Þjóðviljinn - 29.10.1967, Síða 12
$881
Úr þjóðsögunni „Skessan á steinnökkvanumu, þríhöfðaði þursinn og drottningin (frá 1954).
Sýning á teikningum og vatnslitamyndum
verður opnuð i Ásgrímssafni í dag
í dag verður haustsýning
opnuð í Ásgrímssafni, og er
hún 21. sýning safnsins síðan
það var opnað í nóv. 1960.
Að þessu sinni ákváð stjórn-
arnefnd safnsins að sýna
eingöngu teikningar í heimili
Ásgríms Jónssonar, en flest-
ar þeirra hafa ekki komið
fyrir almenningssjónir fyrr
hérlendis. Voru þær valdar
úr teikningum sem lágu í
möppum, og .sýndar á yfir-
litssýningunni á verkum Ás-
gríms í Danmörku á síðast-
liðnu hausti. Vöktu þjóð-
sagnateikningar þessar mikla
athygli gesta. Þetta er fyrsta
sýningin á teikningum i
húsi listamannsins, og er sú
elzta þeirra frá 1908 og sú
yngsta frá 1957.
. f vinnustofunni er sýning
a vatnslitamyndum. Þær eru
einnig frá ýmsum tímum og
stöðum á landinu, m.a. Mý-
vatni, Borgarfirði, Skafta-
fellssýslu og Þingvöllum.
Eins og undanfarin ár kem-
ur út á vegum Ásgrímssafns
nýtt jólakort, og er það gert
eftir olíumálverki af einum
sérkennilegasta og fegursta
dal á íslandi, Svarfaðardal
en markmið safnsins er m.a
'að kynna landið í verkum
Ásgríms Jónssonar. Frum-
myndina að þessu málverki
gerði listamaðurinn í hinztu
ferð sinni til Norðurlands.
Ásgrimssafn, Bergstaða-
stræti 74, er opið sunnudaga.
þriðjudaga og fimmtudaga
frá kl. 1,30—4. Aðgangur ó-
keypis.
Fischer er efstur á
Nánari fregnir hafa nú borizt
af úrslitum í 5. og 6. umferð á
millisvæðamótinu í Sús í Túnis,
en að 6 umferðum loknum var
Fischer, Bandaríkjunum efstur
með 5 vinninga, en næstur kom
Hort Tékkóslóvakíu með 4 Yz
vinning og síðan stór hópur skák-
manna með 31/? og 3 vinninga,
þar á meðal allir sovézku stór-
meistaramir 4 sem þátt taka f
mótinu og átti Fischer fyrir
höndum að tefla við þá alla f
röð í næstu umferðum. Var
hann eins 'og áður hefur komið
fram í fréttum kominn með
6 vinninga úr 7 skákum eftir 8
umferðir.
í fimmtu umferð mótsinssigr-
aði Larsen Magmarusen frá
Mongólíu, Hort vann Cuellar frá
Kolumbiu, Fischer vann Sarapu
frá Nýja-Sjálandi, Kavalek
(Tékki) Bandaríkjamanninn Byr-
ne, og Ungverjinn Barzai Bou-
azise frá Túnis. Jafntefli gerðu
þeir Gipslis og Kortsnoj, Stein og
Reshevsky, Meking (Brasilíu) og
Portisch (Ungverjalandi), Sattles
(Kanada) og Bilek (Uijgv.þ Glig-
oric og Matulovic, Ivkof og Mat-
anovic (allir Júgósl'avar).
BræSa á miðunum
og iítil síldveiði
Bræla var ásíldarmiðunum fyrra
sólárhring. Nokkur skip gótu þc
kastað á takmörkuðu svæði, þar
sem veður var betra. Var það
um 40 sjómílum sunnar en
veiðisvæðið hefur verið undan-
farna daga.
8 skip tilkynntu um afla, 630
lestir.
Dalatangi:
Halkion VE 40, Ól. Friðberts-
son IS 30, Haraldur AK 20, Síg-
urborg SI 30, Gíslj Ámi RE 180.
Ir.giber Ólafsson II. GK 80, Ól.
Sigurðsson AK 50, Jón Garð-
ar GK 200 lestir.
25. þingi Iðn-
nemasambands-
ins lýkur í dag
25. þing Iðnnemasambands Is-
lands var sett í fyrrakvöld i
Félagsheimili múrara, aðFreyju-
götu 27. Mættir voru til þings
um 60 iðnnemar víðsvegar að af
landinu.
Ingi Torfason, varafcrmaður
INSÍ setti þingið í forföllum for-
manns. Síðan fluttu ávörp,
Snorri Jónsson frá ASt og ör-
lygur Geirsson frá ÆSl. Þvi
næst voru kosnir starfsmerin
þingsins. Ingi Torfason var kos-
inn þingforseti og Ólafur Þor-
steinsson og örlygur Sigurðsson
varaforsetar. Ritarar þingsins
voru kosnir Kristinn Karlsson og
Sigurður Jóakimsson. Þá vora
kosnar nefndir þingsins. Þing-
fundi var síðan fram haldið í
félagsheimili Læknafélagsins,
Domus Medica, kl. 14,00 í gærog
mun því Ijúka í kvöid. Verður
nánar sagt frá þingstörfum hér í
blaðinu eftir helgina.
Fischer.
I sjöttu umferð vann Hort
Sarapu, sovétmeistarinn Stein
Byme, Sattles vann Barzai. Fisc-
her og Kavalek gerðu jafntefii,
svo og Geller og Gipslis (mikiil
jafnteflamaður), Kortsnoj og
Reshevsky, Bílek og Gíigoric,
Magmarusen og Meklng.
Ekið á kyrr-
stæðan bíl
Aðfaranótt föstudagsins var ek-
ið á kyrrstæðan bíl við Borgar-
holtsbraut 54. Hægra afturbretti
og hurð bifreiðarinnar urðu
fyrir skemmdum, en bifreiðin er
af Moskvitch-gerð.
Sá, sem ók á bifreiðina fór á
brott án þess að gefa sig fram
og er þeim tilmœlum beint til
þeirra, sem einhverjar upplýs-
ingar gæfcu gefið að hafa sam-
band við lögregluna í Kópavog:.
Magnús Guðmundsson blómaskreytingafræðingur
Vill auka skilning manna á
fegarð og gildi blómanna
1 gær var opnuð í Álftamýri
7 ný og smekkleg blómaverzlun,
Blómahúsið, og er eigandi henn-
ar ungur blómaskreytingafræð-
ingur, Magnús Guðmundsson,
sem að garðyrkjunámi hérheima
loknu hefur lagt stund á fram-
haldsnám í blómaskreytingum og
íleiru erlendis um ára bil og
hyggst nota kunnáttu sína og
reynslu viðskiptavinum sínum í
hag með sérfræðilegum tillögum
og leiðbeiningum.
Þrátt fyrir þessa þjónustu
verða blómin ekki dýrari en
annarsstaðar, sagði Magnús þeg-
ar blaðamaður Þjóðviljams ieit
inn í nýju búðina, og kvaðst
hann hafa áhuga á að aukaskiln-
ing manna á fegurð blómanna
og gildi þeirra við hin ýmsu
tækifæri, bæði í sorg og gleði.
Innréttingu Blómahússims hef-
ur Magnús sjálfur skipulagt og
smíðað. 1 henni er auk blóma-
söilunnar deild fyri-r keramik og
aðra listmuni, einnig munu list-
máiarar hengja þar upp verk til
sölu og eru nú til sýnis og sölu
í verzluninni málverk eftir Ág-
úst Pedersen. Þá er þama sér-
stúka fyrir viðskiptavinima til að
skrifa kortin í og í kjaflara er
vinnupláss.
Magnús kVdöst. hafa farið að
hugsa um blóm sem unglingúr
þegar hann starfaði í skrúðgörð-
um borgarinnar og síðan fór
hann í nám í Garðyrkjuskóla
ríkisins. Erlendis var hann við
nám og störf í Noregi, Dammörku,
Engiandi, Þýzkailandi og Sviss,
en sL ár starfaði hann hjá Ring-
elberg í Rósirmi, sem hiotíð hef-
ur lof fyrir afbragðs smekkrfsi,
enda telur Magnús sig þar hafa
tengið góðan starfeskóla.
Gera uppreisn gegn st/órnum 3ja félaga
Framhald af 1. síðu.
þykkt var með yfirgnæfandi
meirihluta atkvæða á fundinum,
að verkfall það, sem bannaðvar
fyrr um daginn með bráðabirgða-
lögum skyldi hafið að nýju frá
þeim degi, er lögin féllu úr gildi,
ef eigi hefðu tekizt samningar
fyrir þann tíma.
Engin verkfallsboðun
Engir nýir samningar hafa
verið gerðir við þessi félög og i
samræmi við áðurgreinda fé-
lagasamþykkt hefði stjóm íar-
mannasambandsins átt að boða
skipafélögunum verkfalil síðast-
liðinn þriðjudag með viku fyrir-
vára. Samkvæmt upplýsingum
frá skipafélögunum höfðu þau
ekki tekið á móti verkfallsboðun
í gær — eru þó aðeins fjórir
dagar til mánaðamóta.
1 viðtölum við starfandi vél-
stjóra og stýrimenn kemurfram,
að engir félagsfundir eða stjórn-
arfundir hafa verið haldnir ívið-
komandi félögum um kjarabar-
áttuna síðan sextánda júní og
hefur tíl dærnis formaður Stýri-
mannafélags íslands verið í fel-
um lengst af, og hefur reynzt
mjög erfitt fyrir stýrimenn að
ná sambandi við hann.
Beðið eftir gerðardómi
Þjóðvijljln'n hefur haft sam-
band við örn Steinsson, formann
Vélstjórafélags Islands og hefur
hann viðurkennt, að undirskrifta-
plögg hafi borizt frá starfandi
loftskeytamönnum, stýrimönnum
og vélstjórum til stjórnar Far-
mannasambandsins og kvaðhann
stjórnarfund hafa verið haldinn
i Vélstjórafélaginu í fyrrakvöld
og þar hafði verið samiþykkt að
bíða með verkfallsboðun, þar
sem væntanlegur væri gerðar-
dómur um kjör yfirmanna.
Þjóðviljinn hefur líka haft
samband við Guðmund Oddsson,
forseta Farmanna- og fiski-
mann asambandsins og mælti
hann svo:
„Við höfum ekki boöað þetta
verkfall ennþá og fórum eftir
ráðleggingum lögfræðilegra aðila
í þeim efnum. Slíkt verkfal)
hefði átt að boða atvinnurekend-
um með viku fyrirvara. Við höf-
um kosrð að biða e*tír úiUcurði
gerðardóms, en hann hefur háld-
ið nokkra fundi og safnað gögn-
um í málinu og á að vera búinn
að kveða upp dóminn fyrir 1.
nóvem!ber“.
Þá inntum við Guðmund eft-
ir áliti hans um undirskrifta-
safnanir loftskeytamanna, stýri-
manna og vélstjóra og svaraði
Guðmundur þvl svo:
„Sambandsstjóm getur ekla
farið eftir málaleitan einstakra
félaga og verður slíkt að foim-
ast hjá stjórnum viðkomandi fé-
laga og trúnaðanmannaráða áður
en það kemur til okkar kasta“.
Þannig eru ýmsar .blikur á
lofti hjá yfirmönnum farskipa
og er mikill einhugur í röðum
hinna starfandi sjómanna.
Hann er líka orðinn langur
slóðinn hjá aliskonar sjálfskip-
uðum fórustumönnum í þeirii
viðleitni að halda niðri kjörum
yfirmanna með hversfconar ráð-
um.
Undirskrifitímar hófiust þegar
eftir sextánda júní og hafa stað-
ið fram á þemnan dag, en lítil
viðleitni hefur þótt koma fram
frá forustemönmwn í kjarabar-
áttunni. Er það ekki einleikið
sinnu&e^Esi.
ÓDÝRIR KUIDASKÓR
fyrir kvenfólk =— Háir og lágir.
Verð kr. 395 — kr. 470 — kr. 4% -
kr. 5 39 —• kr. 599.
SKÓVAL
AustiH’stræti 18
(Eynwmdssonarkj allara)
KJÖRGARÐUR
Sfcóderld
Lao©avegi 59.
LOÐFOÐRAÐIR
KULDASKÓR KARLMANNA
háir og lágir — Mjög vandaðar gerðir.
SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR
Laugavegi 100.
Seljum fjölmargar gerðir af
KARLMANNASKÓM
Vandaðar gerðir fyrir kr. 398 og kr. 498.
SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR
y v
Laugavegi 100.
)