Þjóðviljinn - 08.11.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.11.1967, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 8. nóvember 1967 — 32. árgangur.— 252. tölublað. Meðferð fógeta á Bjargsmálinu kærð? □ Undanfarið hafa farið fram yfirheyrsiur íijá bæjarfógetaembættmu 1 Hafnarfirði í Bjargsmátónu og starfskonur þar verið kvaddar til vitnisburðar. — Þjóðviljinn fékk fregnir af því í gærkvöld, að lögfræðilegur ráðunautur þeirra, Logi Guðbrandsson, hefði kært meðferð bæjarfógeta á málinu og hafði blaðið samband við Loga af því tilefni. □ Logi neitaði að staðfesta þessa fregn en neitaði henni ekki heldur. Vísaði hann um upplýsingar til hlutaðeigandi yfirvalda, en þar sem mjög var áliðið kvölds tó'kst blaðinu ekki að fá frekari staðfestingu á þessari fregn. Erling Blönda! leikur með Sin- féníusveitioni Bohdan Wodiczko Erling Blöndal Fjóröu reglulegu tónlleikar Sinföníuhljómsveitar íslands verða haldnir n.k. fimmtu- dagskvöld í Háskólabíói að vanda. Þá stígur Bohdan Wod- iczko aftur á stjómpallinn, en hann hefur verið að stjórna í Finnlandi, og er nýkominn aftur. Á efnisskránni eru þrjú rómantísk verk: Rósamundu- torleikur Schuberts, celllókon- sert Sohumanns og áttunda sinfóriía Dvoráks. Rósamunduforleikurinn er vel þekktur hér og sama er að segja um sinfóníu Dvoráks, en cellókonsertinn er hins vegar tidtölulega sjaldan flutt- ur, enda ekki á fseri nema hinna mestu cellóleikara að gera honum sannfærandi skil. Einleikarinn er okkur að góðu kunnur, það er Erling Blöndal Bengtsson. Það eru ófá skipti, sem hann hefur komið hingað og glatt íslenzka tónleikagesti. Seinast kom hann hér 1965 og lék ný-upp- götvaðan Haydn-konsert með hljómkveitinni og allar tón- smíðar Beethovens fyrir celló og piarió með Árna Kristj- ánssjmi. Sárafáir aðgöngumiðar verða til sölu í bóka’búðum Lárus- ar Blöndal. Fimmtiu ára afmœli Októberbyltingarirmar: Hámark hátíðarinnar var hersýn- ing og skrúðganga á Rauða torgi MOSKYU 7/11 — Rauða torgið í Moskvu breytt- ist í dag í stórfenglegt og litríkt herminjasafn, Flestir helztu leiðtogar kommúnistaflokka um víða veröld stóðu með leiðtogum Sovétríkjanna á þaki grafhýsis Leníns og fylgdust með hersýningu og síðan mikilli skrúðgöngu. Fimm nýir með- limir kosnir í Öryggisráðið NEW York 7/fl-l — 1 gær kaus allsherjarþingi SÞ fimm nýja meðlimi í öryggisráðið til tveggja ára. Nýju meðlimimir eru Alsír, Ungverjaland, Pakisian, Para- guy og Senegal. Sovézki herinn sýndi búnáð sinn alveg frá hinum grænmál- uðu vélbyssuvögnum, sem notaðir vom í byltingunni fram til hinna nýjustu risaeldflauga sem borið geta vetnissprengjur heimshorna á milli. Andrei Gretsjko vámarmála- ráðherra flutti hátíðarræðuna og fréttamenri taka til þess að hann minntist ekki einu orði á Kín- verja og er það í fyrsta skipti j um mörg ár, sem þeir hafa ekki I verið gagnrýndir á stundum i sem þessum þegar svipazt er vítt i um veröld alla. En Gretsjko marskálkur sagði að undanhaldið f heiminum yki á viðsjár og ógnanir -um nýtt al- heimsstríð. Mikil fagnaðarlæti urðu á Rauða torginu sem var allt tán- um prýtt, þegar sovézku leiðtog- arnir með Leonid Brésnéf, Aleks- ej Kosygin, Nikolai Podgomy fremsta í flokki stigu nákvæm- lega klukkan tíu upp á hátíða- forsætið á grafhýsi Leníns og fylgdu þeim erlendir flokks- og stjórnmálaleiðtógar sem saman eru komnir í Moskvu. Meðal hinna helztu hátíðagesta voru þau Uro Kekkonen forseti Finnlands og Indira Gandhi for- sætisráðherra Indlands. Fyrsti varatorsætisráðherra Sovétríkjanna Dmitri Poljanski fylgdi Kekkorten upp brúnar marmaratröppurnar upp á hátíða- forsætið, en Poljanski er einmitt fimmtugur í dag. Þegar klukkan í Spasskitumi sló tíu slög ók grænn opinn bíll inn á Rauða torgið og staðnæmd- ist á móts við risastóra andlits- mynd af Lenín sem komið hefur verið fyrir á stórverzluninni Gum gegnt grafhýsinu. Évgení Ivanovski hershöfðingij, sem stjórnaði hersýningunni gar Gretsjko marskálki skýrslu og síðan framkvæmdi markskálkur- inn liðskönnun á torginu úr opnum bíl sínum. f ræðu sinni hyllti Gretsjko þann árangur sem náðst hefur í Sovétríkjunum frá upphafi og minntist m.a. á hina mjúku leridingu geimfars sem nýlega var gerð á plánetunni Venusi og samsetningu tveggja geimskipa úti í geimnum sem framkvæmd var í fyrri viku. Þessi afrek eru afmælisgjafir geimfaranna. Framfarir í Sovétríkjunum og bræðraríkjum þeirra gleðja vini okkar í öllum heimi og rugla andstæðinga kommúnista, sagði Gretsjko. Hann sakaði heimsvaldasinna og sterkasta vígi þeirra Banda- ríkin um að reyna að hindra framþróun mannkynsins. Afturh’aldið í heiminum vrH viðhalda viðsjám og hættu á nýrri heimsstyrjöld með ögrun- araðgerðum og hundingjalegri í- hlutun í málefni annarra landa. Gretsjko néfndi í þessu sam- bandi stríðið í Vietnam og einn- ig árás ísraelsmanna á araba-! lönd. Þá minntist hann einnig á ] hefndarstefnu Vestur-Þjóðverja. j Gretsjko lýsti því yfir, að Sov- j étríkin fylgdu að sínu leyti frið- ] samlegri stefnu í alþióðamál- ] um og lagði jafnframt áherzlu á það, að Kommúnistaflokkur Sov- í étríkjanna legði sig fram um að styrkja varnarmátt landsins. Eftir hátíðaræðu Gretsjkos var mikil og glæsileg hersýning Framhald á 7. síðu. yltlngarafmœfið. 1 gær var gestamóttaka í sovézka sendiráðinu í tilefni af byltingarafmælinu og á myndinni sést Bjami Benediktsson Cersætisráðhcrra hcilsa ambassador Sovétríkjanna á Islandi við komuna í sendiráðið og óska honum til hamingju með afmælið. Fleiri myndir firá gestamóttökunni eru á þriðju síðu. *— (Ljósm. A. K.). ingi eigi stærri hlut að meðferð utanríkismála Magnús, Lúðvík og Hannibal flytja frumvarp um breytingar á lögum um utanríkisráduneytið og fulltrúa þess erlendis Q Þrir þingmenn Alþýðubandalagsins, Magn- ús Kjartansson, Lúðvík Jósepsson og Hannibal Valdimarsson, flytja á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á lögum um utanríkisráðuneyti ís- lands og fulltrúa þess erlendis. Fjalla breyting- arnar um aukin áhrif Alþingis á utanríkismálin. — Þetta er aðalefni frumvarpsins: ★ llm allar meiri háttar ákvarðanit í utanríkismálum skal ráðuneytið hafa samráð við utanríkismálanefnd Alþingis, bæði meðan Alþingi er að störfum og milli þinga. ★ Sendinefnd íslands á AUsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna er skipuð af ráðherra til etns árs í senn, og skulu þing- flokkarnir hafa rétt til að tilnefna einn fulltrúa hver í nefndlna. ★ Árlega skal ráðherra gefa Alþingi skýrslu um viðhorf rik- isstjórnarinnar til utanrikismála og um störf íslenzku sendinefndarinnar á þingi Sameinuðu þjóðanna, ásamt rök- studdri greinargerð nm afstöðu íslands til einstakra mála á þinginu. ★ Ríkisstjórnin ákveður, að fengnu samþykki Alþingis, á hvaða stöðum skuli vera sendiráð. í greinargerð segir: Frumvarp þetta er að megin- efni samhljóða frumvarpi, sem flutt var á síðasta þingi af Ragnard Amákte, ®n«ri Ol- geirssyni og Lúðvík Jósefssyni, en hlaut þá ekki þinglega af- greiðslu. Mjög er misjafnt, hvaða mál koroa tfl kasta Alþingis. Á sum- um sviðum er Alþingi ætlað að I um önnur mál, einnig hin veiga- taka ákvarðanir jafnvel um hin mestu, hefur ríkisstjómin vald smæstu framkvæmdaatriði, en | Framhald á 3- síðu. Tillaga um fjáröflun handa Vatnsveitu Vestmannaeyja Karl Guðjónsson og Björn Fr. Bjömsson flytja á Alþingi tillögu til þingsályktunar um sérstakan fjárhagsstuðning við Vatns- veitu Vestimannaeyja. — Tillagan er þannig: „Alþingi ályktar að heimiia ríkisstjórn- inni að láta 15% af heildarsölu Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins í Vestmannaeyjum næstu 10 ár renna til stofnkostnaðar Vatns- veitu Vestmannaeyja, auk þeirrar fyrir- greiðslu, sem ákveðin verður á hverjum tíma úr ríkissjóði samkv. lögum nr. 93 frá 1947, um aðstoð til vatnsveitna“. Ýtarlegur rökstuðningur fylgir í grein- argerð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.