Þjóðviljinn - 05.10.1967, Page 10

Þjóðviljinn - 05.10.1967, Page 10
 10 SlÐA — ÞJÓÐVELJINN — Fimmtudögur 5. okfcöber 1967- WINSTON GRAHAM: MARNIE 15 andstyggilega í eynrm. „Við er- um öll spillt og eigum skilið refsingu", var Lucy Nye vön að segja og þrýsti mér upp að hnjám sér eins og hún ætlaði að koma í veg fyrir að ég hrapaði niður í hildýpið. ,,Við erum spiJilt, eigum skilið refsingu, og maðkamir munu nærast á okk- ur. En það er betra að vera et- inn af möðkum en brenna upp til agna. Sjáðu nú þetta, ó, ó, nú munaði ekfci miklu. Það kom aiveg innum gluggann, ég sá glitta í illa tunguna. En það náði okkur ekki. Sá vondi er á ferli í kvöld, hann er að sækja þá sem tilheyra honum. Hyldu höf- uð þitt, barn, horfðu ekki á það, gættu augna þinna.“ Hún var ó- stöðvandi, þegar hún byrjaði hún Lucy, og hlægileg var hún ó- neitanlega. Ég hló. Hann leit upp, en mér tókst að breyta hlátrinum í hósta. — Nú held ég að þetta sé komið i lag, sagði hann og leit aftur á handritið. — Nú er það að minnsta kosti nokkum veginn þokkallegt. Komið hingað, ég skal útskýra fyTÍr yður hvað ég á við — ef ske kynni að herra Ward áttaði sig ekfci á lagfær- ingurn mínum. Ég gekfc hægt að sófanum og hann fór að útskýra. En allt i einu kom elding sem varpaði köldum, hvítum bjarma yfir okk- ut og ég gaf frá mér skelfingar- óp og missti blaðið sem ég hélt á. — Hvað er nú þetta, sagði hann. — Urðuð þér hræddar? Ég fór að segja eitthvað, en rödd mín drukknaði gersamlega í þrumuhljóðinu sem hristi og skók allt húsið. Það var næstum eins og í jarðskjálfta. Og svo varð allt hljótt. Ég sá að hann var að bíða eftir því að ég kæmi aftur að glugganum, þar sem sófinn stóð, «i það gerði ég ekki. Svo sagði hann: — Þér getið kveikt ljósið. ef þér viljið. Rofinn er hjá dyr- tmum. Ég fór þangað og fáHmaði en fann ekfcert og hendumar á mér skulfu. Oti var dauðahljótt; það voru engar þrumur og engin rigning heldur. — Það er næstum eins og maður sé að bíða eftir því að óvinurinn fleygi niður næstu sprengju, finnst yður ekfci? spurði hann. — Langar yður í tebolla? Það er næstum kominn tetlmi. — Nei, þökk fyrir. Á ég að W EFNI / SMÁVÖRUR TÍZKUHNAPPAR Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugaw. 18, III. hæð (lyfta) Sírni 24-6-16. PERMA Bápgreéðsia- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-868 hjálpa yður burt frá glugganum? — Nei, þakk. Ég get vel bjarg- að mér sjálfur þegar ég hef staf- inn. Hann þagði andartak. — Annars held ég að þetta sé að fjarlægjast. — Þér verðið að fyrirgefa, en ég verð alltaf miður mín, af hræðslu í þrumuveðri, sagði ég. — Það kemur mér eiginlega á óvart. — Hvers vegna? — Ég get varla svarað því. En einhvem veginn lítið þér ekki út fyrir að vera hræðslugjöm. — Þér þekkið mig ekki — í þrumuveðri á ég við. — Það er alveg rétt hjá yður. Við þekkjumst svo lítið í raun og veru. Jæja, nú fer að rigna. Ég gekk varlega ögn nær glugganum. Tveir stórir, votir dílar, á stærð við shillinga höfðu fallið niður á steinþrepin fyrir utan og breiddu úr sér meðan þeir þomúðu. Hann lagði frá sér blöðin og rétti úr sér í stólnum. Svo tók hann stafinn sinn og reis á fætur. — Hafið þér áhuga á grískum leirmunum? — Ég veit ekkert um griska leirmuni. — Ég téfc eftir þvi að þér vor- uð að horfa á krukkurnar þama. Konan mín átti þær. Hún safn- aði þeim og flestar þeirra átti hún áður en við giftum okkur. — Jæja. Ný þruma. . — Hvað um leigubílinn minn? spurði ég. — Hann er víst ekki kominn enn. — Ég vil ekfci afca í þessu veðri, það'kemur ekki til mála. — Þess þurfið þér ekki. Enda er þvi rétt að Ijúka. Ég býst við að hann hafi séð hve skelfd ég var, og hann hafi þess vegna farið að tada um griska leirmuni til að fá mig til að hugsa um eitthvað annað. Ég heyrði hann segja eitthvað um Krít og Delos og svo og svo mörg hundruð ár fyrir Krist og hann rétti Vnér einhvern hlut úr leir og sagði mér að þetta væt-i kveðjubikar, en ég var allan tímann að bíða eftir naastu dmnum. Og þær komu líka. AHt i einu varð skellibjart . í stofunni. Speglamir tveir á veggjunum, keramikflísarnar framan við ar- ininn, glerin í römmunum, allt glitraði og blikaði og svo varð dimmara en nofckm sinni fyrr. Það heyrðust ærandi dmnur eins og himinninn væri úr ómerki- legu bilikki og nu kæmu á hann göt og rifur í þessum ósköpum unz hann rifnaði eftir endilöngu og allt helltist yfir húsið. — Hafði — konan yðar — sjálf fundið þetta í Grikfclandi, stam- aði ég. — Já, reyndar, og ég veit ekki hvaða áhrif það hefur á yður, en mér finnst það næstum há- tíðlegt að halda á kmkku sem búin er til af manneskju, sem var uppi fimm hundmð ámm fyrir Krist, og .... Enn ein elding og síðan drynj- andi brafc, beint yflr höfðum okkar. — Þetta var víst beint yfir ofcfcur, sagði hann og horfði á mig. Ég var að velta fyrir mér hvort hann gæti séð kaldan svit- ann glitra á enni mér. Hann staulaðist að minnsta kosti þvert yfir stofuna og kveifctl iijós. — Setjizt niður, frú Taylor. Þér niegið til með að feitja meðan þessi gauragangur er. Ég skal íáta færa yður eitfhvað að drefcka. — Nei þakfc. Ég var svo hrædd að ég var ðrrug í rónrnum. — Líkumar fyrir þvi að eld- ingu Ijósti niður í martn era al- veg geysilega litlar, frú Taylor. — Ég veit það. Ég veit það allt saman. — En það bætir efcfcert úr skák? — Ekki vitund. Eftir nokkra stund sagði hann: — Eiginlega má með sanni segja, að við séum í sama báti. — Ég skil yður efcki. — Jú, þér emð nýbúnar að missa manninn yðar, er ekki svo? — Nú .... jú, jú, reyndar. Þá skil ég hvað þér eigið við. Hann setti grísfca bikarinn frá sér og hagræddi nokkram hlut- um f hillunum — Hvemig atvik- aðist það — með manninn yðar? — Jú, það — það varð mjög óvænt, herra Rutland. Jim — Jim var á mótorhjóli þegar hann fórst. Fyrst í stað gat ég ekki áttað mig á því, ef þér skiljið hvað ég á við. — Það geri ég, frú Taylor — Og þegar ég áttaði mig loks, fannst mér sem ég yrði að kom- ast burt. Ég mátti ekki til þess hugsa að vera kyrr. Það er mifclu verra að'vera kyrr — eins og þér hafiö gert? Hann færði meidda fótinn dá- lítið til. — Ég er nú ekki alveg viss um það. Að vissu leyti er það auðvitað byrði. En á hinn bóginn er það líka huggun að lifa áfram innanum hluti sem hún þekkti og þótti vænt um .. Hann þagnaði allt í einu. — Maður heyrir svo mikið sagt um það hvernig maður ætti að bregðast við undir slíkum kring- umstæðum, en þegar til kastanna kemur, em viðbrögðin einstak- lingsbundin — og stangast oft á við öll heilræðd og forskriftir. Hin óheillavænlega þögn sem kornið hafði á eftir síðustu dmn- unum, var allt í einu rofin af nýju þrumuhljóði — og nú var eins og risastór sprengja hefði lent á húsinu. Ljósið slokknaði og úti neistaði og marraði. Ég veit ekki hvort færði sig og hvort var kyrrt — en af ein- hverjum ástæðum rákumst við saman. Ég var svo miður mín að ég hafði ekki hugmynd um hvað gerzt hafði fyrr en eftir góða stund. En þá fann ég að hann hafði ^lagt handleggina utanum mig og ég skalf og nötraði frá hvirfH til iLja. Ég reyn<E að ná andanum og segja eitthvað en ég gat það ek ki, í dauðaþögninni mátti heyra raddir einhvers staðar í húsinu. Það hlaut að vera konan með röndóttu svuntuna að tala við einhvem. Og svo fór að rigna. Það rigndi ofsalegar og ofsalegar, og loks var eins og verið vœri að berja tmmbur. Nú stóð ég ein á miðju gólfinu og hann var farinn út að glugg- anum. Konan með svuntuna kom inn í skyndi. — Æ, það hefur þá ekkert orðið að y^ur, herra Rut- land. Það var mösurtréð — það klofnaði eftir endilöngu — og það hefur orðið straumrof í öllu húsinu. En sú heppni að þér sátuð ekki við gluggann. Ég varð dauðhrædd um að eitthvað hefði komið fyrir yður. Og hvernig líður yður, ungfrú? Það bfður leigubfll fyrir utan. Mér þætti gaman að vita — já, ekki ber á öðru, stóri gluggirm í borðstof- unni er sprunginn. Mark Rutland hoppaði alla leið út að glugganum, en ég var síður en svo í skapi til þess. Þaðan sem ég stóð sá ég vej að grasflötin var á kafi undir vatni og vatnið ólgaði eins og fiskar væru í þyí, en bleikrauð blöð þyrluðust niður af trjánum. Stór grein hafði brotnað af einu trénu og lá á steinþrepunum. — Þetta er bókstaflega lífs- hasttulegt, sagði konan með svuntuna. — Þetta er það alvar- legasta sem ég hef orðið fyrir. Hún lokaði franska gilugganum kyrfilega. Gólfteppið var farið að blotna. — Það er einhver konjakslögg inni í borðstofu, frú Leonard. — Ég held að frú Taylor hefði gott af smáhressingu. Ég lét fallast niður í stól aft- ast í stofunni og ég varð að spenna greipar til að halda hönd- unum rólegum. En hann virtist vera í ágætu skapi, miklu betra skapi en áður, rétt eins og hann hefði gaman af þessu bannsetta óveðri. — L-Leiguibilstjórinn — hald- ið þér ekki að hann verði g- gegnblautur? — Ekki ef hann verður kyrr ✓ a sinum stað. — Ég vil ekki fara út í bílinn strax — ekki fyrr en þessu er lokið. , SKOTTA 1,5 miljón Radionette-útvarps og sjónvarpstæki eru seld í Noregi —» og tugir þúsunda hér á landi. Radionette-tækin eru seld í yfír 60 löndum. Þetta eru hin beztu meðmæli með gæðum þeirra._ BETRI HLJÓMUR - TÆRARI MYNDIR Fcstival Bordmotlel! Fcstivol SjaTosi KurcrFMdel.nxe Krlntctt Hi-FI Stereo Scksjoa Festiva! Seksjon 6rand Fcstival Kvlntett HI-Fi Stcreo Gulrmoden Ductt Scksjon GÆÐI OG FEGURÐ - VJG-RAIJ9KAL - IMIII V GOTT Sjá Herbert! Þetta er tuttugasti hringurinn sem hann íer i kringum húsið okkar, í von um að hitta mig! Bílaþjónusta Hofðatúni 8. — Sími 17184. BÍLLiNN Gerið við bíla ykkar sjólf Yið sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BÍLAÞJÓNUSTAN Auðbrekrku 53, Kópavogi. — Sími 40-145. Lótið stilla bílinn Önnumst hjóla-, ljósa- og mótorstiltingu. Skiptum um kerti, platínur, ljósasamlokur. Örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32, síini 13100. Hemlaviðgerðir • Rennum bremsuskálar. • Slípum bremsudælur. • Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 — Sími 30135. Drengja- og telpnaúlpur °g gallabuKur í öllum stærðum. — Póst- sendum. — Athugið okkar lága verð. O. L. Laugavegi 71 BLADBURÐUR Þjóðviljann vantar fólk til blaðburðar í Kópavogi. — Sími 40753. ÞJÓÐVILJINN. * i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.