltað í um það bil 330 tunnur
af farminum, mestmegnis fyrir
Niðursuðuverksmiðju ríkisins.
Það athyglisverðasta sem gert
hefwr verið í þessu máli í sumar
Ffcamhald á 7. síðu.