Þjóðviljinn - 01.11.1967, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVHJnNN — Miövikudaigur 1. TbóvemJber 19&L 1
Karf Guðjónsson a/þingis-
maður fimmtiu ára í dag
Karl Guðjónsson alþingismað-
ur er fimmtugur i dag. Hann' er
fæddur í Hilíð í Vestmannaeyj -
um 1. nóvember 1917 og voru
foreldrar hans Guðjón Einars-
son fistematsmaður í Breiðholti
í Eyjum og Guðfinna Jóns-
dóttir kona hans. Kennaraprófi
lauk Karl 1938 og var hann
Brotizt inn hjá
Kol&Salt
í fyrramorgun var lögreglunni
tilkynnt að um helgina hefði ver-/
ið framið innbrot í Kol & Salt,
bæði í afgreiðslusal og salthús.
Þar hafði verið rótað til og
brotin rúða á mokstursvél, en
engu var stolið.
Þá sagði lögreglan blaðinu frá
því að maður nokkur hefði or^-
ið fyrir því óhappi, á meðan
hann var að horfa á kvikmynd
í Háskólabíói á sunnudagskvöld-
ið, að koppunum var stolið af
öllum hjólunum á bíl hans
Engin Ijósglæta,
segir Mansfield
WASHINGTON 30/10 — Leiðtogi
Demókrata í öldungadeild Banda-
ríkjaþings, Mike Mansfield, sagði
f gær að hann hefði ekki orðið
var við neitt sem benti til þess
að Johnson forseti ætlaði að
stöðva teftárásirnar á Norður-
'Vietnam, hvorki um stundarsakir
eða fyrir fullt og allt.
— Það eru yfirleitt engin
merki þess að þessu stríði sé að
Ijúka á nokkum hátt. Það er
enga ljósglætu að sjá, sagði
hann.
síðan kennari við bamaskólann
í Vestmannaeyjum tíl ársins
1964, er hann fluttist til Rvlk-
ur og gerðist kertnari við Voga-
skólann. Síðustu misserin hefur
Karl gegnt störfum fræðslufull-
trúa í Kópavogi.
Karl Guðjónss. hefur látið fé-
lagsmál mjög til sín taka og
gegnt ýmsum trúnaðarstörfum.
Hann átti lengi sæti í stjóm
skólanefndar (síðar fræðsluráði)
Vestmannaeyja og sjúkrasam-
laginu þar, var formaður Stétt-
arfélags bamakennara í
Vestmannaeyjum 1952-54 og
átti sæti i stjórn Sarribands ísl.
lúðrasveita. Bæjarfulltrúi Al-
þýðubandalagsins í Vestmanna-
eyjum var hann 1958-64, en
fyrst var hann kjörinn á þing
sem landskjörinn þingmaður
Sósíalistaflokksins 1953 og sat
hann síðan á þingi til 1963. I
kosningunum á sl. sumri var
hann enn kjörinn á þing fyrir
Alþýðubandalagið í Suðuríands-
kjördæmi.
Þjóðviljinn árnar Karfli Guð-
jónssyni allra heilla á þessum
tímamótum.
Gegn
. lýðræði
Morgunblaðið lætur i for-
ustugrein sinni í gær uppi
mikla reiði vegna mótmæfla
þeirra sem að undanfömu
hafa borizt frá stéttarfélögum
um land allt. ..Mótmælin
leysa engan vanda,“ segir'
blaðið. )HAIlir vitiibornir menn
gera sér ljóst að enginn vandi
verður leystur með herópum
eða mótmælasamþykktum . . .
Hávaði herópa og mótmæla
getur um skeið valdið erfið-
leikum og upplausn. En þessi
neikvæöa og óábyrga afstaða
leysir ekki þann vanda sem
við er að etja.“ Hitt dagblað
Sjálfstæðisfflokksins, Vísir, tal-
aði fyrir nokkrum dögum af
hliðstæðri andúð um stéttar-
félög og hagsmunahópa.
Ástæða er til að skýra þetta
mál' ofuriítið fyrir málgögnum
Sjáifstæðisflokksins. Stéttar-
félög og hagsmunahópar eru
mjög veigamikill þáttur í því
kerfi sem nefnt er lýðræði.
Það er lýðræðisilegur réttur
manna að freista þess að hafa
áhrif á stjóm landsmáia, og
þeir sem hafa hliðstæðra
hagsmuna að gæta hópa sig
saman í þeim tíigangi. Þegar
þvílík félagssamtök gangafrá
samþykktum um þjóðmál og
önnur hagsmunamál sín eru
þau hvorki að skaprauna rík-
isstjóminni né ritstjórn Morg-
unblaðsins, heldur eru þau að
hagnýta sér þann stjómar-
skrárrétt sem nefndur er mál-
frelsi. I lýðræðisþjóðfélagi ber
að taka ákvarðanir á þann
hátt að ræða máiin fvrst, iáta
andstæðar skoðanir vegast á,
og þvílíkar umræður hafa oft
bein eða óbein áhrif á málla-
lok. Þegar um kjaramál er að
ræða ber að sjálfsögðu að
veita samþykktum stéttarfé-
laga sérstabá athygli, þvf þau
hafa lögverndaðan rétt til að
gera kjarasamninga og beita
afli samtaka sinna í þeim til-
gangi. Það er rangt hjá Morg-
unblaðinu að „mótmæli ieysi
engan vanda“; þau geta leyst
mikinn vanda ef stjómarvöld
taka tillit til þeirra. Séu
stjórnarvöld hins vegar rök-
hefld feist í mótmælunum vís-
bending um það sem síðar
muni gerast, ef röksemdir
nægja ekki og taka verður á-
kvarðanir um aðgerðir. I mót-
mæium þeim sem þegar hafa
verið samþykkt vegna efna-
hagsráðstafana rfkisstjómar-
innar og ná til félaga sem
hafa innan sinna vébanda tugi
þúsunda, flaunamanna er yfir-
leitt lögð áherzla á það að
félögin verði að beita afli
samtaka sinna ef mótmæli og
röksemdir og málfrelsi nægi
ekki til að leysa vandann.
Það mega teljast mikil firn
að nauðsynlegt skuli vera að
skýra þessi grundvafllaratriði
lýðræðis fyrir málgögnum
Sjálfstæðisflokksins. Hins veg-
ar er það ekkert nýtt fyrir-
bæri; ýmsir helztu ráðamenn
þess flokks hafa ævinlega lit-
ið á lýðræðið sem yfirskin, '
innantómt form, og þetta við-
horf hefur enn ágerzt eftír að
Bjami Benediktsson gerðist
leiðtogi flokksins. Honum
finnst að begnamir eigi að
þegja og hlýða þegar formað- i
arinn hefur talað. — Anstri. I
!
I
I
A fmælisundirbúningurinn í Moskvu \
Moskvu í okt. — Nú líður óð-
um að 50 ára byltingarafmæl-
inu í Sovétríkjunum, og akls
staðar fer fram geysilega mik-
ill undirbúningur. Tilkynnt
var í Moskvu nýlega, að há-
tíðahöldin myndu verða sett
með hátíðasamkomu i Þing-
höllinni í Kreml 3. nóvember.
Þar munu korna saman mið-
stjóm kommúnistaflokksins,
æðsta ráðið og samtímis munu
verða haldnir slíkir fundir í
sambandslýðveldiunum. Að
kvöldi 2. nóvemiber mun
verða afhjúpuð stytta af Len-
ín fyrir framan Þinghöllina í
Kreml.
Moskva er að færast i há-
tiðábúning, allls staðar verið
að mála og skreyta, prýða og
snurfusa. öll borgin mun
verða uppljómuð og skrautlýst
á kvöldin meðan á hátíða-
höldunum stendur. 1 Kreml
hefur verið komið upp 679
Ijóskösturum og um 19.000
perum. ’ Á kvöldin munu
brýmar yfir Moskvufljótið
verða flóðlýstar og fljótabát-
arnir skreyttir marglitum
luktum. Sadovaja koltso,
hringbrautín, sem liggur um
miðborg Moskvu, mun verða
sýningarsvæði lýðveldanna 15,
rússneska sambandslýðveldið
mun sýna á Majakovskítorgi,
Úkraína á Smolenskaja og
Lettland á Vostaniatorgi, og
svo mætti lengi telja. Verið
er að skreyta Gorkistræti og
þegar eru komnir kranabilar
upp á Rauðatorg, þar sem
verið er að festa upp spöld og
skreytingar.
Nú fara í hönd ein mestu
hátíðahöld í sögu Sovétríkj-
anna, og 7. nóv. næstkom-
andi munu flugeldarnir yfir
Moskvu lýsa upp kvöldhimin-
inn í öilum regnbogans litum.
Guðrún Kristjánsdóttir.
Kísilgúrverksmiðjan
til tíiraunareksturs
Hinn nýi forstjóri Kísiliðjunnair er Vésteinn Guðmundsson, efna-
verkfræðingur.
Mývatnssveit 27. okt. 1967 —
Kísilgúrverksmiðjan við Mý-
vatn var afhent eigendum til
tilraunareksturs í hádegisverð-
arboðí að Hótel Reynihlíð í
dag.
Mættir voru ýmsir þeir, er
að framgangi þessa máls hafa
mest unnið. Þar var stjóm Kís-
iliðjunnar, fulltrúi sýslumanns
á Húsavík, bæjarstjóri Húsa-
víkur, útibússtjórar banka á
Húsavík, sveitarstjómarmenn í
Skútustaðahreppi, fréttamenn
blaða, útvarps og sjónvarps og
fleiri, sem boðnir voru til
þessá hófs.
Pétur Pétursson, fram-
kvæmdastjóri verksmiðjunnar
frá upphafi, afhenti verksmiðj-
una eigendum til tilraunarekst-
urs með ræðu, en Magnús Jóns-
son, fjármálaráðherra, formað-
ur stjómar Kísiliðjunnár h.f.
veitti' henni viðtöku.
Lýsti hann því yfir, að við
framkvæmdastjórastörfum verk-
smiðjurekstursins tæki Vé-
steinn Guðmundsson, efnaverk-
fræðingur, og ámaði honum
heilla í starfi.
Fj ármálaráðherra flutti þakk-
ir og veitti viðurkenningu full-
trúa þeirra erlendu aðila, er
teiknað höfðu verksmiðjuna og
skipulagt. Þakkaði Pétri Pét-
urssyni frábœrt starf og svo og
öðrum, semt unnið hefðu að
þessum framkvæmdum.
Þá rómaði hann mjög sam-
starfið við vini okkar hjá John
Manville, eins og hann komst
að orði. Þá hélt og ræðu hinn
nýskipaði framkvæmdastjóri og
fleiri ræður voru fluttar eins
,og vera ber í slíku samkvæmi.
Erlent fjármagn
Það kom fram í ræðu Péturs
Péturssonar, að allar áætlanir
hefðu staðizt með prýði. Allir
sem unnið hafa að byggingunni
hefðu leyst sín verk vel af
hendi.
Engin vinnuslys hefðu orðið
við þessar framkvæmdir. Þá
upplýsti hann það, að engum
einum manni væri það meira
að þakka að ráðizt væri í þess-
ar framkvæmdir en Baldri Lin-
dal, efnaverkfræðingi, sem
hefði fundið kísilnámu á botni
Mývatns og hefði hann unnið
frábært vísindalegt starf við
undirbúning þessarar verk-
smiðju. Þá kom það og fram,
að kísilgúrverksmiðja þessi er
einstæð um marga hluti. Það
fyrst, að hún mun . kosta 10
til 12 miljónum krónaminnaen
áætlað var í upphafi og má
það víst teljast einstakt í sinni
röð. Það annað, að hvergi er
kísilgúr unninn í heiminum frá
botni vatns. Annarsstaðar , taka
kisilgúrverksmiðjur sitt’ á
þurru. Er húrt því einstæð að
þessu leyti á heimsmælikvarða.
Þá er verksmiðjan sérstæð
hér á landi m.a. að því leyti,
að hún er fyrsta rtóriðjufyrir-
tækið, sem erlendir aðilar
leggja fjármagn í og eiga að
nokkrum hluta. Um tvennt það
síðasttcáda er það að segja, að
reynslan á eftir að skera úr
um ágæti þess.
5 menn vinna í
verksmiðjunni
Gert er ráð fyrir, að reynslu-
tíminn verði 4 til 6 mánuðir og
framleiðsla mjög lítil þann
tíma. Það mun taka 6 til 7 ár
að ná fullum afköstum, —
þrjátíu þúsundum tonna á ári.
Verksmiðjan verður mjög
sjálfvirk og starfslið 25 manns
til að byrja með. Til dæmis
verða aðeins 5 menn að störf-
um í sjálfri verksmiðjunni.
Að loknu hófi í Hótel Reyni-
hlið, sem fór fram með mik-
illi kurteisi, var ekið að verk-
smiðjunni í Bjarnarflagi og
hún skoðuð við góða leiðsögu.
Ekki virtist veðurguðunum
vera þetta tilstand þóknanlegt,
hvað sem þeir annars meina
nú með því, því að úti var
norðlenzk stórhríð og spillti
það fyrir skoðun á verksmiðj-
unni. Þó duldist ekki, að hér
er mjög nýstárleg verksmiðja
upp risin og ekki á færi leik-
manna að botna í því, sem þar
er að sjá.
Við Mývetningar stöndum
hér frammi fyrir gjörðum hlut,
þar sem þessi verksmiðja er
upprisin og tjáir ekki um að
Yfírlýsing frá
Þann 28. okt. sl. birtir Þjóð-
viljinn á forsíðu blaðsins grein
með fyrirsögninni; „Ólögleg
stjóm í Stýrimannafélagi Is-
lands?“ I umræddri grein er
þess getið í upphafi, að nokkr-
ir stýrimenn á farskipaflotan-
um hafi sent stjóm F-F.S.I.
bréf, þar sem krafizt var rann-
sóknar á því, með hvaða hætti
Sverrir Guðvarðsson gæti kall-
að sig löglegan formann stjóm-
ar Stýrimannafélags Islands, og
hvemig aðrir stjómarmeðlim-
ir gætu setið lögléga í stjóm-
inni, þar sem aðalfundur í fé-
laginu hafi ekki vérið haldinn
ennþá á árinu.
Af þessu tilefni vill stjóm
Stýrimannafélqgs íslands taka
fram eftirfarandi:
Á fundi, sem haldinn var í
Stýrimannafélagi Islands 14.
júní s.I., 'ítoru mættir 55 félags-
menn. A þeim fundi skýrði for-
maður félagsins frá því, að
vegna ófyrirsjáanlegra orsaka
hefði orðið að fresta aðalfundi
félagsins, en að hann yrði hald-
inn eins fljótt og unnt væri og
í síðasta lagj á haustmánuðum.
Fundarmenn hreyfðu engum
mótmælum við þessari yfirlýs-
ingu fbrmanns, og þótti skýring
sú, er hann gaf á frestun fund-
arins, ekki óeðlileg.
Þriðjudaginn 24. október var
haldinn síjórr.arfundur í F.F.
S.Í., og átti þar að ræða yfir-
lýsingu þá, er síj^rn F.F-S.l. lét
frá sér fara og nú hefur birzt
í flestum dagblaðanna- I fund-
arbyrjun barst forseta sam-
fást. Er vonandi, að svo stórt
fyrirtæki, sem Kísiliðjan verði
einu litlu byggðarlagi, sem hún
er staðsett í til góðs, en ekki
bandsins bréf,- undirskrifað af
13 stýrimönnum, en í Stýri-
mannafélagi Islands eru nú 135
félagsmenn. Efni bréfsins var á
þá leið, að þessir 13 stýrimenn
óskuðu eftír því, að stjóm F.F.
S.l. hlutaðist til um að lögum
Stýrimannafélags Islands væri
framfylgt, og töldu, að þau
hefðu verið brotin, þar sem að-
álfundur hafði ekki verið hald-
inn.
Það skal tekið fram varðandi
bréf þetta, að' Stýrimannafélagi
íslands hefur ekki borizt í
hendur neitt bréf frá félags-
mönnum, þar sem óskað hefur
verið eftir skýringum á þvi.
hvað tefði aðalfund félagsins.
og sýnir það bezt, að félags-
menn háfa tekið skýringu for-
manns, er hann gaf á fundin-
til hins gagnstæða. Úr því
verður reynslan að skera,
hvemig til tekst.
um 14. júní s.l. varðandi frest-
un fundarins, fyllilega til greina.
I lögum félagsins, 14. gr.
segir svo;
Til fundar skal stjórninni
skylt að boða, ef áríðandi mál-
efni eru fyrir hendi, eða ef
minnst 10 félagsmenn æskja
þess.
Eins og gefur að skilja á um-
ræddri lagagrein, geta félags-
menn hvenær sem er, 10 eða
fleiri,' krafizt fundar, telji þeir
ástæðu til eða brýna þörf fyr-
ir. Þess hefur ekki verið óskað
í sambandi við mál þetta. Þá er
og rétt að geta þess, að er um-
rætt bréf barst stjóm F-F.S.l.,
hafði aðalfundur félagsins þegar
verið ákveðinn 15- nóvember
n.k.
Framhald á 7. síðu.
Laust starf
Samiband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi
óskar að ráða sér framkvæmdastjóra frá næstu
áramótum, eða síðar.
Umsóknir um starfið, ásamt launakröfum og upp-
lýsingum um fyrri störf, sendist formanni sam-
bandsins, Sveini Jónssyni, Egilsstöðum, fyrir 1.
desember 1987.
Stjómin.
Starri í Garði.
stjórn Stýrimannafélagsins