Þjóðviljinn - 05.11.1967, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 05.11.1967, Qupperneq 10
J Q SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 5. nóvember IðffL \ WINSTON GRAHAM: MARNIE 42 er það fyrsta sem yður dettur í hug? — Sápa, tappi, vatn, regnvatn, búar, babtistar, blóð, sviti, tár.. .. ég þagnaði skydilega, þvi að munnurinn tók raunar af mér ráðinn. Hvað var ég eiginlega að bulla? — Babtistar. sagði hann- — Endurskírendur. Blóð lambs- • ins, sagði ég. — Tár hans þvo burt syndir þínar og gera þig aftur hreina. Ég þagnaði og hló við. Mamma fór með mig í kirkju þrisvar á hverjum sunnudegi, og dálítið hefur sem sagt loðað við mig. — Getið þ*r munað allt þetta £rá því að þér vt>ruð sex ára? — Þegar mamma var dáin, dró Lucy Nye mig í kirkju, flýtti ég. mér að segja. Hún var engu betri en m&mma. Og þannig héldum við áfram ellan tímann. Megnið af ,tíman- HARDVIDAR UTIHURDIR TRÉSMIÐJA Þ. SK0LASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 W TIZK fEFNI SMÁVÖRUR TÍZKUHNAPPAR Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laagav. 18. III. haeð (lyfta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968 um snerist tal hans um þetta leiðindaefni: vatn. Ég veit ekki hvað það átti að þýða; en í miðju kafi þótti mér þetta ekki lengur gaman og ég hugsaði með mér að hann gæti farið norður og niður. Af hverju ætti ég að sitja þarna og leggja mig svona fram. Hann fékk peninga fyrir að sitja þama, en ekki ég. Og svo sátum við föst og þögð- um langa stund, alveg þar til hann minntist á þetta þrumuveð- ur, og þá hugsaði ég mér að gefa honum smátilbreytingu og ég sagði honum frá Lucy Nye og hvemig hefði staðið á þvi að hún hefði gert mig frávita af hræðslu við þrumuveður. En jafnvel þegar ég sagði honum það, fannst mér einhvem veg- inn sem hann tryði ekki einu orði af þvi sem ég sagði. Þegar tíminn var liðinn, fann ég á mér að ég hafði talað alltof mikið — þegar á það var litið hve fámál og innilokuð ég var í eðli mínu...... Á föstudeginum kom ég til hans staðráðin í því að segja ekki neitt. En það var alls ekki auðvelt að standa við það, þvi að hann byrjaði á því að segja: — Segjið mér frá manninum yðar. Elskið þér hann? Ég svaraði: — Auðvitað geri ég það, og ég sagði það með hárri og fjörlegri og dálítið skerandi rödd, þvi að þarna kæmi ég frem- ur upp um mig með þvf að þegja en þótt ég segði eitthvað. — Hvað-'setjið þér í samband við orðið ást? Ég svaraði ekki- Eftir svo sem fimm mínútur sagði ég: — tja — kærleikur, koss .... hlýtt vina- légt fang .... eldhús þar sem logar á eldavélinni — komdu inn í hlýjuna. elsku bam, það er rigning .... og svo elskaði guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn .... að Forio þekkir fótatakið mitt .... læða sem ber kettlinginn sinn heim .... þegar Stephen frændi kom á móti mér á gangstéttinni. Gerið þér yður þetta að góðu? — Og kynlíf? Ég geispaði. — Karlkyn og kvenkyn. Lýsingarbrð enda á euse í stað eux. Maður og kona .... Adam og Eva .... bannsett- ur skíthællinn þinn. Ég skal lemja þig beint í fésið, ef þú snertir mig aftur .... Ég þagn- aði. Það varð mjög löng þögn. A- gætt, hugsaði ég, ég get beðið. Ég held að fimm mínútur hafi liðið í viðbót. — Hvað setjið bér annars í samband við kynlífið spuri hann, — Forvitina sálfræðinga með saurugan þankagang — ekkert annað- — Hvað setjip þér í samband við hjónaband? — Segið mér eiginlega hvað þetta á að þýða? spurði ég. Ég' fann að hann var að nálgast kvikuna- — Mér leiðist þetta, skal ég segja yður. Leiðist það. Það varð svo hljótt, að ég heyrði tifið í armbandsúrinu mínu. — Hvað setjið þér í samband við hjónaband? — Brúðkaupsklukkur. Kampa- vín. Gamla skó. Gamla skó með táfýlu. Brúðarmeyjar. Konfetti- — Er það ekki brúðkaupið sem þér eruð nú að hugsa um — en ekki hjónabandið — Þér sögðuð að ég ætti að. segja það sem mér dyttí í hug. Ég var allt í einu orðin alveg fjúkandi vond- Næsta þriðjudag lenti okkur illilega saman og eftir það sagði ég ekki orð í fullan hálftíma. Ég lét eins og ég hefði sofnað. En hann' trúði ekki á það. Svo fór ég að telja í huganum. Ég taldi upp í eitt þúsund og sjö hundr- uð. — Hvað setjið þér í samband við orðið kona? — Orðið kona? Ekki neitt .... bara .... kona- Ég slakaði á og fór að láta mig dreyma að við Forio værum að stökkva yfir hindrun. — Kona, sagði hann löngu seinna. Setjið þér ekkert í sam- band við það orð? — Það er kynlíf sem þér eruð að hugsa um. Allar þessar króka- leiðir og útúrdúrar eru í einum og sama tilgangi, er ekki svo? Því að kynlíf er það eina sem fólk í yðar grein hefur áhuga á- En ég get sagt yður það, að ég hef engan áhuga á * því. Mark vildi endilega að ég færi í með- höndlun til yðar, vegna þess að ég vil ekki sofa hjá honum. Og það hefur hann auðvitað sagt yður, er það ekki? Þannig er það sem landið liggur. En ég kæri mig ekki um að láta sejja mig í sýn- ingarkassa eða troða mér undir smásjá, þótt ég hafi mínar elgrn hupmyndir um þessa hluti — og haldi fast við þær hugmyndir. Skiljið þér það? Það er sama hvað ég hef sagt, þér hafið reynt að skrumskæla það í ákveðnum tilgangi. Ég þekki nógu marga af yðar tagi. Flestir karlmenn hafa saurugan hugsunarhátt og sál- fræðingar eru í sérflokki hvað það snertir- Ég vildi ógjarnan vera konan yðar, það get ég sagt yður. Eigið þér annars konu? Eftir langa stund sagði hann: — Haldið bara áfram. Segið allt sem yður dettur í hug. En reynið að slaka á meðan þér 4alið- Og munið það líka, að það er ekkert til sem getur hneykslað mig. O, ég er nú ekki svo viss um það. Þegar ég man eftir öllum dónlegu vísunum sem Louise kenndi mér. Fólk af hans tagi þekkir víst ekki mikið af, slíku. Svo sagði hann: — Sogið mér frú Rutland — að því undan- skildu að þér viljið ekki hafa neitt kynferðissamband við manninn yðar — eruð þér þá glaðar og ánægðar? Nú steinþagði ég. — Ég á við, hvort yður finnist þér vera ánægðar með lífið? hélt hann áfram. — Af hverju ætti ég ekki að vera ánægð með lífið? — Það kæmi mér mjög á óvart ef þér væruð það, — Að hugsa sér, sagði ég. — Já, því að ég held að þér lifið að mestu leyti balcvið gler- vegg, áa þess að geta hrifizt eða fundið til annarra tilfinninga til annars fólks; ef ti-1 vill hafið þér stundum slíkar tilfinnmgar, vegna þess að þér neyðið sjálfa yður til þess, vegna þess að þér haldið að þér eigið að hafa þær en ekki vegna þess að þér getið ekki annað. — Þér eru svei mér fróður um tilfinningalíf mitt. — Þér verið að reyna að móðg- ast ekki. Ég er fyrst og fremst að hugsa um að hjálpa yður. En er það ekki rétt, að þér séuð ^tund- um næstum hreyknar af þessu einangraða lífi yðar, tilfinninga- Ipga séð? Finnst yður þér ekki vera hafnar yfir annað fólk — þetta fólk sem lætur tilfinning- arnar hlaupa með sig í gönur? Og blygðist- þér yðar ekki þá sjaldan það kemur fyrir yður. Ég yppti öxlum og leit á klukk- una. — Og haldið þér ekki að þetta yfirlæti eigi> að breiða yfir dýpri og miklu leyndari tilfnnngu hjá yður sjálfr — tilfinningu sem kallast öfund? öfund til allra þeirra sem eiga til heitar tilfinn- ingar og þpra að láta þær í'ljós? — Eruð þér kannski hrifinn af móðursjúku fólki? Það er ég ekki. — Ég er alls ekki að tala um móðursýki, heldur um eðlilegar og sannar til finningar, sem eru ómissandi þáttur í andlegu jafn- vægi heilbrigðrar manneskju. Ég togaði upp hlirann minn — sem hafði reyndar alls ekki sigið niður. Hann hélt áfram: — En jafnvel móðursýki er auðveldari viðfangs en það sem að yður er. Þér hafið gert skel í kringum sjálfa yður, bg nú skel ég vörn fyrir tilfinning- tim af öllu tagi- En ef þér losið yður ekki við þessa skel, þá verð- ur hún svo hörð og óvinnandi, að yðar eiginlega sjálf visnar og deyr innan við hana. — Og þér haldið kannski að allt þetta kjaftasnakk hér ætti að geta hjálpað mér? — Já, það getur hjálpað yður, því lofa ég — en aðeins undir vissum kringumstæðum. Og það er þess vegna sem ég brýt eina af öfrávíkjanlegum' reglum mín- um og reyni að túlka vandamál yðar alltof snemma. Að undan- skildum fáeinum smágosum, þá hafið þér allan tímann verið á verði gagnvart yður sjálfri, frú Rutland. I hvert sinn sem þér voruð í þann veginn að sleppa, út úr yður' orði sem hefði mátt heimfæra undir frjáls hugrenn- ingatengsl, þá hafið þér bitið það í yður. Þetta er ekki óalgengt í byrjun, einkum hjá konu með viðhorf yðar — en það er mikill munur á því' að þegja um ejtt- hvað óafvitandi og því að leyna SKOTTA Cabinet GOLDILOCKS pan-eleaner « pottasvampnr sem getur ekkl ryðgað Svei mér þá, þú ert skárri þegar þú ert ástfiangin heádur en. þegar þú ect í ástarsorg! Einangrunarg/er Huseigendux — Byggingameistarar. Útvegum tvöfalt einangrunargier með m.jög sttifct- um fyrirvara. Sjdum um ísetningu og alskonar breytmgar 6 ^luggum Útvegum tvöfalt gler í 1-ansaföð os sjá- um um máltöku. Gerum við sprungur í steyptum veggjum með þaulreyndn gúmmfefni Gerið svo vel og leitið tilboða. SÍMI 51139. NÝKOMIÐ Peysur,’úlpur og terylenebuxur. O. L. Laugavegi 71 Sími 20141. BÍLLINN Gerið við bíla ykkar sjálf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BÍLAÞJÓNUSTAN Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145. Látið stilla bílinn Önnumsí hjóla-, ljósa- og mótorstjllingu. Skiptum um kerti, platínur. ljósasamlokur. — Örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32. sími 13100 Hemlaviðgerðir • Rennun: bremsuskálar. • Slípum bremsudælur. • Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 — Sími 30135. S

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.