Þjóðviljinn - 01.11.1967, Blaðsíða 8
g StTJA — ÞJÓÐVXLJINN — Miðvikudagur 1. nóvemlber 1967,
WINSTON
GRAHAM:
MARNIE
39
En ég þoldi ekki að spila fjár-
heettuspil. Ég fékk hjartslátt þeg-
ar ég gerði það.
— Já, en ég veit ekki hvort
ég geri það. En ég skal íhuga
málið — og sjá hvemig landið
liggur.
— Það er um níuleytið í kvöld-
drykk, ef þér getið.
Rétt á eftir fór hann- Ég
fylgdi hontim til dyra, ogþásagði
hann: — Ef yður er meinlítið til
mín, þá ættuð þér ekki að minn-
ast á það við, Mark að ég hafi
komið hingað Ég er að reka er-
indi fyrirtækisins, og ég er ekki
viss um að honum myndi líka
það, að ég kæmi hingað til að
hafa ofanaf fyrir yður. Ég á
nefnilega ekki upp á pallborðið
hjá honum, eins og þér vitið.
Ég horfði á eftir honum þegar
hann fór og ég hugsaði með mér:
HARDVIÐAR
UTIHURDIR
TRÉSMIÐJA
Þ. SKOLASONAR
Nýbýlavegi 6
Kópavogi
sími 4 01 75
nei, og þú átt ekki upp á pall-
borðið hjá mér heldur-
m
fEFNI
SMÁVÖRUR
TÍZKUHNAPPAR
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav. 18. III. hæð.flyfta)
Sími 24-6-16. '
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SlMI 33-968
Sama kvöldið sagði Mark: —
Ég er búinn að hringja í Roman
og hann kemur í kvöldverð • á
föstudag-
— Ó — svo fljótt? Hvað sagði
hann?
— Ekkert s.érstakt. •! fyrstu
vildi hann ekki hitta þig heima
— í mannfagnaði.
— Hvers vegna ekki?
— Hann taldi heppilegra að
hitta sjúkling sem sjúkling og
ekki undir neinum öðrum kring-
umstæðum.
— Hvað sagðirðu um mig?
— Sem allra minnst. En ég
sagði að þú yrðir trúlega fús til
að fara í meðhöndlun til hans,
þegar þú værir búin að hitta
hann.
Nú var þetta allt komið svo
nærri mér, og ég fylltist tauga-
óstyrk. Mark virðist hafa orðið
þess var, því að hann sagði: •—
Ég er líka búinn að ‘ hringja í
smiðinn og biðja hann að koma
hingað í fyrramálið, svo að þú
getir gefið honum fyrirmæli um,
hvaða breytingar þarf að gera á
gamla bílskúmum. Þú ættir að
geta fengið Forio hingað um
miðja næstu viku.
Forio. Ég þoldi naumast að
Mark skyldi standa þama hinn
rólegasti og tala um hann. Því
að Fbrio var mín einkaeign. fé-
iagi minn og vinur- Ég vildi
giaman fá hann hingað, en ég
vildi hafa hann út af fyrir mig
áfram.
— Kemur hann einn? spurði
ég. — Hann þama maðurinn sem
kemur til kvöldverðar, á ég við?
— Nei. mér datt í hug að við
gætum boðið mömmu hingað
líka. Hún hefur ekki komið
hingað síðan við komum heim,
og bá verður betta allt saman
friálslegra og eðlilegra.
— Já, sérstaklega fyrir mig
sem verð eins og amaba undir
smásiá.
— Hann er alls ekki þannig.
— Ég vildi óska að ég hefði
aldrei lofað svo miklu sem að
líta á hann.
— Ef þér finnst hann alveg ó-
þolandi, þá getum við reynt að
finna annan.
* — Já, meðal annarra orða.
Mark — ég verð ekki heima á
laugardagskvöldið. Ég ætla að
hitta Dawn Witherbie- Við vor-
um orðnar allgóðar vinkonur áð-
ur en ég giftist bér. Og ég get
ekki hætt að bfkkia hana svnna
allt í einu. |
— Nei, hvers vegna í ósköpun-
um ættirðu líka að gera- það?
Hyert hafið þið hugsað vkkur að
fara?
— Við erum ekki búnar að á-
kveða það. Ætli við förum ekki
til hennar. Við ætlum ekki að
hittast fyrr en eftir kvöldmat.
En það getur vel verið að é"
komi seint heim.
— Ég afþakkaði annars boð til
okkar á laugardagskvöldið. Terry
var að b.ióða okkur heim.
— Af hverju neitarðu? Lang-
aði þig ekki til að fara?
— Það eru fáar manneskjur,
sem ég gét ekki þolað. En Terry
er einn hinna fáu- Ég veit ekki
hvort þér fellur vel við hann,
en sjálfur þoli ég varla að hafa
hann fyrir augunum- Til allrar ó-
haming.iu er ég tilneyddur að
horfa á hann og tala við hann
á hverjum einasta degi f vik-
unni, en ég hef ails ekki hugsað
mér að teygja þá samvininu yfir á
kvöldin líka.
Hann gekk yfir í hinn enda
stofunnar til að hella í glas
handa sér. — Það væri annars
ágæt hugmynd að bjóða Rex og
móður hans á föstudagskvöldið
með þeim hinum. Við höfum
þörf fyrir siðferðilegan stuðning
þeirra f fyrirtækinu, og það væri
því skynsamlegt að bjóða þeim,
auk þess sem það væri vinsam-
legt og hlýlegt.
— Hafa þau mikil áhrif í fyr-
irtækinu?
— Já, Ne’Cvtón-Smith fólkið á
talsvert magn af hlutahréfum og
með hjálp þeirra get ég yfirleitt
fengið vilja mínum framgengt.
Það eru ekki nema átján prósent
af hlutabréfunum á opnum mark-
aði, og það kemur varla aldrei
fyrir að þeir hluthafar komi á
aðalfund og noti atkvæði sín. Við
mamma eigum um það bil þrjátíu
og tvö prósent af hlutabréfunum
og hitt, um það bil þrjátíu og
fimm prósent eru í höndum Hol-
brookanna.
— Já, en þá ert þú á grænni
grein.
— Ef til vill — og ef til vill
ekki. Það hefur verið talsverð
hreyfing á Rutland-hlutabréfum
upp á síðkastið og verðið hefur
hækkað geypilega. Ég veit að
Newton-Smith mæðginin hafa
fengið tilbbð frá kaupsýslufyrir-
tæki um kaup á einhverju af
hlutabréfum þeirra, og það er
freisting fyrir þau- Ég er hins
vegar að reyna 'að fá þau til að
selja ekki. Kaupsýslufyrirtæki
virðist ósköp sakleysislegt, en ef
til vill kemur það fram fyrir
þriðja aðila eða keppinauts í
viðskiptum.
— Vita Holbrookarnir þetta?
— Já, auðvitað; þeir eru í
stjóminni og tilheyra fjölskyld-
unni — þótt ég óski þess stund-
um að svo væri ekki.
Allan föstudaginn var ég mið-
ur mín af taugaóstyrk. Eins og
uppeldi mitt hafði verið, var ég
víst ekki sérlega vel til þess fall-
in að umgangast heldra fólk.
Mér leið verr í maganum við
tilhugsunina um -að fá nokkrar
rosknar manneskjur til kvöld-
verðar en mér hafði liðdð þegar
ég tók sjö hundruð fjörutíu og
sex pund úr kassanum í Roxy-
bíóinu í Manchester.
Þetta með peningana var hægt
aó gera með leynd án þess að
nokkur vissi, fyrr en manni kom
það ekki lengur við. En þetta?
Ég á við, átti ég að fara til dyra
og taka á móti þeim þegar þau
komu eða átti ég að bíða þangað
til þau voru komin úr yfirhöfn-
unum; um hvað talaði maður við
svona fólk, því að ekki var enda-
laust hægt að tala um veðrið;
hver bauð drykki og hvenær, og
þegar við settumst til borð, átti
ég þá að byrja að borða fyrst,
eða átti ég að bíða eftir frú
Rutland?
Einhvern veginn tókst mér
samt að komast í gegnum þetta
allt- Frú Leonard gerði flest sem
gera þurfti eins og venjulega- Á
síðustu stundu, þegar einhver
hringdi dyrabjöllunni, bilaði
rennilásinn á kjólnum mínum, og
af því að ég vildi ekki biðja
Mark að hjálpa mér, yarð ég að
smeygja mér úr kjólnum, laga
rennilásinn, renna honum hálfa
leið upp til vonar og vara, bg
smeygja mér síðan aftur í kjól-
inn. Og svo yar súpan reyndar
of sölt og arinninn í stofunni
trekkti ekki.
, Þetta hefði ekki verið svo af-
leitt, ef það hefði aðeins vérið
fjölskylda Marks sem kom. En
það fór alveg með það að hafa
þennan Roman líka. Ég átti í
fyrsta skipti að taka á móti þrem
heiðursfélögum f fjölskyldunni
og um lgið átti ég að gefa gaum
að honum.
Annars var dr. Roman alls
ekki svo afleitur. Ég hafði búizt
við hinu versta, svo að mér létti
stórum, þegar þessi þreytulegi,
hálfsköllótti náungi birtist, klædd-
ur þrúnum ja,kkafötum, sem
hefðu þurft að fara í hreinsun,
bg síðum nærbuxum, sem sást
í þegar hann krosslagði fæturna.
Hann talaði um bömin sín tvö
og skólann þeirra og ferðalag í
útlöndum og um matarkiir sem
hann þurfti að fara í, og hann
serði það ekki eins og hann vaéri
að fela leynda smás.iá, heldur
eins og hann hefði áhuga á bví
sem hann var að tala um. Við
SKOTTA
FÍFA auglýsir
Stórkostleg verðlækkun á peysum og úlpum fyrir
böm og fullorðna.
Verzlið yður í hág — Verzlið í Fífu.
Verzlunin FÍFA
Laugavegi 99 (inng. frá Snorrabraut).
I
Klapparstíg 26
Siini 19800
BUÐfls*
Condor
HARPIC er flmandi efni sem hreinsar
salernisskálina og drepur sýkla
Það er verið að sýna hvernig fólk hefur dansað á ýmsum
öldum. Ennþá er bara komið að tvistinu.
Einangrunargler
Húseigendur — Byggingameistarar.
Útvegum tvöfalt einangrunargler með miög s+utt-
um fyrirvara.
Sjáum um ísetningu og allskonaT breytingar ð
?luggum Útvegum tvöfalt gler f lausaföe op siá-
um um máltöku. '
Gerum við sprungur I steyptum veggjum með
baulrevndu gúmmíefni
Gerið svo vel og leitið tilboða.
SÍMI 5 11 39.
NÝKOMIÐ
Peysur, úlpur og terylenebuxur.
O. L. Laugavegi 71
Sími 20141.
BÍLLINN
Gerið við bíla ykkar sjálf
Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga.
BÍLAÞJONUSTAN
Auðbrekku 53. 'Kópavogi. — Sími 40145.
Látið stilla bílinn
Önnumst hjóla-. ljósa- og mótorstillingu.
Skiptum um kerti, platínur. ljósasamlokur.
— Örugg þjónusta.
BÍLASKOÐUN OG STILLING
Skúlagötu 32. sími 13100
Hemlaviðgerðir
• Rennun; bremsuskálar.
• Slípum bremsudælur.
• Límum á bremsuborða.
Hemlastilling hf.
Súðarvogi 14 — Sími 30135.