Þjóðviljinn - 05.11.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.11.1967, Blaðsíða 7
nóvemfoer 1967 —=■ ÞJÖÐVILiJINN — SlÐA 'J r Q Um þessar mundir eru liðin 25 ár síðan orustan sem kennd er við E1 Alamein í Afríku hófst, orustan sem sneri taflinu við í þessum heimshluta og varð upphaf að endanlegum ósigri þýzku nazistahérj- anna þar. — Grein sú seim hér er birt er þýdd úr dönsku blaði, skrifuð af. Jörgen Halek sem tók þátt í bardögum þama í auðninni með áttunda hernum brezka undir stjóm Montgomerys marskálks'. Orustan við 4 El Alamein Len.gi höfðum við vitað að úrslitaorustan var í aðsigi. Hinn hryggilegi ósigur okkar við Ain el Gazala fyrir fimm mánuðum, þar sem 50.000. her- menn úr 8. hemum voru ýmist fallnir, særðir eða teknir til fanga, en aðalherinn hafði orð- ið að hörfa hundruð kílómetra til austurs, unz við vorum hér komnir, áttum stutt ófarið út í deltu Nílar, — þessir hræði- legu atburðir voru farnir að fyrnast. Okkur hafði borizt liðsaukj, — ungir menn bjartsýnir og vónglaðir, af þeim kom hver flokkurinn á fsétur öðrum. En við fundum, að sú stund var að því komin að renna upp, er árásin yrði gerð. Við vissum að Rommel yfirhershöfðingi hafði líka fengið liðsauka, og nú reið á því fyrir hvom fyr- ir sig að hopa ekki fyrr en annarhvor teldi sig 'hafa næg- an Jiðsstyrk til að hefja árás. Á þá lund höfðu atburðimir gerzt í þessari voðalegu eyði- mörk, þar sem engu var Iíft. Okjcur fannst við gerþekkja hana allt frá Buq-Buq til To- bruk og frá Sidi Barrani til Benghazi. Við þekktum hana svo vel að við vissum upp á hár hvaða hernaðaraðgerðum varð við komið og hverjum ekki, og okkur fannst við hafa reynt allt 'það sem eyðimörk-: in býður manni að reyna: ótt- ann, ofstækið, sinnuleysið. Við þetta var ekki 'unandi lengur. Ekki heldur þessar smáskær- ur, sem ' aldrei linnti, og kost- uðu mörg mannslíf. Þeir sem við kynntumst í byrjun, vorú allir horfnir, ýmist fallnir eða teknir til fanga af óvininum. Meðan við biðum Jafnvel sjálf- eyðimörkin var eitthvað svo dauðahljóð á þess- um heitu októberdögum, — ó- umbreytanleg, dapurleg og ó- hugnanleg, eins ‘ og væri hún sjálf að bíða eftir úrslitun- úm. Áður hafði það getað bor- ið til, að hún hefði líflegt yf- irbragð að morgni til, að bla- ir og gullnir litir léku yfir henni með annarsheimslegu gliti, og stundum var fagur.t að sjá: sólina koma upp. Tím- inn leið, sept’ember tók við af ágúst, og október af septemb- er, skýlaus heiðríkja dag eft- ir dag, viku eftir viku, og öll skothríð var hljóðnuð. SuTn- staðar var stutt á milli víg- línanna, aðeins fáein hundruð metra; annars staðar tveir kíló- metrar eða meira. Stúndum heyrðist sprengju varpað, og svartur mökkur af reyk og sandi steig upp þar sem hún kom niður, en hjaðnaði svo og sveif burt í brennheitu dauð- kyrru loftinu. Stundum kom það fyrir að tvær .óvinaflug- vélar áttust við uppi í loftinu tindrandi björtu, og vildi þá oft svo til að önnur steypt- ist til jarðar eins og logandi laufblað. En annars bar fátt til tíðinda á daginn. ' En svo var ekki um nætur, einkum . eftir að komið var fram í október. Þvi það er um þetta leyti sem stormurinn samún (hans*er getið í Man- fred Byröns: Sjóðheitur gnauð- ar innst á reginauðnum storm- urinn Samún.. Þýð.), fer að geisa urp nætur. Hann hrífur með sér lausasandinn ofan af, fínan eins og duft, þyrlar hon- um hátt í loft upp og sáldrar honum niður á margra ferkiló- metra svæði. Illt var að festa svefn á þessum nóttum, því að sandurinn fyllti vitin, settist á varir og munnvik og særði. augun urðu rauð og þrútin, en þar sem táraflóðið rann niður vangana, mynduðust rás- ir orpnar sandi til beggja hliða. ViÖ biöurn og biöúm f ofvæni eftir fyrirskipunum hershöfö- ingjans. Stórskotaliöið var fært "út"í víglínuna á hverri nóttu. Þegar dagaöi má.tti sjá þessar gráu hlaupvíðu flallbyssur huld- ar til hálfs undir neti. Nýlið- arnir grófu skbtgrafir að baki okkar og hver maður var önn- •um kafinn. Við höfðum þá yf- irburði í lofti að Luftwaffe gat með engu móti séð hvað við • vorum að gera. Fyrirskipunin Dagurinn rann upp. Það var 23. okt. 1942. Alltaf man ég þennan mánaðardag, er við fengum fyrirskipunina sem við höfðum svo lengi vænzt. Orða- lag Montgomerys hershöfðingja var á þá leið að við skyldum allir „framfylgja vorri béizku skyldu og reka Rommel og Afr- íkuher hans út úr Lybiu.*‘ „Er þetta þá allt og sumt?“ spurð- um við í nöpru skopi. „Er ekki ætlazt til neins annars af okk- ur?“ Deildarforingi okkar kallaði saman lið sitt og sagði okkur undan og ofan af um tilhögun þessara verka, sem fyrir hendi lágu. Víglína okkar og víglfna óvinanna voru ekki langar, varla meira en 76 km. En fram- hjá víglínu okkar varð ekki komizt, því hafið girti af að noröan, en að sunnan hin ill- kynjaða Qatara-kvos, þar sem sandurinn var ein efja, sem allt sökk í og engu farartæki varð ekið um, pg þessvegna var ekki nema ein leið fær, þó að illfær væri: leiðm gegnum víglínu óvinanna. , Þjóðverjar og Italir höfðu lagt niður jarðsprengjur á stóru svæði, og varði þá á meðan stórskotalið, sem néði tfl á- kveðinna varnarlína, og hafði uppi látlausa skotlhrfð. Báðir herimir höfðu orustuvagna sína tilbúna til árása, þegar orustan yrði hafin. Fyrirspyrnin um tilhögun at- lögunrtar var ljós og skýr. Við áttum ekki að beita skriðdrek- um heldúr fótgönguliði, flug- vélum og fallbyssum. En skrið- drekarnir skyldu hafðir til taks, þar til fallbyssumar og flugvéla- sprengjumar hefðu gengið svo frá vígstöðvum óvinanna, að fært þætti að senda þá af stað, og fótgöngulið okkar hefði yfir- bugað brynvagna óvinarins og náð að gena honum jarð- sprengjubeltið ónýtt. Þegar tek- izt hafði þannig að rjúfa víg- línu pvinarins, ætlaðist Mon\go- mpry til þess að skriðdreka- sveitimar færu þar í gegn og dreifðu sér síðan innan um fót- göngulið óvinarins, yilu þann- ig glundroða og felmtri meðal hermannanna og neyddu skrið- drekasveitir Rommels til að koma móti okkur þar sem við helzt vildum. Montgomery og Alexander hershöfðingjar höfðu borið saman ráð sín og hugs- að þau vandlega. Þetta leit vel út á pappírnum. En svo þegar til kastanna kom, vorum það við sem allt valt á. Bros okkar var þvingað, þegar ofurstinn kom að kanna liðið. Montgomery marskálkur fylgist með bardögum í eyðimörkinni úr brynvörðum vagni síðla árs 1942. meira og meira. Mér þótti .sem ég hefði aldrei íyrr séð tungl- ið svoná stórt. Við og við heyrðist niðurbældur, óeðlileg- ur hlátur, eða að blótað var í hálfum hljóðum. Annars var allt þögult. Við heyrðum hjart- slátt okkar sjálfra. Eyðimerk- urrotturnar komu út úr hol- um sínum og fóru að rjála sér í sandinum án þess að séð yrði að þær tækju nokkuð eft- ir okkur. Slík bið sem þessi er verri en nokkuð annað. Tíminn ætl- ar aldrei að líða, hver mín- úta virðist óendanl'eg, og eft- ir því fer líðanin. Úrið gengur svo hægt — en samt alltof hratt. Þessar þúsundir grá- klæddra hermanna bærðu ekki á sér, — þeir biðu. gagnárás. Fram stigu þögulir, dimmir skarar. Þá bar eina svipstund við eldana að baki til, svo hurfu þeir í púður- reykinn bg sáust ekki úr þvi, en sprengjumar féllu þétt. Auðséð var, að óvinurinn var ekki sigraður, heldur var hann nú að ná sér og verða fær um að leggja til atlögu. íægar fylking okkar var komin að fremstu víglínu óvin- arins, voru handsprengjur ó- vinanna búnar að vinna henni mi.kið tjón. Ég man þetta glöggt eins og það hefði skeð í gær. Við misstum mörg hundruð manna á nokkrum mínútum. Óvinirnir; vildu berj- ast í návígi. Þeir bqrðust af heift, -en við hröktum þá aamt. Fallbyssuskothriðin var látin Í X Þýzk herdeild býr sig til erustu í eyðimörkinni. Auðséð var, að okkar her- deild, svo margreynd í bar- dögum um tveggja ára bil, var ein af þeim sem áhlaup áttu að gera þetta kvöld, og að okk- ur mundi verða. fyrirskipað að vinna' framvarðarlinur hinnar frægu þýzku skriðdrekahersveit- ar, sem andspöenis okkur var, og halda þeim hvað sem það kostaði, svt> að við næðum þar vígstöðu til að verja leiðina • unz skozka fótgönguliðssveitin, sem að baki okkar var og ætlað var að íylgja eftir áhlaupi okk- ar, gæti komizt í gegn. Þetta var býsna óskemmtilegur dag- ur. Margt kom okkur í hug, og allt með einu marki brennt. Áhlaupið Þegar kvöldaði og við fór- um að færast nær gaddavírs- ’ girðingunni, var niðamyrkur, en brátt birti, því að tungl kom upp og skein í fyllingu með hvitu ljósi yfir eyðimörk- ina. Okkur sýndist þessi ryðg- aði gaddavír bretta hvoft við okkur í tunglskininu, en drun- ur stórskotaliðsins voru að deyja út í fjarska. Það birti Svo gaus upp úr. Við heyrð- um þungar drunur, ójarðnesk- ar, sem fóru hækkandi og urðu að svelgjandi hvin. Það var skotið úr öllum hinum 1200 fallbyssum okkar í einu. Það hvein og það ýldi í loít- inu þegar sprengikúlurnar þutu hjá. Nóttina birti af blikandi eldum, sífellt hraðari, æstari — þeir líktust dansandi ljósa- röðum. Sjóndeildarhringurinn stóð í einum eldi, sem rofn- aði og breyttist án afláts. Þetta var engu öðru líkt — og skelfilegra en orð fá lýst. Hér var háð ein hin mesta stórskotaliðsorusta mannkyns- sögunnar. Flugeldar, sem töl- uðu merkjamáli, þutu upp af viglínu óvinarins, rauðir, grænir, og staðnæmdust í ioft- inu, þessi réttnefndu mérki- kerti, mjó og hátíðleg, en und- ir niðri, þar* sem fáum andar- tökum áður hafði verið dauða- hljótt, sauð og ólgaði eins og í vellandkötlum Vítis. Árásin stóð í 20 mínútur. Hún hitti þar som henni var ætlað að hitta, og 10.000 óvina- hermenn Iágu fallnir í valn- um. Svo var skipað fyrir um ganga á þeim og kúlurnar hittu þúsundir af jarðsprengj- um sem * sprungu eins og flug- eldar og stjörnuhröp. Allt í einu þagnaði allt. Eng- inn fyrirvari, dauðaþögn eins og í gröf. Það var engu lík- ara en * að særðir menn vildu ekki láta heyrast til sin kvein- in, hefðu komið sér saman um það. Sigurinn var ekki unn- inn. Okkur hafði tekizt að rjúfa skarð ív víglínu óvinar- ins, og gera þar gangfært í gegn. Nú áttu þeir sem gera skyldu næsta áhlaup, að vera komnir, taka við af okkur og fullna verkið, samkvæmt áætl- uninni. En hvar voru þeir nú, læssir Skotar, hvað tafði þá? Svo mikið mannfall hafði orðið í okkar liði, að við gát- um ekki gert neitt að gagni framar. Við óttuðumst gagn- áhlaup, og treystum okkur ekki til að standast það, svo fálið- aðir sem við vorum orðnir. En það sem við óttuðumst mest, var að verða króaðir inni, að óvinirnir mundu gera að okkur afkróunarskothríð — það þekktum við frá fyrri or- ustum, þrengja að okkur frá öllum hliðum, unz við neydd- umst til að hörfa úr þessari varnarstöðu, sem staða okkar væri þá orðin, og missa allt sem unnizt hafði. Við reyndum að grafa okkur í jörð og styrkja aðstöðu okkar, en það var svo grýtt þama, og við vorum sveittir, þreyttir og órólegir. Okkur miðaði hægt við verk- ið. Hvað var orðið af Skotun- um? Afkróunartækni Rommels lét ekki á sér standa. Það var slegið af heift líkt og með krepptum hnefa í stálhanzka. Fyrst heyrðust margir smáir hvellir, líkt ' og fjöldamargir tappar væru dregnir úr flösk- um,' svo heyrðist þytur í lofti, síhækkandi, eins og þúsund- ir farfugla flygju yfir. Svo hvein í fyrstu sprengjunni, með sterkum, skerandi hvell- um gný, eins og þegar rifinn er strigi — og áður en varði var allt umhverfis í einum eldi af grenjandi sprengjum, og við huldumst1 þykkum mekki af grjóti og sandi, og náðum ekki andanum. Ryk- og reykskýin þéttust. Okkur sveið í nasimar af púð- ursvækjunni, og tunglið, sem rétt áðan var svo bjart, varp- aði daufum bjarma, eins og Ijósker á skipi skíni gegnum þoku. Stöðugt versnaði. Marg- ir af hermönnum okkar, sem áður höfðu ekki særzt, særðust nú eða féllu, en fleiri voru þeir af særðum og dauðum, sem sprengjurnar hittu í ann- að sinn. Nú þyrftu Skotarnir að vera' komnir! Við vorum að því komnir að tryllast, og enn sló upp ^kærum bjarma af nýjum sprengjum, ný sprengju- brot flugu í allar áttir um- hverfis. Sekkjapípurnar Þegar hæst stóð, bæði árás óvinanna og felmtur okkar, kom allt í einu að eyrum okk- ar hinn lúfasti ómur. Svo lág- úr að naumast varð greint. Lágur, en greinilegur samt. Þetta gat ekki verið nemá eitt. .Sekkjapípur, SEKKJA- PÍPUR! Aldrei hafði ég þolað að heyra í því hljóðfæri, en eftir orustuna við E1 Alamein þótti mér fátt fegurra. Hærra og hærra lét i þessum hátt- bundnu, kveinandi tónum, og NÚ, nú komu þeir í ljós út úr reyknum meðan sprengj- urnar féllu, komu þeir fram, þessir skozku hermenn, gengu ófylktu liði, hægt og örugg- lega. Byssustingirnir glóðú í tunglskininu. Fremstur gekk fyrirliði píparanna, komungur maöur. Það kvað við í sekkja- pípunni hans, og pilsið og taskan sveifluðust með hljóð- fallinu í THE CAMPBELLS ARE COMING! Á hæla honum komu fyrirliðarnir, flestir ung- ir menn með yfirskegg, og þar á eftir rjóðir Hálendingar í löngum röðum. Við flöktandi eldsbjarma gátum við greint það hve þéttir þeir voru á velli og í lund, hve ákvörðun þeirra var einbeitt, þessara ungu manna. Á hæla hinna ó- breyttu hermanna komu há- vaxnir liðþjálfar, sem engin vopn höfðu nema þessa mjóu stafi, sem hafðir eru við her- sýningar, og báru þeir þetta undir armi sér með mikilli hæversku og rósemi. Við og við voru þeir að kalla til hermann- : anna: „Áfram nú, piltar mín- ir, áfram góðu Hálendingar minir“. Stundum klipptu þýzku hríðskotabyssurnar skörð í raðirnar, og margir féllu í einu, en nýir hópar komu að, allf íylltist á svipstundu, og aldrei varð nokkurt hik. Þeir komu að okkur, fóru hjá, horfðu stöðugt í vesturátt. Við sáum gegn um rerkinn og sandinn. sem þyrlaðist úpp, hverjir þetta voru; þetta voru THE SEAFORTH HIGHLAND- ERS •— Seaforth-Hálendingar. Þessi fræga herdeild gerir allt- af hið sama og hefur gert svo lengi sem menn vita, — þegar í orustu er komið þá ganga þeir fram, rakleitt gegn óvin- inum. Og aldrei munu þeir fara öðru vísi að, það er mín trú. Fyrirliði píparanna féll. Ég sá að hann reyndi að rísa upp. Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.