Þjóðviljinn - 29.10.1967, Síða 1

Þjóðviljinn - 29.10.1967, Síða 1
Sumradagur 29. október 1967 — 32. árgangur — 244. tölublað. Mundir þú eftir að seinka klukkunni? í gær var fyrsti vetrardagur, og samkvæmt venju átti þvi að seinka klukkunni um eina klukkustund í nótt — kiukkan 2 átti að færa hana aftur til 1. 'Þeir sem kynnu að hafa gleymt að færa klukkuna í nótt eða gærkvöld áður en þeir fóru að sofa eru því minntir á að gera það nú þegar, annars verða þeir á undan támanum. Og það er víst ekkert betra að véra á undan samtíð sinni held- ur en á eftir henni að því er sagt er. hefur ú Isiandi \ ' ■ ■ Sjaldan eða aldrei mun hafa risið hér á landi jafn öflug mótmælaalda gegn nokkurri ráðstöfun af hálfu ríkisvaldsins eins og sú, er nú hefur haf- izt gegn svonefndum „efnahagsráðstöfunum“ ríkisstjórnarinnar, enda hef- ur ríkisstjómin með þeim brotið samninga á launþegasamtökunum og ráð- izt harkalegar á lífskjör og afkomu almennings í landinu, sérstaklega þó hina lægst launuðu, en áður era dæmi um. ■ Að því er Þjóðviljanum telst til hafa nú þegar bor- izt harðorð mótmæli gegn þessum ráðstöfunum frá heildarsamtökum og einstökum félögum launþega sem hafa samtals innan sinna vébanda 28—29 þúsund fé- lagsmenn og mun óhætt að fullyrða, að þama standa félagsmennimir einhuga að baki samþykktum félaga sinna, hvar í stjómmálaflokki sem þeir standa. Hér á eftir verða talin upp þau heildarsamtök og einstök fé- lög launþega í landinu, sem þeg- ar hafa sent frá sér mótmæla- samþykktiir gegn efnahagsað- gerðum ríkisstjórnarinnar svo að Þjóðviljanum sé kunnugt um. í þeim hópi eru fjölmörg félög og heildarsamtök innan vébanda Alþýðusambands íslands en þó hafa mörg félög og sam- bönd innan ASÍ ekki - enn haldið fundi til þess að ræða málið. Hins vegar hafði miðstjóm ASÍ éinróma lýst sig andvíga fyrirhuguðum ráðstöfunum rík- <s>----------------------------------------—------------------ Yfirmenn á farskipaflotarwjm Gera uppreisn gegn stjórn- uni þriggja stéttarfélaga ■ Hvorki meira né minna en 126 yfirmenn á ís- lenzkum farskipum hafa nú skrifað undir einskon- ar vantraustsyfirlýsingu á stjórair þriggja stéttar- félaga innan Farmanna og fiskimannasambands- ins, en það eru starfandi yfirmenn í Stýrimannafé- lagi íslands, Vélstjórafélagi íslands og Félagi ís- lenzkra loftskeytamanna. Vandanum í atvinnumálum verður að mæta á annan hátt Flokksstjórnar- fundinum lýkur í dag eða kvöld GERT ER RÁÐ fyrir að flokks- stjórnarfundi Sameiningar- flokks alþýðu — Sósíalista- flokksins ljúki síðdegis í dag eða kvöld. en fundurinn hófst i Tjarnargötu 2o í fyrrakvöld. Síðdegis í gær var fundinum haldið áfram og þá hafði Ein- ar Olgeirsson, formaður Sósí- alistaflokksins, framsögu um annað aðaldagsitrármálið: Stefnuskrá og framtíðarskipu- lag sósíalískrar hreyfingar á íslandl. MYNDIRNAR tók ljósmyndari Þjóðviljans, Ari Kárason, í upphafi flokksstjórnarfundar- Frá Sauðárkróki barst í gær svofelld mótmælasamþykkt gegn kjaraskerðingarfrumvarpi ríkis- stjórnarinnar: „Fundur haldinn i stjórn og trúnaðarmannaráði verkakvenna- félagsins Öldunnar á Sauðár- króki 25. október 1967, mótmælir ha-rðlega þeim efnahagsráðsíöf- unum, sem ríkisstjórnin hefur boðað, alveg sérstaklega i því tilliti, að þær koma liarðast nið- ur á láglaunafólki. Fundurinn mótmælir ennfremur þeirri fyr- irætian stjórnarvalda, að rjúfa tengslin milli verðlags og launa, sem var samið um vorið 1964 og allir kjarasamningar verkafólks hafa síðan verið byggðir á. Fundurinn lýsir því yfir, að rík- isstjórninni beri að mæta vanda- málum í atvir.nu- og cfnahags- málum þjóðarinnar með öðrum hætti. Ao öðru leyti vísar fund- urinn til ályktunar, sem gerð var með samhljóða atkvæðum á Alþýðusambandsþingi Norður- lands 21.—22. þessa mánaðar“. Áskorunin er stílnö á stjórn Farmanna- og fiskimannasam- bandsins og fer hér á eftir haxis undirskriftasikjalanna: „Undirritaðir meðlimir Félags ísilenzkra loftskeytamanna, Stýri- mannafélags íslands og Vél- stjórafélags íslands og skipverj- ar á íslenzkum flutningaskipum og strandgæzluskipum förum fram á, að eftirfarandi atriði verði tekin til greina við gjörð samninga, er vantanlega verða gerðir á þessu ári, 1967. 1. Að kosnar skuli samninga- nefndir fyrir hvert stéttarfélag, er starfi með stjórnum félag- anna og verði úr hópi starfandi meðlima. Skulu þeir halda laun- um óskertum meðan þeir eru í landi. 2. Samningar skuitu ekki vera bindandi nema sanxþykktir við allsherj^ratkvæðagreiðslu,- eða á fundi, þar sem minnsit 60% starfandi meðlima eru mættirog 75% fundarmanna samþykkir. 3. Samningar um kaup og kjör, sem gerðir veröa, skulu gilda frá og með 16. júní 1967. 4. ttadanþágur um flutning s.s. olíu og fleina, ef til verkfalis kemur, skulu háðar því, aðkaup og kjör skuli fara eftir samningi og kaupkröfum, semsettar hafa verið fram á meðan á verkfalii stendur". 126 starfandi yfirmenn Hinn 16. júni sl. stöðviaði rík- isstjórnin farskipaverkfall með bráðabirgðalögum, er gilda áttu þar til nýir samningar hefðu tekizt milli farskipaeigenda og Stýrimannafélags íslands, Vél- stjórafélags íslands og Félags ís- lenzkra loftskeytamanna, — þó ekki lengur en til 1. nóv. 1967. Að kvöildi hiiris sama dags var haldinn sameiginlegur félags- fundur stýrimanna, vélstjóra og loftskeytamanna, þar sem sam- Framhald á 12. sásðu. isstjórnarinnar rétt áður en þær komu fram. Þá er þess og að geta að bæði Landssamband islenzkra útvegs- manna og Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna hafa lýst því yf- ir opinberlega, að ráðstafanir þær í efnahagsmálum, sem rík- isstjórnin nú hefur gert, leysi á engan hátt þann vanda sem aðalatvinnuvegur landsmanna, sj ávarútvegurinn, á við að stríða og hafa krafizt nýrra ráðstafana honum til stuðnings. Hér kemur svo listinn yfir þau félög sem sent hafa frá sér mót- mæli gegn aðgerðum ríkisstjóm- arinnar: Verkamannafélagið Dagsbrún, Reykjavík Félag járniðnaðarmanna, Rvk. Sjómannasamband íslands Verkamannafélagið Hlíf, Hafn- arfirði V-erkalýðsfélag Akraness Sveinafélag húsgagnabólstrara, Reykjavík Verkalýðs- og sjómannafélagið Bjarmi, Stokkseyri Bandalag starfsmanna ríkis og bæja Trésmiðafélag Reykjavikur Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavik Verkalýðsfélagið Eining, Akur- eyri Iðja, félag verksmíðjufólks, Akureyri Samband íslenzkra bankamanna Verkalýðsfélagið Vaka, Sigluf. Sveinafélag húsgagnasmiða, Rvk. Málarafélag Reykjavíkur ASB, félag afgreiðslustúlkna í brauð- og mjólkurbúðum, Rvk. Verkalýðsfélag Norðfirðinga Iðja, félag verksmiðjufólks f Hafnarfirði Alþýðusamband Norðurlands Verkalýðs- og sjómannafélag Miðneshrepps Starfsmannafclag rikisstofnana, Reykjavík Alþýðusamband Austurlands Farmanna- og fiskimannasam- band tslands Félag íslenzkra símamanna Landsamband vörubifreiðastjóra Búkbindarafélag íslands Hið íslenzka erentarafélag Offsetprentarafélag íslands Prentmyndasmiðafélag Íslands Verkalýðsfélagið Báran Eyrarb. Verkalýðsfélag Vestmannæyja Verkakvennafélagið Snót, Vest- mannaeyjum Sjómannafélagið Jötunn, Vest- mannaeyjum Vélstjórafélag Vestmannaeyja Verkalýðsfélag Stykkishólms Verkalýðsfélagið Jökull, Ólafsvík Verkalýðsfélagið Stjarnan, Grundarfirði Þá hefur Húseigendafélag Reykjavíkur mótmælt fyrirhug- aðri hækkun fasteignamats til skattframtals og Starfsmannafé- lag Flugfélags Islands mótmælt farmiðaskattinum sem boðaður hefur verið. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Þór, Selfossi: Stöndum saman í órofa heild Skömmu áður en Þjóð- viljinn fór í prentun-í gær og eftir að gengið haíði • verið frá yfirlitihu um mót- mælasamþyikktirnar hér á síðunni bárust en-n tvær samþykktir. Fer önnmj hér á eftir, en hin er birt á öðrurn stað: „Fundur haldinn með stjóm og trúnaðarráði V erkalýðsf élagsins Þórs í Ámessýsiu 24/10 ’67, sam- þykkir að mótmæla harð- Iega frumvarpi því um efnahagsráðstafanir, sem ríkisstjórnin hefur nú Iagt fyrir Alþingi. Fundurinn telur tillögur frumvarpsins beina árás á lífskjör launastéttanna í landinu, sem komu þö harðast niður í stórhækk- uðu verði á brýnustu lífs- nauðsynjum fólks. Náist ekki samkomulag milli rikisstjórnarinnar og fulltrúa alþýðusamtakanna, sem nú ræða saman um þessi mál, skorar fudurinn á verkalýðssamtökin um allt land að standa saman i órofa heild þar til þessu tilræði við lífskjör launa- stéttanna £ landinu hefur verið hmndið“. Ný flugleið SAS OSLO 27/10 — SAS-flugfélagið er að opna nýja leið yfir Sov- étríkin og Himalajafjöll til Bang- kok og Singapore og bindur miklar vonir við þessa leið sem styttir að miklum mun flug til Suður- og Suðaustur-Asíu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.