Þjóðviljinn - 05.10.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.10.1967, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVTLJTNN — Fimmtudagur 5. oktðber 1967. i Ályktun Sósíalistafélags Reykjavíkur: Breytt stjórnarstefna, sem tryggi hagsmuni vinnandi fólks og sjálfsforræði þjóðarinnar □ Á almennum félagsfundi, sem haldinn var í Sósíalistafélagi Reykjavíkur í síðustu viku, flutti Steingrímur Aðalsteinsson, formað- ur félagsins, framsögu um ástandið í efnahags- málurn og stjórnmálum og síðan urðu umræð- ur um þau mál. Fundurinn samþykkti álykt- un þar sem lögð er áherzla á nauðsyn þess að .koma á raunhæfri samfylkingu alls þess fólks sem vill breyta um stjórnarstefnu í landinu. Ályktunin er í heild á þessa leið: Á undanförnum veltiár- um í þjóðarbúskap íslend- inga, þegar uppgripaafli og óvenjulega hátt verð á út- fluttum sjávarafurðum hefur leitt til þess, að þjóð- artek'jumar hafa vaxið um allt að 40% á fimm árum, hefur launafóik í landinu — sem með þrotlausri vinnu hefur staðið undir þessum mikla vexti þjóðar- teknanna — ekki flengið þær hækkanir á dagkaupi sínu, sem svarar til hinnar miklu dýrtíðar í landinu, heldur hefur það neyðzt til þess að sækja nokkurn hiuta af þessari auknu veltu með óhæfilega' löng- vinnudegi, þannig að um allt upp í helmingur af tekjum launþega er feng- inn fyrir eftir- og nætur- vinnu. Óðaverðbólgan, sem fylgt hefur þessari þróun, og takmarkalaus innflutn- ingur alls þess, sem verð- bólgubraskararnir hafa getað grætt á. hefur hins- vegar leitt til stöðugt vax- andi erfiðleika í atvinnu- lífinu — jafnt hjá útflutn- ingsatvinnugreinum, þrátt fyrir mjög hagstætt verð- lag á útflutnin.gsvörum, sem hjá iðnaðar- og þjón- ustufyrirtækjum, sem byggja á innanliands- markaði, en þola ekki samkeppnina við hinn ó- hefta innflutning. Nú, þegar verðlag á veigamiklum útflutnings- vörum hefur lækkað veru- lega, vaxa enn þessir erf- iðleikar atvinnuveganna — og krefjast úrlausnar. Ríkisstjómin, sem með állri stjómarstefnu sinni undanfarin ár á sök á þessum erfiðleikum a,t- vinnuveganna, hefur þeg- ar lýsjt þvi yfir, að hún hyggst leysa erfiðleikana á þann veg að skerða lífs- kjör fólksins. Það væri þó sannarlega að heng'ja bakana fyrir smið. Sósíalistaflokkurinn — sem forustuflokkur hins vinnandi fólks — verður að beita öllu afli sínu gegn slíkri lausn á vanda- málum atvinnulífsins. Til þess verður flokkurinn að skapa sér sameiginlega skoðun á því, hvernig leysa beri vandann — og fylkja síðan fjöldanum til baráttu fyrir þeirri lausn. Sósíalistafélag Reykja- víkur telur þess vegna, að Sósíalistaflokkurinn verði — á svo skömmum tíma sem frekast er .unnt — að vinna upp stefnu- skrá um lausn efnahags- málanna í samræmi við hagsmuni hins vinnandi fólks á grundvelli óskor- aðs sjálfsforræðis íslenzku þjóðarinnar. Með slíka stefnuskrá sem samstarfsgrundvöll, ber flokknum síðan að snúa sér til samtaka fólks- ins og fá þau til að taka saman höndum í sameig- inlegri baráttu fyrir við- hlítandi 'lausn þessara málat Komá þar að s'jálfsögðu í fyrstu röð samtök verka- lýðsins sjálfs — Alþýðu- sambandið og aðrar stofn- anir verkalýðssamtakanna — en einnig önnur f jölda- samtök. svo sem sam- vinnuhreyfingin, sem á í vök að verjast, einkum með iðnaðarfyrirtæki sín — og að meira eða minna leyti samtök þeirra at- vinnugreina^ sem við mesta erfiðleika eiga að glíma. Loks ber einnig — á þessum grundvelli — að leita samstöðu við þau stjórnmálasamtök, sem kynnu að vera fáanleg til að aðhyllast slíka stefnu- skrá. Markmiðið. á að vera að koma á raunhæfri sam- fylkingu alls þess fólks, sem vill breyta um stjórn- arstefnu í landinu. Þegar slik samfylking tekst, á hún vísan sigur í almenn- um kosningum og getur markað stefnu og þróun bjóðmálanna“ I Minningarorð Magnús Þórarínsson kennari Magnús Þórarinsson var Austfirðingur að ætt og fædd- ur að Hrafnabjörgum í Hjalta- staðaþinghá 14. nóv. 1897. Hann var því nær sjötugur. þegar hann andaðist. Kvæntur var hann Önnu Sjg- urpálsdóttur frá Hóli í Breið- dal og áttu þau heimili þar um nokkur ár. Þau eignuðust tvo syni: Gunnar Þór og Pál, sem báðir eru nú upp komnir. Magnús hóf kennslu í heima- byggð sinni, Hjaltastaðaþing- há ,eftir nám í Eiðaskóla. Að loknu kennaraprófi lá leið hans til kennslu í Breið- dal. Næst gerðist hann skóla- stjóri við nýreistan heimavist- arbamaskóla að Sþjöldólfsstöð- um á Jökuldal. Þaðan fór hann að bamaskóla í Fljótshlíð og loks til Reykjavikur og kenndi við Austurbæjarbamaskólann, Hér í Reykjavík varð hann fyrir því alvarlega áfalli að lamast eftir byltu og lá heil- an vetur á sjúkrahúsi. Hann fékk fulla heilsu aldrei aftur og kenndi stutt eftir þetta. Magnús bar aldrei sitt barr eftir byltuna. Kynni okkar hófust í Kenn- araskóia íslands og héldust æ síðan. Ég heimsótti Magnús að kennslustörfum í farskólanum i Breiðdal og heimavistarbarna- skólanum að Skjöldólfsstöðum á Jökuldal. Magnús var sérstaklega sam- vizkusamur í starfi og laginn að koma fróðleik námsbókanna á framfæri við börnin. Hann var einlægur og hjarta- hlýr og vildi nemendum sín- um vel í hvívetna. Við skólann að Skjöldólfs- stöðum naut hann . samstarfs Framhald á 9. sfðu. Siðferði gleðikonunnar Ekki leynir það sér í Stak- steinum Morgunblaðsins í gær að ritstjóm blaðsins hef- ur fulla samúð með fyrrver- andi viðskiptamálaráðherra Dana, Tyge Dalgárd, sem vik- ið var úr starfi fyrir um- mæli um utanríkisstefnu danskra stjórnarvalda. Morg- unblaðið segir að Dalgárd virðist hafa „komið við býsna veikan blett á danskri utan- ríkisstefnu. Danir hafa á síð- ustu árum reynt að láta að sér kveða á alþjóðavettvangi, m.a. með háværri andstöðu gegn stefnu Bandaríkjamanna í Víetnam, ýmis konar mót- mælaaðgerðum gegn stjórn- inni í Suður-Afríku og nú að undanförnu gegn herfor- ingjastjóminni í Grikklandi. Kjami þess sem Dalgárd seg- ir er að Danmörk sé svo lít- ið ríki _með svo takmörkuð áhrif, að þessar aðgerðir hafi lítil sem engin áhrif en skaði viðskiptahagsmuni Dana í þessum löndum. Þeir eigi því að hætta „rómantískum hetjuskap" í alþjóðamálum en hugsa um sig og sína verzlun". Þessi kenning Dalgárds og Morgunblaðsins sýnir ekki hvemig lítil ríki með tak- mörkuð áhrif eiga að kom- ast hjá þvi að taka afstöðu til alþjóðgmála. ,Engin ríki sem þátt taka í' alþjóðasam- starfi komast hjá því að taka slíka afstöðu, hvort sem þau eru smá eða stór. Ríki sem ekki hefur uppi andstöðu gegn stefnu Bandarikjamanna í Víetnam gerist í staðinn bakhjarl þeirrar stefnu og tekur á sig siðferðilega á- byrgð af morðverkunum. Ríki sem ekki beitir sér gegn fas- ismanum í Suður-Afríku efl- ir í staðinn gengi þeirrar helstefnu. Riki sem ekki beit- ir sér gegn ■ einræðisstjóm- inni í Grikklandi tekur þá af- stöðu að reyna að lengja líf- daga þeirrar stjórnar. Hjá. afstöðu verður ekki komizt, nema einhverju ríki tækist að einangra sig gersamlega frá umheiminum að hætti ein- setumunka. Það fróðlega í boðskap Dalgárds og Morgunblaðsins er hins vegar kenningin um það hvemig eigi að taka af- stöðu. Afstaða á ekki að fara eftir siðferðilegu og félags- legu mati, ekki eftio- skilningi á réttu og röngu, heldur ein- vörðungu eftir fjárhagslegum ábata; smáríki eiga að „hugsa um sig og sína verzlun". Stefnuna á að bjóða á al- þjóðlegum markaði gegn staðgreiðslu. Þetta er sið- ferði gleðikonunnar sem býð- ur blíðu sína fala hæstbjóð- anda hverju sinni. Og raunar gat Morgunblaðið ekki dregið upp öllu skýrari mynd af for- sendum islenzkrar utanríkis- stefnu. — Austri. með síldarafla, — 5001. eða meira ...... ........ * . «. *, , Aiiu Síldarskýrslan: 134 skip 120 með Vitað er um 134 skip, sem afla hafa fengið síðan veiðar hófust fyrir norðan og austan land í vor. 120 þeirra hafa feng- ið 500 lestir og meira og birt- ist hér skrá yfir þau. Lestir Akraborg Akureyri 1.341 Akurey Reykjavík 1.796 Albert Grindavík 1.083 Amar Reykjavík 3.063 Arnfirðingur Rvík 1.804 Auðunn Hafnarf. 903 Ámi Magnússon Sandg. 1.615 Ársæll Sigurðss. Hafnarf 943 Ásberg Reykjavík 3.666 Ásbjöm Reykjavík 1871 Ásgeir RE • 3661 Ásgeir Kristján Hnífsd. 1.925 Barði Neskaupstað 3.204 Bára Fáskrúðsfirði 1.385 Bergur Vestmannaeyjum 819 Birtingur Neskaupst. 2.150 Bjarmi II Dalvík 1.576 Bjartur Neskaupst. 2.871 Björg Neskaupstað 1.228 Björgúlfur Dalvík 1.724 Björgvin Dalvík 1.242 , Brettingur Vopnafirði 2.641 Búðaklettur Hafnarf. 1.642 Börkur Neskaupst. 3.157 Dagfari Húsavík 4.405 Elliði Sandgerði 2.123 Engey Reykjavík 527 Faxi Hafnarfirði 1.925 Fífill Hafnarfirði 2.714 Framnes Þingeyri 1.333 Fylkir Reykjavík 3.696 Gidecm Vestmannaeyjum 1.050 Gísli Ámi Reykjavík 3.724 Gjafar Vestm. 1.289 Grótta Reykjavík 1.864 Guðbjörg ísafirði 3.218 Guðm. Péturs Bolungav. 2.777 Guðrún Hafnarf. 1.0S9 Guðrún Þorkelsd. Eskif. 2.905 Guðrún Guðleifsd. ÍS 3.424 Guðrún Jónsdóttir ÍS 7.92 Gullberg Seyðisf. 1.234 Gullver Seyðisf. 2.454 Gunnar Reyðarf. 1.898 Hafdís Breiðdalsvik 928 Hafrún Bolungavik 2.504 Halkion Vestm. 759 Hamravik Keflavik 1.007 Hannes Hafstein Dalvík 3.462 Haraldur Akranesi 913 Harpa Reykjavík 4.000 Heimir Hnífsdal 788 Helga Reykjavík 584 Helga II Reykjavik 2.974 Helga Guðmundsd. BA 2.561 Helgi Flóventss. Húsav. 1.253 Héðinn Húsavik 4.463 Hólmanes Eskifirði 1.698 Hrafn Sveinbjamars. GK 1.488 Huginn II. Vestm. 672 Hugrún Bolungav. 634 • Höfrungur II. Akran. » 543 Höfrungur III. Akran. 2.646 Ingiber Ólafss. II. GK 1.589 Ingvar Guðjónsson GK 1.475 ísleifur IV. Vestm. 999 Jón Garðar, Garði 3.940 Jón Finnsson Garði 1.567 Jón Kjartansson Eskif. 4.701 Július Geirmundss. ÍS. 1.556 Jörundur II. Rvík 2.492 Jörundur III. Rvík 3.214 Keflvíkingur Keflavík 1.148 Kristján Valgeir Vopnaf. 3.972 Krossanes Eskif. 1.728 Ljósfari Húsavík 2.278 Loftur Baldvinss. Dalvík 1.837 Lómur Leflavik 1.495 Magnús Neskaupstað 1.827 Magnús Ólafsson GK 2.501 Margrét Siglufirði 1.449 Náttfari Húsavík 4.019 Oddgeir Grenivik 1.013 Ólafur Friðbertss. Súg. 1.325 Ólafur Magnússon EA 2,953 Ólafur Sigurðsson ÁK 2.302 Óskar Halldórsson Rvík 2.551 Pétur Thorsteinsson BA 1.286 Reykjaborg Reykjav. 2.298. Seley Eskifirði 2.738 Sigfús Bergmann GK 568 Siglfirðingur Sigluf. 1.066 Sigurborg Sigluf. 1.918 Sigurbjörg Ólafsfirði 3.174 Sigurður Bjamason EA 2.488 Sig. Jónsson Breiðdalsv. 1.251 Sigurpáll Garði 1.800 1 Sigurvon Rvík 2.257 Skarðsvík Hellissandi 836 Sléttanes Þingeyri 2.810 Snæfell Akureyri 2.064 Sóley Flateyri 2.759 Sólrún Bolungavík 1.421 Stigandi Ólafsfirði 570 Súlan Akureyri 1.705 Sveinn Sveinbjörnss. NK 2.811 Sæfaxi Neskaupstað 1.713 Sæhrímnir II. Keflav. 538 Viðey Reykjavík * 1.095 Vigri Hafnarf. 2.197 Víkingur III. ísaf. 1.018 Vonin Keflavik 750 Vörður Grenivík 2.273 Þorsteinn Reykjavík 1.381 Þórður Jónasson EA 2.397 Þórkatla II. Grindavík 961 Ögri Reykjavík 597 Örfirisey Reykjavík 3.528 Öm Reykjavík 3.489 I Sildarstúlkur — Síldarstúlkur Norðursíld h.f., Raufarhöfn og Norðuxsíld h.f., Seyðisfirði óska að ráða nú þegar nokkrar vanar síldarstúlkur. Söltun fer fram innanhúss. — Öll venjuleg hlunnindi. Nánari upplýsingar í símúm 5} 234 Raufarhöfn og 20055 Reykja- vík. Valtýr Þorsteinsson. í 1 I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.