Þjóðviljinn - 05.10.1967, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 05.10.1967, Qupperneq 12
30-50% minni bú- vélasala en í fyrra 1 síðasta hefti Búnaðarblaðs- ins er sagt frá því að vélvæðing í landbúnaðinum virðist ætla að dragast saman þetta ár. Blaðið hefur það eftir inn|Iyt jendum landbúnaðarvéla að mikill sam- dráttur sé í innflutningi, og að sala ýmissa tegunda búvéla sé allt upp í 30—50% minni á þessu ári en því síðasta. t>á segja innflytjendur að á- berandi sé á þessu ári auknir greiðsluerfiðleikar bænda. Á undanförnum árum hafi bænd- ur yfirleitt greitt vélar sínar og tæki við móttöku og tallið það sjálfsagt og eðlilegt. Nú hafi hinsvegar brugðið svo við að bændur hafi í auknum mæli ósk- að eftir greiðslufresti í ýmsum myndum. Segir Búnaðarblaðið að óh'k- legt sé að það sé skyndilega orðin raunveruleg ósk bænda „að taka upp afborgunarskil- málafargan þéttbýlisins" eins og blaðið orðar það, eða að búvéla- markaðQrinn sé skyndilega mett- aður. Orsaka þessara breytinga sé heldur að leita í mun minni fjárráðum bænda nú en undan- farin' ár. Jón Kjartanssm afíahæstur, þrír Húsavíkurbátar næstir Samkvæmt bátaskýrslu Fiski- félags fslands hafði 21 skip feng- ið 3000 lestir síldar eða meira um síðustu helgi og var Jón Kjartansson aflahæstur með 4701 lest en síðan komu þrír Húsavikurbátar og einn Reykja- vikurbátur, allir með 4000 lestir eða meira. Bisknp boðinn til Grimsby í dag, fimmtudaginn 5. októ- ber, verður vígð nýreist sjó- mannakirkja í Grimsby. Biskup íslands, herra Sigurbjörn Einars- son, hefur verið boðinn til þess- arar kirkjuvígslu. Mun hann taka þátt í vígsluathöfninni og flytja síðan ávarp og kveðjur frá kirkju Islands. ■ I Grimsby er árlega haldin þakkarhátíð fyrir sjávarafla árs- ins (harvest of the seefestival) og ér‘ þá um leið minnzt drukkn- aðra sjómanna. Biskup Islands hefur verið beðinn að prédika við þetta tækéfæri að þessu sinni. Þessi hátíðaguðsþjónusta fer fram á sunnudaginn kemur, 8. október, árdegis og verður henni sjónvarpað. Listinn yfir hæstu skipin leit annars þannig út: Jón Kjartansson SU 4701, Héð- inn ÞH 4403, Dagfari ÞH 4405, Náttfari ÞH 4019, Harpa RE4000, Kristján Valgeir NS 3972, Jón Garðar GK 3940, Gísli Ámi RE : 3724, Fylkir R£ 3696, Ásberg RE 3666, örfirisey RE 3528, örn RE 3489, Hannes Hafstein EA 3462, Guðrún Isleifsdóttir IS 3424 Ás- j geir RE 3361, Guðbjörg ÍS 3218, Jörundur III. RE 3214, Barði NK 3204, Sigurbjörg ÓF 3174. Börk- ur NK 3157>. Arnar RE 3063. Afmælis D.D.R. minnzt á morgui íslenzk-þýzka menningarfélag- ið efnir til samkomu í tilefni af 18. afmælisdegi Þýzka alþýðulýð- veldisins á morgun, föstudaginn 6. októ'ber. Samkoman hefst kl. 8.30 í átthagasal Hótel Sögu. Flutt verða ávörp og til skemmtunar verður upplestur úr leikriti Bertolts Breehts „Punt- ila“. Erlingur Gíslason leikari les. Þá leikur frú Agiies Löve einleik á píanó og að lokum verður stiginn dans. Aukafundur SH Ekkert vitað um horfnu flugvélina Nær400manns leit- aðu í allan gærdag Síðdegis sama dag mun bisk- up prédika í dómkirkjunni í Lincoln, og síðan heimsækja prestaskólann í Lincoln, en hann er arftaki skólans sem Þorlák- ur helgi biskup nam við á sinni tíð. (Frá skrifstofu biskups). í gær barst Þjóðviljanum eftir- farandi fréttatilk. frá Verka- mannasambandi Islands: Þann 2. október s.l. var hald- inn fjölmennur fundur starfsfólks við virkjunarframkvæmdirnar við Búrfell- og var. þar einróma sam- Fyrirhugað er að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna efni til auka- fundar um vandamál hraðfrysti- iðnaðarins, nú á næstunni, og hefur stjómin verið kölluð sam- an á fund nú um helgina til að ákveða hvenær fundurinn verð- ur haldinn. þykkt ályktun sú, sem hér fer á eftir: Almennur fundur starfsfólks við Búrfellsvirkjun, haldinn að Sámsstöðum mánudaginn 2. októ- ber 1967, lýsir undrun sinni og megnri óánægju vegna greinar í gær var gerð víðtæk leit að flugvélinni sem hvarf í fyrra- dag yfir Húnaflóa eða Skaga- firði, en án árangurs er Þjóð- viljinn vissi síðast. AHt að 400 manns tóku þátt í Ieitinni á Iandi úr lofti og af sjó. Leit- þeirrar, sem birtist í sænska blaðinu Dagens Nyheter 8. sept. síðastliðinn. I grein þessari, sem er viðtal við Anton Johansson, sænskan verkfræðing hjá Sentab, sem er aðili að Fosskraft sf., er gefin mjög röng og niðrandi hugmynd um íslenzkt vinnuafl- Um Ieið og fundurinn mótmæl- ir harðlega þeim rangfærslum, sem fram koma i nefndri grcin, skorar hann á stjórn Fosskraft sf. og ráðamenn við Búrfell að koma á framfæri fullkomnum ■leiðréttingum, er birtist í Dagens Nyheteer á ekki minna áberandi hátt en umrædd grein, svo og í íslenzkum blöðum. Væntir fundurinn að leiðrétt- ingunni verði komið á framfæri innan tveggja vikna hér frá. Verði stjóm Fosskraft sf. hins- vegar ekki við þessum tilmælum, lítur fundurinn svo á, að hún sé sammála fyrmefndri grein og sé þá reiðubúin að taka þeim af- leiðingum, sem af því kynnu að hljótasfc inni verður haldið áfram í dag. Hér á myndunum að ofan sést er Hjálpai-sveit skáta var að leggja af stað í leitina. Þetta var um 70 manna hópur, úr Reykjavík og Hafnarfirði, en leiðangursstjóri var Tryggvi Kristinsson og sést hann hér á efri myndinni skýra fyrir leið- angursmönnum hver áætlunin er. Ætlunin var að aka vestur í Búðardal og hafa þar bæki- stöð, en síðan yrði tekin ákvörð- un um hvemig leitinni yrði hagað. Með í förinni voru sex stúlkur sem verið hafa með björgunarsveitinni nær tvö ár. Þeirra hlutverk er einkum að sjá um mat .fyrir björgunar- sveitina og að veita sjúkrahjálp ef með þarf. Á neðri myndinni sjást' þrír menn úr Björgunarsveitinni í Hafnarfirði. sem getið hefur sér frægðarorð við leit að týndu fólki, og hafa þeir skátamir úr Hafnarfirði alið upp sporhunda sem oft hafa komið að góðu gagni við leit. Á myndinni eru talið frá vinstri: Ægir Ellerts- son, Bjargmundur Albertsson og Gísli Sigurðsson, sem ekki lætur sig muna um slíkar svað- ilferðir, þótt hann sé af létt- asta skeiði sem sagt er. — Ung stúlka kom að móli við rannsóknarlögregluna fyrir stuttu og kvaðst hafa tapað veski í Út-' vegsbankanum á mánudaginrt. Hafði hún lagt veskið frá sér á miðstöðvarofn og síðan skroppið aðeins frá. og var veskið horfið er hún kom til baka. I veskinu voru 800 krónur í eningum, 4.500 krónur í sparimerkjum og banka- bók moð 1.500 krónum. Ef ein- hver kynni að geta gefið upp- lýsingar er hann beðinn að hringja í rannsóknarlöspeglu'na. ' * fíokksstjórnarfundur Sósíalistafíokksins Midstjórn Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins boðar til flokksstjórn- arfundar föstudaginn 27. oktober n.k. Miðstjórn. Starfsfólk við Búrfell möt- mælir grein í sænsku blaði Fimmtudagur 5. október 1967 — 32. árgangur 223. tölublað. íþróttafélög Hafnar- fjaríar húsnæðislaus ÍBH heldur aukaþing um málið í kvöld verður haldið auka- þing Iþróttabandalags Hafnar- fjarðar, sem stjómin hefur boðað vegna stöðvunar framkvæmda við byggingn íþróttahússins. Sem kunnugt er hefur bygg- ing íþróttahúss í Hafnarfirði verið á döfinni hátt á annan ératug, og munu nær tveir tug- ir miHjóna króna komnar i bygginguna. Samt sem áður er la-ngt í land að íþróttahúsið verði tekið í notkun og meirihluti bæj- arstjómar Hafnarfjarðar ákvað i sumar að stöðva frekari fram- kvæmdir við bygginguna, þótt fé væri veitt á fjárhagsáætlun bæði frá ríki og bæ. Nú er svo komið að bæði í- þróttafélög Hafnarfjarðar, FH og Haukar, sem eiga tvö af þrem beztu handknattleiksliðum lands- ins, eru á götunni með æfingar. Síðustu ár hafa þessi félög haft æfingatíma í Valsheimilinu en eftir að badmintondeild var stofnuð innan félagsins eru Vals- menn ekki aflögufærir með hús- næði fyrir handknattleiksmenn- ina í Hafnarfirði. I Hafnarfirði er ekki annað í- þróttahús til en það sem byggt var fyrir hálfri öld, er íbúar bæjarins voru aðeins brot af því sem nú er, og tekst ekki áð fullnægja lögboðinni skólaskyldu í leikfimi vegna skorts á hús- næði, hvað þá að veita iþrótta- félögunum nokkra aðstöðu. Verður því fróðlegt að vita hvað _ gerist á þessu aukaþingi, sem ÍBH hefur boðað til vegna breytingar íþróttahússins, og mun Þjóðviljinn skýra frá þvi síðar. JóN. Sigurjjótis- son sigurvegari á hraðskákmóti Jóhann örn Sigurjónsson sigr- aði á hraðskákmóti Taflféllags Reykjavíkur, sem. fram fór um síðustu helgi í hinum nýjuhúsa- kynnum félagsins að Grensás- vegi 46. Þátttakendur i mótinu voru um 50 talsins og tefldi hver kepp- andi 18 sfeákir, en teflt var eft- ir Monradkerfi. Jóhann örn hlaut 13'/j vinning, annar varð Bjöm Þorsteinsson með 13% v. og þriðji Jón Kristinsson með 13 v. Haustmót TR hefst n.k. mið- vikudag, 11. okt., og fer innrit- un fram kl. 8—10, hinn 10. okt. í húsakynnum félagsins að Grensásvegi 46. Agnes Löve, píanóleikari. Ung listakona kemur heim frá tónlistarnámi í Leipzig Ung íslenzk kona, Agnes Lövc, er nýkomin heim frá tón- listarnámi í Austur-Þýzkalandi. Fyrir tveim árum tok Agnes þátt í samkeppni margra skóla í píanóleik, fyrir hönd skólans sem hún stundaði nám við. Hlaut hún þá framlengingu á námsvist við skólann fyrir góða frammistöðu. Þjóðviljinn hafði tal af Agn- esi í gær og kvaðst hún hafa stundað nám við Hoehschule fiir Musik, í Leipzig undanfarin 7 ár. Agnes hefur þegar tekið til starfa við píanókennslu hér heima, kennir hún við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Eiginmaður Agnesar, Ingimar Jónsson hefur stundað nám1 í Leipzig í 8 ár. Um þessar mund- ir er hann að Ijúka doktorérit- gerð er' fjall-ar um íslenzka í- þróttasögu. Ingimar verður fyrstur Islendinga til að taka doktorsgráðu í íþróttum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.