Þjóðviljinn - 08.11.1967, Blaðsíða 10
Hún kom að austan..
Loftið var hlaðið spennu
enda höfðu allskonar ' fyrir-
menn tekið sér stöðu við land-
ganginn upp í Akraborgina og
fréttamenn og l.iósmynda-
smiðir tíndust að unnvörpum
á bryggjunni. Hvað var á
seyði? Það var beðið eftir
500 þúsundasta farþeganum
um borð í Akraborg. Menn
biðu og slógu saman höndum
í kuldanum og stöppuðu nið-
ur fótunum og skimuðu for-
vitnir upp í sundið hjá Rík-
■ isskip og hafðar voru uppi
bollaleggingar um hverskon-
ar persóna vaeri á ferð núna
í nóvemberskammdeginu frá
Reykjavík upp á Akranes.
Ætli það verði ekki einn
sölumaðurinn að pranga fyrin-
jólin. Uss, — þeir fara nú all-
ir á bílum. Kannski verður
það mjólkurfraeðingur? Hvers
vegna mjólkurfræðingur upp
á Akranes? Það fannst einum
vera niður fyrir allar hellur.
Allt í einu kom ung kona
gangandi eftir bryggjunni og
hvískur barst um hópinn.
Þarna er hún, þetta er far-
þeginn og Ijósmyndavélarnar
byrjuðu að smella og blessuð
konan vissi ekki hvaðan á sig
stóð veðrið. Maður í fallegum
frakka gekk fram og tók i
höndina á konunni og til-
kynnti henni um viðburðinn.
Skipstjórinn bauð hana vel-
komna líka með handarbandi ‘
og gjöfum rigndi yfir hana.
Silfurblómavasi og blómvend-
ir. Ætli hún fái frítt far? Það
vissi enginn.
Og hvaða kona var þarna á
ferð með Akraborg?
Hún heitir Sigrún CÍausen.
til heimilis að Mánabraut 17
á Akranesi. Sigrún er fimm
barna móðir og gift Pétri
Guðjónssyni, bifvélavirkja á
Akranesi, og var á heimleið.
Hvaðan var Sigún að koma’
Hún hafði verið á síld austur
á fjörðum um mánaðartíma og
hafði haft upp 13 þúsund kr.
Hvar fyrir austan hafði Sig-
rún verið á síld? Það var á
Mjóafirði hjá einum síldar-
saltenda þar. Hvað heitir
hann? Hann heitir Vilhjálm-
ur Hjálmarsson, bóndi og al-
þingismaður. ■ Hann er líka
oyðinn sildarsaltandi.
Að lokum steig blessuð
konan um borð í Akraborg
og lagði af stað á áætluðum
tíma klukkan þrjú upp á
Akranes.
F'ramkvæmdastjóri Skalla-
gríms h.f. heitir Friðrik Þor-
valdsson og er léttur og snögg-
ur, á. fæti og stjórnaði þessu
öllu með mikilli prýði. ,
Akraborg er orðin ellefu
ára gömul og nú var að stíga
um borð í skipið 500 þúsund-
asti farþeginn á leið upp ó
Akranes. Skipið er þannig bú
ið að flytja tvisvar og hálfum
sinnum þjóðina fr£ Reykja-
vík og upp á Akranes og í
Borgarnes. En þetta er ailt á,
hvínandi hausnum. Skipið
með 11 manna áhöfn, — til
dæmis þrjá vélstjóra og fjórp
háseta.
Nú gengur Akraborg aðeins
til Akraness og er hætt að
ganga til Borgarness eins og
hún gerði lengi vel. Bílamir
hafa alveg yfirtekið vöruflutn-
ingana til Borgarness og við
urðum að hætta ferðum
þangað í fyrra, sagði Friðrik.
Nú fer Aknaborg fjórar J
ferðir á dag. alla daga vik-
unnar nema laugardaga og
sunnudaga, — þá fer skipið
þrjár ferðir á dag.
Ætlar Skalllagrímur að
kaupa svifskip? Friðrik varð
snöggur upp á lagið. Æ, —
betta er allt bölvuð vitleysa.
Þeir voru á ferðinni með svif-
skip í sumar milli Akraness
og Reykjavíkur og við töp-
uðupi 70 þúsund krónur á
þessu sýndaræfíntýri. Það
kostar 135 krónur á mfnútu að
réka svoleiðis skip.
Skállagrímur h.f. var stofn-
að 23. janúar 1932 og hóf þá
reksturinrí með gamla Suður-
landinu. Það kostaði þá 63
búsund krónur.
Hvernig er með bílaflutn-
inga með Akraborg núna?
Þeir jukust mikið f fyrra,
en nú hafa þeir dregizt sam-
an á þessu ári.
■ Það þykir of dýrt að fara
með alla fjölskylduna um
borð í Akraborg. Þeir aka
heldur fyrir Hvalfjörð.
HeSgafell gefur út 3 bækur
ungra, íslenzlcra liöfunda
□ í geer komu út hjá Helga-
felli þrjár bækur eftir unga
íslenzka höfunda: Suöaustan
fjórtán, eftir Jökul Jakobs-
son og myndskreytt af Balt-
asar, Íslandsvísa eftir Ingi-
mar Erlend Sigurðsson og
Ástir samlyndra hjóna eftir
Guðberg Bergsson.
' Ragnar Jónsson, bókaútgefandi
kallaði blaðamenn á sinn fund
í fyrradag og gerði grein fyrir hin-
um nýútkomnu bókum.
Um bók Guðbergs Bergssonar,
Ástir samlyndra hjóna (Tólf tengd
atriði), sagði Ragnar að hann
gerði sér vonir um að henni
yrði eins vel tekið af „yngstu
lesendunum“ og Tómasi Jóns-
syni metsölubók, sem kom út
í fyrra. Ragnar hefur trú á
æskulýðnum í landinu og segir
hann hafa átt mikinn þátt í því
að nú er hvergi hægt að ná í
eintak af Metsölubók, hvorki á
Raufarhöfn né í Reykjavík.
Ingimar Erlendur.
•f_
A kápusíðu bókar Guðbergs
segir m.a.: „Höfundur er ótrú-
lega næmur á sérkenni — og
ósamræmi — hinna mörgu kyn-
slóða, sem hraði tímans og um-
bylting hefur skolað saman á
einn stað, „kreppukynslóð",
„stælgæjakynslóð“, „pepsikyn-
slóð“. Hann sér grugguga iðu
samtímalifs í sískiptilegu ljósi,
menningarlegan óhroða fjölmiðl-
Guðborgur Bergsson.
Mannfjölgunin er
167.000 dag hvern
NEW YORK 7/11 — Mannfjöldi
í heiminum vex um 167.000
manns á hverjum degi og með
núverandi vaxtarhraða mun
mannkyninu hafa fjölgað um
helming árið 2005.
Um mitt ár 1966 voru 3-356.
000 manns í heiminum, eða 65
miljónum fleira en árinu áður.
72% íbúa jarðarbúa eru í van-
þróuðum löndum, en þar er fæð-
ingartala næstum tvisvar sinnum
hærri en í iðnaðarlöndum.
En einnig í Sovétríkjunum og
Bandaríkjunum mun íbúafjöldinn
hafa tvöfaldazt á næstu 46 árum.
Á sama tíma mun mannfjöldi
í Kína vaxa um helming, vaxa
þrisvar sinnum á Indlandi og
fjórum sinnum í Brazilíu.
unaraldar, markleysi fornraerfða
í nútimanum, óhrjáleik daglegs
lífs í hinu nýja peningaþjóðfé-
lagi, frumstæðan skilning fólks-
ins á nýjurn lífsgæðum, nýjum
tækifærum" . . . ,,Hvort sem
mönnum líkar betur eða verr,
verður sýn þessa höfundar á ís-
lenzkt mannlíf ekki umflúin né
aftur tekin.“
Islandsvísa Ingimars Erlends
er skáldsaga um viðbrögð ungs
fólks við dofnandi þjóðernisvit-
und á hærri stöðum og þverr-
andi ást á landi og lýði.
„Enn hafa þeir atburðir, sem
þessi beinskeytta og áhrifamikJa
saga lýsir, ekki gerzt í bókstaf-
legri merkingu hjá okkur, en
beir hafa vissulega að einhverju
leyti þegar gerzt í vitund þjóð-
,arinnar.“ „Ingimar Erlendur
hefur skrifað skáldsögu sem er
einföld eins og beztu smásögur
hans og djarfari en Borgarlíf —
sögu, sem hlýtur að vekja ugg
í brjósti hvers hugsandi Islend-
!ngs“.
Bók Jökuls og Baltasar, Suð-
nustan fjórtán, fjallar um lífið
í Vestmannaeyjum fyrr og nú.
Höfundarnir tveir hafa dvalizt í
Vestmannaeyjum, rætt við eyj-
arskeggja og kynnzt lífsviðhorf-
um þeirra. Hafa þeir unnið að
hessari bók í rúm tvö ár. Vegna
stærðar myndanna var bókin
gerð í sama stóra brotinu og
Jökull Jakobsson.
málverkabækur Helgafells. Þetta
er önnur bókin sem þeir félag-
ar vinna að í sameiningu, hin
fyrri fjallaði um líf fólks í
Breiðafjarðareyjum. Suðaustan
fjórtón er prentuð í Víkings-
prenti.
Eins og sagt hefur verið frá í
Þjóðviljanum eru væntanlegar
margar bækur frá Helgafelli á
næstunni. Má þar nefna skáld-
sögur eftir Njörð Njarðvík, Odd
Björnsson og Þorstein Antons-
son og ljóðabæki^r eftir Erlend
Jónsson, bókmenntagagnrýnanda
Morgunbiaðsins, Halldóru B.
Björnsson, og endurútgáfu áljóð-
um Hannesar Péturssonar og
Jónasar Svavár.
Miðvikudagur 8. nóvember 1967 — 32. árgangur — 252. tölublað.
Gatnagerð í Breiðhoitshverfi:
Fjögur tílboð bárust
/ frumkvæmdirnur
Tilboð í gatnaframkvæmdir í
Breiðholt III voru opnuð í fyrra-
dag hjá Innkaupastofnun Rvík-
urborgar. Fjögur tilboð bárust í
verkið og voru þau ö(ll undir
kostnaðaráætlun.
Kostnaðaráætlunin var 7,9
miljónir króna en lægsta tilboð-
ið sem kom frá Almenria bygg-
ingafélaginu h.f. hljóðaði upp á
kr. 6.450.000.
Hin tilboðin vora frá Hlaðbæ
og Miðfelli; kr. 6.956.681 og
Sveinbimi Runólfssyni o.fl. með
kr. 7.398.000. — Hæsta tilboðið
var frá Loftorku hf. — kr.
7.830.000.
Sagði Torben Friðriksson,. inn-
kaupastj., i viðtali við Þjóðvilj-
ann í gær að tiflboðin hefðu nú
verið send gatnaimálastjóra til
umsagnar.
Áætlað er að gatnagerðinni
verði lokið fyrir 1. mai n.k. þegar
fjölbýlishúsalóðirnar eiga aðvera
byggingarhæfar. Malargöturnar
sem á að leggja eru Kóngsbakki,
Leirárbakki, Mararbakki og
Árnabakki.
Athyglisvert þykir að tilboðin
voru öll undir kostnaðaráætlun
og má vafalaust rekja það tih
samdráttar í atvinnulífi bæjar-
ins, verkefni verktakafyrirtækja
virðast vera takmörkuð.
A tvinnulíf og menn-
inguriíf á Bíidudui
Bíldudal 7. nóv. Héðan er allt
gott að frétta og atvinnu góð
miðað við það sem nú gerist á
Vestfjörðum. Er það mest að
þakka niðursuðuiðnaði á staðn-
um. Ekki er skortur á hráefni:
fimm bátar gera nú út á rækju
og gengur vel.
Einn bátur byrjaði línuveiðar
héðan fyrir skömmu, en afli hef-
ur vefið frþmur tregur. Tveir
bátar bætast við á línuveiðar á
næstunni.
Talsvert hefur verið um bygg-
ingarvinnu. Hafnargerð er nýlok-
ið eða svo gott sem og hefur
þar vel verið staðið að verki.
Nýlega er fokheld orðin við-
bygging við félagsheimilið, 96
ferm. á tveim hæðum. Þar er
ar.ddyri, forsalur, snyrtiherbergi
o.fl. og samkomusalurinn stækk-
ar sem því til svarar. Þá er í
byggingu hús fyrir póst og síma,
sem vonir standa til að verði
tekið í notkun á næsta ári á-
samt með sjálfvirkum síma.
Byggingarfélag verkamanna á
tvö íbúðarhús í smíðum, en það
háir þeim að byggingarsjóður
hefur ekki staðið við lánslof-
orð.
Leikfélag Patreksfjarðar gisti
staðinn á sunnudag og sýndi
leikritið „Snjómaðurinn". Leik-
félag Bíldudals undirbýr árshá-
tíð fyrir jól og yjlja menn vel
til hennar vanda ‘— dagskráin
verður öll borin uppi af nýliðum,
sem menn vilja virkja til leik-
starfsemi. Síðar tekur félagið
fyrir „Draugalestina" sem þeir
Brynjóllfur og Alfreð Andrésson
gerðu fræga í Reykjavík árið
1934.
Vegir hafa ekki teppzt hér enn
og ganga vöruflutningar með
bifreiðum frá Reykjavík með
eðlilegum hætti. — H.J.
Borgarstjóri held-
ur máneðarlega
blaðamannafundi
í gær barst Þjóðviljanum til-
kynning um það frá Geir Hall-
grímssyni borgarstjóra, að hann
hefði ákveðið að taka upp þá
venju að halda mánaðarlega
blaðarríannafundi með frétta-
mönnum fréttastofa, hljóðvarps
og sjónvarps um málefni Reykja-
víkurborgar. Verður fyrsti fund-
urinn haldinn n.k. fimmtudag og
síðan annan fimmtudag hvers
mánaðar.
Nýtt framhaldsleikrít að
hefjast / ríkisútvarpinu
N.k. fimmtudagskvöld hefst
í sjónvarpinu nýtt framhalds-
leikrit, sem vænta má að
hlustendur muni fylgjast með
af spenningi, ekki sízt þar
sem valinn hefur verið til út-
sendinga eini sjónvarpslausi
dagur vikunnar.
Leikritið heitir „Hver er
Jónatan?" og er höfundur
þess, Francis Durbridge, hlust-
endum að góðu kunnur, þvi
hann samdi einnig framhalds-
leikritið „Ráðgátan * Van Dyke“
sem leikið var i útvarpinu
1963 við miklar vinsældir.
Aðallpersónur leikritsins ‘-em
nú verður flutt eru þær sömu
og í Ráðgátunni, hjónin með
leynilögregluhæfileikana og
leikin af sömu leikurum og
þá, Ævari Kvaran og Guð-
björgu Þorbjamardóttur, en í
öðrum stærri hlutverkum eru
Rúrik Haraldsson, Róbert Arn-
finnsson, Herdís Þorvalds-
dóttir og Helga Bachmann.
Margir fleiri koma einnig við
sögu, því leikritið krefst mik-
ils fjölmennis.
Þýðingin er gerð af Elíasi (
Mar, en leikstjóri er Jónas
Jónasson, sem 'sagði að leik-
ritið væri mjög spennandi og
yrði ekki aðeins hlustendum
haldið í óvissu um það fram
á síðustu stund, hver væri .
Jónatan, heldur fengju jafn-
vel leikararnir ekkert um það
að vita fyrr en þeir léku átt-
unda og síðasta kaflann, sem
verður útvarpað milli jóla og
nýjárs.
Myndin hér til hliðar var
tekin í ú(varpssal í gær og
sjást á henni aðalpersónurnar:
Ævar og Guðbjörg.
(Ljósm. Þjóðv. vh).
Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Ævar Kvaran. — Ljósm. Þjóðv. vh.
......................■"/...........................■■■■.................
*