Þjóðviljinn - 09.11.1967, Side 9

Þjóðviljinn - 09.11.1967, Side 9
Fimmtudagur 9. nóvemlber 1967 — ÞJÖÐVTLJTNN — SlDA 0 Aflétta verður hernániinu Fmnahald af 1. síðu. að mynda hefur Frakkland slit- ið allri hemaðarsamvinnu við Atlanzhafsbandalagið og fjar- lægt allar bandarískar herstöðv- ar, og flest ríki þess bandalags á meginlandi Evrópu hafa tek- ið upp mun sjálfstæðari utanrík- isstefnu en áður var. Stórfelldar breytingar hafa orðið á hernað- artækni á þessu tímabili og þar með á hugmyndum manna á gildi svokallaðra varna og her- stöðva. Bandaríska herstjómin hefur einnig margsinnis breytt skipulagi herstöðva sinna hér- lendis að eigin frumkvæði, land- herinn sem var hér í upphafi hefur verið kallaður heim, sömu- leiðis flugherinn sem vegna breytinga á flugtækni hefur ekk- ert að gera við millilendinga- stöðvar hér á landi. Varanlegt hernám? Þessar gerbreytingar á al- þjóðamálum, Stjómmálum og hernaðartækni, virðast ekki hafa haft nein áhrif á viðhorf ís- lenzkra vr',;ramanna enn sem komið er i_ u er ekki léð máls á því að aflétta hinni „illu nauð- syn“, hátíðleg fyrirheit um að aldrei skuli vera erlendur her eða herstöðvar á Islandi á frið- artímum eru enn marklaus orð. Sé vakið máls á hernáminu verða viðbrögð stjómarval'danna yfirleitt gaddfreðnar. staðhæí- ingar úr frystikistu kalda stríðs- ins. Jafnframt er oft beitt þeirri röksemd að það sé mál Atlanzhafsbandalagsins sjálfs hvort erlendur her dveljist hér á landi, hershöfðingjar þess og sérfræðingar viti ’bezt hvenær hersetu sé þörf og hvenær ekki — en íslendinga skorti sér- þekkingu og dómgreind til að leggja sjálfstætt mat á það mál. Oft er það dæmi tekið að keðja sé ekki sterkari en veikasti hlekkur hennar, og því verðum við að sætta okkur við hlekk hemámsins í þágu keðjunnar. Af þessum ástæðum hefur það orðið mönnum 'sívaxandi um- hugsunarefni, hv,ort það sé í raun og veru viðhorf stjórnar- valdanna að hérlendis skuli dveljast erlendur her um ófyr- irsjáanlega framtíð, eða jafn lengi og útlendum valdsmönnum þóknast að nota land okkar á þann hátt. Þær áhyggjur sækja ekki aðeins að hernámsandstæð- ingum heldur og að fólki. sem féllst á sínum tíma á hernámið í trausti bess að það væri í raun og veru „ill nauðsyn" og yrði aflétt eins fljótt og kostur væri á, en framtíðarstefnan skyldi vera sú að íslendingar búi einir og frjálsir í landi sínu. ★ Ný viðhorf Af þessum ástæðum finnst mér setningin um hernámið í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar dáiítið forvitnileg, en hún hljóðar svo: „Efnt verði til sér- fræðilegrar könnunar af íslands hálfu á því, hvernig vörnum landsins verði til framþúðar bezt háttað?" Þarna virðist horfið frá þeirri afstöðu að erlendir her- fræðingar geti sagt okkur fyrir verkum til frambúðar og í stað- inn boðað að við eigum sjálfir að efna til sérfræðilegrar könn- unar og nota síðan niðurstöður hennar til þess að marka fram- tíðarstefnu. Af þessum ástæðum spyr ég hæstvirtan forsætisráð- herra hvemig fyrirhugað sé að þessari sérfræðilegu könnun af hálfu íslendinga verði hagað, hverjir eiga að . framkvæma hana, að hvaða atriðum hún muni beinast og hvernig hæst- virt ríkisstjórn hugsar sér að síðan verði unnið að því að márka framtíðarstefnuna. Vænti ég að svör hæstvirts ráðherra stuðli að þvi að alþingi geti síð- ar tekið upp málefnalegux um- ræður um þetta mikilvæga við- fangsefni.“ T*r Islenzk athuguu I örstuttu svari Bjarna lagði hann áherzlu á að ákvörðun um varnir landsins væri hin mikil- vægasta og væri stjómarvöldum nauðsynlegt að geta stuðzt við hlutlaust mat' á þeim málum. íslendingar ættu sárafáa sér- fræðinga á þeim sviðum þó nokkrir íslendingar hefðu geng- ið í liðsforingjaskóla og aðrir kynnzt nokkuð slíkum málum í starfi á vegum utanríkismála- 3 s e$ 1 & *© *© s Jsí xo s s s w BIFREIÐA- EIGENDUR Framleiðum áklæði í allar tegundir bíla — mottur á gólf og hurðaspjöld. OTURBÚÐIN simi 10659 — Mjölnisholti 4 (ekið inn frá Laugavegi) & o* s s s c—.. p s- s s B Jarðarför konu minnar og fósturmóður SIGRÍÐAR SIGURFINNSDÓTTUR, Miðtúni 8, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. nóvember kl. 13.30. Óskar Guðmundsson. Guðmundur Kristinn Erlendsson. Þökkum auðsýnda vinsemd, samúð, hj á-lp og góðvilja við andlát og útför ÓL.AFS ÓLAFSSONAR bónda Skálavík. Aðstandendur. ráðuneytisins. £n þá menn yrði að nota meðan öðrum væri ekki til að dreifa Ætlunin væri að íslendingar ->u að þeirri at- hugun sem icö væri fyrir gert í stjómarstefnuskránni. ★ íslenzk samvizka Jónas Ámason taldi lítið gagn að svari Bjama og minnti á að til þessa hefðu það verið banda- rískir hershöfðingjar sem mót- að hefðu stefnu íslenzkra valda- manna í hernámsmálunum. En engum væri síður treystandi til að ráða íslendingum heilt en bandarískum hershöfðingjum, hagsmuna sinna vegna. Nýrrar afstöðu væri þörf, þeirrar að viðurkenna að herstöðvar á ís- land^ væru langt frá þvi að vera íslenzku þjóðinni nokkur vörn, ■heldur væru þær einnig hinn ægilegasti háski ef til ófriðar kæmi. Full þörf væri að endurskoða ekki einungis hernámsmálin heldur íslenzka utanríkismála- stefnu almennt ef takast mætti að létta af því viljaleysi og dáð- leysi sem einkennt hefði stefn- una. Valdsmennimir mættu ekki láta sér nægja að hlusta eftir því sem, hershöfðingjar hvísla í eyru þeim, heldur væri ráð að hlusta eftir því sem íslenzk sam- vizka þeirra sjálfra hefði að segja. ★ Fórnfýsi ekki lengur þörf Magnús Kjartansson minnti á að fyrir ellefu árum hefði ver- ið samið við Bandaríkjastjórn um nefnd með þremur fulltrú- um frá hvorum aðila til að kanna hernámsmálin og hlytu þeir nefndarmenn nú að vera orðnir allfærir sérfræðingar eft- ir ellefu ára starf! Lagði Magn- ús áherzlu á að könnunin á her- námsmálunum yrði raunveruleg og hlutlaus en ekki með þeim hætti að ríkisstjómin ákvæði fyrirfram niðurstöðuna og ætlaði „sérfræðingunum“ einungis að rökstyðja hana „Mér þykir allt benda til þess að sérfræðileg og hlutlaus könn- un mundi leiða í ljós að her- stöðvarnar ó íslandi hafi ekki lengur neitt herfræðilegt gildi fyrír Atlanzhafsbandalagið og herstöðvamar hér /skipti banda- rísku herstjómina ekki lengur neinu máli á skeiði eldflauga og vetnisvopna. Jafnvel þeir sem vilja íeggja allt í sölurnar fyrir ir stórveldið ættu að geta látið af fómfýsi sinni þegar henn- ar er ekki lengur þörf“, sagði Magnús m.a ★ Tímabært að aflétta hernámi „Ég hygg að aðstæður séu nú slíkar að fólk með hinar and- stæðustu skoðanir á alþjóða- málum geti sameiginlega komizt að þeirri niðurstöðu að tíma- bært sé að aflétta hernámi fs- lands.“ Skoraði Magnús á stjóm- ina að láta fram íara ýtarlega könnun á hernámsmálunum, með aðild Samtaka hemámsandstæð- inga. „Enginn efi er á því að svo til hver einasti íslendingur elur þá von í brjósti að hinar erlendu hersveitir hverfi af landi brott, einnig flestir þeir sem féilust á röksemdimar fyrir þvi að herinn var kvaddur hingað, og því er það skylda Alþingis og ríkisstjórnarinnar að tryggja það að hin „illa nauðsyn" sem svo var nefnd haldi ekki áfram, eftir að allar þær forsendur sem vitnað hefur verið til eru úr sögunni“. Handfæravimla Framhald af 4. síðu. Handfæravindan er í aðal- dráttum þannig, að þegar önglaslóða ásamt sökku er kastað útbyrðis, þá sekkur færið undan eigin þunga tii botns, því að línuhjólið er þá frákúplað. Þegar slóði og sakka nema við botn stöðvast útrennsli línunnar sjálfkrafa og handfæravindan er tilbúin til þess að draga færið inn, þegar það þyngist. Hafi fisk- ur bitið. þá þyngist línan og vindan dregur færið inn, og þegar segulnagli, sakka eða önnur hindrun á færisendan- um snertir stýrislykkju vind- unnar stöðvast hún sjálfkrafa með öngla og fisk við borð- stokk. Þegar búið er að inn- byrða fiskinn er línunni rennt út aftur eins og áður segir“ — g. m. OSKATÆKI FjölskyBdunnar Sambyggt útvarp-sjónvarp Ræða Jónasar Framhald af 7. síðu. í það h<^rf að með henni verði lagður grundvöllur að slíku stórátaki. Ritgerð Hagalíns i Eimreið- inni getur komið þingmönnum að góðum notum til skilnings á þessu og þá ekki síður grein Magnúsar Kjarianssonar, 6. þingmanns Reykvíkinga, í Þjóð- viljanum; það er hin ágæt- asta grein, eins og reyndar flest það sem maðurinn skrif- ár, þó að sumir virðist ein- hverra hluta vegna ékki taka þar eftir öðru en því sem að þeir nefna útsmogn-a iilkvittni. GRAND FESTIVAL 23” eða 25" KRISTALTÆR MYND OG HLJÓMUR • Með innbyggðri skútfu. fyrir plötuspilara • Piötugeymsla • Ákaflega vandað verk, — byggt með langa notkun fyrir augum. • Stórt útvarpstæki með 5 bylgjum, þar á meðal FM og bátabylgju. • Allir stillár fyrir útvarp og sjónvarp f iæstri veltihurð • • ATHUGIÐ, með einu handtaki má kippa verkinu innan úr tækinu og senda á viðkomandi verkstæði — ekkert hnjask með kassann, lengri og betri ending. ÁRS ÁBYRGÐ Fást víSa um landL AðalumboS: EINAR FARESTVEIT & CO Vesturgötu 2. S Æ N G U R Kndurnýjum gómlu sæng- urnar. eigum 'dún- og fið- urheld ver og gæsadúns- sængux og kodda af vms- um stærðum Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstíg 3. Sími 18740. (örfá skref frá Laugavegi) VAUXHALL BEDFORD UMBODIÐ ÁRMÚLA 3 SÍMI 38900 Allt til RAFLAGNA ■ Raímagnsvorur ■ Heimillstæki. ■ Útvarps- og sjón- .varpstæki Rafmagnsvöru- búðin s.f. Suðurlandsbraut 12 Sími 81670. NÆG BÍLASTÆÐl íÍatpóíi öudmmc^ INNHEtMTA ... _ I 1 'MgMÍM STEIHDORoiyi sjsJSssS Mávahlfð 48. Sfml 23970. Smurt brauð Snittur brauð bœ - vi ð Oðinstorg Simi 20-4-90 RAFLAGNIR ■ Nýlagnir. ■ Viðgerðir. ■ Sími 41871. ÞORVALDUR HAFBERG rafvirkjameistari. BRI DG ESTO N E HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannar-gæðin. BRI DGESTONE veitir aukið öryggi í akstri. BRIDGES.TONE ávallt fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÓNUSTÁ Verzlun og viðgerðir Gúmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 HÖGNl JÖNSSON Lögfræðt- oe fasteignastofa BergstaðastrætJ 4 Simt 13036 Heima 17739 SIGURÐUR BALDURSSON hæstaréttarlögmaður LAUGAVEGl 18. 3. hæð. Símar 21520 og 2162a .. IVIjög vandaðar og fallegar unglinga- og kvenbuxur. Efni: 55% terylene 45% ull. Stærðir: 10 — 12 — 14 — 38 — 40 — 42 og 44. Verð frá 675,00. Póstsendum um allt land. V □ [R 'Vúxtu+xcrt fiejzt

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.