Þjóðviljinn - 05.11.1967, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 05.11.1967, Qupperneq 5
Sunnudagur 5. nóvenxber 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA j Frá ársþingi Frjálsíþróttasambandsins: Skipulagt útbreiðslustarf er aðalverkefni FRÍá næsta ári Ársþing Frjálsíþróttasam- bands íslands fór fram í Rvík um síðustu helgi, þ.e. dagana 2?. og 29. október. Fundinn sátu, auk stjórnar og 'nefnda sambandsins, fjölmargir full- trúar frá sambandsaðilum. Björn Vilmundarson, for- maður FRÍ, setti þingið með raeðu. Minntist hann í upphafi þriggja félaga og áhugamanna um frjálsar íþróttir, þeirra Gunnars Steindórssonar, Guð- mundar S. Hofdals og Bene- dikts Jakobssonar. Bjöm mælti á þessa leið: Gunnar Steindórsson, lézt 23. nóvember 1966. Hann var fæddur hér í Reykjavík 24. október 1918, spnur hjónanna Steindórs Björnssonar, efnis- varðar frá Gröf og konu hans Guðrúnar -Guðnadóttur frá Keldum. Hann ólst upp í for- eldrahúsum hér í Reykjavík, stundaði nám við Héraðsskól- ann að Núpi og síðan við Sam- vinnuskólann. Gunnar starfaði við ýmis verzlunarstörf um ævina og kom s'ér hvarvetna vel í starfi með dugnaði sín- um og árvekni. Gunnar hóf snemma af- skipti af íþróttamálum og var alla tíð mikill áhugamaður um þau. Hann var virkur félagi í íþróttafélagi Reykjavíkur um árabil og formaður þess í nokk- ur ár. Gurinar var aðeins 48 ára er hann lézt og er okkur mikil eftirsjá að honum. Eftirlifandi kona hans er Sigríður Einarsdóttir. Guðmundur S. Hofdal lézt 14. janúar sl. Hann var fædd- ur 15. apríl 1883 í Mývatns- sveit í Suður-Þingeyjarsýslu og ólst þar upp. Hann fékk isnemma áhuga á íþróttum, sér- staklega glímu og var hann á sínum tíma talinn frábær glímumaður og var m.a. í hópi ungmennafélgganna, sem sýndu á' Olympíuleikjunum í London 1908. Guðmundur var um árabil vestan hafs en eftir að hann kom heim, stundaði hann verk- stjórastörf hér í Reykjavík og úti á landi. Var hann virkur félagi í íþróttafélagi Reykja- víkur og stundaði glímukennslu og var nuddari frjálsíþrótt.a- manna um árabil m.a. þeirra sem tóku þátt í Olympíuleikj- unum í London 1948. Guð- mundur var alla tíð áhugasam- ur íþróttamaður og munu all- ir þeir sem nutu handleiðslu hans minnast hans sem góðs félaga. Benedikt Jakobsson lézt 29. marz sl. Hann var fæddur 19. apríl 1905 að Fossseli í Reykja- dal. Hugur hans stóð snemma til mennta, en slikt var ekki öllum auðvelt á þeim árum. Kom þó að því, eftir nokk- um undirbúning hér heima, að hann sigldi til Svíþjóðar og stundaði nám við íþrótta- kennaraskólann í Stokkhólmi og lauk þaðan prófi 1931. Hátíðarsamkoma ai tilefni 50 ára afmælis Sovétríkjanna í Háskólabíói 6. nóvember 1967. EFNISSKRÁ: Samkoman sett Árni Bergmann, formaður Reykjavíkurdeildar MÍR. ☆ ☆ ☆ Ávörp flytja: Gylfi Þ. Gislason, menntamálaráðherra. Nikolaj Vazhnov, ambassador Soúétríkjanna. M. N. Sukhorútsjenko, aðstoðar-sjávarútvegs- málaráðherra Sovétríkjanna, forseti íslandsvinjafélagsins í Moskvu. ☆ ☆ ☆ Októberbyltingin 50 ára Brynjólfur Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra. ☆ ☆ ☆ Karlakórinn Fóstbræður syngur Ragnar Björnsspn stjórnar. HLÉ Tónleikar sovézkra listamanna Ljúdmila ísaeva, sópransöngkona. Samúil Fúrer, fiðluleikari. Undirleik annast Taisia Merkúlova. ☆ ☆ ☆ k Kynnir verður Jón Múli Árnason. Þegar heim kom tók hann að sér íþróttakennslu bæði í skólum og hjá íþróttafélöguij- um í Reykjavík. Árið 1934 réðst hann til KR og var þjálf- ari frjálsíþrótta þess félags ó- slitið síðan. Árið 1948 varð harin fastur íþróttakennari við Háskóla íslands. Allt frá þeim tima, að Benedikt kom heim frá námi var hann mikill á- hugamaður um alla líkams- rækt, og er óhætt að fullyrða, að Frjálsíþróttasamband Is- lands og frjálsar íþróttir á fslandi eiga engum manni eins mikið upp að unjja, eins og Benedikt Jakobssyni. Auk þess að vera þjálfari KR um ára- tugi var hann landsþjálfari og þjálfari til undirbúnings og þátttöku í flestum alþjóðamót- um erlendis. Öllu þessu fylgdi fnikið starf, en hann átti líka því láni að fagna að sjá stóra drauma rætast á þeim vett- vangi. Frjálsíþróttamenn > setti hljóða, þegar þeir heyrðu dán- arfregn Benedikts, svo var hann tengdur þeim nánum viriarböndum og þeirra starfi. Slíkum örlögum bjóst enginn við svo fljótt sem raun varð á. Eftirlifandi kona Benedikts er Gyða Erlendsdóttir. Við söknum þessara þriggja félaga okkar. Góðir þingfulltrúar og g®st- ir, ég bið -ykkur að standa á fætur og votta þessum látnu vinum okkar virðingu okkar og -4? þökk og aðstandendum þeirra samúð okkar. FRI 20 ára Síðan mælti Björn Vilmund- arson: Þetta er 20. ársþing Frjáls- íþróttasambands íslands, en eins og ykkur er öllum kunn- ugt varð sambandið 20 ára hinn 16. ágúst síðstliðinn. Á þessum tímamótum vil ég minnast þeirra sérstaklega, sem i forystunni voru í upphafi. Á stofnfundinum mættu 15 fulltrúar frá 9 félögum og gengu þeir frá stofnun sam- bandsins. Áður hafði ÍSÍ far- ið með öll mál fyrir frjálsar íþróttir. Fyrsti formaður FRÍ var kjörinn Konráð Gíslason og aðrir í stjórn voru kjömir Jóhann Bernhard, Guðmundur Sigurjónsson, Lárus Halldórs- son og Oliver Steinn. í vara- stjórn voru kjömir Sigurður S. Ólafsson, Þórarinn Magnús- son og Ólafur Sveinsson. Þó að 20 ár séu ekki langur tími er margs að minnast, því starfið er margt. Ég ætla mér þó ekki aðtrekja söguna í ein- stökum atriðum. Hér er hvorki staður né stund til þess. En, eins og áður segir, minnumst við forystumannanna með þakklæti og allra þeirra mörgu eiristaklinga, sem unnið hafa fyrir sambandið síðan, bæði méð því að sitja í stjóm þess og á margvíslegan annan hátt. Þrátt fyrir ýmis vandkvæði held ég, að mér sé óhætt að fullyrða, að Frjálsíþróttasam- bandið hafi ávallt starfað af miklum krafti og ráðizt í mörg stórvirki, þó að fjármunir þess hafi oftast verið af skomum skammti. Frjálsíþróttamenn hafa farið í margar keppnis- ferðir á vegum FRÍ og árang- ur 'oftast verið með miklum ágætum. Þeir hafa borið hróð- ur landsins um víða veröld. Ég sé ekki ástæðu til að nefna nein nöfn sérstaklega, en ég held að mér sé óhætt að full- yrða, að þessir afreksmenn hafi lyft nafni íslands hæst í heimi íþróttanna. Stjóm FRí á hinum ýmsu tímum hefur jafnan leitað að leiðum til að auka veg frjálsra íþrótta á hverjum tímt. Með Bikarkeppni FRÍ, Unglinga- - margvísleg bandið. störf fyrir sam- lÍH Guðmunduir Hermannsson — cinn þcirra frjálsíþróttamanna hér á landi sem unnið hafa hvað athyglisverðust afrck á þessu ári. keppni FRÍ og Þríþraut FRÍ hefur verið farið inn á nýjar leiðir, sem við bindum miklar vonir við. Starfið á liðnu ári Starfsemi sambandsins var með svipuðu sniði á liðnu starfsári eins og áður. Tala sambandsaðila var óbreytt og samstarfið við héraðasambönd- in og 'lþróttasamband lslands ágætt. Meistarmótin bæði innanhúss og utan fóru fram í öllum ald- ursflokkum, eins og reglugerð- ir segja til um. Reynt var að dreifa mótunum á nokkra staði á landinu. Bikarkeppni FRÍ fór fram i 2. sinn og tókst með ágætum og tóku 7 aðilar þátt í henni. Afmælismót fór fram hér á Laugardalsvellinum í tilefni 20 ára afmælisins og tóku þátt í því 7 erlendir íþróttamenn. Unglingakeppni fór fram sömu daga. Nefndir sambandsins störf- uðu eins og áður. Útbreiðslu- nefnd sá um keppni miUi hér- aðsskólanna „Keppni úr fjar- lægð“ og vann nú Laugaskóli í Þingeyjarsýslu bikar Sam- vinnutrygginga til eignar. Þríþraut FRÍ og Æskunnar fór nú fram í fyrsta skipti og tóku alls 3580 skólanemendur þátt í henni. Úrslitakeppni fór fram í júnímánuði að Laugar- vatni og dvöldu 36 þátttakend- ur þar i 2 daga í boði FRl. Væntum við mikils af keppni þessari í framtíðinni, en hún verður endurtekin haustið 1968 og sumarið 1969. Útbreiðslufundir voru haldn- ir á nokkrum stöðum á land- inu þar sem flutt voru erindi og sýndar kvikmyndir. Laganefnd staðfesti fyrir sitt leyti 15 ný íslenzk met á árinu, sá um að keppt var . eftir gildandi reglum, skipaði nýja frjálsíþróttadómara og gaf út Afrekaskrá 1967. Samskipti við útlönd voru nokkur á árinu. Sótt voru Í>ing frjálsíþróttasambands Norður- landa og Colender- þing Evr-* ópu. Tekið þátt 4 Bikarkeppnj Evrópu í Dublin. Unglingar tóku þátt í stórmóti í Stav- anger með góðum árangri og Tugþrautarmenn í Norður- landameistaramóti í Kaup- mannahöfn og landskeppni í Austur-Þýzkalandi. 1 tilefni 20 ára afmælisins úthlutaði stjórnin Garpsmerki FRÍ til 69 karla og 7 kvenna. Ennfremur voru 15 einstak- lingar heiðraðir á árinu fyrir Fjárhagslegii erfiðleikar Eins og um mörg undanfar- in ár, hefur fjárskortur mjög háð allri starfsemi Frjáls- íþróttasambandsins þó að ráð- izt hafi verið í allmörg verk- efni á árinu. Stjómin hafði fullan hug á því að lækka skuldir undanfarinna ára, en því miður hafa verkefnin orð- ið það fjárfrek, að skuldir hafa enn hækkað. Þetta hefur valdið vaxandi áhyggjum inn- an stjórnarinnay. en hún hef- ur velt fyrir sér ýmsum leið- um til tekjuöflunar. Nokkrar tekjur hafa orðið af söfnun auglýsinga og styrkja meðal fyrirtækja, einstaklinga og stofnana, en raunverulega fjar- stætt að byggja starf sam- bandsins á slíku. Stefna veró- ur að því með einhverjum ráð- um, að eigi verði um frekari rekstrarhalla að ræða á næstu árum og gera áætlun um að greiða niður þær skuldir, sem fyrir eru. Enn eitt starfsár Frjálsí- þróttasambandsins er liðið. Ég held mér sé óhætt að full- yrða að árið hefur verið við- burðaríkt og að heldur hafi þokazt í rétta átt. Við ýmis vandamál hefur verið að etja en stjómin hefur reynt að mæta þeim með festu og á- ræðni og eigi látið þau koma í veg fyrir eðlilega þróun mála. Ný verkefni bíða næsta árs bæði hér heima og erlendis, en aðalverkefnið verður skipu- lagt útbreiðslustarf, sem vinna verður af kostgæfni og nota verður allt hugsanlegt fjár- magn sem til næst. Við erum bjartsýnir um framtíðina, því við treystum á hið unga íþróttafólk, sem halda mun merkinu á loftL Skapa verður því þá aðstöðu til æfinga og keppni, sem því ber. Það verður að gera þá Jcröfu til hins opmbera. að það styrki mun betur hið frjálsa íþróttastarf en verið hefur, bæði með betri kennslu og betra húsnæði. Frjáls- íþróttafólk gerir þá kröfu að þegar verði bætt svo aðstaða í hinni nýju íþróttahöll í Laug- ardal að hægt verði að hafa þar fullkomin íþróttamót á al- ijjóðamælikvarða. Ef slíkt verð- ur ekki hægt verður að hefjast þegar handa um byggingu slíks húss. Framtíð frjáls- íþrótta hér á laridi er undir því komin, að slík aðstaða skapist vegna hins stutta keppnistíma- bils að sumrinu. Samþykktir þingsins Að setningarræðu lokinni var gengið til dagskrár og voru forsetar þingsins kjörnir Eiríkur Pálsson, Hafnarfirði og Þórður B. Sigurðsson, Reykjavík, ritarar voru Snæ- björn Jónsson og Höskuldur Þráinsson. • Mörg mál lágu fyrir þingi, m.a. skýrsla stjórnarinnar og reikningar fyrir sl. starfsár. Þingið samþykkti eftirfar- andi tillögur: 1. — Ársþing Frjálsíþrótta- sambands íslands 1967 sam- þykkir að alþjóðareglur um frjálsíþróttakeppni skuli gilda á öllum frjálsíþróttamótum á íslandi, og felur stjóm sam- bandsins að sjá um, að al- þjóðareglumar verði þýddar og gefnar út, strax og I.A.A.F. hefur sent frá sér nýja útgáfu þeirra með breytingum þeim, Framhald á 9. síðu. / i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.