Þjóðviljinn - 05.11.1967, Side 2

Þjóðviljinn - 05.11.1967, Side 2
2 SfÐA — ÞJÓÐVHiJINN — Sunnudagur 5. nóvemiber 1967.: , Sveinafé/ag skipasmiða mót- mælir efnahagsfrum varpinu Þjóðviiljanum barst í gær eít- irfarandi mótmælasamþykkt gegn efnahagsráðstöfunum rikisstjóm- arinnar sem samþykkt var af stjórn Sveinafélags skipasmiða nú nýverið: Fundur í stjórn Sveinafélags skipasmiða mótmælir harðlega þeirri árás á kjör launafólks, er fram kemur í efnahagsmála- frumvarpi ríkisstjórnarinnar, og telur að með þessum ráðstöfun- um sé brotinn grundvöllur júní- samkomulagsins um vísitölu- greiðslu á kaup, en einmitt það atriði telur fundurinn að hafi verið mjög mikilsvert hagsmuna- atriði. Fundurinn krefst þess að áður en þrengdur sé kostur láglauna- fólks, sem þegar hefur of lág laun, verði að neita allra ann- GeÖvernd Framhald af 12. síðu. framarlega sem ekki stendur á fjármunum. Auk merkj asölmnnar í dag sem nem. Menntaskélanna. Kenn- araskólans og stúdlentar munú að- stoða félagið við, hefur félagið um langt skeið selt spjöld með álímdum frímerkjum til ágóða fyrir geðverndarmál. Sjúklingar lími frímerkin á spjöldin og er fólk hvatt til að gefa notuð fs- lenzk frímerki í þessu skyni, en þeim veitir viðtöku Sverrir Sig- urðsson hjá verzlun Magnýsar Benjamínssonar. arra bragða til að rétta viðfjár- hag ríkissjóðs. Þá vill fundurinn lýsa þeirri von sinnl, að samkomulag náist í viðræðum fulltrúa ASl og BSRB við ríkisstjórnina um breytta stefnu í þessu máli, cn fari svo, að viðunandi Iausn fá- ist ekki, hvetur fundurinn Al- þýðusamband Islands, að fylkja öllum launþegum saman til að hrinda þessari óréttmætu kjara- skerðingu". Borgarstjórn Framhald af 1. síðu. sambandi minnti Böðvar Péturs- son á að ráðið hefði orðið að þreifa sig áfram í störfum sínum á liðnum árum, byggja upp starfið frá grunni, en lagði jafn- fnamt áherzlu á nauðsyn þess að starfsstefna ráðsins í framtíð- inni yrði fastmótaðri og heil- steyptari en hingað til. í Æskulýðsráði eiga sæti sjö menn. Auk þeirra Styrmis og Böðvars, sem fyrr var getið, eru ráðsmenn nú Ragnar Georgsson skólafulltrúi, Kristín ' Gústafs- dóttir félagsráðgjafi, Ragnar Kjartansson framkvæmdastjóri, Steinn Lárusson verzlunarmaður og Gunnar Bjarnason leiktjaida- málari. Ennfremur sitja fundi æskulýðsráðs með málfrelsi og tillögurétti piltur og stúlka á aldrinum 16-25 ára, nú þau Sig- ríður Sigurðardóttir og Hjálmar W. Hannesson. ÚTBOÐ Tilboð ósksst í að smíða 52 saumaborð fyrir Gagn- fræðaskóla verknáms við Ármúla Borðin eiga að vera úr stálprófíinm og með við- arplötum. Útboðslýsingar og teikninga má vitja í skrifstofu vora. Tilboðin verða opnuð á sama stað mánudaginn 1S nóvember n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800 Framkvæmdastjórastaða Starf framkvaamdastjóra Vélstjórafélags ís- lands* er laust upp úr næstu áramótum. Formaður félagsins Örn Steinsson, Dælu- stöðinni, Reykjum, tekur við umsóknum og veitir nánari upplýsingar um starfið. Frímerki - Frímerki íslenzk, notuð og ónotuð. — 1. dags umslög, rnn- stungubækur, tengur og margt fleira. FRÍMERKJAVERZLUNIN Grettisgötu 45 (Verzlun Guðnýjar). Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útör SIGURÐAR BENEDIKTSSONAR framkvæmdastjóra, Fjólugötn 23. Fyrir hönd okkar1 og annarra vandamarana. Guðrún Sigurðardóttir og börnln. Frá undirritun samninganna við Sovétríkin um olíu- og benzínkaup. Samningar undirrtaðir við Sovétríkin um olíukaup 1968: SamiS um kaup á bemíni o§ oiíum fyrír 400-450 miij. kr. Undanfarna daga hafa farið fram í Reykjavík viðræður um kaup á olíuvörum frá Sovétrikj- unum árið 1968 í samræmi við viðskiptasamning milli Islands og Sovétríkjanna frá 1965. Af hálfu Sovétríkjanna tóku þátt í viðræðunum þeir A- Tjunis, forstjóri V. O. Sojuzn- efteexport, A. Gratchev, verzl- unarfulltrúi og G. Galutva, að- stoðarmaður hans- Viðræður af hálfu íslendinga önnuðust dr- Oddur Guðjónsson, viðskiptaráðunautur ríkisstjóm- arinnar, forstjórar olíufélag- anna, þeir Hallgrímur Fr. Hall- grimsson, Vilhjálmur ‘ Jónsson -----------------------------------<S> Mikið óveður í Frakklandi Nærri Granville á vestur- strönd Frakklands hrundu sextán hús í sjó fram í gær og fjöldi annarra húsa er í hættu. I Haute- vil.Ie er tveggja km langri stíflu ógnað. 1 Cherboug liggja lág landssvæði undir vatni og í St. ÓeirSir í N- Karolina WINSTON, N-KAROLINA 3/11 — Rúmlega 400 sambandsstjóm- arhermenn héldu í gærkvöldinn í borgina Winston í Norður- Karolina til að berja niður kyn- þáttaóeirðir. Óeirðirnar bnutust út eftir að 32ja ára gamall blökkumaður, James Eller, hafði verið tekinn höndum og talið var að honum hefði verið misþyrmt svo að hann hefði beðið bana. , ' "■■■ -—..........6 . Malo á Bretagne hafa menn flúið úr íbúðarhúsum og hótelum. Sumarbústaðdr á ströndinni og bryggjur á baðstöðum eru horf- in og í Trimmel eyðilagði sjó- gangur ræktunarstöðvar fyrir ostmr, en þær voru nær miljón króna virði. Óveðrið er gríðarlegt; rigning og stormur sem náð hefur allt að 140 km hraða á klst. og hef- ur það leitt til mikilla flóð- bylgna mfeðfram Ermarsundi, og hafa frönsk yfirvöld skipað her- deildum að vera! til taks á var- hugaverðustu stöðunum, ef ó- veðrið skyldi enn versna. Á Norður-Ítalíu og Kýpur er einnig óveður. I Flórenz, sepi . fyrir' ári varð fyrir verstu flóðum, sem um getur í sögu borgarinnar, var geysimikil rigning í dag, sem leiddi til þess að vatn flæddi inn i marga kjallara í þejm hlutum borgarinnar sem lægra standa. Tiílaga um þjóðstjóru Framhald af 12. sfðu. sízt bændum, sem orðið hafa fyrir mikilli tekjurýrnun vegna undangengis harðæris. Vill stjórnin vara við þeim stórfelldu verðsveiflum á land- búnaðarvöxym, sem orðið hafa vegna niðurgreiðslna á þeim. Einkum hafa vinnsluvörur úr mjólk verið hækkaðar stórlega í verði til neytenda, sökum opinberra aðgerða. Er það varhugavert að leggja svo þungar byrðar á herðar almenningi sem í tillögum rík- isstjómarinnar felast, án þess að jafnhliða séu gerðar víð- SKIPAUTGCRB RIKISINS M/S „ESJA“ fer vestur um land í hringferð 9. þ.m. Vörumóttaka á mánudag pg þriðjudag til Vestfjarðahafna, Siglufjarðar, Akureyrar, Húsa- víkur og Raufarhafnar. tækar ráðstafanir um traust verðlagseftirlit, til stuðnings at- vinnuvegunum og vemdar al- mennum lífskjörum. Stjóm Búnaðarsambands Suð- ur-Þingeyinga telur, að ráðstaf- anir þær, er kunna að reynast óhjákvæmilegar nú, í fjárhags- og efnahagsmálum þjóðarinnar, leysi því aðeins aðsteðjandi erf- iðleika til frambúðar, að víð- tæk samvinna náist um lausn þeirra, milli allra stétta og stjómmálasamtaka í landinu, undir forustu sterkrar þjóð- stjórnax, er háfi það að mark- miði, að tryggja íslenzkri fram- leiðslu starfsgrundvöll og þjóð- arheildinni öfluga fjármála- ^stjóm, er byggist á heildar yf- irsýn á grundvallarþörfum at- vinnulífsins á hverjum tíma. Með þessu móti einu mætti vænta lífsnauðsynlegrar stefnu- breytingar, sem leitt gæti til varanlegs jafnvægis í þjóðarbú- skapnuin og raunverulegrar verð- stöðvunar, er telja verður nauð- synlega forsendu fyrir því, að þjóðinni takist að vernda sjálf- stæði sitt á grundvelli batn- andi láfskjara.'1 og ögm. Ásgeirsson, ásamt þeim Indriða Pálssyni, Emi Guðmundssyni og Áma Þor- steinssyni svo og Valgeir Ár- sælsson, fulltrúi í viðskipta- málaráðuneytinu. , Samningar hafa nú tekizt og er magn það, sem samið var um kaup á árið 1968, sem hér segir: 235.000 tonn af gasolíu, 50 000 tonn af benzíni og 110.000 tonn af fuelolíu, með heimild kaup- enda til að minnka eða auka umsamið magn um 10%. Verð- mæti umsamins vörumagns er áætlað 400—450 miljónir ísl. króna. Samningur var undirritaður í dag og gerðu það af hálfu Sav- étríkjanna A. Tjunis, forstjóri, og af hálfu viðskiptamálaráðu- neytisins dr. Oddur Guðjónsson, viðskiptaráðunautur. Viðræður bessar fóru fram með vinsemd og gagnkvæmum skilningi. Vöggustofan Framhald af 1. síðu.’ ur shkra stofnana, en rannsókn málsins sé enn ékki lokið og endanilegs svars ekki að vænta strax. Fyrirspyrjandi ítrekaði kröfu sína um undanbragðalausa rann- sókn á málinu og kvaðst vænta þess að ýtt yrði eftir henni. EC i wan i skl ú b b u r í Vestm.eyjum Laugardaginn 28. október var haldin fullgildingarhátíð hins nýstöfnaða Kiwanisklúbbs í Vestmannaeyjum. Heitir klúbb- urinn HELGAFELL. — Hátíðin hófst með veglegu borðhaldi. Mættir voru 18 Kiwanisfélagar úr Reykjavík ásamt konum þeirra, en tíófið sátu um 80 manns- Fullgildingarskjalið af- henti Einar A. Jónsson, um- dæmisstjóri Kiwanis á Noröur- löndum. Auk hans fluttu ávörp: Formaður Akoges, Heiðmundur Sigurmundsson. Forseti Rotary- klúbbs Vestmannaeyja, Séra Þorsteinn Lúter Jónsson og bæjarstjórinn Magnús H. Magn- ússon. Kveðjur frá Kiwanisklúbbun- um í Reykjavík fluttu beir Ás- geir Hjörleifsson, varaforseti Kiwanisklúbbsins Kötlu, Þórir Hall, varaforseti Kiwanisklúbbs- ins Heklu og Páll H- Pálsson, fyrrverandi forseti Kötlu. Kiwanisklúbburinn Helgafell í Vestmannaeyjum er þirðji klúbburinn sem stofnaður er á Islandi, en í heiminum eru nú starfandi um 6.000 klúbbar méð á fjórðá hundrað þúsund starf- andi félögum. Stjóm Kiwaniskl. Helgafell \ skipa þessir menn: Garðar Sveinsson, framkvæmdastjóri, forseti Guðmundur Guðmunds- son, yfirlögregluþj. varafor- seti, Tryggvi Jónasson, erlend- . ur: ritari, Gunnlaugur Axelsson, innlendur ritari, Bárður Auð- unsson, gjaldkeri og Aðalsteinn Sigurjónsson, féhirðir. OSKATÆKB Fjölskyldunnar Sambyggt útvarp-sjónvarp GRAND FESTIVAL 23” eða 25” KRISTALTÆR MYND OG HLIÓMUR • Með innbyggðri skúffu fyrir pjötuspilara • Plötugeymsla • Ákaflega vandaS verk, — byggt með langa notkun fyrir augum. • Stórt útvarpstæki með 5 bylgjum, þar á meðai FM og bátabylgju. • Allir stillár fyrir útvarp og sjónvarp í læstri veltihurð • •ATHUGIÐ, með einu handtaki má kippa verkinu innan úr tækinu og senda á viðkomandi verkstæði — ekkert hnjask með kassann, lengri og betri ending. ÁRS ÁBYRGÐ Fást víða um land. AöalumboS: EINAR FARESTVEIT & CO Vesturgötu 2. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. ÖNNUMSI flLLfl H j Ó LBflRÐAÞ J 0 NIISIU, FLJÚTT OG VEL, MED NÝTÍZKU TÆKJUM NÆG BÍLASTÆÐl OPID ALLA DAGA FRA kl. 7.30-24.00 HJÓLBARÐAVIÐGERÐ KOPflVOGS Kársnesbraut I Síllli 40093 VAUXHALL BEDFORD UMBODID ÁRMÚLA3 SÍMI 38900 \

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.