Þjóðviljinn - 05.11.1967, Síða 3

Þjóðviljinn - 05.11.1967, Síða 3
Sunnudagur 5. ndvember 1967 ~ t>JOÐVILJINN — SlÐA J MÁLARINN HIERONYMUS BOSCH Persónur í þessu myndasafni eru Guð faðir og fjölskylda hans öil, englamir og stór- ' dýrlingarnir sankti Antóníus, sankti Kristófer og sankti Jakob, vitringarnir frá Austur- löndum, glataði sonurinn, páf- ar, kardínálar, múnkar og nunnur, furstar og aðalsmenn, sjónhverfingamenn, ' þorparar, ræningjar og allskonar lýður, Fjandinn sjálfur og öll hans skelfilegu handbendi, £ óhugn- anlegu gervi. Þar eru líka mannsmyndir með fuglsfætur, skeljaðan drekasporð, og nef, sem er álnarlangur lúður, þar, eru litlir menn í víðum kuflum. með trekt á höfðinu, og ganga á skautum eftir ísi lögðum skurðum. Þar er lærður mað- ur með gleraugu, sem siglir dauðri önd og er reyrður inni í búknum. en hendurnar komá fram úr fjöðrunum og þeim fómar hann í ráðaleysi, og sér í andlit hans út um strúpann, en fyrir framan það er gamalt skjal, sem hann reynir að lesa. Andarbáturinn berst fyr- ir vindi, sem blæs í segl og þenur það, en seglið er skata & breiðum feldi. Þá koma verur með fiðrild- isvængi, klæddar herklæðum og ríða hestum, sem að aftan eru stór steinker. Þar er líka sá hermaður, sem hefur haus- kúpu af dýri í höfuðs stað, og leikur á hörpu með járn- hanzka, þar er stígvélaður steinbítur, sem er að gleypa nakta konu og byrjar á fótun- um, tvífættur dreki sem er eins og franskur bolabitur i sjón, en stillir prúðan gang á netlum hófum, og þar eru svanir, leðurblökur, eðlur og fiskar, sem sigla burt ásamt með hinum heilaga Antóníusi út í tæran himinblámann, en lítill púki, sem heldur á afar- stórum ljá, ekur sér á þrýsti- loftsmótor, sem blæs frá sér lofti á sama hátt og þekkist meðal manna. Lestina reka svo, af því sem hér er talið, allir píslaárar helvítis í allskonar múndéring- um, hræðilegum og fáránleg- tun. Margt fleira mætti telja. Benda mætti á það hve allt er óskiljanlegt, úr lagi fært og yfir í annað kerfi, verald- arheimurinn kominn í nýtt horf, svo undur er á að líta, en allt lýtur samt lögmáli þessarar listar. Hvern er verið að tala um? Það er Hieronymus Bosch mál- ari. Hann sótti efniviðinn i myndir sinar úr lífinu í kring- um sig, og það voru fleiri en hann, sem sýndist heimurinn vera hrokkinn úr liði. Hver var Hieronymus Bosch? Sumum kann að fkmast þessari spumingu ofaukið, en fþað er ekki víst að svo sé. Maður sem ætlar að fara til ’s Hertogen Bosch (höHenzka, á frönsku er þetta Bois le Duc, á íslenzku Hertogaskógur), get- ur átt á hættu að þurfa að svará spurningum sem þess- um: „Ertu að tara til Hollands til þess að skoða sýningu á myndum eftir Bosch? Ætlarðu nokkuð að kaupa?“ „Ertu vit- laus, veiztu ekki að myndirn- ar eru allar á söfnum og mundu kosta miljónir hver þeirra, ef þær væru til sölu?“ „Þá hlýtur hann að hafa verið vellríkur, ha, var hann það?“ Þegar komið er á leiðarenda kann að vera spurt hvort þetta hafi nú verið nokkuð góður málari, þá kastar tólfunum. spyrjandinn kemur illilega upp um sig. Setjum svo að einhver spyrði hvort hann héma H. C. And- ersen hafi nokkuð ' getað skrif að, —• og það maður frá Od- ense. En sannast að segja rru fremur fátæklegar heimildir um þennan mann og ævi hans. Enginn veit með vissu fæð- ingarár hans, en það var einhvemtíma á árunum milli 1450 og 1460, að likindum. Hann fæddist í ’s Hertogen- bosch og var af málurum kom- inn, og á þessum sama stað Andlitsmynd af Hieronymus Bosch, teiknuð af samtíma- manni hans- dvaldist hann og vann að mál-’ verkum sínum frá því um 1480 til 1516. en á þvi ári dó hann. Árið 1486 fékk hann inn- göngu í félag sem hét Bræðra- lag vorrar frúar, eða Bræðra- lag Mariu meyjar, og kallast þá Jheronimus Antoniossoen van Aken, eða Hieronymus son- ur Antonniusar frá Aachen, svo að líklegt er að hann sé þaðan ættaður. N Sagt er að hann hafi fengið auðugt kvonfang, hafi átt sveitasetur og haft vinnustofu á torginu í s’ Hertogenbosch, og víst er það að hann þurfti engum afarkostum að sæta. Greinilegt er að hjónabandið var barnlaust. Bosch dó 9. ágúst árið 1516, og var útför hans gerð með mikilli viðhöfn, og sést af þvi hve mikils hann var virtur, einnig er hans minnzt í kirkjubókinni með lofsamlegum orðum. Þar stend- ur: að H. Aquen, öðru nafni Bosch, frægur málari, hafi dá- ið árið 15h6. Málverk eftir Bosch í safninu St. Germain en Laye. Frægðarorð þetta er vel vottfest. Þó að hann hafi að líkindum aldrei ferðazt neitt, en alið allan sinn aldur í Norður-Brabant, hafði hann löngu fyrir dauða sinn selt flestum hinna stærri konunga í Evrópu myndir sínar, og snemma farið af honum frægð- arorð. Gizkað hefur verið á að Erasmus frá Rotterdam, sem félagi var í Bræðralagi vorr- ar frúar, eins og hann. hafi aflað honum frægðar. Um borgina sem hann fædd- ist í og ól allan sinn ald- ur, eru auðvitað ýmsar heim- ildir. Þetta var álitleg verzl- _ unarborg, og var þar ofið klæði og smíðaðir hnífar, og — nálar. Þetta var athafna- samur staður en enganveginn nein miðstöð lærdóms og mennta. Miðaldalegar venjur lifðu þar enn, svo sem þær leiksýningar dularfullra hluta, sem Bosch tók sjálfur mikinn þátt í. Orð fór af því að hann væri kunnugur gnostíkurum, gullgerðarmönnum og galdra- mönnum. en sannazt hefur þetta ekki. Hann fylgdist með nýjung- um þeim sem fram komu um hans daga. Þegar Gutenberg prentaði biblíu sína var hann að byrja að stálpast, fullorð- inn þegar Kolumbus komst til Ameríku og Vasco da Gama til Indlands. Hann var jafn- aldri Leonardo da Vinci, litið eitt eldri en Cranach og Grúne- wald, og hann lifði á þeim tímum er kaþólska kirkjan átti í sem mestum útistöðum, bæði veraldlega og andlega. Lúther fór ferðina frægu til Witten- berg árið eftir að hann dó, og Albrecht Dúrer kom til ’s Hertogenbosch fjórum árum seinna. Ekki minnist hann samt á Bosch i dagbók sinni, og mun það varla vera ógáti að kenna. Hvorugur hefði get- að þýðst hinn, svo mikið er víst. Dúrer var maður hins nýja tíma eins og Leonardo da Vinci, og hann krufði með eig- in hendi u.þ.b. þrjátíu lík. Bosch var maður hins gamla tíma, eða a.m.k. hefur Dúrer hlotið að finnast hann vera það. Samt mundi nútímamaður fremur líta svo á að hann hafi hvorki verið maður hins nýja tíma né hins gamla, heldur frjáls maður engu tímabili háð- ur. Vígvélar þær, sem hann málaði á léreft sín, ásamt mönnum, ófreskjum og púkum, eru engu ófurðulegri en hjá Leonardo, en þær eru síður en svo gerðar til að hafa not af þeim, en það eru myndir Leon- ardos. Tilgangur þeirra er all- ur annar, þetta eru stríðstæki, sem beita skal til sigurs í bar- áttunni um sálir mannanna. Flest annað lætur hann þjóna þessu markmiði. Og er hann þvi miklu frem- ur af vorri öld heldur en Dúrer Isafninu i ’s Hertogenbosch, listasafni Norður-Brabants, er nú saman komið allt sem náðst hefur til af myndum \ Bosch, og er sýning þessi hin langstærsta, sém nokkru sinni hefur verið haldin á málverk- um hans. Samt er ólíku saman að jafna, henni og hinni risa- stóru Picasso-sýningu í París. Þó að Hieronymus Bosch hafi haft hin mestu áhrif á málaralist á öldunum sem liðn- ar eru eftir dauða hans, og þó súrealistarnir og annar ný- græðingur aldarinnar líti upp til hans og telji hann standa öllum framar, þekkjast ekki nema þrátíu myndir, sem ör- " uggt er um_ að hann hafi mál- að. Af þessum þrjátiu myndum eru ekki nema sjö, sem merktar eru með nafni hans og aðeins eina af þeim, „Sankti Kristó- fer“, hefur þeim sem fyrir sýn- . ingunni standa, tekizt að fá að láni úr Boymans-safni í Rott- erdam. Þetta má virðast heldur lit- ið. Prado hefur afsagt að lána „Heyvagninn“, og „Garð un- aðssemdanna", og safnið í Lissabon að lána „Freistingar sánkti Antóníusar", og safnið í Vín var ófáanlegt til að láta af hendi meistaraverk það sem í þess eigu er: „Dómsdagur". Allar þessar myndir eru í þremur álmum. Fleiri meistara- verk vantar, og eru sumar i höll Feneyjahertoga, aðrar í Veiðihöllinni í Leningrad, og safnið í Berlín á myndina „Jó- hannes á eyjunni Patmos". Raunar er þetta engin furða. Það mátti vita það fyrirfram, að forstöðumenn safnanna mundu ekki samþykkja það, að slík ómetanleg listaverk, og auk þess vandmeðfarin og hætt við skemmdum, væru send langar leiðir, það má meiri furðu gegna hve mikið Louvre, Prado, Pinakotekið í Múnchen og listasöfnin í Vín og Berlín og ýms söfn á Niðurlöndum og i Bandaríkjunum. hafa þorað að lána Það má vera að tuttugu myndir af þeim 47, sem á sýn- ingunni eru, séu rétt feðraðar, en það nægir til að gera þessa sýningu stórmerkilegan við- burð Þvi miður er engin aðgrein- ing höfð milli þeirra mynda, sepi öruggt má telja að Bosch hafi málað, og hinna sem meiri- eða minni vafi leikur á um. í öllum þeim myndum, sem Bosch málaði, eru myndir í myndinni sjálfri. og atriðin ótal. Háð og spott er hvergi fjarri, ekki heldur bölsýnið, og allt er þetta fáránlega fram sett. Enginn sleppur, sízt prest- ar og furstar, og skyldi engan furða, því í samtímafrásögn segir svo, að ;,konumar hafi komið í kirkju í flegnum kjól- um, til þess eins að pískra saman. kyssa sína framhjá- haldsmenn meðan verið var að messa, og hórurnar stöfnuðu til nýrra viðskipta í hinn sama mund“. Oft má okkur virðast Bosch vera kynlegur fugl leyndar- dómsfullur og mjmdir hans sóttar í draumheim fremur en vökuna, og líklegt er að sam- tíðarmenn hans hafi haldið hann vera vandlætara og kunn- að betur en við að lesa úr þessu táknmáli. Sumt af því er ennþá öllum kunnugt: trekt- in ofan á höfðinu á skurðlækn- inum, sem tekur burt stein eða kýli úr höfði galins manns, táknar svikahrappinn, refsi- tæki, hjól og gálgi tákna ill- mennsku, grísarfótur, sem hangir utan á treyju glataða sonarins. eins og galdratæki, merkir lán, en tréskeiðin og kattarskinnið, sem hann hefur líka, veldur böli, hið síðara, en hitt táknar ósþilunarsemi. Mörgum listfræðingi hafa þótt myndir Bosch vandtúlk- aðar, og eru aldrei á einu máli um það, hvernig það skuli gert, en miklu meira er um það vert, að þær snerta okkur nútímamenn, það er fjarri því að þær séu okkur framandi eða óviðkomandi. Þessi öld er, svo sem hans öld var, öld mik- illa umbrota milli hins meðvit- aða vilja og hins ómeðvitaða, milli trúar og efasemda, og þessu hefur han lýst á sinn annarlega hátt, bæði í þeás- um ljótu draumsýnum og í myndum, sem hann gerði um sögur úr biblíunni. Við dá- umst að því hve frumlega hann fer að því að tjá sig. Og okk- ur finnst engin furða þó að fæðingarborg hans hafi viljað minnast 450. ártíðar hans þó að nokkuð seint sé, því liðið er hálft ár framyfir. — Þessi sýning er hin gagnmerkasta. Kaffísala kvennadeildar Flug■ hjörgunars veitarinnar í dag Myndin er tekin á stofnfundi kvennadeildar F lugbjörgunarsveitarinnar fyrir ári. Kvennadeild -Flugbjörgunar- sveitarinnar'fer nú af stað með sína fyrstni fjáröflun, það er að segja þar sem hún leitar til al- mennings, enda' er deildin ekki gömul, verður ársgömul núna í nóvember. Konurnar ætla að hafa kaffisölu í dag, sunnudag, klukkan 3 í Blómasal Hótel Loftleiða. Vona þær, að sem flestir komi og njóti góðra veit- inga *>g styðji gott málefni, en markmið kvennadeildarinnar er að styrkja Flugbjörgunarsveit- ina í Reykjavík með fjárfram- lögum, til þess að hún geti veitt fullkomna þjónustu þegaráþarf að halda. Þær vilja og þakka öllum þeim, sem hafa stutt þær og munu gera það með þvi að drekka hjá þeira síðdegiskaffið. t t

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.