Þjóðviljinn - 10.11.1967, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 10.11.1967, Qupperneq 1
ASÍ kallar saman ráðstefnu um kjaramál □ Síðdegis í gær kom miðstjóm Aiþýðusambands íslands saman til fundiar til þess að ræða viðhorfin í kjaramálunum eftir að slitnað er að kalla upp úr viðræðum' milli launþega- samtakanna og ríkisstjórnarinnar. □ Að því er Þjóðviljinn fregnaði i gærkvöld mun miðstjómin hafa ákveð- ið á fundi sínum að kalla saman ráð- stefnu forustumanna verklýðsfélaga innan ASÍ til þess að ræða málin og mun hún hefjast n.k. mánudag kl. 4 síðdegis hér í Reykj avík. DMUINN FöstEdagar 10. nóvember 1967 — 32. árgangur 255. tölublað. Fulltrúar launþegasamtakanna höfn- uðu nýium tillögum ríkisstjórnarinnar ViSrœSum aSila lokiS en jbó mun rœff um einsfök cifriSi □ í fréttatilkynningu sem Þjóðviljanum barst í gærkvöld frá ríkisstjorninni og viðræðunefnd ASÍ og BSRB segir að á fundi þessara aðila í gærmorgun hafi forsætisráðherra komið með þá gagntillögu við kröfu launþegasamtakanna um að vísitala á laun haldist óslitið, að kaupgjalds- vísitalan verði látin hækka um 3% vegna lækk- unar niðurgreiðslnanna. — Ekki átti þessi hækk- un þó að koma til framkvæmda öll í einu heldur í þrem áföngum með 6 mánaða millibili — 1% í einu! Einnig bauð ríkisstjórnin 5% hækkun fjöl- skyldubóta með tveimur eða ’fleiri bömum. □ Að loknu fundarhléi hafnaði viðræðunefnd ASÍ og BRSB tillögum ríkisstjórnarinnar og lýstu nefndarmenn allir yfir nema einn að nefndin teldi sig ekki geta tryggt vinnufrið í landinu með því að samþykkja þessar tillögur. □ Fréttatilkynningin fer í heild hér á eftir: Að boði ríkisstjórnarixinar hóf- <s>- <S>- Hverjir fengu sumarbústaði á Þingvöllum? ★ Friðun Þingvalla hefur verið mikið á döfinni að undan- förnu. Á alþingi kom málið til umræðu nú í vikunni í sam- bandi við þingsályktunartil- Iögu sem Magnús Kjartans- son flytur um endurskoðun laganna um friðun Þingvalla og er ræða hans, er hann flutti fyrir tillögunni, birt á opnu blaðsins í dag. ★ Þá er í nýútkomnu hefti Sam- vinnunnar birtur listi yfir alla þá sem fengið hafa lóð- ir í Iandi þjóðgarðsins á Þingvöllum hjá Þingvalla- nefnd eða eiga þar sumarbú- staði frá fyrri tíð. Mun mörg- um forvitni á að lesa þann lista og því birtum' við hann á 10. síðu blaðsins I dag. <1 Sumarbústaðir í Þingvallalandi. — Á myndinni sjást bústaðir sem byggðir ern í þjóðgarðinum. ust viðræður við 12 manna sam- eiginlega nefnd frá Alþýðusam- bandi Islands og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja hinn 24. október síðastliðinn. Á þeim fundi varð samkomulag um, að launþegasamtökin skipuöu tvær starfsnefndir til að kynna sér umfang og éðli vandamálanna. Þegar nefndirnar höfðu lokið störfum, var haldinn annar fund- ur 12 manna nefndarinnar og fulltrúa ríkisstjórnarinnar. Lagði 12 manna nefndin þá fram svo- hljóðandi svör: „1. Það er ófrávíkjanlegt af nefndarinnar hálfu að vísitala á laun hald- ist óslitið- 2- Ncfndin taldi, að auka mætti verulega tekjur ríkissjóðs með auknu skattaeftirliti og betri skattheimtu. 3. Þá taldi nefndin unnt að spara verulegar upphæð- ir á gjaldabálki fjárlaga. 4. Það var krafa nefndar- innar, að verðlagsákvæði yrðu gerð víðtækari og verðlagseftirlit bætt. 5. Þá Iagði nefndin áherzlu á, að. innlend iðnfram- Ieiðsla yrði efld, til þess að auka atvinnu og vinnutekjuir og þar með tekjur ríkissjóðs, og til þess að halda jafnvægi í þjóðarbúskapnum útávið. I þessu skyni skyldi takmarkaður innflutning- ur á þeim vörum, sem unnt værí að framleiða með jafnóðum árangri í landinu. 0. Að lokum lét nefndin í ljós, að hún tcldi síður en svo háskalegt, miðað við núverandi samdrátt- arhorfur, þótt elnhver Framhald á 7. síðu. Flytja ber utanríkismálin af reyfarastig- inu yfir á vettvang hins rúmhelga dags 8 sendiherrar í Norðvestur-Evrópu — enginn í Asíu eða Rómönsku Ameríku □ □ Þetta frumvarp fjallar ekki um sjálfa stefnuria í utan- ríkismálum, sagði Magnús Kjartansson í framsöguræðu um frumvarp þriggja Alþýðuibandalagsþingmanna um breytingar á lögunum um utanríkisráðuneyti íslands og fulltrúa þess erlendis, en miálið var til 1. umræðu á fundi neðri deildar Alþingis í gær. „Hér er aðems lagt til að ákvörðunarvald Al- þingis verði aukið á þessu mikilvæga sviði, að þingmenn taki að telja utanríkismál sjálfsagt starfssvið sitt, að þau séu flutt af reyfarastig- inu yfir á vettvang hins rúmhelga dags“. Hér fara á eftir kafiar úr framsöguræðunm: ★ Alþingi sniðgengið í greinargerð fyrir frumvarpi því sem ég flyt hér ásamt hátt- virtum 4. þingmanni Austur- landskjördæmis og háttvirtum 9. þingmanni Reykvíkinga er vikið að því að Alþingi hefur mjög mismikil afskipti af mála- flokkum. Á sumum sviðum tek- ur alþingi ákvarðanir um hin smæstu framkvæmdaatriði, off- stundum fer fjarska mikill tími í það að ræða um hvort friða eigi rjúpuna eða leyfa að skjóta hana, hvernig fara eigi að því að drepa mink og veiðibjöllu, hvort kaupa eigi eða selja til- teknar eyðijarðir, hvort atkó- hólprósentan í bjór eigi að vera nokkrum hundraðshlutum meiri eða minni. En önnur svið og engu veigaminni koma naumast til kasta alþingis þegar undan eru skildar nokkrar meginregl- ur. Meðal þeirra mála sem al- þingi sinnir tiltölulega lítið eru utanríkismál. Stjórnarvöldin þera þau mál naumast undir alþingi nema um sé að ræða samninga við önnur ríki sem um er rætt í 21. grein stjórnarskrárinnar og fela í sér afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi. Raunar hefur yíkisstjórnin um langt árabil í þokkabót sniðgengið alþingi á mjög ósæmilegan hátt með því að neita að hlíta þeim ákvæðum þingskapa sem mæla svo fyrir að utanríkismál skulí ávallt borin undir utanríkismála- nefnd alþingis. Hafa utanríkis- ráðherrar reynt að réttlæta þau lagabrot með því að halda því fram að sumir nefndarmenn hafi brugðizt trúnaði sem þeim var sýndur, en hafa þó aldrei getað sannað þá staðhæfingu. ★ Eru utanríkismál James Bond-reyfari? Ákæran um trúnaðarbrot er annars táknræn um afstöðu sumra forustumanna til utan- ríkismála. Þeir virðast vera und- ir mjög sterkum áhrifum frá njósnasögum þeim, sem nú eru mjög í tízku og kenndar eru við James Bond og aðrar reyf- arahetjur. Þeir virðast líta á þennan málaflokk sem einhvers- konar spennandi samsæri, í stíl við njósnir og gagnnjósnir. Sumir utanríkisráðherrar hafa ekki aðeins sniðgengið alþingi heldur hafa þeir gert utanríkis- málin að einhverskonar einka- máluim sínum; þeir hafa ekki einu sinni rætt þau innan rík- isstjórnar. Þess eru mörg dæmi að íslendingar hafa fyrst feng- ið fréttir um mikilvægar ákvarð- anir í utanríkismálum okkar í erlendum blöðum eða erlend- um útvarpsstöðvum, og stund- um hafa æðstu starfsmenn ut- anríkisráðuneytisins ekki haft hugmynd um gerðir og ákvarð- anir ráðherrans, yfirboðara síns. Allt er þetta laumuspil yf- irleitt einber barnaskapur. Ut- anríkismál, eru ekkert meiri launungarmál en önnur við- fangsefni landsmanna, og ég hygg að það komi ákaflega sjald- an fyrir að utanríkisráðherrum okkar berist vitneskja um mál sem raunveruleg ástæða sé til að halda leyndum. Öll er þessi afstaða sérstaklega tengd tíma- biþ kalda stríðsins, þegar til- finningar og ástríður voru í fyrirrúmi fyrir raunsæju mati, en riú er orðið tímabært að því óeðlilega hugarástandi sloti. ★ Eðlilegt viðfangsefni Alþingis Það er tilgangur þessa frum- varps að gera utanríkismálin að eðlilegu viðfangsefni alþingis. Ekki ætti að þurfa að færa rök að því hér á þessum stað hversu mikilvæg utanríkismál eru. Þau eru tengd þjóðarhagsmunum okkar á fjölmörgum sviðum; ut- anríkisviðs* *ripti eru einn veiga- mesti þáttur í efnahagskerfi okk- ar og raunar veigameiri en hiá flestum þjóðum öðrum; við telj- um réttilega að afstaða ís- lands til ýmissa alþjóðamála sé tengd mannorði okkar og heiðri. Alla þessa málaflokka þárf að ræða gaumgæfilega og leyfa andstæðum sjónarmiðum að veg- ast á 4 eðlilegan og lýðræðis- legan hátt; það má ekki vera neitt einkamál ráðherra eða embættismanna hvaða ákvarð- anir eru teknar fyrir íslands Framhald á 3. síðu. 18% hœkkun á hitaveitu° gjöldum I sambandi við efnahags- málafrumvarp ríkisstjórn- arinnar hafa hækkanir á hitaveitugjöldum verið boð- aðar hér í borginni. Borg- arstjóri upplýsti á blaða- mannafundi í gærdag, að hitaveitugjöld ættu að hækka um 18%. , Ráðstöfunarfé var hætt að hrökkva fyrir afborgun- um á Iánum og vöxtum samfara auknum fram- kvæmdum og reyndist þannig óumflýjanlegt að hækka hitaveitugjöldin, sagði borgarstjóri. I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.