Þjóðviljinn - 05.11.1967, Síða 4

Þjóðviljinn - 05.11.1967, Síða 4
| SfÐA — ÞJÓÐVILJINN — Swmudagur 5. nóvemaiber 1967. tJtgefandi: Sametoingarflafckur alþýöu — Sósíalistaflolck- urinn. , Ritstjórar: Ivai H. Jónsson, (áb.), Magnús Kiartansson, Sigurdur Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson- Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustig 19. Simi 17500 (5* línur) — Askriftarverð kr- 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7.00. H0RÐ KEPPNII HAUSTMÓTI T.R. Ábyrgð og árangur gauðargæru Sjálfstæðisflokksins, áróðurinn um samvinnuvilja ríkisstjómarinnar við verkalýðs- hreyfingu landsins, virðist nú eiga að leggja til hliðar um sinn og ékki hirða um þó svipmót í- halds og afturhalds, valdahroka og kenninganna frá Berlín blasi við alþýðu. Sömu mennirnir sem talað hafa í þrjú ár um júnísamkomulagið sem upphaf nýrra tíma í viðskiptum stjórnarvalda og verkalýðshreyfingar lýsa nú yfir ætlun sinni að rjúfa á þjösnalegan og ósvífinn hátt eitt merk- asta atriðið sem verkalýðshreyfingin knúði fram í því samkomulagi, verðtryggingu kaupsins. Gegn þessari ósvífni hefur verkalýðshreyfingin risið ein- huga 'og mótmælt henni og kjaraskerðingaráform- um Sjálfstæðisflokksins. gjálfstæðisflokkurinn fékk eftirminnilega áminn- ingu um það í kosningunum 1 sumar að fjölda- grundvöllur flokksins er að bresta. í Reýkjavík, þar sem auðmögnuð kosningavél íhaldsins og Morgunblaðið eiga beinan aðgang að folki, stór- tapaði flokkurinn. Augljóst var, að unga fólkið kaus á móti Sjálfstæðisflokknum, kaus aðra flokka fremur. Flokknum tókst þó að hanga við völd vegna þess að Alþýðuflokkurinn kaus sér enn hlutverk íhaldshækjunnar, kaus sér það hlutverk að halda Sjálfstæðisflokknum í völdum. Þegar Sjálfstæðis- flokkurinn snýst nú sauðargærulaus gegn samein- aðri verkalýðshreyfingu alls landsins með kjara- skerðingarhótanir og eyðileggingu á júnísamkomu- laginu, er það einungis í trausti þess, að enn tak- ist að þvæla ráðherrum og þingmönnum Alþýðu- flokksins til þess ljóta leiks sem fyrirhugaður er„ að leggja þungar byrðar á hvert alþýðuheimili, á láglaunafólkið, öryrkjana, gamla fólkið, á öll þau bök sem sízt mega við stórþyngdum byrðum. Því aðeins að ráðherrar og þingmenn Alþýðu- flokksins gangi til þessa leiks oneð ráðherrum og þingmönnum íhaldsins tekst Sjálfstæðisflokknum að framkvæma kjaraskerðinguna og réttarskerð- itngu verkalýðsfélaganna sem nú 'er hótað í Morg- unblaðinu og Vísi dag hvem. ^lþýðuflokkurinn gekk til kosninganna í sumar með því kjörorði að hann væri ábyrgur flokk- ur og næði árangri. Kannski hefur láðst að taka fram gagnvart hverjum ráðherrar flokksins og þingmannaefni teldu sig ábyrga, og hvers konar árangri skyldi náð. Alþýðuflokksmenn í verka- lýðsfélögunum hafa í einu og öllu tekið sömu af-° stöðu gagnvart kjaraskerðingarfrumvarpi ríkis- stjónarinnar og aðrir launþegar. Ekki væri óeðli- legt að þeir ætluðust til þess að ábyrgðartilfinn- ing ráðherra flokksins reyndist ekki sljó og sof- andi gagnvart vilja alþýðunnar í verkalýðsfélög- unum, og minntust þess, að þingmönnuim Alþýðu- flokksins var ekki lyft í þingsæti til þess að hjálpa íhaldinu að „ná árangri" í kjaraskerðingu alþýðu- heimilanna og réttarskerðingu verkalýðsfélaga. — s. Haustmót T.R. hóíst 11. októ- ber s.l.,„ og er teflt í Skák- heimili T.R. að Grensásvegi 46. Þátttaka er mjög góð í meistaraflokki (27), en í hin- um flokkunum álíka og venju- lega. Mót þetta sannar enn einu sinni að endurskoða þarf flokkaskiptinguna, því meira en helmingur allra þátttakenda er í meistaraflokki! Til mikils er að vinna í þessu móti, því auk þess að hljóta skákmeist- aratitil Taflfélags Reykjavík- ur 1967, hlýtur sigurvégarinn' sæti í Reykj avíkurmótinu ’68, sem haldið verður í maí-júní með þátttöku erlendra skák- meistara, svo og sæti í lands- liðsflokki í Skákþingi íslands 1968, og auk þessa 5 þús. króna styrk til þátttöku í einhverju erlendu skákmóti, t.d. Hast- ings eða Beverwijk. Það má líka sjá á þátttökullstanum í meistaraflokki, því meðal kepþ- enda eru Björn Þorsteinsson, skákmeistari íslands, Gunnar Gunnarsson og Guðmundúr Sigurjónsson, sem báðir hafa orðið íslandsmeistarar, Hauk- ur Angantýsson, Jón Kristins- son og alþingismaðurinn Jón Þorsteinsson, svo einhverjir séu nefndir. Mjög ánægjulegt er að sjá Jón Þorsteinsson aftur meðal þátttakenda, og ef miða má við frammistöðu hans til þessa, hefur hann engu gleymt af fyrri skákkunnáttu, Sigurður Jónsson er nú aftur með, eft- ir nokkra fjarveru frá k ipp- mótum, og hefur staðið sig .ggag||j»ga til þessa. Meistara- og í. flokkur tefla saman í ein- um flokki 11 umferðir eftir Monrad-kerfi. Erfitt er að átta sig á stöðunni, því mikið er um biðskákir, en Bjöm Þor- steinsson og Guðm. Sigur- jónsson hafa 4 vinninga og biðskák, Jón Þorsteinsson hef- ur 3% vinning og tvær bið- skákir og Haukur Angantýs- son 2% vinning og þrjár bið- skákir. í II. flokki eru keppendur 12 og tefla 11 umferðir, allir í einum flokki. Efstir og jafn- ir eru Jóhannes , Ásgeirsson og Barði Þorkelsson með 4% v. í unglingaflokki eru 6 þátttak- endur, sem tefla tvöfalda um- ferð. 1. Sigurður Sigurjóns- son, 4% v. og biðskák. 2. Helgi Jónsson, 4% vinning. Við skulum nú líta á skemmtilega skák frá 3. um- ferð mótsins. Hvítt: Haukur Augantýsson Svart: Gunnar Gunnarsson leikurinn hefur mikið verið at- hugaður af júgóslavneskum meisturum, og er því nefndur Belgrad-bragð. 5. — Rxd5 Eftir 5. — Rxe4 kemur upp eitt trylltasta byrjunarafbrigði, sem um getur. Aðalleiðin er eitthvað á þessa leið: 6. De2, Í5; 7. Rg5, d3; 8. cxd3, Rd4; 9. Dh5f, g6; 10. Dh4, c6; 1.1. dxe4, cxd5; 12. exd5, Da5f; 13. Kdl, Dxd5. 14. Bc4, Dxc4; 15. Helf, Be7; 16. Hxe7t, Kxe7; 17. Re4t, Ke6; 18. Df6t, Kd5; 19. Rc3t, Kc5; 20. b4t, Kxb4; 21. Dd6t, Ka5. 22. Da3t, Kb6; 23. Dd6t, og jafntefli með þráskák. Öruggasta leiðin fyrir svart- an er 5. —, Be7; 6. Rxd4, Rxd5; f. exd5, Rxd4; 8. Dxd4, 0—0 með nokkuð jafnri stöðu. 6. exd5 Bb4t 7. Bd2 De7t 8. De2 Bxd2t 9. Kxd2 d3 Eftir 9. —, Dxe2t; 10. Bxe2, Re7; 11. d6 nær hvítur yfir- burðastöðu. 10. Dxe7t Rxe7 11. Hel d6 Svartur hefur tæplega tíma til að leika 11. —, dxc2 vegna 12. d6, cxd6; 13. Bc4 og svart- ur á mjög erfitt um vik. 12. Bxd4 Kf8 13. c4 Bd7 14. He3 He8 15. Hhel Rc8 16. Hxe8t Bxe8 17. Rg5! g6 Eftir 17. —, Bd7, 18. Rxh7t, Kg8; 19. Rg5, Hxh2; 20. Bf5, Rb6; 21. Bh3 vinnur hvítur skiptamun. Leið sú, sem svart- ur velur, hefur þann ókost, að f6-reiturinn verður mjög veik- ur. ■ , 18. Re4 Kg7 19. g4 h6 Engu betra er 19. —, f6; 20. g5 o.s.frv. 20. h4 21. g5 22. hxg5 Bd7 hxg5 Rb6 Svartur á varla betri leikja völ. 23. Rf6 Hh2 24. He2 Kf8 25. b4 Hh3 26. a4 — 26. c5 er afgerandi, því hvít- ur vinnur eftir 26. —, Hxd3t; 27. Kxd3, Bb5t; 28. Kd2, Bxe2; 29. cxb6 o.s.frv. 26. — Kg7 Svartur getur ekki drepið á a4, t.d. 26. —, Bxa4; 27. c5, Rc8 (27. —, Hxd3t sbr. skýr. við 26. leik hvíts) 28. c6, Re7; (eða 28. —, Hh8) 29. cxb7 og svartur getur ekki hindrað fæðingu nýrrar drottningar. Eftir 26. 7—, Kg7 á hvítur þvingaðá vinningsleið, en svart- ' ur er vamarlaus gegn hótun- um 27. a5 og 27. c5. 27. a5 Bf5 Síðasta vonin. 28. He8! Rxc4f iötrurra riddara tafl. — Svartur gat hér gefizt upp með 1. e4 e5 góðri samvizku, því hann er 2. Rf3 Rc6 óverjandi mát eftir 28. —, 3. Rc3 Rf6 Hxd3f; 29. Kel. 4. d4 - | r 29. Bxc4 Hh8 leið er hér 4. Bb5. 30. Hxh8 Kxh8 4. — exd4 31. Re8 Kg8 5. Rd5!? / - 32. Rxc7 i. Bxd4 kemur upp þekkt — og svartur gafst upp. úr Skozku tafli. Texta- Bragi Kristjánsson. Kvenfélag Háteigssóknar heldur bazar mánudaginn 6. nóvember kl. 2 s.d. í Góð- templarahúsinu. Góðir munir til jólagjafá. Ullarvörur í úrvali. BAZARNEFNDIN. Frá Raznoexport, U.S.S 2-3-4-5 og 6 mm. AogBgæðaflokkar Lauga R. sTradingComp /eg 103 sími Ul lll III anyhf 1 73 73 Pilkington postulíns-veggfíísar Ávallt í miklu úrvali. Litaver sf. Grensásvegi 22 — 24 — Símar 30280 og 32262 KOMMÓÐUR — teak og eík Húsgagnaveszluit Axels Eyjólfssonar Skipholti 7 — Sími 10117. Bazar Verkakvenna- félagsins Framsóknar verður þriðjudaginn 7. nóv. í Góðtemplara- húsinu kl. 2. síðdegis. Komið og gefið góð kaup. BAZARNEFND. Sjómannaféíag Tillögur t-rúnaðarmannaráðs um aðalmenn og varamenn í stjóm Sjómannafélags Hafnarfjarðar fyrir árið 1968 liggja frammi í skrifstofu 'félagsins, Vesturgötu 10. Öðrum tillögum ber að skila fyrir kl. 22, mánudaginn 20. nóv. 1967. Trúnaðarmannaráð Sjómannafélags Hafnarfjarðar. FÍFA auglýsir ;f:p.h Stórkostleg verðlækkun á peysum og úlpum fyrir ^ böm og fullorðna. Verzlið yður í hag — Verzlið í Fífu. Verzlunin FÍFA Laugavegi 99 (inng. frá Snorrabraut). ! t I

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.