Þjóðviljinn - 01.11.1967, Qupperneq 5
Miðvikudfigur 1. nóvemfaer 1967 — ÞJÓÐVHJIN-N — SÍÐA 5
ÆSKÍ IN
06 Sl ISiALISMI NN 1
Ritnefnd: Guðrún Steingrímsdóttir, Jón Signrðsson, Ólafur Ormsson og Sigurður Magnússom
Haukur Már Haraldsson, ritari Æ.S.Í:
Skilningsleysi háir starfinu
Rabb um starfsemi Æskulýðssambands Íslands eftir
fulltrúa Æskulýðsfylkingarinnar í stjórn þess
Haukur Már Haraldsson
Með stoínun Æskulýðsráðs
íslands (sem síðar var breytt
í Æskulýðssamband íslands)
var stigið stórt skref fram á
við í æskulýðsstarfi á íslandi.
En þó að leitt sc frá að segja
er það þó staðreynd, að það
voru ekki islenzkir aðilar, sem
beittu sér fyrir stofnun þess,
heldur sænskur maður að
nafni Daniel Wirmark. Hann
átti sæti í stjóm Alþjóðasam-
taka æskunnar (hinu umtalaða
WÁY) og var þvi hvislað með-
al manna, að þessi áhugi á
stofnun æskulýðssamtaka á ís-
landi ætti fyrst og fremst rót
sína að rekja til þess, að Svía
vantaði atkvæði á WAY-þing-
um.
En hverjar svo scm hvatirn-
ar hafa verið, sem lágu að
baki sambandsstofnunarinnar,
verður því ekki í mót mælt,
að til góðs var hún fyrir ís-
lenzkt æskulýðsstarf, — og að
starfið hefði líka getað verið
stórum meira, ef sá skilningur,
sem slík félagssamtök þarfn-
ast, væri fyrir hendi. Þar eru
í rauninni allir samsekir, —
en hið opinbera ber þó þyngstu
sökina. Starfsemi sem þessi
Hýtur að sjálfsögðu að byggj-
ast fyrst og fremst á opinber-
um styrkjUm, þar sem mögu-
leikar til tekjuöflunar eru væg-
ast sagt takmarkaðir. Af þessu
leiðir, að starfsemin er íyrst
og fremst 'undir örlæti ríkis-
sjóðs og viðkomandi bæjarfé-
laga komin. í því sambandi
hefur potturinn verið illa brot-
inn hjá ÆSÍ, enda er ástandið
þannig, að undir hælinn er
lagt, hvort unnt er að senda
fulltrúa á þing þeirra al-
þjóðasamtaka, sem sambandið
er aðili að. Ferðir á slík þing
eru þó nauðsynlegar samband-
inu, vegna eðlis starfs þess.
Þetta ber þó ekki að skilja
þannig, að utanferðir séu eina
starfsemi Æskulýðssambands-
ins, en starfið innanlands lam-
ast að sjálfsögðu einnig stór-
lega, þegar ekki eru pening-
ar íyrir hendi.
Það kitlaði brandarataugina
í fulltrúum á síðasta þingi
ÆSÍ, þegar menntamálaráð-
herra, dr. Gylfi Þ. Gíslason,
ávarpaði þingið, og lýsti með
mörgum fögrum orðum þeim
vonum, sem ríkisstjórnin byndi
við sambandið og trú hennar
á starfsemi }>ess. Eítir að ráð-
hcrrann hafði lokið .máli sínu
kom í stólinn þáverandi íor-
maður sambandsins og flutti
skýrslu stjórnarinnar. Kom
hann þar meðal annars inn á
„von og trú“ ríkisstjórnarinnar
á starfsemj þess. Sagði hann
orðrétt:
„Á miðju sumri 1965 sendi
stjórn Æskulýðssambandsins
langa greinargerð til íjárveit-
inganefndar Alþingis, þar sem
farið var fram á, að íá styrk-
inn til sambandsins hækkað-.
an úr kr. 50.000,00, eins og
hann hefur verið í nokkur ár.
í kr. 250.000,00. Þeirri beiðni
Æskulýðssambandsins var ei k:
hægt að sinna, en tókst nieð
góðra manna hjálp að fá styrk-
-<S>
Breytingar á stjórn ÆFR
FYRSTI FÉLAGSFUNDUR Æ.F.R. á þessu hausti var haldinn
á dögunum. Fundurinn var mjög fjölmennur og gengu 20
nýir félagar í Æ.F.R.
AÐALUMRÆÐUEFNI fundarins var starfsáætlun sambands-
stjórnarfundur Æ.F. um þjóðfrelsisbaráttuna fram til 1969.
Urðu miklar og fjörugar umræður um þjóðfrelsismálin og stóð
fundurinn fram að miðnætti.
EINNJG FÓR FRAM kosning nýrra félaga í stjórn Æ.F.R., þar
sem fjórir stjórnarmeðlimir hafa látið af störfum, þ.e. Haukur
Már Þorvaldsson, Rósa Eggertsdóttir, Sigurður Tómasson og
Jóhann Þórhallsson. í stað þeirra voru kosnir Gylfi Már
Guðjónsson varaformaður, Guðmundur Hallvarðsson gjald-
keri og Freyr Þórarinsson, Haraldur Arngrímsson og Rafn
Guðmundsson meðstjórnendur, og einnig Þröstur Haraldsson
annar varamaður í stjórn.
VEGNA NÁMSANNA og dvalar erlendis hafa fjórir stjórnar-
meðlimir óskað eftir að láta af stjórnarstörfum.
STJÓRN Æ.F.R. er því þannig skipuð í vetur: Vernharður Linnet,
formaður, Gylfi Már Guðjónsson varaformaður, Sólveig
Hauksdóttir ritari, Guðmundur Hallvarðsson gjaldkeri, Páll
Halldórsson spjaldskrárritari, meðstjórnendur FreyT Þórar-
insson, Valgerður Hallgrímsdóttir, Rafn Guðmundsson og Har-
aidur Arngrímsson. Varamenn: 1. Sigurður Magnússon, 2.
Þröstur Haraldsson, 3. Örn Ólafsson. — Ó.
inn hækkaðan í kr. 80.000,00“
(leturbr. mínar).
Von og trú af þessu tagi eru
að sjálfsögðu engan veginn til
þess fallnar, að auka starf-
semi sambandsins.
Samskiptin við er-
lenda aðila
Æskulýðssamband íslands er
aðili að tveim stórum æsku-
lýðshreyfingum, World Assem-
bly of Youth (WAY) og CENYC
— Æskulýðssambandi Evrópu.
Skal ég hér til frekari glöggv-
unar þeim, er vita vilja, skýra
í fáum orðum starfsemi þeirra
og þætti ÆSÍ í henni.
WAY lætur sér fæst áhuga-
mál æskunnar óviðkomandj, en
helgar þó- starf sitt fyrst cg
fremst þróunarlöndunum og
uppbyggingu þeirra. Árið 1965
sneri WAY scr því til æsku-
lýðssambanda á Norðurlöndum
og fór þess á leit við þau, að
þau tækju að kosta ákveðinn
fjölda námskeiða íyrir æsku-
lýð?leiðtoga í tilteknum Afr-
íkulöndum. Stjórn ÆSÍ lagði
mikla áherzlu á að sambandið
styrkti WAY í þessu máli og
að hlutur þess yrði ekki minni
en hinna Norðurlandanna.
Menntamálaráðuneytið taldi
sig ekki hafa heimild til fjár-
styrks í þessu sambandi, og
var þá rætt um sérstaka fjár-<j>
söfnun. Horfið var þó frá því
ráði þar sem íyrir dyrum stóð
stærsta framkvæmd sambands-
ins fyrr og síðar, Herferð gegn'
hungri, og hætta á, að önnur
söfnun myndi spilla fyrir ár-
angri herferðarinnar. Var því
í samráði við framkvæmda-
nefnd HGH ákveðið, að nám-
skeið þetta yrði eitt þeirra
verkefna, sem söfnunin næði
til. Árangurinn varð sá, að
WAY skipulagði og hélt tvö
námskeið fyrir íramlag ÆSÍ.
í Eþíópíu og Mauritsíus. Á
báðum þessum námskeiðum
var kyiiningarbæklingi um ís-
land dreift meðal þátttakenda.
— Þá gefur WAY út vandað og
efnisgott tímarit, sem dreift er
til allra aðildarsambanda.
Nefnist það WAY FORUM.
CENYC hefur það að höfuð-
markmiði að efla og auka sam-
starf Evrópuþjóða á sviði
æskulýðsmála. Tilgangi sínum
hyggjast samtökin ná með
námskeiðahaldi, ráðsteínum og
skiptiheimsóknum æskulýðs-
hópa, sem algjörlega fara fram
milli samtakanna innbyrðis.
Samtökin eru í náinni sam-
vinnu við Evrópuráðið og njóta
þaðan fjárhagslegs stuðnings.
Gangast^au fyrir ýmsum nám-
skeiðum á hverju ári og fjalla
þau t.d. um íélagsmál Evrópu
á ýmsum grundvelli, eða þá
einstaka málaílokka, sem að-
skildir eru og krufnir til mergj-
ar á sérstökum ráðstefnum,
sem venjulega er efnt til í
samvinnu við eilthvert aðildar-
sambandið. Aðildarsambönd
CENYC fá ferðastyrki til að
kosta fulltrúa á ílést námskeið
og ráðstefnur. íslendingar og
Tyrkir njóta þó þeirrar sér-
stöðu, að fá greidd flugfar-
gjöld, á meðan fulltrúar ann-
arra þjóða fá styrki greidda
miðað við járnbrautir og skipa-
fargjöld. íslendingum hefur á
þennan hátt gefizt kostur á að
taka nokkurn þátt í ráðstefn-
um með öðrum Evrópuþjóðum.
sem fjalla um æskulýðsmál.
Nokkuð hefur dregið úr ráð-
stefnuhaldi af þessu tagi á sl.
ári, sakir endurskipulagningar
á þeim sjóðum Evrópuráðs,
sem renna til styrktar æsku-
lýðsmálum.
Mikill áhugi er í CENYC
fyrir nánari samskiptum við
A-Evrópulönd ög stofnun æsku-
lýðssjóðs Evrópu.
Or heimahögum
Þar sem allt æskulýðsstarf
hverju nafni sem það nefnist,
er að langmestu leyti lamað
yfir sumarmánuðina, vegna
sumarleyfa í skólum, fer allt
starf Æskulýðssambandsins
fram yfir vetrarmánuðina. —
Sumartíminn fer hins vegar í
ýmiskonar upplýsingastarfsemi,
að mestu í formi frcttatilkynn-
inga til blaða. í slíkum til-
kynningum er tekið fyrir visst
mál hverju sinni, svo sem
vandamál þróunarlandanna og
fleira.
Stærsta og jafnframt þekkt-
asna verkefni sambandsins til
þessa er Herferð gegn hungri.
Sú viðamikla og velheppnaða
söfnunarherferð var einungis
möguleg, vegna mikillar íórn-
fýsi og sjálfboðastarfs skóla-
fólks um allt land, og ekki þó
sízt vegna velvildar fjölmiðl-
unartækja, sem létu fyrirtæk-
inu í té mikla þjónustu án end-
urgjalds, svo sem auglýsingar
í blöðum, fréttaauka í útvarpi
o.fl. þess háttar. Með herferð
þessari sannaði Æskulýðssam-
band íslands tilverurétt sinn á
áhrifamikinn og stórbrotinn
hátt.
Starfið framundan er að
mestu leyti í deiglunni, eins og
gefur að skilja, og því lítið
hægt að segja ákveðið um
starfið í vetur. Þó er að sjálf-
sögðu búið að semja mikil drög
að starfinu, þar sem meðal
annars eru ráðgerðar ráðstefn-
ur um vandamál æskunnar
á ýmsum aldursskeiðum og
tímamótum ævinnar, — og
gildir það jafnt um dreifbýl-
isæskuna sem æskuna í þétt-
býlinu.
Ný þjóðhátíð —
breyttur þjóðbún-
ingur
Mikill áhugi er innan ÆSl
fyrir breyttu þjóðhátíðarhaldi
hérlendis, og þykir mönnum
það illt til afspurnar, að ís-
lenzkt þjóðhátíðarhald er að
verða eins konar allsherjar
kók-pylsu-og-blöðruhátið, sem
ber sáralítinn og síminnkandi
þjóðlegan svip. Má með sanni
segja, að 17. júní sé orðinn
meiri mammonshátið en þjóð-
hátið.
Á síðasta þingi ÆSl var
samþykkt áskorun til íslenzku
þjóðarinnar írá fulltrúum
landssamtaka æskunnar, þar
sem þjóðinni er bent á þá
hættu, sem þessi þróun hefur
í för með sér. Segir þar með-
al annars, að „í heimi sí-
minnkandi fjarlægða, aukinn-
ar samvinnu og heillavænlegr-
ar samhjálpar eiga sérkenni
þjóða stöðugt eríiðara upp-
dráttar, sé ekki að gætt og á
móti spyrnt... Á þessari
stund skal minnzt á tvö atriði:
í fyrsta iagi að íslenzkt þjóð-
hátiðarhald hefur ekki þá
reisn né þann þokka. sem
vera skyldi.
í öðru lagi að íslenzki þjóð-
búningurinn er að hverfa af
sjónarsviðinu og mun innan
fárra ára, ef ekki verður að
gáð, verða litið annað en safn-
og kistugripur.
Fulltrúar íslenzku æskulýðs-
samtakanna hvetja þjóðhátíð-
arnefndir til að vanda undir-
búning þjóðhátíðarhaldsins og
þær stefni jafnframt að því, að
þjóðhátíðin verði fjölbreytt,
þannig að hún beri ekki sama
svip árum saman,
hvetja almenning til að
ieggja sitt af mörkum á kom-
andi árum, þannig að íslenzk
þjóðhátíð megi verða þáttur í
að efla heilbrigða þjóðemis-
kennd og verði landsmönnum
til sannrar ánægju,
hvetja konur, yngri sem
eldri, sem eiga þess kost, að
bera ísíenzka þjóðbúninginn,
þegar við á, þannig að hann
megi fremur verða einkenni
þjóðhátíðardagsins, en margt
það annað, sem undanfarið
hefur sett svip sinn á þjóðhá-
tíðarhöldin.
Fulltrúar íslenzku æskulýðs-
samtakanna ... samþykkja...
að ÆSÍ stofni þjóðhátíð-
arnefnd ungs fólks, sem setji
fram hugmyndir um NÝJA
ÞJÓÐHÁTÍÐ fyrir aldarfjórð-
ungsafmæli lýðveldisins 1969,
og verði nefndinni ætlað að
móta blæ þjóðhátiðarhalas í
framtíðinni
að í sumar leiti ÆSl til
nokkurra ákveðinna samtaka
og stofnana um að skipa full-
trúa í dómnefnd fyrir lands-
samkeppni á vegum Æskulýðs-
sambandsins, þar sem leitað
verði eftir hugmyndum um
nýjan íslenzkan þjóðbúning við
hæfi nútímakonunnar. Verði
með því hindrað, að íslenzkur
þjóðbúningur kvenna hverfi af
sjónarsviðinu og verði ein-
göngu safngripur.“
Þarna er einnig komið inn
á mál. sem sjálfsagt er við-
kvæmt fyrir marga, það er
nýjan þjóðbúning. Viðbúið er,
að ýmsum þyki það hrein
helgispjöll, að hrófla við þess-
um gamla, fallega búningi. En
það er hins vegar ekki hægt
að neita því, að nýr þjóðbún-
ingur í almennri notkun er
stórum skemmtilegri tilhugsun
en gamall þjóðbúningur í ryk-
söfnun uppi á háalofti. — Þó
ber að athuga að hér er ekki
átt við nýjan þjóðbúning í
þess orðs beinu merkingu.
heldur væri breyttur þjóðbún-
ingur betri túlkun á þeirri
hugmynd, sem að baki liggur,
• EYamhald á 7. síðu
Sigur B-listans í Hskólanum
Fynr stuttu íór fram stjórn-
arkjör í Stúdentaíélagi Há-
skóla íslands. Var háð all-
hörð kosningabarátta, enda
komu stjórnmál hér við sögu.
Þetta er í annað sinn, sem
kjörið er til stjórnar íélags-
ins eftir að starfsemi þess
var breytt og hún endurvak-
in. Og eins og í fyrra komu
fram tveir framboðslistar,
listi Vöku, útibús Sjálfstæð-
isflokksins í Háskólanum, og
B-listi, óháður stjórnmála-
flokkum, en studdur öðrum
stjórnmálafélögum skólans.
Síðastliðinn vetur höfðu B-
listamenn forystu fyrir félag-
inu og héldu uppi allfjöl-
breyttu fclagslifi. Var þá
lagður grundvöllur að frekari
starfsemi félagsins og unninn
bugur á ýmsum byrjunarörð-
ugleikum. enda var hér um
að ræða að hasla félaginu
völl, vekja upp starf þess, er
lengi hafði legið niðri, og
móta því starísvenjur. Að
þessu var kappsamlega unn-
ið, enda þótt auðvitað sé. að
margt mætti betur íara.
B-listinn er skipaður mönn-
um. sem hafa ákaflega mis-
munandi skoðanir á ýmsum
þjóðmálum, en eru sammála
um, að stúdentum beri að
koma fram sem sjálfstæður
aðili, en ekki sem hlaupa-
tíkur einhverra stjórnmála-
flokka. Stefna hans er stefna
nýrra viðhorfa, árvekni i
þjóðernis- og menningarmál-
um og fullrar ábyrgðar-
tilfinningar upprennandi
mentamanna fyrir málefnum
þjóðarinnar.
Sigur B-listans 1 íyrra var
naumur, og hugðust Vöku-
menn vinna auðveldan sigur
nú. Höfðu þeir uppi harða
gagnrýnj á forystu íélagsins,
unnu dyggilega í smölun og
áróðri, buðu íram efnilega,
starfssama og trausta menn,
en allt kom íyrir ekki. B-
listinn bar sigur úr býtum
sem áður, og má segja, að
hlutfallið sé hið sama: 440
gegn 419 atkvæðum, sem
féllu Vökumönnum í hlut.
Þessi úrslit mega heita
mikið áfall fyrir Vöku, enda
jwttust liðsmenn hennar viss-
ir um góðan sigur, og kem-
ur nú fyrir lítið allt steigur-
læti þeirra.
Af þessum úrslitum er
ljóst, að stúdentar óska eftir
að koma íram sem sjálfstætt
afl, ný rödd í íslenzku þjóð-
lífi, vilja forystu, sem er ó-
trauð við að efna til um-
ræðna og stinga á kýlum
þjóðarlíkamans. Og þeir óska
eflir forystu, sem er vakandi
á verði um þjóðleg verðmæti.
en ekki stungin svefnþorni
erlends valds og áhrifa.
Stúdentar óska ekki eftir
því. að sæti forystu þeirra
séu sfökkpallar stjómmála-
legra klifurdýra upp í hefð-
arsæti einhvers ílokksvalds.
Þess vegna urðu úrslitin slík.
Vökumönnum er ekki treyst
til að framfylgja óskum stúd-
enta. Hyggist þeir rétta hlut
sinn, verða þeir að sýna sig
verða þessa trausts. Og það
gera þeir ekki nema þeir taki
upp aðrar aðferðir en þeir
höfðu á síðasta vetri, þegar
málþóf og tafir voru helzta
innlegg þeirra í starfsemi fé-
lagsins.
B-listamönnum er hms veg-
ar vandi á höndum að hefj-
ast þegar handa um öflugt fé-
lagsstarf, meta og skilgreina
starf síðasta vetrar og bæta
úr því, sém úrskeiðis hefur
farið, en halda ótrauðir áfram
framkvæmd sjálfstæðrar stúd-
entastefnu, og treysta sam-
heldni sína með góðu og
heillavænlegu framlagi stúd- i
enta til vandamála þjóðarinn-
ar. Hyggist þeir halda forystu
fyrir félaginu, verða þeir að
vinna fumlaust að fram-
kvæmd stefnu sinnar og taka
upphlaupum Vökumanna með
festu, freista að laða fram hið
jákvæða í stefnu þeirra og
starfskröftum.
Takist þetta, og verði stefna
nýrra viðhorfa framkvæmd
með fjölbreyttu félagsstarfi,
þarf B-listinn ekki að óttast
um gengi sitt. Þá verða hin
rifuðu segl stirðnaðrar íhalds-
stefnu Vökuliðsins felld að
fullu, og þá er vel. — J.S.
\
í
1