Þjóðviljinn - 01.11.1967, Blaðsíða 3
Miðvitoudagur 1. móvemiber 1967 — ÞJÓÐVELJINN — SÍÐA J
Sjötti Kosmosinn á
braut á sex dögum
Kosmos 186 sem tengdur var við Kosmos 188
í geimnum náðist aftur niður til jarðar í gæ*
MOSKVU 31/10 —> í dag var enn einu Kosmos-gervitungli,
því 189. og sjötta á sex dögum, skotið á braut frá Sovét-
ríkjunum. Jafnframt var skýrt fró því í Moskvu að Kosmos-
tunglinu 186 hefði verið náð aftur til jarðar.
Sprengjum skotíð á
íorsetahöll Thieus
Humphrey varaforseti og aðrir erlendir gestir
voru staddir í höllinni, en þeir sluppu allir
SAIGON 31/10 — Sprengjum var í dag skotið á forsetahöll-
ina í Saigon þar sem Thieu hershöfðingi, sem settur var
í embættið í dag, hafði boð inni fyrir Humphrey, vara-
forseta Bandaríkjanna. og aðra erlenda gesti.
Kosmos 186 var skotið á loft
á föstudaginn og í gær var það
tengt á braut úti í geimnum. við
Kosmos 188 sem fór á braut í
gær. Tunglin fóru saman rúmar
tvær umferðir um jörðu en voru
þá losuð hvort frá öðru. Þetta
var fyrsta sjálfvirka tengingin í
geimnium. Talið er sennilegt að
Kosmos 186 sé af sömu gerð og
Sojús-geimfarið sem hrapaði til
jarðar í apríl og ætlað mun fyr-
ir fimm g'eimfara. Eru líkur nú
taldar hafa enn aukizt á því að
stórt mannað geimfar verði sent
á loft frá Sovétríkjunum á næst-
unni.
Braut Kosmos 189 er mjög
svipuð braut Kosmos 185 sem
skotið var á loft á föstudaginn
(jarðfirð 600 km, jarðnánd 535
km) og þótt munur á brautarhalla
þeirra nemi um tíu gráðum
er ekki talið ósennilegt að einnig
verði reynt að tengja þau sam-
an.
Kosmostunglin sové2ku eru af
margvíslegum gerðum, til veður-
athugana, geislunarmælinga,
njósna og undirbúnings tilrauna
með mönnuð geimför.
Geimfararnir í Geniini stýrðu
farkosti sínum að eldflauginni.
Trapesníkof sagði að þurfthefði
ýtrustu nákvæmni til að tengja
gervitunglin saman. — Vísinda-
mönnum okkar hefur tekizt að
búa til sérstaklega athyglisverð
og fulílkomin sjálfstýristæki sem
tryggja algera nákvæmni í stjórn
geimfara, segir hann.
Tengingin fór fram á þann
hátt að eftir að radaraugu ann-
ars gervitunglsins höfðu fundið
hitt, reiknuðu rafreiknar tungin-
anna út þær breytingar sem
gera þurfti á stefnu þeirra og
hraða til að þau mættust og þær
breytingar voru síðan gerðar með
fullkomnum stýrisútbúnaði. Það
gerði tilraunina enn erfiðari að
ekki var hægt að vita nákvæm-
lega fyrirfram hver afstaða gervi-
tunglanna hvors til annars yrði
eftir að þau voru komin á braut.
Fjórar sprengjur sprungu ná-
lægt höllinni, en engin þeirra
hæfði hana og allir gestirnir
sluppu ómeiddir. Nokkurt tjón
varð þó og sprakk ein sprengjan
t.d. í bifreið yfirmanns óströlsku
hersveitanna í Suður-Vietnam.
Síðar kom í ijós að sprengi-
unum hafði verið skotið úr
sprengjuvörpu sem komið
verið fyrir um 800 metra •.ff
forsetahöllinni. . Tilræðlsmenn
munu hafa orðið að flýja fyrr
en þeir ætluðu, því að tíu ónot-
aðar sprengjur fundust á staðn-
um.
Árásin var gerð aðeins nokkr-
um klukkustundum eftir að Thi-
eu hershöfðingi hafði verið sett-
ur í forsetaembættið og Kyhers-
höfðingi í embætti varaforseta.
Geysiöflugur lögreglu- og her-
vörður var um forsetahöllina og
reyndar alls staðar í borginni.
Rætt í Svíþjóð hvort rétt
sé að óvitar séu í kirkjunni
Miklu flóknara
Sovézk blöð sögðu í dag frá
samtengingunni í gær undir
stórum þversíðufyrirsögnum. Eánn
af forstöðumönnum tilraunar-
innar, Vadim Trapesníkof, sagði
í „Isvestía" að þessi sjálfvirka
samtenging hefði verið miklu
flóknari en tilraun Bandaríkja-
manna þegar þeir tengdu Gem-
ini-far sitt við Agena-eldflaug.
STOKKHÖUVII 31/10 — Það er
samdóma álit manna að fyrir
því sóu engar forsendur að við-
halda þeirri reglu að öll börn
sem fæðast í Svíþjóð séu sjáff-
krafa tekin í sænsku kirkjuna
við fæðingu, segir nefnd sem
skipuð var 1958 til að kanna
samband ríkis og kirkju og nú
hefur skilað tveimur síðustu á-
litsgerðum sínum.
Chalfont baðst lausnar en
lausnarbeiðni huns hafnað
EONDON 31/10 — Wilson- for-
sætisráðherra skýrði brezka þing-
inu frá þvi í dag, þegar um-
ræður hófust eftir hásætisræðu
drottningar, að Ohalfont lávarð-
ur aðstoðarutanríkisráðherra
hefði boðizt til að segja af sér
embætti, en lausnarbeiðni hans
hefði verið hafnað.
Ástæðan fyrir lausnarbeiðn-
inni er sú að Chalfont lét orð
falla á þá leið í viðræðum við
‘blaðamenn í 'Lausanne í Sviss
fyrir helgina að Bretar kynnu
að hætta öillu samstarfi við ríki
Vestur-Evrópu og jafnvel fara
úr Atlanzhafsbandalaginu, ef
þeim yrði aftur neitað um aðild
að Efnahagsbandalagi Evrópu.
Wilson neitaði því ekki beinlin-
is að Chalfont hefði viðhaftþessi
ummæli, en sagði að orð hans
hefðu fallið í einkaviðx-æðum við
blaðamenn. Hann hefði hins
vegar á EFTA-fundinum í Laus-
anne gert það alveg ljóst að
Bretar ætluðu ekki að víkja af
þeirri braut sem þeir voru á.
Eitt þeirra atriða sem nefnd-
in fjalilaði um var hvaða reglur
skuli gilda um upptöku manna í
kirkjuna. Þar kæmi þetta helzt
til greina: Menn -sæki um upp-
töku í kirkjuna eftir að þeirhafi
náð fullum þroska, upixtakan
verði ekki miðuð við lágmarks-
aldur, hún miðist við skírnina
eða — þegar um börn er að
ræða — þau verði takin í kirkj-
una ef foreldrar þeirra eru f
henni.
Óvitar í kirkjunni?
Eitt af höfuðatriðunum í þessu
sambandi er hvort böm eigi yfr-
irleitt að vera í kirkjunni. Al-
mennt sé talið, segir nefndin, að
foreldrar eigi að ráða því, en
nú gildir sú regla í Svíþjóð að
hvert barn sem þar fæðist er
sjálfkrafa tekið í kirkjuna, nema
foreldrar þess æski annars sér-
statolega.
Aðskilnaður ríkis og kirkju.
■ Nefndin mun vera fylgjandi
aðskilnaði ríkis og kirkju og
hún leggur til að þegar þar að
kemur verði öllum landsmönn-
um send eyðublöð sem þeir geti
notað til að segja sig úr kirkj-
unni eða ganga í hina nýju fri-
kirkju.
Bandarískur talsmaður í Saig-
on sagði í dag að þeir Humphr-
ey og Thieu væm algerlega sam-
roála um að ekki kæmi tilgreina
að gera hilé á loftárásum á Norð-
ur-Vietnam og hefðu þeir því
ektoi talið neina ástæðu til að
fjalla um það mál i viðræðum
sínum í dag.
Marteins Lúters
o? Leníns minnzt
WITTENBERG 31/10 — Siða-
skipta Marteins Lúters var
minnzt í Wittenberg í Austur-
Þýzkalandi í dag. Myndir afhon-
um sáust víða í borginni, en
einnig myndir af Karli Marx og
Vladimír Lenín og bærinn var
skreyttur rauðum fánum, en þar
hefjast nú senn hátíðahöld vegna
ofctóberbyltingarinnar. Þúsundir
manna vom við guðsþjónustu í
dómkirkjunni, en jafnframt var
siðaskiptanna minnzt á fundi þar
sem austurþýzkir sagfræðingar
lýstu þedm sem borgaralegri
byltingu, einum áfanga á leið-
inni til sósfalismans.
Martin Luther
King í fangelsi
BIRMINGHAM, Alabama 31/10
— Dr. Martin Lutiher King og
þrír helztu samstarfsmenn hans
í mannréttindabaráttunni vom
handteknir á flugvellinum í
Birmingham f Aalabama í gær
og var farið með þá rakleiðis í
fangelsi, þar sem þeir munu af-
plána fimm daga fangelsisvist
fyrir „ólöglegar mótmælaaðgerð-
ir“ í Birmingham árið 1963.
Færri dauðaslys
STOKKHÓLMI 31/10 — Fyrsta
mánuþinn eftir að hægriakstur
var tekinn upp í Svíþjóð fækk-
aði dauðaslysum í umferðinni
um helming og allt bendir til
þess að dauðaslysin verði enn
færri i október. 2.—29. október
biðu’ 57 menn bana í umferð-
inni, 18 í þéttbýli, 39 í strjál-
býli, en á sama tíma í fyrra
biðu 145 bana, 43 í þéttbýli og
102 í strjálbýli.
Orðsending til fulltrúa og félaga verkalýðsfélaga um land allt
ÁR OG DAGAR
Upptök og þróun alþýðusamtaka á íslandi
eftir GUNNAR M. MAGNÚSS,
sem ráðgert var að kæmi út í einu
bindi, verður í tveimur bindum og
kemur fyrra bindið (1874-1930) út
fyrir miðjan ndvember.
Útsöluverð þessa bindis verður kr.
483,00 en verð til áskrifonda ktnan
verkalýðsfélaganna kr. 363,00 (sölu-
Áskriftir þurfa að hafa
borizt til Máls og menn-
ingar fyrir 15. nóvember.
Bókin verður send áskrif-
endum í póstkröfu um leið
og hún keanúr út.
skattur mnifalinn.)
Mól oq menmng, Lauqavegi 18, Reykjavík
I
„Endurlífgist ekki“ (Það vakti mikið umtal í Bretlandi fyrir
skömmu þegar upp komst að á spítala í London gilti sú
regla að ekki skyldi reynt að vekja til lífsins aftur sjúklinga
sem orðnir væru 65 ára gamlir. — Úr „Punch“).
Enn vón um bata
Elísabet Englandsdrottning
flutti í gær f jórðu hásætis-
ræðu sína við setningu brezka
þingsins síðan stjóm Wilsons
tók við völdum í Bretlandi
eftir hinn nauma kosningasig-
ur Verkamannaflokksins ár-
ið 1964. í ræðu þeirri sem
hún flutti 3. nóvember 1964
hafði Wilson markað nýja
stefnu, lýst þeim ásetningi
sínum að taka upp ný vinnu-
brögð. Vinstrimenn, og ekki
aðeins þeir í Bretlandi, töldu
sig hafa ástæðu til að binda
vonir við stjórnarskiptin. Hér
á þessum stað var þá komizt
svo að orði að Wilson væri
það „vafalaust ljóst að Verka-
mannaflokkurinn verður að
sýna svo ekki verði um villzt
að hann kann .ráð við þeim
margvíslega vanda sem nú
steðjar að Bretum eftir þrett-
án ára óstjórn eða stjórnleysi
brezka íhaldsins. Og honum
er væntanlega ljóst að til
þess að ráða fram úr þeim
vanda dugar ekkert hálfkák
og sízt af öllu þau vinnubrögð
sem íhaldsstjómin viðhafði".
Það kom þó fljótt á daginn
að þau umskipti sem Wilson
hafði boðað að verða myndu
við valdatöku i hans myndu
láta á sér standa. Og nú að
þremur árum liðnum er það
orðið augljóst að allt hjakk-
ar i sama farinu, að engar
þær vonir sem þá vöknuðu
hafa rætzt, og engar líkur til
þess að betur takist til á
þeim árum sem Wilson á eft-
ir í stjómarforystu.
að þykír helzt frásagnar-
vert af hásætisræðunni í
gær að boðuð er takmörkun
á valdi lávarðadeildarinnar,
og gefur það nokkra hug-
mynd um þá reisn og dirfsku
sem einkennir forystu Verka-
mannaflokksins, að hún hef-
ur seilzt rúma hálfa öld aft-
ur í tímann, farið í smiðju
til þeirra Lloyd George og
Asquiths, til að finna stefnu-
mál sem samsvari kröfum
dagsins í dag. Að öðru leyti
á allt að sitja við það sama,
eða eins og Wilson lýsti yfir
á nýafstöðnu þingi Verka-
mannaflokksins: „Ríkisstjórn-
in mun halda til streitu stefnu
sinni í efnahagsmálum næstu
þrjú árin og jafnvel lengur".
Sú stefna hefur leitt til þess
að atvinnuleysi er nú meira
í Bretlandi en nokkru sinni
síðan á kreppuárunum fyrir
síðustu heimsstyrjöld, tala at-
vinnuleysingja nálgast 600.000
og gert er ráð fyrir að þeir
verði um 750.000 í velttr og
ekki nndir hálfri miljón
næstu þrjú árin. Afkoma
miljóna manna, að sjálfsögðu
þeirra sem verst eru stæðir,
er skert, brezkur verkalýður
látinn bera þungar byrðar —
og til hvers? Þær fómir eru
ekki færðar til þess að gera
þá nauðsynlegu gerbreytingu
á brezku þjóðfélagi, sem
brezka Verkamannaflokknum
bar skylda til að gera sam-
kvæmt upphafi sínu og yfir-
lýstu markmiði, heldur í því
eina skyni að halda öllu ’í
sama horfinu, verja brezka
auðvaldsþjóðfélagið (og sterl-
ingspund þess) þeim áföllum
sem á því dynja.
Wilson og félagar hans hafa
hrósað sér af því að það
þurfi kjark og einbeitni til
þess að segja þannig skilið
við yfirlýsta stefnu, svíkja
gefin loforð, bregðast því
trausti sem flokksmenn og
fylgjendur hafa veitt þeim.
Ekki eru allir á því. „New
Statesman" kemst svo að orði:
„Þarf meira hugrekki til þess
að koma á atvinnuleysi en til
þess að standa upp í hárinu
á sérfræðingum fjármálaráðu-
neytisins og hinum erlendu
bankastjórum? Til þess að
verja stefnu Bandaríkjanna
heldur en kalla yfir sig reiði
Johnsons forseta? Til þess
að neita að minnka hernaðar-
útgjöldin heldur en virða að
vettugi mandarína utanríkis-
ráðuneytisins?“ Það er ekki
hugrekki sem hefur einkennt
stefnu og störf stjórnar Wil-
sons, heldur hefur hún alger-
lega géfizt upp, hún hefur
ekki valdið því verkefni sem
henni var falið og hún tók
að sér, að gerbreyta undir-
stöðu — og yfirbyggingu —
brezka þjóðarbúsins með rót-
tækum aðgerðum. Hún hefur
m.a.s, gefizt upp á því að
sníða verstu vankantana af
auðvaldsþjóðfélaginu, henni
hefur ekki einu sinni tekizt
að lappa upp á hróið og það
er ekki nema von að æ fleiri
Bretar spyrji hvort ekki sé
rétt að auðvaldið og xhaldið
fái að stjórna sínum búskap
sjálft. Því er ekki að leyna
að sósíalistum hvarvetna
hljóta að vera það vonbrigði
að þannig hefur til tekizt, en
nokkuð hefði áunnizt ef
verkalýður Vestur-Evrópu
lærir það loks af reynslunni
sem fengizt hefur i Bretlandi
— og reyndar víðar — að
hæpið er að fela sósíaldemó-
krötum — hversu „vinstri-
sinnaðir“ sem þeir .eru sagðir
— það verkefni að breyta
auðvaldsþjóðfélaginu og búa
í haginn fyrir sósíalismann.
— ás.
t