Þjóðviljinn - 29.10.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.10.1967, Blaðsíða 3
Sunnudagur 29. október 1967 — ÞJOÐVILJINK — SÍÐA 3 i I Myndin er tekin í Abbeyleikhúsinu og á veggjunum eru myndir ai’ búningum sem notaðir voni er Lukkuriddarinn var frumsýndur upp úr síðustu aldamótum. Á myndinni eru frá vinstri: Thomas og Caroline MacAnna, Uta Simmgen, Jónas og Guðrún kona hans og Hans Simmgen- Spjallað við Jónas Árnason írar bjáða íslendingum að senda leik- fíokk á leiklistarhátíð á næsta ári ■ Blaðinu voru að berast úrklippur úr írskum blöðum um hina árlegu leiklistarhátíð Dyflinarborgar, sem hófst 30. september síðastliðinn, og ráðstefnu um leiklistarmál, sem þjóðleikhús íra, Abbey leikhúsið, efndi til á sama tíma. ■ í úrklippu úr „The Irish Press“ frá 9. október er aðallega fjallað um Jónas Árnason, þingmann og leik- skáld, en hann flutti fyrirlestur á ráðstefnunni og ræddi um leiklistarstarfsemi á íslandi. sögu hennar og framgang. „Það hljómar eins og gömul tugga á þessum dögum og öld að segja um- mann að hann sé „gjörsamlega heillandi“. Þess vegna skulum við bara láta það duga að kalla mann- inn bráðskemmtilegan. Maðurinn heitir Jónas Árnason, leikskáld og rit- höfundur frá Reykjavík, höfuðborg íslands. í síðast- liðinni viku tók hann þátt í alþjóðlegri leiklistarráð- stefnu Abbey leikhússins og í hópi fjölda kunnra leikara, leikskálda, leikstjóra og'nem- enda frá stórum og smáum þjóðum bar hann sig eins og hæfir manni sem er frem- ur fulltrúi 20& miljón manna þjóðar en 200 þúsunda. Og hvers vegna ekki? Hann sagði okkur, að það mundu ekki vera nema fá-- einir vísindamenn í Nor- egi sem mundu skilja tungu- takið, ef það tækist að end- urlífga og reisa einhvern hinna merku kónga Noregs úr gröf sinni. En á íslandi gætu börhin á götunni spjallað við hann. Jónas heldur því fram að íslend- ingar séu írskir að hálfu. Jónas hefur ákaflega skemmtilegt skopskyn og hann var kosinn á þing síð- astliðið vor. Þó þjóðnýting sé töluverð á íslandi segir Jónas að enn eigi eftir að þjóðnýta margt og þá helzt svæðið sem banda- ríska herstöðin stendur á. Fyrirlestur Jónasar var eitt af því sem bezt tókst á ráðstefnunni og þegar hann lauk máli sínu með þeirri ósk, að allir vinir fslendinga styðji þá í sjálfstæðisbarátt- unni, ætlaði allt af göflun- um að ganga og aðrar eins viðtökur heyrðust ekki þessa vikuna". (The Irish Press, 9. okt.) Eftir þennan lestur virðist út í hött að spyrja Jónas um undirtektir. sem frásögn hans af íslandi hafi fengið á þessari alþjóðlegu leiklist- arráðstefnu. Mér virtist, þó ég segi sjálfur frá, að mönnum þætti ekki síður merkilegt að frétta af íslenzku leikhúslífi en ýmsu öðru, sem meira kveð- ur að í heimsfréttunum. Og mér heyrðist af mönnum að þeir þekktu ekki úr sínum heimahögum annan eins leik- húsáhuga (að tiltölu við fólksfjölda!) og t. d. Ung- mennafélag Reykdæla og Skallagrímur hafa upp á að hlaupa, ef svo ber undir. Til dæmis í Ástralíu (þaðan sem Kevin Palmer er), þar tókst nú ekki betur en svo, þegar átti að fara að stofna þjóð- leikhús með beinum og ó- beinum stuðningi íbúanna, samtals 12 miljón manns, að það var ekki hægt að halda sýningum gangandi nema meðan hinn kunni enski leikhúsmaður Hugh Hunt stjómaði fyrirtækinu. Þegar hann fór eftir fimm ára „hard work“ sem hann sagði, þá var lokað. Ég hitti hann á ráðstefn- unni og hann var voða þreyttur. Hvað var fleira af merku leikhúsfólki á ráðstefnunni? Frá listaleikhúsinu í Moskvu var maður sem heit- ir Raévski. Hann var nem- andi Stanislavskís og minnt- ist hins gamla kennara síns með virðingu og þakklæti, hvenær sem tækifæri gafst. Við urðum miklir mátar, því að við fundum á auga- bragði sveitamanninn hvor í öðrum, eins og ég hef marg- rekið mig á að Rússar og ís- lendingar gera, þegar þeir hittast á alþjóðlegum sam- komum. Þarna fékk ég það enn staðfest 'að Rússar vita yfirleitt miklu meira um okkur, en aðrir útlendingar, að undanteknum Skandinöv- um — og þó. Þetta er að sjálfsögðu ár- angur af þeirri kynningar- starfsemi, sem Kristinn Andr- ésson hefur verið óþreytandi að halda uppi með báðum þessum þjóðum. Og auðvitað dáðist Raévski að Laxness eins og þeir allir, og svo mjög að þegar Laxness bar í tal, gleymdi hann alveg að minn- ast á Stanislavskí. Frá Brecht-leikhúsinu í Austur-Berlín voru þau Hans og Uta Simmgén, bæði leik- stjórar og hinar skemmtileg- ustu manneskjur. Við átt- um líka sameiginlega kunn- ingja, Erling Gislason og Brynju Benediktsdóttur, sem dvöldu við leikhús þeirra ekki alls fyrir löngu og auð- heyrilega við miklar vinsæld- ir. Auk þess voru þarna leik- húsmenn frá Vestur-Þýzka- landi, Bandaríkjunum og Englandi að sjálfsögðu. Þaðan var m.a. Frank Dun- lop sem er hægri hönd Sir Lawrence Olivier við þjóð- leikhús Breta. Dunlop sagði t.a.m. í fyr- irlestri sínum að einungis eitt prósent af gestum enska þjóðleikhússins væru erfið- ismenn. Hann bar sig illa yf- ir þessu sem vonlegt er og skýrði frá því hvernig þeir eru sífellt að reyna að ‘finna einhverjar leiðir til að auka áhuga og aðsókn slíks fólks að leikhúsinu. Ég sagði honum frá sam- vinnu Þjóðleikhússins okk- ar við verkalýðsfélög og hvemig Dagsbrúnarmenn t.d. flykktust iðulega á sýning- Hvemig fer leikhúsið að þessu? spurði hann. Ég sagðist aldrei hafa hug- leitt það. enda væri þetta talið alveg sjálfsagt á fs- .landi. En hvað er að frétta af gestgjöfunum? Fya-st skal frægan telja Thomas MacAnna, sem nú er annar af tveim þjóðleik- hússtjórum fra. Hinn, Phil O’Kelly axlar fjármálaáhyggj- umar. Þannig getur Thomas gefið sig allan að þeim þætti rekstursins sem flokkast und- ir listina. Hann var að setja upp leikrit sem heitir Borstal Boy og er samið upp úr end- urminningum Brendan Behans frá æskuárum hans og tukt- húsvist. Frank McMahon heitir sá sem samdi leikrrt- ið, hann er Amerikeni af írskum ættum, en settist að á írlandi fyTÍr nokkrum ár- um, því honum leiddist svo í Ameríku. Ég var á nokkrum aefing- um á þessu leikriti mér til mikillar ánægju og það kem- ur mér ekki á óvart, sem ég hef síðan frétt, að fmm- sýningunni sem varð ekki fyrr en eftir að ég var far- inn, var forkunnarvel tekið. Thomas hafði einnig um- sjón með ráðstefnunni og virtist vera þarna allt i öllu. Samt gaf hann sér allt- af tima öðru hvoru til að setjast niður, rifja upp minn- ingar frá fslandi og spyrja frétta af vinum sínum hér heima. Hvernig sem á því stendur virtist þessi mikli leikhús- maður hafa tekið sérstöku ástfóstri við leikhúsin okkar hér. En hvemig líkar þér við annað fólk á frlandi? Vel. Ég er alltaf að finna bet- ur hvað við erum skyldir þeim. Og ég er ekki frá því að þeir séu líka farnir að átta sig á þessu. Skyldi það ekki vera í og með frænd- rækni, sem varð til þess að þeir báðu mig fyrir boð hingað heim, að íslendingar sendi leikflokk á næstu leik- listarhátíð Dyflinar að ári. En þar hefur líka að sjálf- sögðu vegið þungt á metum vitnisburður Thomasar Mc- Anna um hæfileika og getu íslenzkra leikara. GuSrún Helgadóttir: SkotSandspistill Sigursteinn Magnússon, aðal- •ræðismaður Islands í Edinborg Guðrún Helgadóttir dvelst í vetur í Edinborg á Skot- landi. Hún mun senda Þjóð- viljanum pistla að utan við og við í vetur — og birtist fyrsti Skotlandspistill henn- ar hér í blaðinu í dag. Rosknar konur í Edinborg eru árrisulli en *ðrar konur, sem orðið hafa á leið minni- Eldsnemma standa þær tvær og þrjár saman á hverjum gatna- mótum og ræða hástöfum, hvort veðrið verði gott eða vont í dag, hvernig það var í gær og hvernig veðurhorfur morgun- dagsins séu, um leið og þær berjast við að hafa hemil á ó- stýrilátum hundum sínum. Á hráslagalegum haustmorgni á því herrans ári 1967 hafa þær óvenjuskamma viðdvöl; þær hlaupa sem snöggvast saman og rífa af sér veðurspárnar, en skjótast svo sem hraðast í hlé undan nepjunni. Trén á Engjun- um (The Meadows) fyrir fram- an húsið okkar eru enn al- laufga, en græni liturinn er farinn að taka á sig gulbrúnan blæ. Gamall maður með hvítt, kringlótt spjald á stuttu skafti stöðvár bifreiðarnar til þess að hleypa skólakrökkum yfir göt- una. Krakkarnir kalla hann lollípopp-manninn, af því að spjaldið háns minnir á sleiki- brjóstsykur. Og gömul kona situr á bekk á Engjunum og hvílir lúin bein. Á bekknum er gljáfægður skjöldur, sem á stendur. „Þennan bekk gaf hr. John Donahue til minningár um elsku blessaða konuna sína.“ Það ríkir frvður og rósemi yfir borginni þennan morgun. Mannlífið hefur ekki alltaf verið svóna friðsælt í Edin- borg. Ulfgrár kastalinn, sem gnæfir yfir borgina, gæti sagt hroðalega sögu hennar, ef hann fengi mál- Enginn veit, hvað hann er gamall, en talið er að saga hans nái aftur á broná- öld. Hann varð fyrst konung- legur aðsetursstaður á 11. öld, þegar Malcolm II. náði honum á sitt vald. Edinborgarkastali er miðpunktur borgarinnar, og hún hefur byggzt út frá hon- um. Davíð konungur II. veitti Edinborg borgarréttindi árið 1128 og þá var hún eins og svo ótal margar aðrar borgir þeirra tíma einungis kastali, klaustur og fáein kot leiguliða óg hand- verksmanna. 1 kastalanum sat jarðeigandinn, klaustrið Holy- rood var miðstöð trúarlífs og klerka, og þar var einnig mið- stöð mennta og lista, en niður áf kastalanum var röð húsa leiguliða og handverksmanna. Má enn ganga þessar götur, sem nú heita High Street og Can- ongate. Smám saman hefur svo byggðin færzt út milli Holy- roodklausturs og kastala og síð- an lengra. Á dör,um Stúartanna Framhald á 9. síðu. Hús Johns Knox í Edinborg. 1 ■ «*«« ^ 1 #*•«"’, , »**«( fe ***Mmi nnnnmmM «1 «MR 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.