Þjóðviljinn - 01.10.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.10.1967, Blaðsíða 7
SuenðaeMr 1. ofctsSber 1087 — ÞJÖBVmJíINN — SlÐA J ) Kvlkmyndlir Thomas More (Paul Seofield) gengrur til höggstokks eftir að Kvikmyndin um Thomas More með Paul Scofield Ef önnur kvikmynd kemur jafngóð þá verður 1967 óvenjulega gott ár kvikmyndað leikrit þar sem sömu aðilar eigi hlut að máii -í báðum tilvikum — „AManof all seasons“ sprengi þann ramma af sér mjög glæsilega fyrir sakir næmrar tilfinningar lr:kstjórans fyrir sögu og bíóð- areinkennum. Zinneman er oft hrósað fyrir að kunna að sýna feril aðalpersónunnar á mynd- rænan hátt: um tteið og hinn orðsn jalli heimsmaður More breytist í þann mann sem hef- Vonandi er Fellini á allra vörum fyrir sakir „Júlíettu og andanna“ sem Laugarás- bíó hefur verið að sýna. Og kannski er ekki úr vegi að rifja upp, svo sem til skemmt- unar ýmislegt sem Fellini hefur látið sér um munn fara — og örlítið af því sem aðr-r ir segja um Fellini. Mér likar vel við mannlíf- ið, en mér leiðost mennta- menn eða ýmsir þeirra sem kalla sig menntamenn. Þeir hafa gaman af því að líma nákvæmt vörumerki á hvern mann: góður maður, slæmur maður. Hvernig' geta þeir þotzt komast að skoðunum mínum og hugsunum þegar ég hef ekki ákveðið að gera það sjádfur? Ég hef enga trú á því að Ijstamaður hugsi nákvæmlega. Þegar listamað- ur rökræðir um verk sitt er það af þeim sökum að ein- hver hefur neytt hann til þess. Og sjáið þér til .. mig lang- ar ekki til að hafa fastá- kveðnar hugmyndir um lífið eða sjálfan mig. Ég hefði gaman af að hafa tíma og peninga til að færa yfir á tjaldið eitthvað sígilt verk. Ég hugsa þá cinkum til Orlando Furioso og Don Qui- jote .... Ef til vill verður næsta mynd mín vísindaleg fantasía, hver veit .... Það var reyndar kirkjan sem vakti með mér tilfinning- ar fyrir leikhúsi. Þér vitið áð við höfðum svo mikið af hellgum mönnum og hátíðis- dögum í þessum hluta Italiu (Rirfiini, en þar fæddist Fell- ini), og kirkjumar eru skreytt- ar með mismunandi hætti fyrir hverjá hátíð. 'Og þegar ég var barn hljóp ég í kirkju á hverjum degi, ekki til að biðjast fyrir heldur til þess að sjá hvaða nýir fánar eda tjöld höfðu verið fest upp. Ég held ég hafi þaðan frum- hvata að starfi í leikhúsi. Hann hafði alltaf gaman að að því að teikna skopmyndir, sagðd móðir hans. Og hann var líka mjög flínkur í þessu. Og illkvittinn líka. Sumar þeirra voru svo hæpnár að ég varð að fela þær. Hann hafði alltaf hom í síðu yfiriætis- fullra manna. Fellini segir: Það er alltaf verið að skylda listamanninn til að útskýra hvað hann sé að fara. Ef svo merkilega skyldi vilja til að hann væri : einmitt á þeim buxum að ! segja sannleikann þá reynir ■ hann að hugsa rökrétt og ■ gefa heiðarlegt svar. Hann : getur aldrei gefið fullkomna : útskýringu. öðru hvoru getur ■ hann varpað Ijósi á aðeins ; eina hlið þess sem hann hefur j gert eða er að gera. Jafnvel þótt ég gerði kvik- ■ mynd um kolaflak mundi ■ hún reynast vera um mig. : öll list er tengd sjálfsævi- j sögu manns; perlan er sjálfs- ■ afvisaga ostrunnar. Ég fæst ■ aldrei við tilfinningar sem ég j hef ekki reynt sjálfur. En það ■ er ekkert sjálfsævisögukennt ■ í kvikmyndum mírrum ef þér ■ eigið við flata skýrslugerð eða j leiðinlegar, steinkaldar stað- : reyndir. Kvikmyndin er hvorki ný ; né list heldur. Kvikmyndin : er gömul væn^iskona eins og ■ sirkus og skemmtikraftasýn- ■ ingar, sem veit hvemig á að j veita mönnum margskonar : ánægju. Já, menn hafa reynt ■ að þvo henni í framan og : vekja upp virðingu fyrir j henni, en það er ófram- : kvæmanlegt. Menn hafa dreg- ■ ið hana inn af götunni og ■ stillt henni upp í gestastof- : unni með þykkt heimspekirit j í annarri hendi en tJtdrátt úr : Freud í hinni. En hún er engu ■ að síður gömul vændiskona. ; ■ ■ Og að lokum þetta. Ungur j óg alvarlega þenkjandi banda- ] rískur rithöfundur var nýlega ■ gerður út af útgáfufyrirtæki í ■ New York til að taka saman : ævisögu Fellinis. Hann kom j til ítalfu, vopnaður spánnýj- ■ um ljósmyndavélum og seg- ■ ulbandstækjum. Honum far- j ast svo orð um erfiði sitt: j Fellini er afleitur. Ég er með ] heilar hrúgur af segulbands- ■ viðtölum við aJJa .þá sem ein- ■ hverntíma hafa þekkt Fellini, j en það er samt ómögulegt að ] klessa bókinni saman. Engir ] tveir segja hið sama um ] hann, og hann segir sjálfur : fullkomlega þverstæða hluti : um sjálfan sig. FELLINl TALAR UM SJÁLFAN SIG Orson Welles leikur Woksey kardínála- ur ákveðið að halda fast við sannfæringu sína hvað sem það kann að kösta, hverfur úr verk- inu notalejki innimynda og við tekur snjór, vatn, himinn — mikilfengleg eilífð ytri náttúru. Scofield er ekki einn á báti í þessari mynd: Orson Welles lcikur Wolsey kardínála, Ro- bert Shaw Hinrik áttunda og Vanessa Redgrave önnu Bol- eyn. hann er sekur fundinn um „landráð“ Fanny Hill og Bibl- íunni á eid kastað Sú mynd dönsk sem einna mest hefur orðið umdeild síðari mánuði er „Gift“ — sem þýðir bæði „eitur“ og „hjónaband“. Þar segir frá ungri stúlku og foreldrum hennar. Þau eru svo- sem ágæt að flestu leyti nema hvað þau eru hætt að sinna kynferðislífi og eiginmaðurinn ^ stendur í hálfkáksdaðri við ' þjónustustúilku og einkaritara. Hann ætlar sér alls ekki að ríkja með harðstjórn yfir átján ára gamalli dóttur sinni en finnst að hún sé enn of ung fyrir alvarieg ástarævintýri. En svo ber við, að hún hittir ung- an stjórnleysingja sem lýsir þvi yfir glaðhlakkalega að hann hafi aðeins kynferðisk^an á- huga á henni og að allir ættu að sökkva sér í slíkan áhuga. Þegar hann gefur henni ó- 6tytta útgófu af Fanny Hill i afmælisgjöf, hendir faðir henn- ar bókinni f eld. Drengurinn spyr hver sé kristinn í húsinu og þegar hann fær engin svör hendir hann Biblíunni í efldinn. Faðirinn býður drengnum að gerast leigjandi i þeirri borg- aralegu sjálfsblekkingu að um- burðarlyndi geri foi'boðna á- vöxtinn ekki eins eftirsóknar- verðan. En þolinmæði hans þrýtur þegar ungi maðurinn sýnir konu hans „djarfa" heimatilbúna mynd sem dóttir hans tekur þátt í. Hann mölv- ar allar eigur piltsins og ber á honum. Myndinni lýkur á því að faðirinn situr með sam- vizkubiti inni f húsi og piltur- inn hringir bjöllunni til að fá aftur inngöngu. Sagt er að leikstjórann, Knud Leif Thomsen, skorti ekki frísk- lega fyndni í meðferð sinni - unggæðingslegum ákafa vn<*v fólksins og meiriyndri hræsni þeirra eldri. Hinsvegar er hon- um fundið það til foráttu að myndin sé langt of kaldranaleg og rökvfs, að undirstraumur sannra tilfinninga sé heldur en ekki rýr og af þeim sökum verði málflutningur allur íurðu einfaldur. ■ Gagnrýnandi brezka tímaritsins Films and Filming cemst svo að orði um þá kvikmynd sem Fred Zinnemann reíur gert um Thomas More (A Man for all seasons), að ií önnur mynd jafngóð komi fram á þessu ári þá sé ó- hætt að fuílyrða að árið 1967 hafi verið gott kvikmyndaár. ?aul Scofield hefur þegar hlotið fyrstu verðlaun fyrir leik sinn í þessari mynd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Vloskvu.' Thomas More var sextándu- aldarmaður, heimspekingur, húmanisti og stjórnmálamaður og gegndi ýmsum mikilvæg- um embættum í stjómartíð Hinriks konungs áttunda. Sá kóngur lenti í hatrömmum deilum við kirkjuná eins og menn rekur minni til, ekki sízt vegna kvennamála, og er þangað rakinn viðskiilnaður ensku kirkjunnar við Rómar- kirkju. Hinrik reyndi margt til að fá More til stuðnings við sig í deilum við páfa en mis- tókst — og fór svo að lokum að hann lét. áflífa More órið 1535. Til Mores hefur oft síðan verið vitnað þegar getið er um staðfestu manna við skoðanir sínar; hann var og höfundur frægs rits, Utopia, um sæluríki á ‘ jörðu og þar með einn af andlegum feðrum hinum fyrstu sósíalista. Kvikmyndin er gerð eftir samnefndu leikriti Roberts Bolts og hefur hann einnig tek- ið saman kvákmyndahandritið — og hefur að sögn tekizt að láta ekkert fara forgörðum sem máli skiptir. (Bolt gerði einnig kvikmyndahandrit að Arabíu- Lárusi og Doktor Zivago). Og Paul Seofield fór með aðalhlut- verk bæði í leikriti og kvik- mynd: gagnrýhendur segja að þetta sé í raun og veru í fyrsta sinn að þessi mikilhæfi sviðs- leikari komist aillur til skila á filmu. Og þar með sé tryggð varðveizla einhverrar glœsileg- ustu frammistöðu leikara sem nokkru sinni hafi sézt. Þá er sá . ótti talinn ástæðulaus að kvik- myndin verði ekki annað en Njósnarí leítar nýnazistaforíngja Pol (Alec Guinness) leggur Quiller lífsreglur um það hvernig hann á að komast I sámband við nýnazista. Njósnarar eru ertn í góðu gengi eins og kvikmyndahúsa- gestir munu kannast við — en hitt er og jafnvel vitað, að njósnakvikmyndir eru hver annarri ólíkar eins og himinn óg jörð. Það er óralangt frá stórfurðulegum og að líkindum háskalegum barnaskap James Bonds til ýmissa þeirra greind- arlegu mynda sem Bretar ejga til að setja saman um þetta viðfangsefni. Ein slík hlaut góða dóma ekki alls fyrir löngu — „Minn- isgreinar Quilllers" sem Mioha- el Anderson hefur gert eftir handriti Harolds Pinters. Þar segir fró fróðlegum spæjara, Quilller að nafni, sem fer sín- ar eigin leiðir til að komast að því hvar höfuðstöðvar foringjá þýzkrar nýnazistahreyfingar er að finna. Myndin býr yfir nauðsynlegum skammti af „spennu“, hæfilegu háði um njósnastarfsemi og einkum þá sem hana skipuleggja. Og per- sónum sem vel er hægt að fá áhuga á — ekki sízt er þær eru leiknar af Alec Guiness og Max von Sydow — sem leikur reyndar nýnazistaforingjann. George Segel fer með hlutverk Quillers. t í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.