Þjóðviljinn - 01.11.1967, Page 1

Þjóðviljinn - 01.11.1967, Page 1
I 1 Expo 67 louk á surmudaglnri: Yfir 7 miljón gestir heim- sóttu skála Norðuriandanna Fyrírspurnir á A lþingi Tveir þingmanna Alþýöu- bandalagsins, Magnús Kjartans- son og Gils Guðmundsson flytja eftirfarandi fyrirspurnir á Al- þingi: □ Til forsætisráðherra um fram- kvæmd stefnuyfiriýsingar. Frá Magnúsi Kjartanssyni. Hvernig hyggst ríkisstjórnin framkvæma eftirfarandi atriði í nýjustu stefnuyfirlýsingu sinni: „Efnt verði tii sérfræðiiegrar könnunar af íslands hálfu áþví, hvernig vörnum landsins verði til frambúðar bezt háttað“? □ Til landbúnaðarráöherra um rekstur Iceland Food Centre í London. Frá Gils Guðmundssyni: 1. Hversu miklu ríkisfé hefur verið varið til stofnunar og rekstr- ar fyrirtækisins Iceland Food Centre í London? 2. Hvernig er háttað fjárskuld- bindingum ríkisins gagnvart fyr- irtækinu? 3. Hvernig hefur reksturinn gengið? 4. Hverjar áætlanir eru ádöf- inni um framtíð Iceland Food Centre? 108 fiskveiði- brot ísl. báta Um miönætti í fyrrinótt tók varðskip eftirtalda báta að meintum ólöglegum togveiðum í Garðsjó: Brimnes BE 333, Lund- ey RE 381, Kristján RE 250, Bryndísi GK 17, Ágúst Guð- mundsson II GK 94 og Bergvík RE 55. Fyrr í mánuðinum hafði þyrla landhelgisgæzlunnar, tekið 11 báta að óilöglegum veiðum. Hafa þá verið kærð af landhelgis- gæzlunni 108 fiskveiðibrot ís- lenzkra báta það sem af er ár- inu 1967. FH vann Stadion í gærkvöld fór fram leikur í Laugardalshöllinni milli FH og danska liðsins Stadion og sigr- aði FH eftir allskemmtilegan leik, en nokkuð harðan með 20 mörkum gegn 18. I fyrri hálfleik hafði FH mikla yfirburði í mörkum, stóðu leikar 10:3 þeim í vil eftir um 20 mín. og í hálfleik var staðan 13:8. Danirnir sigu hins vegar á er á leikinn ledð. Frá íslenzku sýningardeildinni á heimssýningunni, en hún verður nú tekin niður og flutt til Bandaríkjanna eins og segir í frétt hésr. GerSardómur féll i farmannadeilurmi i fyrrakvöld Yfirmennirnir á farskipunum fengu litiar sem engar bætur ■ Expo ’67 í Montreal lauk síðdegis á sunnudag með 67 fallbyssuskotum og um leið drógu Nor ður 1 and aþj ó ðrn a r niður fána landanna fimm við skála sinn. Höfðu þá yfir 7 miljónir manna komið í Norðurlandaskálann. Var heimssýningunni slitið um morguninn með ihátíðlegri athöfn á þjóðatorginu í köldu en heiðskíru veðri að við- stöddum öllum æðstu mönn- um Kanada. Er íslenzki fáninn var dreg- inn niður ásamt öðrum þjóðfán- um gekk Elín Pálmadóttir fram og tók við sérstökum gullpén- ingi úr hendi Mioheners land- stjóra Kanada fyrir hönd Gunn- ars J. Friðrikssonar, en tvær ís- lenzkar starfsstúlkur stóðu við stöngina og tóku við fánanum. Yfir 50 miljónir manna komu á heimssýninguna þá sex mán- uðd, sem hún stóð yfir, nær 15 miljónum fleira en björtustu vonir stóðu til, og fékk Norður- landaskálinn aðsókn á borð við ^þá aliina beztu. Fólk er allt farið heim, en ís- lenzka sýningardeildin fer til Colorado í Bandaríkjunum, þar sem hún verður notuð sem bak- grunnur á Norðurlandakynningu í tveim stærstu vöruhúsum í Denver á næafca ári, en listmun- ir verða fluttir heirn til íslands. Fulltrúar allra Norðurlandanna lýstu yfir ánægju sinni með þann árangur' sem náðst hefur til kynningar á löndunum fimm, svo og fuUtrúar veitingahússins i Norðurlandaskálanum, en yfir 5000 manns borðuðu í aðalveit- ingahúsinu auk þúsunda íkaffi- teríunni og bar og kynntust Norðurlandaréttum. Gerðardómur í farmajnnadeilunni hefur kveðið upp úrskurð um kjör yfirmanna og er hann ömur- legur endir á afskiptum ríkisvaldsins af miklum vandkvæðum er varða kaup og kjör stýrimanna, vélstjóra og loftskeytamanna á íslenzkum skipum. líf- og örorkubætur til handa iðn- verkafólki að upphæð hálf milj- ón króna, er samið var um á síð- astliðnu ári- I>á fá yfirmenn 7 prósent orlof á eftirvinnutekjur og eru þeir þar á eftir landmönnum eins og í flestum greinum, Að lokum náðist fram lítilshátfcar hækkuná eftirvinnu- eftir langan starfsald- ur hjá yfirmönnum. Þessi hækk- un er þó svo lítilsháttar, að sum- ir hafa dregið í efa, að um Framhald á 7. síðu. Sjötti Kosmosinn á sex dögum síða @ Samninganefndir ASÍ og BSRB á fundi í gær Viðræðufundur við ríkisstjórninu í dug? □ Hafðar eru uppi sýndar- bætur er skipta raunveru- lega litlu máli sem úr- lausn á kaupdeilu og'situr því við það sama og áður. □ Gerðardómurinn var kveð- inn upp klukkan 18 1 fyrrakvöld í einni af skrif- stofum þorgardómaraemþ- ættisins að Túngötu 14 hér í borg. □ Gerðardóminn skipuðu Guðmundur Jónsson, borg- ardómari, formaður dóms- ins, Guðmundur Skafta- son, lögfræðingur og Torfi Ásgeirsson. hagfræðingur. Hver er svo stærsta kjarabótin til handa sjómönnum samkvæmt úrskurði gerðardómsins? Líf- og örorkubætur hækka úr kr. 300 þúsund í kr. 600 þúsund eða um 100 prósent, sagði einn stjómar- manna í Farmannasambandinu i viðurkenningartóni í gærdag. Víðast hvar hefoir landverka- fólk samið um svona ákvæði fyrir löngu og mætti þannig minna á □ Eins og kunnugt er af fréttum áttu samninganefndir Alþýðu- sambands fslands og Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja viðræðufund við ríkis- stjórnina og fulltrúa hennar í síðustu viku en síðan var tveim undirnefndum falið að kanna nánar einstök atriði og safna gögnum varðandi þau. Átti önnur nefndin að fjalla um fjárlögin en hin m.a. um innheimtu skatta hér á landi, bæði tekjuskatts og söluskatts ofl. ★ □ Þessar undirnefndir hafa nú starfað i viku og áttu þær að skila niðurstöðum athugana sinna í gær fyrir sameigin- legan fund samninganefnda ASÍ og BSBB er hófst kl. 5 síðdegis. Munu viðræður milli samninganefndanna og rikis- stjórnarinnar því væntanlega hefjast að nýju i dag. , ! ! I Verkakvennafélagið Framsókn mótmælir kjaraskerðingunni LáglaunafólkiS hefur ekki bolmagn til að bera verðhækkanabyrðarnar Þjóðviljanum bárust í gær eftirfarandi samþykktir frá Verkakvennafélaginu Framsókn: „Fundur 1 Verkakvennafélaginu Framsókn, haldinn 26. október 1967, telur að í tillögum þeim um efnahags- mál, sem ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi sé freklega gengið á samningsþundinn rétt launþega, að því er varðar greiðslu verðlagsuppbótar á kaup. Þá tel- ur félagið, *að byrðum þeim, sem gert er ráð fyrir að leggja á þjóðina vegna þeirra efnahagsörðugleika, sem að steðja, sé ekki réttlátlega skipt og bendir sérstak- lega á að láglaunafólk, öryrkjar og aldraðir hafa ekk- ert bolmagn til þess að þera þær byrðar, sem á þetta fólk er lagt með hinum gífurlegu verðhækkunum, sem þegar hafa komið til fram'kvæmda. Sfcorar þvi Verkakvennafélagið Framsókn á ríkis- stjóm og Alþingi að leita annarra úrræða til úrlausn- ar vandamálunum, úrræða, sem miðuð séu við það, að þeir sem breiðust hafa bökin beri sinn hluta byrð- anna í hlutfalli við efnahag sinn. Verkakvennafélagið Framsókn væntir þess, að við- ræður þær, er nú hafa verið ákveðnar milli launþega- samtaka og ríkisstjómar, megi leiða til þess, að aðrar og heppilegri leiðir verði fundnar til lausnar þeim vanda, sem við blasir“. Ráöstafanir til atvinmMukningar „Fundur í Verkakvennafélaginu Framsókn, haldinn 23. október 1967, skorar á Alþingi og ríkisstjóm að gera nú þegar ráðstafanir til atvinnuaukningar, til þess að tryggja það, að ekki komi til atvinnuleysis í vetur. í þessu sambandi vill félagið benda á nauðsyn þess, að eftirlit með vinnu útlendinga hér á landi verði hert og þess gætt, að erlent fólk hefii ekki vinnu án at- vinnuleyfa.“

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.