Þjóðviljinn - 09.11.1967, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 09.11.1967, Qupperneq 10
10 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 9. nóvember 1965. WINSTON GRAHAM: MARNIE 45 — Af tveimur ástæðum. En þær eru báðar mjög persónuleg- ar og þér ’finnst þaer kannski ekki koma þér við. Að mínu áliti er Terry mjög óskemmtilegt ein- tak af mannlegri veru. Stöku sinnum vorkenni ég honum, en yfirleitt er mér meinilla við hann og allt sem hann táknar. Hann er alls ekki á réttri hillu sem for- stjóri í fyrirtaekinu. En á hinn bóginn er mér ekki ljóst, hver hans rétta hilla er. Veizt þú það? Hann er svo skelfilega klúðurslegt samband af getu- leysi og hroka, að það er naest- um ógerlegt að fá manneskju út úr þeirri kös- Hann vill vera kaupsýslumaður í stórum stíl, en það verður hann aldrei. Hann vill vera mikið kvennagull og leggur sig allan fram í því til- liti: en ég held honum takist það ekki. Hann er yfirborðs- maður, kannar aldrei neitt til hh'tar. hann er sundurgerðarmað- ur í klæðaburði og hefur vit á TRÉSMIÐJA Þ. SKCLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 Hárgreiðslan , Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laagav. 18. III. hæð (lyfta) Síml 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofá Garðsenda 21. SlMl 33-968 að safna að sér nýjustu orða- tiltækjum og talsháttum úr ýms- um áttum, gerir sig spennandi með pókerkvöldum og jazzsam- komum. Skilurðu það, Marnie, ef hann væri í rauninni það sem kallað er ómenni, þá gæti ég betur sætt- mig við hann; en hann hefur ekki einu sinni burði til að vera ómenni. Hann er bara lítilmótlegur. Og auk þess er hann ómerkilegur. Sjáðu nú til að mynda þetta með Glaston- bury Investment Trust — já, bað er þér að þakka að ég komst að því öllu saman. Ég hef ekki minnzt á neitt við hann. En þetta er einkennandi fyrir hann. Ég hef ekkert við það að athuga þótt honum sé illa við mig; en ég ksgri mig ekki um að hann fari á bak við mig. — Hvað hefurðu hugsað þér að gera — í sambamdi við það pukur á ég við? — Ég veit það ekki- En þar kemur einmitt hin ástæðan til þess að þú átt ekki að taka þátt í þessum pókerkvöldum. Eins og á stendur finnst mér að þú sem eiginkona mfn getir ekki leyft þér að vera með sinn fótinn í hvorum herbúðum. I>að kæmi fremur til greina, ef yfirlýstur ófriður væri á milli okkar. En svo er ekki ermþá. Ég fór að safna saman leir- tauinu á morgunverðarborðinu. — Ég get ekki þolað að verið sé að fara á þak við mig, sagði hann, og þetta fbrpestar hverja einustu stund mína á skrifstof- unni. Ég sagði Rex frá Glaston- bury Investment Trust, og hann hefur fengið þá furðulegu hug- mynd að ætla að bjóða Holbrook- feðgunum og okkur til kvöld- verðar einhvern tíma á næst- unni í von um að skapa nota- legt andrúmsloft, sem gæti orðið til þess að þeir leystu frá skjóð- unni. Ég sagði honum, að það væri gersamlega tilgangslaust, en hann segir að hann ætli að minnsta kosti að láta einskis ó- freistað til að halda gamla fjöl- skyldufyrirtækinu í horfinu. — Hvenær vill hann fá okkur í kvöldverð? -r— Ég veit það ekki. Það verð- ur varla í næstu viku, en kannski i hinni vikunni. En nú veiztu hvemig málunum er háttað. Og nú skilurðu sjálfsagt líka að þú getur ekki verið þekkt fyrir að dveljast hjá Terry á öllum tím- um sólarhringsins- Ég setti óhreinu diskana yfir á teborðið, sem var á hjólum. Þegar eitthvað var útskýrt frá grunni fyrir mér, þá gat ég næstum alltaf séð þegar ég hafði rangt fyrir mér. En í svipinn var ég full af þrjózku. Og það hefur vist verið auðséð á mér, því að eftir nokkra stund sagði hann: — Þetta líf sem við lifum saman, hlýtur að verða að telj- ast dálitið undarlegt, finnst þér ekki? — Það var ekki tillaga mín að við lifðum lífinu saman. — Nei — en þú samþykktir trliöguna samt. — Þú veizt nákvæmlega hvers vegna ég féllst á hana. — Ég vil ógjarnan gera óþarfa veður út af hlutunum, Mamie . . ég hef sjálfur lagt gmndvöllinn að þessum lífsháttum mínum . . og þínum . . . sem við verðum að halda áfram fyrst um sinn. Ég geri mitt bezta til að þú getir farið þínar eigin leiðir — cg með þeim hraða sem þú kýst. Það er ekkert við það að athuga, «g við höfum komið okkur sam- an um það — ef það fer í taug- amar á mér, þá get ég sjálfum mér um kennt. En það er ekki innifalið í samningum okkar að þú getir farið út með Terry eða farið í veizlur hjá Terry. Mér þykir leitt að þú skulir hafa haldið, að það kæmi til greina, Mamie, því að svo er ekki. Það kemur alls ekki til greina. 13. Stundum varð mér hugsað til lykla Marks, sem hann tók upp úr vasanum á hverju kvöldi og lagði frá sér í svefnherberginu; en meðan ég var hjá honum gat ég svo sem ekkert gert við lyklana þá. Um þetta leyti var það mesta ánægja mín að vera alúðleg við Richardsfjöldskylduna og ná- granna hennar. I húsinu við hlið- ina á þeim bjuggu tveir gamlir menn. Annar var blindur og hinn hálfblindur, og þeir fóru oft út að ganga og leiddust og þá varð þetta eina auga að koma í stað fjögurra, sögðu þeir, og það var alveg furðulegt hvað þeir voru glaðir og nægjusamir; en það var ósköp að sjá hvernig allt leit út inni hjá þeim og það leiddist mér, svo að einn daginn fómm við frú Leonard þangað saman og tókum til óspilltra málanna rneð vorhreingemingu. Ég fann líka gluggatjöld, sem voru gömul, en þó hundrað sinn- um betri en gömlu druslurnar sem þeir höfðu haft fyrir glugg- unum hingað til- Gömlu menn- imir tveir urðu alveg agndofa af undrun, en þeir vora mjög þakk- látir. Qg, svo komst ég að því, að þeir kunnu líka að meta kök- urnar mínar. Það var einmitt í þeirri viku sem dr. Roman sagði við mig: — Nú er þriðji mánuðurinn um það þil að hefjast hjá okkur, frú Rutland. Okkur miðaði tölu- vert í janúar, en nú finnst mér eins og við séum komin í ein- hverja sjálfhéldu. Ég hef því verið að velta fyrir mér, hvort jrér gætuð hugsað yður að láta dáleiða yður? — Dáleiða mig? Hvem? — Mig. En ég verð þó að segja yður strax, að ef þér samþykkið það ekki af fúsum vilja, þá er það alveg tilgangslaust- Það er ekki hægt að dáleiða neinn gegn vilja hans. — Já, en af hverju getum við ekki bara haldið áfram á sama hátt og hingað til? spurði ég- — Ég held að það gæti hjálp- að okkur yfir núverandi erfið- leika. 1 síðustu fimm skiptin hefur okkur ekki miðað neitt áfram. Það virtist alveg hættulaust. — Hvenær finnst yður að við ættum að byrja? — Núna — ef þér samþykkið það- — Allt í lagi mín vegna. Á ég að loka augunum? — Nei. Eftir andartak bið ég yður að horfa á silfurhringinn héma, sem ég ætla að halda á lofti. En fyrst ætla ég að draga rimlatjöldin betur fyrir. Eftir svo sem tuttugu mínút- ur sagði hann þurrlega: — Jæja — ég hefði svo sem mátt búast við þessu- — Hvað eigið þér við með því? —r Þér látizt samþykkja að ég dáleiði yður. En í raun og vera streitizt þér á móti af öllu afli. — Það geri ég alls ekki. Ég hef gert allt sem þér hafið sagt mér að gera. Ég kunni betur við að hafa hann fyrir framan mig eins og núna- Hann stóð og var að fága gleraugun sín, og hann var þreytu- legur- Þegar hann tók af sér gleraugun mátti sjá pokana und- ir augunum. — Þér gerið alltaf það sem ég segi yður, frú Rutland, en alltaf í sterkri innri andstöðu. Ef þér hefðuð ekki verið svo athyglis- verður persónuleiki hefði ég gef- izt upp fyrir mörgum vikum. — Það þykir mér leitt. — Er það satt? Rödd hans gaf til kynna að hann gæti vel hugsað sér að notfæra sér það- — Ef yður þykir það í raun og vera leitt, má ég þá koma með »ðra tillögu? Ég get á annan hátt, sem sé með sprautu, fram- kallað sama ástand og verður í dáleiðslu. "Þér hafið ef til vill heyrt minnzt á pentothal? Það hefur engin óþægileg aukaáhrif og ég ,er sannfærður um að það myndi hjálpa okkur báðum. Ég horfði á neglumar á mér. r— Mér finnst rétt að ég beri það undir Mark. Hann andvarpaði. — Eins og þér viljið, frú Rutland- Þér gefið mér svar á föstudáginn. A föstudaginn sagði ég við hann: — Mér þykir það leitt, en Mark er ekki hrifinn af þeirri hugmynd að þér nctið deyfilyf. Það er kannski grilla í honum, en hann er á móti alls konar sprautum. — Ágætt. — En getum við ekki haldið áfram í nokkrar vikur á sama hátt og hingað til? Mig hefur dreymt svo undarlega síðan ég kom hingað síðast og — — Ég geri ráð fyrir að þér eéuð sjálfar andvigar pentothal-sprautu — er það ekki sannleikurinn i málinu? — Mark vill það að minnsta kosti ekki, sagði ég. — Og þér sjálfar ekki heldur, eða hvað? — Hvers vegna ætti ég að vilja það? Það er ekki rétt að gera slíkt við aðra mannvera. Þá fær maður — vald yfir henni. Og mér fyndist eins og — eins og ég ofurseldi mig gensamlega. Seinna spurði hann: — Hvers gætuð þér óskað yður af til- veranni — auk þess sem þér hafið þegar öðlazt? — Af hverju spyrjið þér að því? — Segið mér hvort þér eigið nokkrap óskir og vonir um fram- tíðina. Þér erað tuttugu og þriggja ára- Flestar ungar kon- ur á yðar aldri óska þess að giftast. Þér eruð giftar, en þér getið ekki sætt yður við hjóna- bandið sem slíkt. — Ég hef ekkert á móti því að búa með manni, ef hann lætur mig aðeins í friði. — Langar yður til að eignast böm? — Nei; — Hvers vegna ekki? Það er þó eðlileg löngun hjá flestum konum. — Ekki Öllum konum. — Hvers vegna viljið þér ekki eignast böm? — Mér finnst óverjandi að setja börn í þennan heim — eins og heimurinn er, — Það gæti verið ástæðan til þess að þér eignuðust ekki böm. En það er engin ástæða til þess að hafa enga löngun til að eign- ast böm. — Ég sé engan mun á því. — Þér erað að reyna að koma með skynsamlega skýringu á eðlisbundinni tilfinningu. — Það getur vel verið. FÍFA auglýsir \ Stórkostleg verðiækkun á peysum og úlpum fynr böm og fullorðna. | Verzlið yður í hag — Verzlið í Fífu. | Verzlunin FÍFA Laugavegi 99 (inng. frá Snorrabraut). rjl \ HAZE AIROSOL hreinsar andrúmsloftið á svipstundn SKOTTA — Hvað ertu með í töskimni þinni?! Ég heyrði greinilega að ein- hver sagði; Næsta lag sem við spilum er.... Finangrunargler Húseigenduz — Byggingameistarar. Útvegum tvöfalt einangrunargler með mjög stutt- um fyrirvara. Sjáum um ísetningu og allskonaT breytingar á fluggum. Útvegum tvöfalt gler í lausafög og sjá- um um máltöfcu. Gerum við sprungur i steyptum veggjum með baulrevndu gúmmíefni Gerið svo vel og leitið tilboða. SÍMI 5 11 39. NÝKOMID Peysur, úlpur og terylenebuxur. O. L. Laugavegi 71 Sími 20141. BÍLLINN Gerið við bíia ykkar sjálf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BÍLAÞJÖNOSTAN Auðbrekku 53. Kópavogi. — Sími 40145. Láfið sfilla bílinn Önnumsí bjóla-, ljósa- og mótorstillingu Skiptum um kerti, platínur, ljósasamlokur — Örugg þjónusta. ^ BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32, sími 13100 Hemlaviðgerðir , • Rennun; breimsuskálar. • Slípum bremsudælur. • Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 - Simi 30135. ♦ * 4 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.